Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 2
2 10. mars 2008 MÁNUDAGUR STJÓRNSÝSLA Lítið hefur þokast í þeim áformum stjórnvalda að reisa viðbyggingu við stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. Starfsemi forsætis- ráðuneytisins hefur fyrir löngu sprengt húsnæðið utan af sér og leigir ráðuneytið samtals þrjár hæðir í húsunum við Hverfisgötu 4a og Hverfisgötu 6. Nokkuð er um liðið síðan Fram- kvæmdasýsla ríkisins mat þá kosti sem í boði eru um framtíðarhögun húsnæðismála ráðuneytisins. Athug- uð var hagkvæmni óbreytts ástands, kaup á núverandi leiguhúsnæði og nýbygging á baklóð stjórnarráðs- hússins. Leiddi athugunin í ljós að síðastnefndi kosturinn væri ódýrastur. Tillaga að breytingu á stjórnar- ráðsreitnum hefur verið til með- ferðar í borgarkerfinu síðan 2004 án þess að hafa mjakast mikið áfram. Þó lét Ólafur F. Magnússon, sem þá var áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í skipulagsráði, bóka á fundi í júlí 2006 að tillaga sem þá var til meðferðar gerði ráð fyrir of miklu byggingamagni. „Bygging á bak við stjórnaráðsbyggingu ætti ekki að vera meiri en tvær hæðir og skáþak myndi laga hana betur að útliti stjórnaráðshússins og Banka- strætis 3,“ lét Ólafur bóka. Bolli Þór Bollason, ráðuneytis- stjóri forsætisráðuneytisins, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um stærð eða útlit viðbyggingarinn- ar. „Það þarf að kanna hvaða svig- rúm er fyrir hendi,“ segir Bolli. Þaðan af síður hafi kostnaður verið metinn. „Næst á döfinni er að dusta rykið af hugmyndum okkar og tala við Reykjavíkurborg.“ Auk þess að rúma ekki starf- semi forsætisráðuneytisins með góðu móti stendur húsakosturinn lögbundinni skjalavörslu og nauð- synlegri öryggisvörslu fyrir þrifum. Þá er aðgengi fatlaðra að ráðuneytinu takmörk sett og í raun á undanþágu. Bolli segir engar tímasetningar á framkvæmdum liggja fyrir en ljóst sé að verkið taki tvö til þrjú ár. Því muni fylgja talsvert rót og rask og ekki úr vegi að ætla að ein- hverjar fornminjar kunni að koma í ljós ef og þegar ráðist verði í framkvæmdir. Baklóð stjórnarráðshússins - sem að einum þriðja hluta er bíla- stæði en annars gras - er að mestu í eigu ríkisins en einhver hluti hennar tilheyrir húsinu við Banka- stræti 3 þar sem verslunin Stella er. bjorn@frettabladid.is Nóatún mælir með 598 kr.kg. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á mánudegi Ungnautahakk SPRENGI VERÐ! Húsið var hannað og reist sem tugt- hús og lauk smíðinni 1771. Rúmaði það 16 stórglæpamenn og 54 venjulega fanga. 1816 var tugthús- starfseminni hætt og fjórum árum síðar varð húsið embættisbústaður stiftamtmanns. Landshöfðingjar höfðu aðsetur í húsinu 1873 til 1904 þegar heimastjórnin tók við og það varð stjórnarráðshús. Um tíma höfðu allir þrír ráðherrar Íslands skrifstofur í húsinu og síðar forseti Íslands í um tuttugu ár. Húsinu hefur verið breytt talsvert í áranna rás, jafnt að utan sem innan. HEIMILD: ÚR SAMANTEKT ÞORSTEINS GUNNARSSONAR Á FORSAETISRADUNEYTI.IS BROT ÚR SÖGU STJÓRNARRÁÐSHÚSSINS Áformað að byggja við Stjórnarráðið Tillaga að breyttu deiliskipulagi baklóðar stjórnarráðshússins hefur velkst í skipulagskerfi Reykjavíkur í á fjórða ár. Forsætisráðuneytið vill byggja á lóðinni enda hefur starfsemin fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. BAKHLIÐ STJÓRNARRÁÐSHÚSSINS Áform eru uppi um að reisa viðbyggingu á baklóð Stjórnarráðsins. Málið hefur velkst í nokkur ár innan borgarkerfisins en ráðuneytis- stjóri forsætisráðuneytisins segir næst á dagskrá að dusta rykið af hugmyndunum og tala við Reykjavíkurborg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INDLAND, AP Hundruð útlaga frá Tíbet leggja af stað í dag í mótmælagöngu frá Indlandi til Tíbet. Með göngunni vilja þeir mótmæla bæði innlimun Tíbets í Kína og því að Kína haldi Ólympíuleikana í sumar. Tíbetarnir reikna með að verða hálft ár á leiðinni frá Dharamsala á Indlandi alla leið upp til Tíbet, þar sem haldið verður yfir landamærin til Tíbets um það leyti sem Ólympíuleikarnir hefjast í Kína. Gangan verður aðeins ein af fjölmörgum mótmælaaðgerðum sem skipulagðar hafa verið í aðdraganda Ólympíuleikanna. - gb Útlagar frá Tíbet mótmæla: Ganga frá Ind- landi til Tíbet SKÁK „Mín skoðun er að tölvur hafi drepið sígilda skák,“ segir Boris Spasskí, fyrrverandi heims- meistari í skák, sem er á landinu í tilefni af Alþjóð- legri skákhátíð í minningu Bobbys Fischer. Spasskí teflir lítið þessa dagana, nema til hátíðarbrigða. „Ég er mjög svartsýnn á framtíð skák íþróttarinnar og í raun lífsins sjálfs,“ segir Spasskí. „Ég kenni börnum skák og reyni að sýna þeim hvernig hægt sé að nota tölvur sem þjón í skákinni.“ Fjórir stórmeistarar tefla á sérstöku minningar- móti um Fischer sem fram fer á þriðjudag. Í gær undirrituðu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, samstarfssamning um stuðning við skákíþróttina á Íslandi. Fischer og Spasskí háðu einvígi um heimsmeist- aratitilinn í Reykjavík árið 1972 og beið Spasskí lægri hlut. Hann segir að heimsmeistaratitillinn í skák hafi verið gjaldfelldur síðari ár og að Garrí Kasparov hafi verið seinasti „klassíski“ heims- meistarinn í skák. Spasskí minnist Bobbys Fischer vinar síns með hlýju. „Ég talaði oft við Bobby síðustu árin og hitti hann. Hann lét lítið fyrir sér fara á Íslandi og hélt sig neðanjarðar,“ segir Spasskí. „Og nú er hann neðanjarðar að eilífu.“ - sgj Stórmeistarinn Boris Spasskí er svartsýnn á framtíð skákíþróttarinnar: Tölvurnar drápu klassíska skák HÁTÍÐARDAGSKRÁ TIL HEIÐURS FISCHER Fjöldi erlendra stórmeistara er kominn til landsins vegna skákhátíðarinnar. Spasskí er til vinstri með svört sólgleraugu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands dæmdi á föstudaginn Andrzej Kisiel í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu í porti bakvið hús eftir dansleik í Vestmannaeyjum. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Andrzej hafi gerst sekur um hrottafengna árás á kynfrelsi konunnar með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir hana. Hafi hún ekki enn getað hafið fullt starf eða einbeitt sér að námi. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur, auk vaxta, sem og allan sakarkostnað sem samtals nemur rúmri einni og hálfri milljón króna. - ovd Sæti fjögurra ára fangelsi: Dæmdur sekur um nauðgun SVÍÞJÓÐ Eldsnemma í gærmorgun sprakk öflug sprengja í Vasastan- hverfinu í Stokkhólmi, svo fólk hrökk upp með andfælum og minntist sprengjuárásar á svipuðum stað árið 2004. Tugir rúða brotnuðu í húsum við Surbrunnsgötu og var götunni lokað strax og lögregla kom á vettvang. Lögreglan handtók fljótlega 29 ára gamlan mann sem er grunað- ur um verknaðinn. Sprengjan sprakk undir bifreið, sem er í eigu fyrirtækis sem rekur nokkra skemmtistaði í miðborg Stokkhólms. - gb Sprenging í Stokkhólmi: Tilræðismaður var handtekinn DÓMSMÁL Dómstólar á Íslandi þurfa að efla almannatengsl sín, rétt eins og aðrar stofnanir og fyrirtæki hafa gert á undanförnum árum, segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að dómarar ættu að tjá sig meira um dómara- störfin á opinberum vettvangi. Eiríkur tekur undir þetta viðhorf Jóns Steinars. „Þeir verða þó að varast að fjalla um einstök dómsmál. Þeir mega ekki dragast inn í pólitískar umræður og dægurmál, því þá teljast þeir ekki lengur sjálfstæðir og óvilhallir,“ segir Eiríkur. „Í fyrsta lagi eiga dómararnir að tala í gegnum dómana sjálfa og rök- styðja úrlausnir sínar betur.“ Dómstólar hófu fyrir nokkrum árum að birta niðurstöður sínar á netinu. Eiríkur segir það hafa verið gott skref. Einnig gætu dóm- stólarnir ráðið sér almannatengsla- fulltrúa eða fjallað reglulega um þróun dómsmála í fjölmiðlum. „Mér finnst opin og almenn umræða um niðurstöður dómstóla vera af hinu góða og í henni eiga að taka þátt bæði dómarar, lög- menn og aðrir lögfræðingar,“ segir Helgi Jóhannesson, formað- ur Lögmannafélags Íslands. „Dómari á hins vegar að gæta þess að ræða ekki opinberlega um dóm sem hann kvað upp sjálfur.“ - sgj Lagaprófessor segir að almannatengsl íslenskra dómstóla þurfi að efla: Dómstólar kynni sig betur SAMDHONG RINPOCHE Forsætisráð- herra útlagastjórnar Tíbets í Dharamsala á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP Ökulagabrot á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók fjóra ökumenn fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna um helgina. Voru ökumenn fluttir til skýrslu- og sýnatöku á lögreglustöð en fengu að fara að því loknu. Málin eru í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR Sendiherra vísað úr landi Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa rekið sendiherra Bandaríkjanna úr landi og kallað eigin sendiherra heim frá Washington. Aðgerðirnar eru viðbrögð stjórnar Lúkasjenkos forseta, við ásökunum bandarískra stjórnvalda um einræðisstjórnarhætti. HVÍTA-RÚSSLAND Ungir ölvaðir ökumenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók níu ökumenn fyrir ölvunarakstur aðfaranótt laugardagsins. Átta þeirra voru karla á aldrinum 18 til 27 ára. Ein kona, 22 ára var meðal þeirra sem lögreglan stöðvaði. Guðfríður, var Spasskí hrókur alls fagnaðar? „Nei, hann var drottning dagsins.“ Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák, er á landinu í tilefni af Alþjóðlegri skákhátíð í minningu Bobbys Fischer. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er forseti Skáksambands Íslands. HELGI JÓHANNESSON EIRÍKUR TÓMASSON LÖGREGLUMÁL Ökumaður bifreiðar sofnaði og missti stjórn á bifreið sinni rétt vestan við Kúagerði á Strandaheiði á Reykjanesbraut í gærmorgun. Lenti bifreið mannsins utan í sendibifreið sem hann ók á eftir, en ökumaður hennar náði með snarræði að koma í veg fyrir frekara tjón. Var maðurinn fluttur á lögreglustöð til skýrslu- og sýnatöku þar sem grunur þótti á að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Fékk hann að fara heim eftir að hafa sofið úr sér vímuna. Reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum. - ovd Réttindalaus undir áhrifum: Sofnaði og ók á sendibifreið SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.