Fréttablaðið - 10.03.2008, Side 34

Fréttablaðið - 10.03.2008, Side 34
 10. MARS 2008 MÁNUDAGUR12 ● fréttablaðið ● híbýli6 Það er yndislegt að eiga góðan slopp í svefnherberginu til að smella sér í bæði kvölds og morgna. Sloppar eru bæði nota- legar flíkur og nauð- synlegar, ekki síst eftir baðið eða sturtuna. Það er hvíld að komast í sloppinn á kvöldin eftir erfiðan dag og ekki spillir að kveikja á kertum, að minnsta kosti meðan enn er myrkur úti. Fátt er líka meira afslappandi en að vera á sloppnum fram á há- degi um helgar, fá sér kaffi eða te- sopa og lesa blöðin. Þægilegast er að eiga tvo sloppa. Annan hlýjan og notalegan úr frotté, bómull, flóneli, velúr eða flísi til að sveipa um sig í afslöppun á veturna. Hinn úr silki eða sat- íni, hæfilega skjól- góðan og hentugan þegar hitinn er meiri, bæði í herberginu og kroppnum. Slíkan slopp er líka þægi- legt að hafa í farteskinu á ferðalögum. -gun Afslappandi og æsandi flíkur Beltið á silki- sloppnum úr Habitat er fag- urlega útsaum- að í bakið. Slopparnir hjá Dún og fiður á Laugavegi 87 eru vandaðir bómullarsloppar með vöfflu- mynstri frá Bellora. Til í ljósbrúnu, kremuðu, hvítu, bleiku og bláu og verðið er 8.500 kr. Hettusloppar úr poyester og ryan fást í Debenhams og kosta 6.990.- Brúnn hettusloppur úr polyester og ryan úr Debenhams á 6.990.- Silkislopp- ur með svörtum blúndum. Fæst líka í brúnu, gylltu og svörtu í La Sensa og kostar 11.900 kr. Dúnmjúkir, hálfsíðir bleik-og blárósótt- ir sloppar úr þykku polyesterefni fást í Joe Boxer í Kringlunni á 6.980 kr. Hálfsíður svartur satínsloppur með rauðu fóðri og rauðum útsaum fæst í La Sensa í Kringlunni á 7.900 kr. Lika til með ferskjulitu blómi. Þessi ljósbrúni silkisloppur með fínlegum útsaumi á borðum og belti fæst í Habitat í Askalind á 14.900. Þar fást líka síðir frottésloppar í sama lit.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.