Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 58
30 10. mars 2008 MÁNUDAGUR
Nýttu þér þetta
TILBOÐ
og stofnaðu rei
kning á spron.is16%
vaxtaauki!
A
RG
U
S
/
08
-0
10
0
Enska bikarkeppnin:
Middlesbrough-Cardiff 0-2
0-1 Peter Whittingham (9.), 0-2 Roger Johnson
(23.).
Bristol Rovers-West Bromwich 1-5
0-1 James Morrison (16.), 0-2 Ishmael Miller
(30.), 1-2 Danny Coles (32.), 1-3 Miller (69.), 1-4
Kevin Phillips (73.), 1-5 Miller (85.).
Enska úrvalsdeildin:
Sunderland-Everton 0-1
0-1 Andy Johnson (55.)
Tottenham-West Ham 4-0
1-0 Dimitar Berbatov (8.), 2-0 Dimitar Berbatov
(10.), 3-0 Gilberto (85.), 4-0 Darren Bent (90.).
Wigan-Arsenal 0-0
Lengjubikarinn:
Fram-ÍA 2-1
0-1 Andri Júlíusson, 1-1 Jón Þorgrímur Stefánsson,
2-1 Henrik Eggerts.
Grindavík-Valur 1-4
0-1 Helgi Sigurðsson, 0-2 Helgi Sigurðsson, 0-3
Helgi Sigurðsson, 0-4 Helgi Sigurðsson, 1-4 Andri
Steinn Birgisson, víti.
KA-Þróttur R. 1-0
1-0 Almarr Ormarsson (73.)
Fjarðabyggð-HK 1-1
0-1 Mitja Brulc (5.), 1-1 Guðmundur Atli Stein
þórsson (75.)
KS/Leiftur-Þróttur R. 1-3
1-0 William Geir Þorsteinsson, 1-1 Carlos Bernal,
1-2 Hallur Hallsson, 1-3 Andrés Vihjálmsson.
FH-Fjölnir 4-0
1-0 Jónas Grani Garðarsson (20.), 2-0 Atli Viðar
Björnsson (57.), 3-0 Tryggvi Guðmundsson (66.),
4-0 Tryggvi Guðmundsson (69.).
KR-Víkingur R. 4-0
1-0 Björgólfur Takefusa (10.), 2-0 Guðjón Bald
vinsson (66.), 3-0 Guðjón Baldvinsson (89.) ,
4-0 Guðmundur Pétursson (90.) .
Spænski fótboltinn:
Barcelona-Villarreal 1-2
0-1 Marcos Senna, víti (31.), 1-1 Xavi (67.), 1-2 Jon
Dahl Tomasson (81.), Eiður Smári Guðjohnsen
sat allan tímann á bekknum.
Real Madrid-Espanyol 2-1
0-1 Valdo (29.), 1-1 Gonzalo Higuaín (43.), 2-1
Raúl, víti (72.).
Ítalski körfuboltinn
Air Avellino-Lottomatica Roma 64-72
Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig á 17 mínút-
um í sigri á bikarmeisturunum. Jón Arnór hitti
meðal annars úr 3 af 4 þriggja stiga skotum
sínum í leiknum.
ÚRLSITIN Í GÆR
KÖRFUBOLTI Friðrik Ingi Rúnars-
son, framkvæmdastjóri KKÍ og
Sigurður Ingimundarson, lands-
liðsþjálfari A-landsliðsins, heim-
sóttu þá Jón Arnór Stefánsson og
Loga Gunnarsson um helgina og í
síðustu viku og fóru yfir komandi
landsliðsverkefni með leikmönn-
unum sem og forráðamönnum
félaga þeirra. Jón Arnór leikur
með Lottomatica Roma í ítölsku
úrvalsdeildinni en Logi með Farho
Gijon í spænsku silfurdeildinni.
„Við höfum ekki gert neitt af því
undanfarin ár að fara á heimavelli
strákanna sem hafa verið að spila
úti. Þetta er byrjunin á því og eitt-
hvað sem þekkist hjá öðrum sam-
böndum. Strákarnir eru líka mjög
ánægðir og það kemur kapp í þá
að fá einhverja í heimsókn til þess
að sjá í hvaða umhverfi þeir eru.
Það var líka markmiðið að ræða
sumarið og haustið og sýna klúbb-
unum það að við viljum að þessir
strákar séu með landsliðinu öllum
stundum.“ Jón Arnór Stefánsson
var ekki með íslenska liðinu
síðastliðið haust vegna pressu frá
félagi sínu en nú er staðan önnur.
Friðrik Ingi var ánægður með
ferðina.
Strákarnir eru spenntir
„Þetta hefur gengið ljómandi vel.
Strákarnir eru mjög spenntir og
finnst margt spennandi fram-
undan og við erum bjartsýnir á að
þetta gangi allt vel upp fyrir sum-
arið og haustið,“ segir Friðrik Ingi
en allar líkur eru á að þeir Jón
Arnór og Logi mun spila áfram
með þessum liðum á næsta tíma-
bili.
Þessi heimsókn mun því örugg-
lega stuðla að því að strákarnir
geti tekið þátt í undirbúningi
landsliðsins fyrir B-deild Evróu-
keppninnar sem hefst í haust.
„Jón Arnór verður áfram og
Logi verður örugglega áfram ef
liðið fer upp í LEB1 sem þeir eru
að berjast um núna, því hann er
með tryggðan samning takist lið-
inu það. Ef það gerist þá ætlar
hann að skoða sín mál og kanna
markaðinn. Honum líður mjög vel
þarna og þetta er mjög flott, höllin
er stór og það er mikill körfubolta-
áhugi í borginni enda er þetta lið
sem var í efstu deild fyrir nokkr-
um árum síðan,“ segir Friðrik
Ingi. Það hittist svo á að Logi eign-
aðist sitt fyrsta barn rétt á meðan
þeir Sigurður og Friðrik Ingi voru
í heimsókn.
Eignaðist sitt fyrsta barn
„Við ákváðum þennan tíma í sam-
ráði við þau og barnið átti ekki að
koma þá. Svo þegar við vorum á
flugvellinum í Róm, á leiðinni til
Madríd í milliflugi áður en við
síðan flugum til Asturias, þá
hringdi hann í mig og sagði að hún
væri bara komin á fæðingardeild-
ina og hann yrði þar svolítið mikið
og vissi ekki hvað myndi gerast.
Hann vildi endilega að við kæmum
þannig að við héldum okkar striki
og fórum til hans. Logi hleypti
okkur inn í íbúðina sína og dreif
sig síðan aftur á sjúkrahúsið.
Hann kom síðan heim um nóttina
sigurreifur enda nýbúinn að eign-
ast stúlku,“ lýsir Friðrik Ingi sem
er farinn að plana hópferð til
Rómar.
„Það þarf að skoða það fyrir
úrslitakeppnina hjá þeim í vor og
eins fyrir næsta ár að fara með
einhverja hópferð út til Róm og
leyfa fólki að koma og sjá þetta.
Þetta er mjög stór og mikill heim-
ur hér í Róm og ég held að maður
hafi ekki sjálfur áttað sig alveg á
því hversu stórt og vinsælt þetta
er,“ segir Friðrik Ingi sem segir
Jón Arnór vera eitt af andlitum
Lottomatica-liðsins.
„Jón Arnór er utan á stærstu
adidas-búðinni í borginni. Hann
hefur verið í myndatöku hjá
adidas ásamt Del Rossi, miðju-
manninum hjá fótboltaliðinu.
Hann er þekktur og maður fann
það þegar við löbbuðum með
honum niður í bæ að fólk þekkti
hann, vissi hver hann var og er að
fylgjast með honum. Þetta er til-
komumikið og mjög gaman að
upplifa þetta,“ sagði Friðrik Ingi
að lokum.
ooj@frettabladid.is
Jón Arnór er þekkt andlit í Róm
Framkvæmdastjóri KKÍ og þjálfari A-landsliðsins heimsóttu atvinnumennina Jón Arnór Stefánsson og
Loga Gunnarsson sem eru að gera það gott í ítalska og spænska körfuboltanum.
TILKOMUMIKIÐ Friðrik Ingi Rúnarsson,
framkvæmdastjóri KKÍ, var ánægður
með ferðina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LOGI GUNNARSSON Spilar með Farho Gijon á Spáni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Spilar með Lottomatica Roma á
Ítalíu. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Topplið Arsenal náði
aðeins markalausu jafntefli gegn
Wigan í ensku úrvalsdeildinni í
gær og Manchester United getur
því náð eins stigs forskoti vinni
liðið leikinn sem meistararnir eiga
inni.
Leikur Arsenal var ekki sann-
færandi í gær og liðið skapaði sér
ekki mikið af færum. Emmanuel
Adebayor og Cesc Fabregas fengu
bestu færin fyrir hlé og það
kveikti ekki í liðinu að Robin van
Persie kom inn á í seinni hálfleik
og spilaði í fyrsta sinn í tvo mán-
uði. Þetta var þriðja jafntefli Ars-
enal í röð í deildinni en áður hafði
liðið gert 2-2 jafntefli við
Birmingham og 1-1 jafntefli við
Aston Villa.
„Ég er viss um að við náum
okkur á strik á ný en við erum
ekki að fá nógu mörg stig þessa
dagana. Við þurfum bara að
halda rónni, einbeitingunni og
trúnni og þá hef ég
trú á að liðið
geti unnið titil-
inn,“ sagði Ars-
ene Wenger,
stjóri Arsenal, en
liðið hefur nú
tveggja stiga forskot
á Manchester United og
átta stiga forskot á Chel-
sea sem voru bæði upptek-
in í bikarnum og léku því
ekki um helgina.
Andy Johnson tryggði
Everton 0-1 sigur á
Sunderland, en með því
komst
liðið
aftur
upp að
hlið
nágranna
sinna í Liver-
pool í baráttunni
um fjórða og síð-
asta sætið inn í
Meistaradeildina.
„Þetta voru frá-
bær úrslit eftir
það sem við geng-
um í gegnum í
vikunni. Það eru
allir að segja að
lið vinni ekki
leiki þegar þau koma til baka úr
Evrópuferðum en við höfum
afsannað það nokkrum sinnum í
vetur,“ sagði David Moyes, stjóri
Everton en liðið tapaði 0-2 fyrir
Fiorentina í Evrópukeppninni í
síðustu viku.
West Ham vörnin virðist vera í
molum því liðið fékk á sig fjögur
mörk þriðja leikinn í röð í 0-4 tapi
fyrir Tottenham á White Hart
Lane. Dimitar Berbatov skoraði
tvö mörk fyrir Spurs sem lék
manni fleira allan seinni hálfleik
eftir að Luis Boa Morte fékk sitt
annað gula spjald rétt fyrir hlé.
„Við vorum að spila við Chel-
sea, Liverpool og nú Spurs. Við
gáfum þeim öllum heimskuleg
mörk og þetta var hræðileg vika,“
sagði Alan Curbishley, stjóri West
Ham. - óój
Everton fór upp að hlið Liverpool í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og West Ham steinlá einu sinni enn:
Þriðja jafnteflið í röð hjá toppliði Arsenal
SVEKKELSI Mathieu Flamini og
félagar í Arsenal hafa aðeins
fengið þrjú stig af síðustu níu
mögulegum. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Eftir sögulegan laugar-
dag í ensku bikarkeppninni héldu
óvæntir hlutir áfram að gerast í
gær þegar Cardiff sló út úrvals-
deildarliðið Middlesbrough.
Það er því ljóst að Hermann
Hreiðarsson og félagar í
Portsmouth eru eina úrvals-
deildarliðið í undanúrslitunum en
þar eru líka 1. deildarliðin
Cardiff, Barnsley og svo West
Brom sem vann 5-1 stórsigur á
Bristol Rovers á útivelli í gær
Cardiff vann Middlesbrough 2-
0 á útivelli þar sem bæði mörkin
komu í fyrri hálfleik. Þetta er í
fyrsta sinn síðan 1927 að velskt
lið er komið svona langt í
bikarnum en það ár vann einmitt
Cardiff bikarinn. Cardiff er
aðeins í 14. sæti í ensku 1.
deildinni.
Ishmael Miller skoraði þrennu
fyrir West Brom sem er komið í
undanúrslitin í fyrsta sinn síðan
1982. - óój
Enska bikarkeppnin í fótbolta:
Ár litlu liðanna
FÖGNUÐUR Cardiff sló Boro út í gær.
NORDIPHOTOS/GETTY