Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 62
34 10. mars 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. hæfileika 6. 999 8. matargeymsla 9. útdeildi 11. íþróttafélag 12. deyfa 14. einkennis 16. tímaeining 17. gagn 18. kvenkyns hundur 20. búsmali 21. tuldur. LÓÐRÉTT 1. göngulag 3. í röð 4. pensillín 5. dýrahljóð 7. köldusótt 10. fálæti 13. of lítið 15. bakhluti 16. stefna 19. mun. LAUSN „Ég er mjög ánægður og ham- ingjusamur með frábærar mót- tökur og viðbrögð,“ segir Björgvin Halldórsson en miðar eru að seljast upp á tónleika hans í Cirkus-tónleikahöllinni í Kaup- mannahöfn 24. apríl. Í höllinni, sem tekur 900 manns í sæti, kemur Björgvin fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljóm- sveitar konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn og fleiri lista- mönnum. „Þetta er glæsilegt hús. Það vantar svona hús hérna þar sem hægt er að sitja, horfa á tónleika og dansa og borða,“ segir Björg- vin sem hlakkar mikið til. „Þetta verður æðislega gaman. Ég verð með gott fólk með mér og það er ögrandi að gera svona.“ Bubbi Morthens verður einnig með tónleika í Köben 18. október í samstarfi við Iceland Express, höfuðkeppninaut Icelandair sem selur pakkaferðir á tónleika Björg- vins. Tónleikar Bubba verða á staðnum Falconer Salen, sem tekur 2.000 manns, og hafa nokkur hundruð miða selst hjá Iceland Express á aðeins rétt rúmri viku. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Björgvin og Bubbi fylgjast að því fyrir tveimur árum héldu þeir báðir tónleika í Laugardalshöll, Björgvin með Sinfóníuhljómsveit Íslands á meðan Bubbi hélt afmælistónleika sína. Um síðustu jól spiluðu þeir síðan aftur í Höllinni, Björgvin á jólatónleikum á meðan Bubbi hélt nýárstónleika með Stórsveit Reykjavíkur. Spurður hvort Bubbi sé að herma eftir honum með tónleikum sínum í Danmörku hlær Björgvin. „Hann á ættir sínar að rekja til Skandinavíu. Þetta er bara spenn- andi. Ætli við séum ekki að reyna að sýna Dönum rétta andlitið á Íslendingum og rétta af orðsporið sem fer af okkur þarna með ljúf- um tónum.“ Björgvin vill heldur ekki meina að þeir séu að berjast um tónleikagesti. „Bubbi er búinn að koma oft fram í Kaupmanna- höfn og á örugglega fullt af aðdá- endum þar.“ Sigurður K. Kolbeinsson, hjá www.koben.is sem skipuleggur tónleika Björgvins, segir ekki hægt að líkja þeim við Bubba-tón- leikana. „Þetta er bara eins og munurinn á að selja flottan jeppa eða traktor. Þetta er konsert í bíó- sal hérna úti í bæ þar sem fólk situr bara í úlpunum og horfir á Bubba,“ segir hann. „Hann er mjög góður út af fyrir sig og ég dreg ekkert dul á að hann er topp- listamaður. En við erum að gera allt öðruvísi hluti. Við erum með „dinnersjóv“ og fólk mætir í sínu fínasta taui og svo er dans til klukkan tvö um nóttina. Það er ekki hægt að líkja þessu saman.“ Sigurður, sem skipulagði einnig tónleika Sálarinnar og Stuðmanna í Kaupmannahöfn í fyrra, er þegar farinn að undirbúa nýja tón- leika á næsta ári og ætlar sér greinilega stóra hluti í framtíðinni með íslenskum tónlistarmönnum. freyr@frettabladid.is BJÖRGVIN OG BUBBI: MIÐAR Á DANMERKURTÓNLEIKA RJÚKA ÚT Jeppi og traktor til sölu BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Björgvin hlakkar mikið til að stíga á svið í Cirkus-tónleika- höllinni í Kaupmannahöfn. Plötusnúðurinn Baldur Héðinsson er tilnefndur í kosningu um besta plötusnúð Boston-borgar annað árið í röð. Það er vikublaðið The Phoenix sem stendur fyrir kosningunni, en Baldur fór einmitt með sigur af hólmi í henni fyrir ári. „Þetta virðist ætla að verða árlegur við- burður,“ segir Baldur og hlær við. Svo vill til að tveir af hinum fjórum plötusnúðunum sem hljóta tilnefningar blaðsins eru ágætis vinir hans. „Þetta er tiltölulega vinalegt, en það er ljóst að bræður munu berjast,“ segir hann kíminn. Baldur segir tónlistarsenuna ytra hafa breyst töluvert. „Ég spila mest eitthvað sem myndi kallast minimal teknó og elektró-house, tónlist sem Íslendingar þekkja örugglega af Sirkus, Kaffibarnum og Barnum. Þetta er farið að heyrast miklu meira hérna úti núna,“ segir hann. Baldur kíkir reglulega heim á Klakann og notar þá oftar en ekki tækifærið til að spila fyrir landsmenn, stundum í félagi við bróður sinn. „Hann og systir mín eiga það bæði til að kippa í plötur. Bróðir minn gengur undir nafninu DJ Skeletor, sem einhverjir ættu að kannast við. Systir mín er hins vegar að stíga fyrstu sporin í þessu,“ útskýrir Baldur, sem útilokar því ekki þrefalt systkinagigg í framtíðinni. Hann stundar nú doktorsnám í hagnýtri stærðfræði við Boston University, og býst við að ljúka því á næstu einum, tveimur árum. Hvað þá tekur við segir hann enn óljóst. „Það er margt spennandi að gerast heima, en svo er líka alltaf eitthvað í boði úti í heimi sem maður hefur ekki prófað,“ segir Baldur. Kosning The Phoenix stendur yfir til 20. mars, að sögn Baldurs. Nánari upplýsingar er að finna á www.thephoenix.com. - sun DJ Baldur er ennþá vinsæll í Boston TILNEFNDUR Í ANNAÐ SINN Baldur Héðinsson er aftur tilnefndur í kosningu um besta plötusnúð Boston- borgar, en hann bar sigur úr býtum í kosningunni í fyrra. BUBBI MORTHENS Bubbi heldur sína tónleika 18. október í samstarfi við Iceland Express. „Vá, ég hlusta á svo margt. Til dæmis diskinn Dót með Fræbbblunum ef ég vil vinna hratt og örugglega, en svo bara Dylan og Megas út í eitt.“ Gerður Bjarnadóttir, kjólameistari hjá Hnappi ehf. Þegar íslenska krónan er jafn há gagnvart erlendum gjaldmiðlum og hún hefur verið undanfarið eykst til muna netverslun Íslend- inga í erlendum búðum. Stór hluti þessara kaupa fer fram í Amazon- netbúðinni, bæði þeirri amerísku og þeirri ensku. Þar kaupir fólk aðallega bækur, dvd-diska og tón- listardiska. Nú er svo komið að pósturinn er hættur að keyra út bréf sem eru undir tveimur kíló- um og sendir í staðinn tilkynn- ingu um að pakkann megi sækja á pósthúsið. „Þetta hefur nú ekk- ert með Amazon að gera heldur er þetta bara verklag sem hin Norður löndin hafa verið að taka upp að undanförnu og við byrjuð- um á 1. febrúar,“ segir Anna Katrín Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs Póstsins. „Þó fellur slatti af Amazon-pökkum undir þetta við- mið. Ég hef svo sem engar tölur yfir það hversu stór prósenta af því sem fer í gegn hjá okkur er pantað frá Amazon, en það er stór hluti og alltaf að verða stærri. Krónan er búin að vera svo hag- stæð lengi svo það er mikið keypt erlendis frá.“ En borgar þetta sig? Það er stóra spurningin. Krónan fer lækkandi svo nú eru kannski síðustu forvöð að nýta sér ástand- ið. Hjá Tollinum (tollur.is) er reiknivél sem hægt er að nota til að gera samanburð. Bækur eru tollfrjálsar en bera sjö prósenta virðisaukaskatt, eins og tónlistar- diskarnir. Þeir bera hins vegar tíu prósenta toll. Dvd-diskar eru líka með tíu prósenta toll og 24,5 prósenta virðisaukaskatt að auki. Tollur og vaskur er lagður á erlendu upphæðina með flutn- ingskostnaðinum inniföldum. Ofan á allt saman leggur Póstur- inn svo hið óvinsæla „toll- meðferðargjald“, 450 kall á hverja einustu sendingu, hvort heldur um er að ræða eina bók eða hundrað. - glh Íslendingar flykkjast að á Amazon KASSAR FRÁ AMAZON Stór hluti af umsvifum Póstsins. Hljómsveitin HAM er tvítug í dag, rétt eins og Sálin hans Jóns míns. Þessar ólíku stórhljómsveitir spiluðu báðar í fyrsta sinn á sama blettinum kvöldið 10. mars 1988; HAM í Tunglinu, Sálin undir þeim í Bíókjallaranum. Á meðan Sálin blæs nú til afmælisveislu heyrist ekki múkk frá HAM, enda segir söngvarinn Sigurjón Kjartansson það spurningu hversu kúl það sé að halda upp á svona stórafmæli. Hann er nú staddur á Tenerife þar sem hann slappar af og skrifar nýja sjónvarpsþætti. Hann segir hvergi betra að skrifa um íslenskan raunveruleika. Margar helstu hefðarfrúr landsins lögðu leið sína í fjáröflunarkvöldverð Unifem á Íslandi í Frímúrarahúsinu á laugardagskvöldið, en miðaverð var 70 þúsund krónur. Á meðal kvöldverð- argesta voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra, frú Vigdís Finnbogadóttir, sem var heiðursgestur kvöldsins, Dorrit Moussaieff, fata- hönnuðurinn Stein- unn Sigurðardóttir, fjölmiðlakonurnar Inga Lind Karls- dóttir og Andrea Róberts, stílistinn Agnieszka Baranowska, Dísa í World Class, og Kristín Ólafsdóttir. Gestirnir, sem voru um 250 talsins, klæddust flestallir hvítu, enda hvítt þema á kvöldverðinum. Að kvöldverði loknum lögðu þær skemmtanaglöðustu leið sína á La Primavera, þar sem dansað var fram eftir nóttu. Þar var karl- mönnum leyft að taka þátt í gleð- inni, sem Björn Hlynur Haralds- son nýtti sér þegar hann mætti með konu sína, Rakel Garðars- dóttur, upp á arminn. Björgólfur Thor Björgólfsson skaut einnig upp kolli á La Prima- vera, mögulega á leið heim frá árshátíð Landsbankans sem haldin var í Egilshöll sama kvöld. FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. im, 8. búr, 9. gaf, 11. kr, 12. slæva, 14. aðals, 16. ár, 17. nyt, 18. tík, 20. fé, 21. taut. LÓÐRÉTT: 1. rigs, 3. áb, 4. fúkkalyf, 5. urr, 7. malaría, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. átt, 19. ku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.