Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 8
8 10. mars 2008 MÁNUDAGUR SAMGÖNGUR Miklabraut og Kringlu- mýrarbraut eru tvær af megin- umferðaræðum höfuðborgar- svæðisins og eru gatnamót þeirra ein fjölförnustu gatnamót landsins. Miklar framkvæmdir í þremur áföngum eru nú aftur komnar á dagskrá en meðal til- lagna eru mislæg gatnamót á þremur hæðum og aðliggjandi stokkar. Voru tillögurnar kynntar á fundi Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Er um samvinnuverkefni Vega- gerðarinnar og Reykjavíkurborg- ar að ræða en engar ákvarðanir hafa verið teknar um frekari framkvæmdir. Heildarkostnaður er áætlaður 12,2 milljarðar króna og er kostnaður vegna uppkaupa þar ekki innifalinn. Í stuttu máli mætti segja að ofanjarðar verði hægari umferð í hverfin við brautirnar en hraðari umferð í gegnum svæðið fari í stokkum undir gatnamót Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Samkvæmt tillögunum er áætlað að byggja þar hringtorg sem verði 2,5 metrum hærra en núverandi gatnamót. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segir margt í tillögunum á þeim nótum sem sjálfstæðismenn hafi talað um. „Þó finnst mér að sumt eigi eftir að slípa betur.“ Þá telur hann mjög ánægjulegt að sjá í tillögunum að stokkurinn sé far- inn að ná vestur fyrir Rauðarárstíg. „Mér finnst augljóst að setja stokk á Miklubrautina til móts við Stakkahlíð og Miklatún í algeran forgang,“ segir Dagur B. Eggerts- son, borgarfulltrúi Samfylkingar- innar. Það sé helsti flöskuhálsinn á svæðinu en ekki gatnamót Kringlu- mýrar- og Miklubrautar sem mikið var breytt árið 2005. Telur Dagur þær breytingar hafa sannað sig. „Ég held að aðrar framkvæmdir séu miklu brýnni,“ segir Dagur sem vill að það sem kallað er þriðji áfangi sé tekið fyrst fyrir. „Hitt á að fara í samráðsferli eins og lofað hefur verið.“ „Við tökum nú upp þráðinn og ætlum að reyna að keyra eins hratt og hægt er án þess að slá neitt af samráði,“ segir Gísli Mart- einn. Hann telur að hægt verði að byrja framkvæmdir á árunum 2009 eða 2010. „Við höfum kallað þetta umhverfislausnina þar sem þetta er fyrst og fremst til að bæta lífsgæði fólksins á svæðinu.“ olav@frettabladid.is Stórframkvæmdir í þremur áföngum Stokkar og mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru aftur komin á dagskrá. Lokaðir stokkar fyrir hraðari umferð með tveggja akreina yfirborðsgötum fyrir hverfaumferð. Aðrar framkvæmdir sagðar brýnni. GATNAMÓTIN Í DAG Um 80-85 þúsund bílar fara um gatnamótin á hverjum sólarhring. MYND/LÍNUHÖNNUN HF. - ONNO EHF FYRIRHUGAÐ HRINGTORG Gatnamót Krinlumýrar- og Miklubrautar með hringtorgi og stokkum. MYND/LÍNUHÖNNUN HF. - ONNO EHF. PAKISTAN, AP Tveir stærstu stjórnar andstöðuflokkarnir í Pak- istan hafa ákveðið að taka höndum saman og mynda samsteypu- stjórn. Asif Ali Zardari, eftirlifandi eiginmaður stjórnarandstöðuleið- togans Benazir Bhutto, undirritaði í gær ásamt Nawaz Sharif, fyrrver- andi forsætisráðherra, samning um myndun samsteypu stjórnar. Jafnframt lýstu þeir því yfir að þeir muni endurráða tugi dóm- ara, meðal annars úr hæstarétt landsins, sem Pervez Musharraf forseti rak úr embætti á síðasta ári til að tryggja sér áframhald- andi setu á forsetastól. Þjóðarflokkur Bhutto fékk 120 þingsæti í kosningunum í febrú- ar og Múslimabandalag Sharifs hlaut 90 þingsæti, þannig að samanlagt hafa flokkarnir 210 sæti af 342. Stjórnarflokkur Mus- harrafs hlaut aðeins 51 þingsæti og hefur því glatað þing- meirihluta. Ólíklegt þykir að Musharraf forseti muni taka vel í áform þeirra um að endurráða dómar- ana. Hann hvatti á laugardag sigurvegara kosninganna til þess að „láta pólitíkina eiga sig“ en ein- beita sér að því að „stjórna landinu“. Musharraf hefur stjórnað í Pak- istan síðan 1999 þegar hann steypti stjórn Sharifs af stóli í valdaráni. - gb Sharif og ekkill Bhutto taka höndum saman um stjórnarmyndun í Pakistan: Ætla að endurráða dómarana ZARDARI OG SHARIF Leiðtogar stjórnar- andstöðuflokkanna ætla að mynda samsteypustjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP WWW.N1.ISN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR Nú hefur N1 hafið sölu á Biodísel sem er lífrænt endurnýjan- legt eldsneyti, blandað í venjulega díselolíu. Biodísel er á sama verði og venjuleg díselolía en mengar mun minna og smyr bílinn betur. N1 Hringbraut í Reykjavík N1 Skógarseli í Reykjavík N1 Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði Biódísel fæst á eftirtöldum þjónustustöðvum: FÆREYJAR Linjohn Christiansen, bæjarstjóri Skála- víkur í Færeyjum, segir uppbyggingu eftir skemmd- ir vegna óveðurs um mánaðamótin janúar/febrúar ekki hafna af neinum krafti. Landsverk sér um að meta skaðann, kostnað við endurgerð sjóvarnargarðsins, dýpkun og fleira tengt höfninni sem fór afar illa í óveðrinu. „Bakkinn sunnan við höfnina er allur farinn,“ segir Linjohn. Önnur félög meta skemmdir á byggingum og kirkjugarðinum. „Viðgerðirnar snúast um að endurgera varnirnar og fyrirbyggja að eitthvað svona gerist aftur.“ Sjóvarnargarðurinn mun meðal annars ná lenga út. Kostnaður á að liggja fyrir 14. mars. „Fólk hefur það gott. Það missti báta í höfninni en einnig brotnuðu bátar sem voru uppi á landi.“ Hann segir enga nýja báta komna í staðinn enda sé bannað að nota höfnina í því ástandi sem hún er. „Flestir hér í Skálavík eru í hlutastöfum á sjó en hér vinna þó allir eitthvað tengt sjónum.“ Hluti fólksins vinnur til dæmis við fiskvinnslu í næsta bæjarfélagi. Hann er þakklátur Íslendingum fyrir fjársöfnun fyrir íbúa Skálavíkur sem stendur yfir til 14. mars. „Við erum ein hérna úti í Atlandshafinu, Ísland og Færeyjar, og það er gott að hjálpa hvor öðrum,“ segir Linjohn sem vonar að uppbyggingu ljúki fyrir næsta vetur. - ovd Bæjarstjóri Skálavíkur segir mat á tjóni sem óveður olli á höfninni ekki liggja fyrir: Þakklátur íslensku þjóðinni MIKLAR SKEMMDIR Í SKÁLAVÍK Brak úr bátum og mannvirkj- um við höfnina náði langt upp á land. MYND/PALLI Á LAVA OLSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.