Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 10. mars 2008 REKSTUR Átta framhaldsskólar eiga tíu prósent eða meira af fjárheim- ildum í uppsöfnuðum rekstrar- afgangi eftir árið 2007. Fjölbrauta- skólinn við Ármúla er ríkasti framhaldsskólinn í landinu. Hann á 130 milljónir króna í sjóði. Iðn- skólinn í Hafnarfirði kemur næst- ur. Hann á 121 milljón króna og Fjölbrautaskóli Suðurnesja er í þriðja sæti með 109 milljónir króna. Ólafur H. Sigurjónsson, aðstoðar- skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, segir að mikill fjöldi nemenda, lítið húsnæði og margir nemendur í fjarnámi hafi gert skólanum kleift að skila miklum rekstrarafgangi. Í vor hefjist framkvæmdir og gert sé ráð fyrir að skólinn eigi fyrir innréttingum og búnaði. „Svo auðvitað rekum við skólann vel,“ segir hann. Jóhannes Einarsson, skóla- meistari Iðnskólans í Hafnarfirði, segist hafa á fimmta ár reynt að fá húsnæðið stækkað. „Við búum í húsi sem var frumkvöðlaverkefni á sínum tíma og náðum hagstæð- um samningum. Skipulagsbreyt- ingar á námskrám hafa gefið möguleika á að nýta húsnæðið betur. Meðalaldur starfsmanna er ekki nema sjö ár, þar af hefur helmingur verið innan við fimm ár og grunnlaun því í lægri kant- inum. Fjármálastjórnin er öflug, við höfum alltaf getað staðið í skilum en fyrst og fremst er þetta vegna þess að við búum þröngt.“ „Mig grunar að skýringin sé sú að við erum með frekar hátt hlutfall af fjar- nemendum sem hafa ekki reynst jafn dýrir og hinir. Maður vonast svo til að hafa aðhald og hagkvæman rekstur. Við erum í nýlegu húsnæði og ekki fer mikið í viðhald,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, skóla- meistari í Austur-Skaftafells- sýslu. Gísli Þór Magnússon, skrif- stofustjóri í menntamálaráðu- neytinu, segir að skýringarnar á sjóðasöfnuninni séu margvísleg- ar. Framhaldsskólar hafi náð botni í skuldum gagnvart ríkissjóði árið 2003 og verið að vinna sig úr þeim síðan. Í sumum tilfellum hafi rekstrar afgangur safnast upp í langan tíma og aðrir skólar leggi til hliðar fyrir framkvæmdum eða fjárfestingum. ghs@frettabladid.is ÓLAFUR H. SIGURJÓNSSON Fjölbraut við Ármúla rík- asti skólinn Fjölbrautaskólinn við Ármúla er með 130 millj- ónir króna í safnsjóði. Iðnskólinn í Hafnarfirði er næstríkastur með 121 milljón. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu hefur einnig staðið sig vel. LÍTIÐ HÚSNÆÐI OG MARGIR Í FJARNÁMI Átta framhaldsskólar eiga væna sjóði eftir uppsafnaðan rekstrarafgang síðustu ára. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ríkastur, hann á 130 milljónir króna í sjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RÍKUSTU FRAMHALDSSKÓLARNIR - Uppsafnaður rekstrarafgangur samkvæmt fjárheimild Í sjóði Hlutfall af fjárheimildum 2007 Fjölbraut í Ármúla 130 milljónir 18 Iðnskólinn í Hafnarfirði 121 milljónir 22 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 109 milljónir 18 Borgarholtsskóli 78 milljónir 10 MR 46 milljónir 10 Framhaldssk. í A-Skaftafellssýslu 32 milljónir 23 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 26 milljónir 15 Framhaldsskólinn á Húsavík 25 milljónir 20 NEYTENDUR Flugfélögin Icelandair og Iceland Express bjóða nú far- þegum sínum upp á að innrita sig í flug gegnum netsíður flugfélag- anna. Farþegar sem innrita sig með þessum hætti sleppa við hefðbundna innritun á brottfarar- stað. Er þetta gert til að spara farþegum tíma og auka þægindi þeirra. „Þróunin er sú að langflestir kaupa rafræna farseðla á netinu og netinnritun er eðlilegt fram- hald af því,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Ice- landair. Hann segir Icelandair hafa lagt áherslu á að byrja með þessa þjónustu á Íslandi. „Við munum svo innan tíðar bjóða upp á netinnritun frá áfangastöðum okkar erlendis.“ Til að byrja með verður vefinn- ritun Iceland Express einungis í boði fyrir farþega sem eru á leið frá Kaupmannahöfn til Íslands en fljótlega munu fleiri áfangastaðir bætast við. - ovd Liður í að auka þjónustu og spara tíma flugfarþega: Flugfélögin bjóða upp á netinnritun Tilfinningatjón er ekki metið til fjár Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tm.is og fáðu skýr svör. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 41 09 8 02 /0 8 Áfallahjálp hjá TM Þeir sem eru vel tryggðir fá efnisleg verðmæti sín bætt, en eftir stendur oft tilfinningatjón sem ekki verður metið til fjár. Það er vel þekkt staðreynd að áföll eða slys geta haft í för með sér áfallastreitu og leitt til langvarandi áfallaröskunar ef ekki er gripið í taumana. TM gengur nú skrefinu lengra í þjónustu sinni og er eina tryggingafélagið á Íslandi sem býður tjónþolendum upp á áfallahjálp í sínum tryggingaskilmálum. Áfallahjálpin er veitt af sálfræðingi og er innifalin í Heimatryggingu TM. Þannig vinnum við saman úr áfallinu og stuðlum að því að það hafi ekki neikvæðar afleiðingar til lengri tíma fyrir viðskiptavini okkar. Áfallahjálp TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.