Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 10. mars 2008 25
Ein ástsælasta hljómsveit landsins, Sálin
hans Jóns míns, er nákvæmlega tuttugu
ára í dag. Afmælið er miðað við fyrstu
tónleika sveitarinnar sem haldnir voru í
Bíókjallaranum fimmtudagskvöldið 10.
mars 1988.
„Við höfðum ráðið okkur sem húsband í kjallaranum
út marsmánuð og réðumst strax í að taka upp plötu
fyrsta kvöldið, þannig að mikið var undir,“ segir
Stefán Hilmarsson. „Það var mikil samkeppni um
tónleikagesti þetta kvöld. Fyrir ofan okkur í Tunglinu
var hljómsveitin E-X að spila og HAM að hita upp
fyrir þá.“
Þetta var í fyrsta skipti sem HAM spilaði, svo
HAM er nákvæmlega jafngömul Sálinni. E-X
var að kynna nýja tveggja laga plötu, sem
reyndar týndist á leiðinni til landsins og kom
aldrei út. Í Casablanca við Skúlagötu var svo
Geiri Sæm að spila með Hunangstunglinu. „Það
var nokkuð líflegt á tónleikasviðinu á þessum
tíma, enda internetið ekki komið til skjal-
anna,“ segir Stefán.
Það styttist óðum í 20 ára afmælis-
tónleika Sálarinnar í Höllinni á
föstudaginn. Um 5.000 manns hafa tryggt sér miða og
stutt er í að verði uppselt. Tónleikadagskráin spannar
allan ferilinn og verður myndum og myndböndum
síðastliðinna 20 ára varpað upp á risaskjái. Í 13-platna
kassanum „Vatnaskil“, sem kemur út í vikunni, verður
ýmis fróðleikur um Sálina og fjöldi ljósmynda.
Útgefandi og hljómsveitarmeðlimir hafa því legið í
einskonar fornleifauppgreftri undanfarið. Margt
hefur komið í ljós, meðal annars ljósmynd sem tekin
var fyrir plötu um haustið 1991 af Stefáni í skræpóttri
skyrtu.
„Það var mikið búið að leita og búið að telja margar
myndir af, meðal annars alla þessa sessjón
frá 1991,“ segir Stefán. „Þarna skrýdd-
ist ég forláta handgerðri og hand-
málaðri skyrtu sem keypt var dýru
verði erlendis. Pétur heitinn
Kristjánsson var mjög hrifinn af
skyrtunni og taldi að hún væri í
það minnsta „fimmtán grýlna“,
sem þóttu ansi góð meðmæli.
Pétur hafði sérstakan mælikvarða
á fatnað sem tók mið af því hversu
margar „grýlur“ væri mögulegt að
veiða á viðkomandi flík.
Orðið grýla notaði hann
eins og sumir nota
orðin „gella“ eða
„skvísa“, en það þótti
honum alltof flöt orð.
Óprúttinn tónleika-
gestur tók svo skyrt-
una ófrjálsri hendi
nokkrum vikum eftir
myndatökuna og hefur
hennar verið sárt saknað
síðan. Ef þessi fingralangi
gestur hefur skyrtuna
ennþá undir höndum, væri
æskilegt að henni yrði
skilað sem fyrst, og allra
helst á föstudagskvöldið!“
gunnarh@frettabladid.is
Sálin tuttugu ára í dag
AUGLÝSING FYRIR FYRSTA GIGG SÁLAR-
INNAR Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan þá.
HVER LUMAR Á ÞESSARI
SKYRTU? Stefán vill fá hana
aftur, enda er hún „fimmtán
grýlna“.
Hljómsveitin Skátar fékk á
dögunum verðlaunin „Sonicbids-
listamaður vikunnar“ hjá hinu virta
bandaríska tónlistartímariti CMJ.
Viðurkenningin þýðir að hljóm-
sveitin verður kynnt rækilega bæði
í CMJ og á heimasíðu Sonicbids, en
þar eru þær hljómsveitir kynntar
sem sækja um að spila á hinum
ýmsu tónlistarhátíðum. Á meðal
þeirra eru SXSW í Texas, Popkomm
í Berlín, Great Escape í Brighton
og Iceland Airwaves.
Fram undan hjá Skátum er
spilamennska á tónlistarhátíðinni
Aldrei fór ég suður sem fer fram
21. til 23. mars. Einnig stefnir
sveitin á upptökur á nýjum lögum í
apríl.
Listamenn
vikunnar
SKÁTAR Hljómsveitin Skátar var valin
Sonicbids-listamenn vikunnar.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Neil
Young spilar á Hróarskeldu-
hátíðinni í Danmörku í byrjun júlí.
Sjö ár eru liðin síðan Young steig
síðast á svið á Hróarskeldu við
mjög góðar undirtektir.
Á meðal þeirra sem hafa einnig
boðað komu sína á hátíðina í sumar
eru Radiohead, Chemical Brothers,
Slayer, Band of Horses, My Bloody
Valentine, The Streets og Teitur.
Stefnir því allt í fjölbreytta og
skemmtilega hátíð í ár eins og svo
oft áður. Nánari upplýsingara má
sjá á síðunum roskilde-festival.is
og roskilde-festival.dk.
Neil Young á
Hróarskeldu
Á meðan Christina Aguilera hefur
hoppað af hamingju yfir nýjum og
þrýstnari línum í kjölfar fæðingar
er Nicole Richie, önnur nýbökuð
móðir, ekki jafn hrifin - mömmu-
brjóstin passa ekki við
fataskápinn hennar. „Ég
er oft í peysum sem
sést í gegnum, en það
er ekki druslulegt
á mér þar sem það
er ekkert að sjá. Nú
get ég ekki farið í þær
lengur,“ segir hún.
FRÉTTIR AF FÓLKI