Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 6
6 10. mars 2008 MÁNUDAGUR MENNING Mikið var um að vera á Þjóðminjasafninu í gær þar sem almenningi var í annað sinn boðið að koma með gamla muni í skoðun og greiningu. Margt þeirra gripa sem komið var með eru gamlir erfða- eða ættargripir og var svo með þann forláta bikar sem Ottó J. Malmberg kom með til skoðunar. Sérfræðingum safnsins þótti mikið til bikarsins koma sem fluttur var til Íslands af móðurafa Ottó og gefinn föðurafa hans og alnafna á sínum tíma. Ottó eldri fór með bikarinn til Danmerkur en síðar rataði hann aftur til Íslands. „Það var að minnsta kosti nógu mikið snúist í kringum hann,“ sagði Ottó sem skírður var með vatni úr bikarnum. Segir hann bikarinn oft hafa verið notaðan sem skírnarfont, meðal annars þegar synir Ottós voru skírðir. - ovd Ferðaskrifstofa Playa Flamingo 20. maí. Flug og gisting í 7 nætur m eð íslenskri fararstjórn. Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára. Ef 2 ferðast: 47.535 kr. BYGGÐAMÁL „Í byggðastefnunni stendur að það eigi að styrkja sér- staklega ákveðna byggðakjarna og auðvitað mótmælir maður því þegar verið er að berjast í öllum lands- hornum að því að efla byggðirnar,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjar- stjóri Hafnar í Hornafirði. Hjalti ávarpaði Austurþing Fram- tíðarlandsins á Höfn í Hornafirði á laugardag. Hann telur að byggða- stefnuna megi gera mun markviss- ari fyrir minni byggðir. „Frekar en að ríkið skilgreini þessa vaxtarkjarna og færi þeim opinber störf, vil ég miklu frekar styrkja grasrótina og gera fólkið hæft til að skapa eitthvað sjálft,“ segir Hjalti. Hann áréttar að mikill samhljómur hafi verið með þessu sjónarmiði hjá ríkinu og það hafi komið afar vel fram við Hafnarbúa í nýlegum mótvægisað gerðum. Sveit- arfélaginu var til dæmis gert kleift að ráða starfsmenn til nýsköpunar- verkefna og þróun verkefna vegna þjóðgarðs í Vatnajökli. „En þú sérð það að við erum í 400 kílómetra fjarlægð frá Selfossi og við erum í 250 kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum. Það er engin lausn fyrir okkur ef þessir staðir eru ein- hverjir ímyndaðir vaxtarkjarnar hjá ríkisvaldinu. Við fáum ekkert út úr því, síður en svo. Þetta er hug- myndafræði sem virkar ekki.“ Hjalti vill að stoðkerfi byggðanna verði endurmetið í heild sinni. Sameina skuli krafta Byggðastofn- unar, þróunarfélaga og ýmissa nefnda. „Þetta eru allt aðilar sem vinna af heilum hug, en maður spyr sig hvort ekki mætti fá þá til að vinna í eina átt og út frá einni hugmyndafræði? Mér finnst vanta heildarsýn í byggðamál, alveg klárlega,“ segir hann. klemens@frettabladid.is Vill endurskoðun byggðastefnunnar Bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði segir að innbyggð „kjarnastefna“ í ríkjandi byggðastefnu stjórnvalda hygli stærri stöðum á kostnað minni. Bæjarstjórinn ávarpaði Austurþing Framtíðarlandsins á laugardag. Hann vill nýja stefnu. AUSTURÞING FRAMTÍÐARLANDSINS Almenningur á Höfn í Hornafirði sýndi þinginu ekki jafn mikinn áhuga og fólkið sem starfar þar að menntamálum og nýsköpun. Bæjarstjórinn segir að þekkingarsetrið Nýheimar sé enn að sanna sig og koma sér fyrir í samfélaginu. Það geri sig meira gildandi á næstu fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS Tvær konur frá Þekkingarneti Austurlands ávörpuðu Austurþing Framtíðarlandsins á laugardaginn. Netið kynnir og skipuleggur háskólanám og endurmenntun fyrir fólki og fyrirtækjum í fjórðungnum. Ragnhildur Jónsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Þekkingarnetsins á Höfn, vinnur því dagsdaglega að því göfuga verkefni að fá hinn almenna Hafnarbúa til að mennta sig betur. Hún lýsti á ráðstefnunni tilburðum sínum við að fá fólk til að bíta á agnið. Hún hafi nánast þurft að handvelja fólk af götunni, sitja fyrir því og sannfæra það til að koma á námskeið eða í endurmenntun. „Það þarf stundum að djöflast í fólkinu til að ná því á námskeið,“ segir hún. „Fólkið datt kannski út úr námi og heldur að það sitji í skurði sem það komist ekki upp úr,“ segir Ragnhildur. Hún hafi hins vegar reynt að breyta þessu hugarfari og með tíð og tíma hafi þetta lagast. Nú komi konurnar fúsar til náms. Enn séu karlarnir þó tregir til þátttöku. Stefanía Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þekkingarnetsins, kom frá Egilsstöðum til að taka þátt í hringborðsumræðum Austur- þings. Hún lýsti yfir gleði sinni með umræðu og viðhorf þingmanna. Á Egilsstöðum væri fólk því miður fremur hallt undir stóriðjulausnir. ÞARF STUNDUM AÐ DJÖFLAST Í FÓLKINU FORNGRIPUR SKOÐAÐUR Þór Magnússon, fyrrum þjóðminja- vörður, skoðar bikar í eigu Ottós J. Malmberg, í Þjóðminja- safninu í gær. Lillý Árnadóttir safnvörður fylgist með ásamt Antoni Malmberg. FRÉTTABLAÐIÐ ANTON BRINK Hefur þú trú á framtíð þorskeldis við Ísland? Já 77,1% Nei 22,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að dómarar við íslenska dómstóla tjái sig meira opin- berlega? Segðu skoðun þína á vísir.is JERÚSALEM, AP Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að byggja hundruð íbúðarhúsa á hernumdu svæðun- um á Vesturbakkanum og í austan- verðri Jerúsalem. Zeev Boim, húsnæðismálaráð- herra Ísraels, segir að 350 íbúðir verði teknar í notkun í landtöku- byggðinni Givat Zeev á Vestur- bakkanum, skammt fyrir utan Jerúsalem, og 750 íbúðir í Pizgat Zeev-hverfi í Austur-Jerúsalem. Saeb Erekat, samningafulltrúi Palestínumanna í brokkgengum friðarviðræðum við Ísrael, for- dæmir þessi áform, og segir þau grafa enn frekar undan möguleik- um þess að viðræðurnar beri árangur. „Hvers vegna þurfa þeir endilega að gera þetta og niður- lægja Abu Mazen í augum almenn- ings í Palestínu,“ og á þar við Mah- moud Abbas, forseta Palestínustjórnar, sem hefur tekið þátt í friðarviðræðunum þrátt fyrir mikla tortryggni af hálfu Palest- ínumanna á réttmæti þess. Mark Regev, talsmaður Ísraels- stjórnar, sagði þessi áform réttlæt- ast af því að byggðirnar séu innan stórra landtökusvæða sem mein- ingin er að verði áfram innan Ísra- els eftir að samningum um stofnun Palestínuríkis lýkur. Öllum bygg- ingaráformum utan þessara svæði hafi verið hætt. - gb Ísraelar ákveða að reisa fleiri hús á svæðum landtökumanna: Torveldar enn friðarviðræður BYGGT Í GIVAT ZEEV Í byggð landtöku- manna á Vesturbakkanum skammt frá Jerúsalem rísa þessar nýju byggingar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÆNLAND Alluitsoq-verkefnið, sem miðaði að því að vernda hús og byggingar með menningar- sögulegt gildi, hefur verið lagt niður. Verkefnið átti að veita iðnaðarmönnum tækifæri til að læra gamlar grænlenskar byggingaraðferðir. Stjórnendur byggðasafna í suðurhluta Grænlands hafa sent frá sér bréf þar sem þeir biðla til grænlensku heimastjórnar- innar að veita peningum í verkefnið. Á þann hátt má tryggja varðveislu gamalla bygginga og framhald á þekk- ingu á hefðbundnum handverks- aðferðum. - vþ Grænlensk menning: Varðveisla húsa í uppnámi Margir lögðu leið sína í Þjóðminjasafnið í gær með gamla ættargripi til skoðunar: Mikill fjöldi merkilegra muna KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.