Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 16
„Takmarkið er að koma á fót framleiðslu
sem grundvölluð er á sjálfbærni og miklum
gæðum. Í framtíðinni er það mín von að
þorskeldi verði eins mikilvægt fyrir landið
og laxeldið er í dag,“ segir Helga Pedersen
sjávarútvegsráðherra Noregs. Hún segir að
norsk stjórnvöld hafi miklar væntingar til
þorskeldisins enda skili fiskeldi miklum
tekjum og skapi fjölmörg störf um allan
Noreg.
Allir komast að veisluborðinu
„Ég get ekki séð að markaðir fyrir
þorsk verði vandamál fyrir fram-
leiðendur í nánustu framtíð. Við
sjáum að á tveimur síðast-
liðnum árum hefur verð á
þorskafurðum hækkað
mikið. Þetta er vísbending
um að markaðir fyrir þorsk
geta tekið við mun meira
magni en þeir gera í dag.
Nei, ég hef ekki áhyggj-
ur af markaðnum þrátt
fyrir að verulegt þorsk-
eldi verði hér og víðar
um heim innan skamms
tíma.“ Helga getur þess að ekki
einungis sé Noregur vel til
þess fallinn að stunda fiskeldi
út frá náttúrunnar hendi
heldur séu 750 þúsund neyt-
endur við þröskuldinn.
„Þorskeldi er ekki síst mikil-
vægt til að skapa jafnvægi á
mörkuðum. Neytendur vilja
geta gengið að sinni vöru.
Hættan er að ef það er ekki
hægt þá leiti þeir í annað
fiskmeti og þorskeldi er
ekki síst mikilvægt í
því ljósi.“
Samstarf sjálfsagt
Aðspurð hvort Helga
sjái Íslendinga og
Norðmenn vinna
saman í þróun
eldistækni og
markaðs-
starfi í fram-
tíðinni svarar
Helga játandi.
„Hagsmunir
okkar fara
saman. Við getum
hjálpast að við að
halda áhuga neytenda á
fisktegundum sem
veiddar eru á norðlægum
slóðum. Framleiðendur hljóta
einnig að hafa hag af því að
starfa saman við að leysa vandamál í eldinu
sjálfu.“
Byggðamál í eðli sínu
„Þorskeldi er byggðamál í eðli sínu. Ein
stærsta ástæðan fyrir miklum áhuga stjórn-
valda í Noregi fyrir þorskeldi er að halda
jafnvægi á milli byggðanna í landinu. Þegar
stjórnvöld hér tóku að styrkja þorskeldi árið
2001 var sérstaklega horft til þessa. Fram til
þess tíma höfðu stjórnvöld stutt
dyggilega við bakið á laxeldi og þar
voru sömu sjónarmið í forgrunni.
Lykillinn að því að halda byggð í
landinu er að skapa áhugaverð störf
fyrir ungt fólk og þorskeldi er svo sannar-
lega einn kostur. Gleymum því ekki að
fiskeldi er iðnaður sem drifinn er áfram af
hámenntuðu fólki og því er um mikla fjöl-
breytni að ræða í atvinnulegu tilliti.“
Helga tekur skýrt fram að ekki komi til
greina að norsk stjórnvöld niðurgreiði eldis-
iðnaðinn. „Fjármagn til að rekja eldisfyrir-
tæki, hvort sem það er lánsfé eða styrkir,
verður að afla samkvæmt lögmálum mark-
aðarins. Annað á við um rannsókna- og
þróunarverkefni sem við höfum í huga við
forgangsröðun á hvernig skattfé almenn-
ings er varið. Þar eru málefni sjávar-
útvegsins framarlega í röðinni.“
Eldismenn eiga að vera bjartsýnir
Mörg vandamál eru óleyst í þorskeldi og
því spyrja margir sig þeirrar spurningar
hvort eldismenn séu of bjartsýnir; að þeir
fari of hratt. Svartsýnustu menn, til dæmis
þeir sem leita lausna á þeim fjölmörgu sjúk-
dómum sem herja á þorsk í eldi, tala um
kollsteypu. Óttast sjávarútvegsráðherrann
að alvarleg vandamál geti komið upp?
„Ég tel að eldismenn séu á réttum hraða.
Í fyrsta lagi þá er það þeirra hlutverk
að vera bjartsýnir og skapa tækifæri.
Annars ættu þeir að vera að gera eitt-
hvað annað. Það er svo hlutverk vís-
indasamfélagsins að leysa vanda-
málin. Stjórnvöld eiga að tryggja
að vöxturinn sé sjálfbær. Við verð-
um að vera varkár og hugsa fram í
tímann. Lög og reglur verða að
vera strangar, sérstaklega vegna
umhverfismála. Við gerum einn-
ig skýlausa kröfu um að framleiðendur
hyggi að öryggis málum og að besti fáan-
legi búnaður sé notaður á hverjum tíma. Þú
nefndir samstarf Noregs og Íslands. Sam-
starf á milli landa er mikilvægt en ekki síður
vísindasamfélagsins og framleiðendanna.“
Umhverfið njóti vafans
„Ég hræðist það ekki að þorskeldi verði
umhverfisvandi. Það er hins vegar alveg
ljóst að náttúran og villti þorskurinn verður
að njóta vafans. Við verðum að sýna umhverf-
inu virðingu og munum ekki taka einhverja
óþarfa áhættu í uppbyggingu þorskeldis. Við
skulum vara okkur á því að búa ekki til
vandamál, heimurinn hefur alveg nóg af
úrlausnarefnum fyrir.“
„Ég held að það sé komið að ögurstundu
varðandi þorskeldið hér á landi. Það
blasir við að við höldum ekki mikið lengur
áfram á því róli sem við höfum verið
undan farin ár. Í því eru engir framtíðar-
möguleikar. Það sem þarf að gerast er að
fyrirtækin stækki og framleiðslan geti auk-
ist verulega frá því sem nú er. Nú er komið
að því að taka næsta skref og það þarf að
vera risaskref,“ segir Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra.
Breytt landslag
„Fyrirtækin hafa lagt mikla vinnu og fjár-
muni í þróun þorskeldisins. Ríkið hefur ekki
komið mikið að þessu þó við höfum veitt
stuðning til rannsókna og áframeldiskvóta
sem fyrirtækin hafa verið að nýta sér.
Þróunin undanfarin ár hefur breytt lands-
laginu mikið. Í upphafi töldu menn að um
hálfgerðan gullgröft væri að ræða. Reynsl-
an hefur sýnt að þetta er flóknara mál en
svo.“
Einar segir að á síðastliðnum árum hafi
orðið til mikil þekking á þorskeldi sem
byggir á þolinmæði framleiðenda fyrst og
fremst. „Kannski má segja að við höfum
slitið barnsskónum í eldinu. Það ýtir á þetta
mál að við höfum þurft að skera niður
þorskafla og að framboð á þorski hefur
minnkað með hækkandi verði. Nú er að
hrökkva eða stökkva. Annaðhvort höldum
við áfram í þessum dúr sem mun leiða til
þess að þorskeldi leggst af eða við tökum
stærri skref svo þorskeldi geti orðið að
alvöru atvinnugrein.“
Einar segist vita að margir hræðist þá
hugsun að taka áhættu í þorskeldinu. Gengið
hefur illa í laxeldi þar sem margir framleið-
endur brenndu sig illa. „Margir töpuðu
miklum peningum á laxeldi og ég geri ekki
lítið úr því að fiskeldi er áhættusöm atvinnu-
grein. Þess vegna skipaði
ég nefnd sem samsett er
af aðilum úr vísinda-
samfélaginu og full-
trúum fyrirtækja til
að kanna þá mögu-
leika sem fyrir
hendi eru.“
Einar segist vera
þeirrar skoðunar að
vel komi til greina
að taka upp sam-
starf við Norð-
menn um þróun
þorskeldis. „Ég tel einsýnt að
slíkt samstarf verði í fram-
tíðinni.“
Norðmenn geta náð yfir-
burðum
„Ef við horfum í kringum
okkur þá eru miklir fjármunir lagðir í
þróun þorskeldis. Þar fara Norðmenn
fremstir í flokki. Þar hafa fjárfestar lagt til
fjármagn en hér heima eru það fyrirtæki í
sjávarútvegi. Að mínu mati liggur styrkur í
því að sjávarútvegsfyrirtækin leiði þessa
vinnu því þar er þekkingin á meðhöndlun
þorsks og á mörkuðum fyrir þennan fisk.
En það er alveg ljóst að Norðmenn ætla sér
stóra hluti líkt og í laxeldinu. Að mínu mati
eigum við ekki marga kosti. Ef við látum
þetta fara fram hjá okkur þá eru allar líkur
á því að Norðmenn muni skapa sér yfir-
burðastöðu á mörkuðum fyrir allan þorsk.
Reynslan sýnir að vandalaust er að selja
eldisþorsk og ef við ætlum ekki að láta ryðja
okkur út af mörkuðum þá er að mínu mati
alveg óhjákvæmilegt að við tökum næsta
skref sem er að stórefla þorskeldið.“
Seiðaeldisstöð rísi strax
Einar segir að ríkisvaldið geti ekki leitt
þróun þorskeldisins; það verði fyrirtækin
að gera. Ríkisvaldið geti hins vegar komið
að þróun greinarinnar. Hugmynd eldis-
manna er að stjórnvöld reisi seiðaeldisstöð,
sem er forsenda þess að þorskeldi geti þrif-
ist hér, en framleiðendur skuldbindi sig til
að kaupa þau seiði sem framleidd verða.
„Ég get ekki tekið afstöðu til þessarar hug-
myndar en ég ætla ekki að útiloka hana. Ég
get vel séð fyrir mér að þetta komi til greina
sem stuðningur okkar við þessa atvinnu-
grein. Þegar litið er til þeirra hagsmuna
sem um er að ræða er þessi hugmynd alls
ekki fjarstæðukennd eða óviðráðanleg að
hálfu stjórnvalda.“
Mikilvægt byggðamál
„Það er ljóst að uppbygging þorskeldis yrði
fyrst og fremst landsbyggðinni til hagsbóta.
Það er augljóst mál að þorskeldi ætti sér stað
utan höfuðborgarsvæðisins og við sjáum
þegar að vagga þess er á Vestfjörðum. Það er
engin spurning að í þessu máli felast hags-
munir dreifðari byggða.“ Einar minnir á að
þorskeldi sé atvinnugrein sem muni skapa
fjölmörg störf í vinnslu afurða og á eldissviði
almennt. „Þar liggja möguleikar sem gætu
skipt sköpum fyrir byggðalög í nágrenni eld-
isins og mun laða að fólk með fjölbreytta
þekkingu.“
FIMMTA GREIN AF FIMM
Fréttaskýring: Þorskurinn er næsta eldisævintýri 5. hluti
FRÉTTASKÝRING
SVAVAR HÁVARÐSSON
svavar@frettabladid.is
Þorskeldi er byggðamál í eðli sínu
Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, og kollegi hennar, Einar K. Guðfinnsson, eru sammála um að þorskeldi sé í eðli
sínu atvinnuvegur sem styrkir landsbyggðina. Þau eru jafnframt sammála um að samstarf landanna að eldismálum komi vel
til greina. Einar sér vöxt þorskeldis í Noregi sem ógnun við það forskot sem Íslendingar hafa löngum haft á þorskmörkuðum.
EINAR K. GUÐFINNSSON Telur þorskeldi á Íslandi vera afar mikilvægt þegar til framtíðar er litið. Nú sé tíma-
bært að taka næsta skref ef forysta á mörkuðum á ekki að tapast til Norðmanna sem gætu náð yfirburða-
stöðu fari sem horfir í þeirra eldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HELGA PEDERSEN Telur ekkert því til fyrirstöðu að norskt þorskeldi verði annað eins ævintýri og laxeldi
í Noregi. Hún telur að þorskeldi muni hafa mikla þýðingu fyrir landsbyggðina og byggðasjónarmið eru í
forgrunni í veitingu styrkja til eldismála. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR
Noregur
Fyrirtæki í þorskeldi: 103
Framleiðsla 2007: 15 þúsund tonn
Áætluð framleiðsla árið 2013: 80 - 150
þúsund tonn
Áætluð framleiðsla árið 2020: 200 - 300
þúsund tonn
Seiðaeldisstövar: 15
Framleiðslugeta: 100 milljónir seiða
Ísland
Fyrirtæki í þorskeldi: 10
Framleiðsla 2007: 1.500 tonn
Áætluð framleiðsla 2013: 30 þúsund tonn
Áætluð framleiðsla 2020: 30 - 50 þúsund tonn
Seiðaeldisstövar: 1
Framleiðslugeta: 500 þúsund seiði