Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 18
18 10. mars 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Um daginn var ég að keyra og hlusta á Útvarp Sögu, því ég var að vonast eftir þeim Sigurði G. og Guðmundi Ólafssyni – skemmtilegasta útvarpsdúett landsins. Þeir voru því miður fjarri en í staðinn var ákaflega sköruglegur maður að tala og fór ekki á milli mála að þar var maður sem aldeilis lét engan vaða ofan í sig. Gott ef hann var ekki beinlínis róttækur. Hann vildi selja RÚV og alls kyns annan rekstur ríkisins sem hann taldi og færð ýmis rök fyrir að væri betur kominn hjá einstaklingum. Þetta var Birgir Ármannsson. Og næst þegar ég heyrði í honum var hann að útskýra fyrir fréttamanni RÚV hvers vegna allsherjarnefnd, sem hann veitir forstöðu, hefði ekki svo mikið sem tekið breytingarfrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur við Eftirlaunalög Davíðs Oddssonar til umræðu, en látið það liggja neðst í bunka, og á honum að heyra að til stæði að hleypa frumvarpinu áfram. Eftirlauna-ósóminn Þegar Davíð Oddsson var um það bil að hætta ráðherradómi og þingmennsku fór ekki á milli mála að hann taldi þjóðina standa í mikilli þakkarskuld við sig – svo mjög raunar að honum þótti rétt að hafa hönd í bagga með því hvernig sú þakkarskuld væri nógsamlega tjáð. Þá varð til eftirlaunafrumvarpið tveimur dögum fyrir jólaleyfi þingmanna árið 2003, og var sniðið svo sérstaklega að þörfum Davíðs að þar eru meira að segja ákvæði um að ritlaun skerði ekki lífeyrinn. Hann fékk í lið með sér aðra forystumenn flokkanna, sem öllum leist prýðilega á að skammta sjálfum sér rausnarleg eftirlaun burtséð frá því hvað þeir tækju sér fyrir hendur á besta aldri að afloknum stjórnmála- ferlinum – og frumvarpið flaug í gegnum þingið áður en þingmenn náðu svo mikið sem klóra sér í hausnum. Margir hafa séð eftir því æ síðan. Þótt yfirleitt sé tuð um kaup og kjör annarra – og þó að allt annar bragur sé á sambandi núverandi forsætisráðherra við landsmenn en tíðkaðist hjá þeim Halldóri og Davíð – þá var þessi sjálftaka á allt öðrum eftirlaunakjörum en aðrir þegnar landsins búa við óvenju bíræfin, og vanþóknun þjóðarinnar á verknaðinum hefur verið þung og er ekkert að gleymast. Að öðrum ólöstuðum var það einkum ein manneskja sem hélt merkinu hátt á loft, Valgerður Bjarnadóttir sem nú er varaþing- maður Samfylkingarinnar en skrifaði þá beitta og skemmtilega pistla í þetta blað með öðrum störfum, og endaði þá ævinlega með því að segja eitthvað á þessa leið: Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði aflagður. Hún lét það því verða sitt fyrsta verk þegar hún settist á þing sem varamaður að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna landsins þar sem hún lagði til að lífeyriskjör þingmanna, ráðherra og annarra æðstu embættismanna skyldu færð til samræmis við aðra ríkisstarfsmenn. Sjaldan hefur nokkurt frum- varp vakið viðlíka fögnuð meðal þingheims. Hver af öðrum stóðu þeir upp þingskörungarnir og lýstu yfir eindregnum stuðningi sínum við að þessi forsmán yrði aflögð. Svo fór málið í nefnd. Í nefnd Svo var málið í nefnd. Og enn er málið í nefnd. Sá sem hefur þann starfa með höndum að halda því í nefnd er nefndur Birgir Ármannsson, þingmaðurinn ungi sem var svo skeleggur og róttækur á Útvarpi Sögu. Hann hafði það helst að segja þegar hann var spurður hvers vegna í ósköpunum nefndin hefði ekki einu sinni ómakað sig til að ræða málin og hvað þá afgreiða það frá sér, að hér væri um að ræða frumvarp frá almennum þing- manni en ekki stjórnarfrumvarp sem hefðu forgang í nefndinni. Formaður allsherjarnefndar játar það með öðrum orðum blygðunar- laust á opinberum vettvangi að frumvörp þingmanna séu látin daga uppi í nefnd. Hann gefur þingmönnum þau skilaboð að það sé alveg út í loftið fyrir þá að leggja fram frumvörp því að allsherjarnefnd muni ekki taka þau fyrir heldur aðeins stjórnar- frumvörp. Sjaldan hefur almennur þingmaður verið jafn aumur gagnvart framkvæmda- valdinu. Hann virðist telja að hlutverk löggjafarvaldsins sé það eitt að hafa uppi málamyndaum- fjöllun um frumvörp sem berast frá framkvæmdavaldinu, afgreiða þau svo til samþykktar. Þetta er í hnotskurn vandinn við Sjálfstæðismenn. Þeir eru ekki þingræðissinnar (sem sýndi sig nú síðast í Reykjavík þegar þeir leiddu Ólaf F. Magnússon umboðslausan í hásætið). Þeir aðhyllast ekki þrígreiningu valdsins. Þeir hafa í rauninni enn ekki fallist á að franska stjórnar- byltingin hafi átt rétt á sér. UMRÆÐAN Skipulagsmál Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi var unnið umhverfismat. Eflaust er það faglega unnið. En fyrir leikmenn og óbreytta borgara er ýmislegt sem þarfnast skýringa. Í skýrslunni kemur fram að áhrif á andrúmsloftið séu neikvæð en að svo verði einnig ef ekkert er byggt. Mengun aukist þó ef byggt verður. Ekki er bent á neinar mótvægisaðgerðir aðrar en að mæla loftgæði og stuðla þannig að halda mengun niðri. Mæling ein og sér dregur auðvitað ekki úr mengun. Fátt annað er til ráða nema að draga úr bílaumferð. Í skýrslunni segir að byggðin verði að nokkru leyti háreist. Réttilega er bent á að bygging háreistra húsa sé umdeild. Í ljósi þessa eru áhrif á landslag talin bæði jákvæð og neikvæð. Ef ekkert er gert á svæðinu eru áhrifin einnig bæði jákvæð og neikvæð, því að núverandi hesthúsa- byggð fellur „illa að heildaryfirbragði svæðisins en er jákvæð í augum þeirra sem ekki kunna við háreista byggð“. Sem sagt – þeir sem ekki vilja háhýsi á Glaðheimasvæðinu vilja hafa hesthúsin. Skyldu nú allir vera sammála þessu? Ekki er minnst á í skýrslunni að háhýsin kunni að hafa áhrif bæði á sólfar og vind. Í skýrslunni er efnahagur og atvinnulíf metinn sem umhverfisþáttur. Þetta hafa ekki talist til umhverfismála í hefð- bundnum skilningi hingað til. Upp- bygging efnahags og atvinnulífs leiðir hins vegar oft til árekstra við umhverfið og þess vegna er reynt að meta áhrifin og draga úr þeim. Þessi liður hefur afar jákvæð áhrif á umhverfið að mati skýrsluhöfunda. Það kann einnig að koma mörgum spánskt fyrir sjónir að nærliggjandi húsnæði eru einn af umhverfisþáttunum. Uppbygging á Glaðheima- svæðinu er talin gera eignir verðmætari og er því metin afar jákvæð í umhverfismatinu. Miklu meiri mengun og hávaði en... Niðurstaða matsins er því að mengun og hávaði stóraukist. En þar sem nálæg hús hækki í verði og atvinnulíf verði blómlegra sé jákvætt út frá umhverfissjónarmiðum að fyrirhuguð byggð rísi í Glaðheimum! Höfundur er bæjarfulltrúi Jákvæð niðurstaða? HAFSTEINN KARLSSON Í nefnd GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Eftirlaunafrumvarpið Landráðamaður „Ég er Evrópusinni,“ sagði Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils í gær. Af því tilefni er sjálfsagt að grípa niður í ályktun flokkssystkina hans í Lands- sambandi ungra frjálslyndra frá því í febrúar: „„Samkvæmt 86. grein almennra hegningarlaga telst sá landráðamaður ... sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ... svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð“. Landssamband ungra frjálslyndra ályktar að Evrópusambandsaðild væri bæði aðför að fullveldi Íslands og Íslendingum sem þjóð.“ McMiðnesheiði Íslenskir fylgismenn þess að Banda- ríkin reisi aftur herstöð á Íslandi (ef nokkrir eru) hljóta að styðja John McCain, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, til sigurs í kosningunum í haust. Í heimsókn sinni til landsins sumarið 2004 lýsti McCain því yfir að hann væri fylgjandi áframhaldandi viðbúnaði Bandaríkjahers á landinu, þrátt fyrir fyrirhugaðar breyt- ingar á herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Rösku einu og hálfu ári síðar tilkynnti Bush-stjórnin um lokun herstöðvarinnar á Miðnes- heiði. Íslandsvinur í Hvíta húsinu Með McCain í för var Hillary Clinton, sem sækist eftir því að keppa við McCain um forsetaembættið í haust. Bæði lýstu þau yfir áhuga á auknu samstarfi við Íslendinga í orku- málum í framtíðinni. „Við getum áorkað miklu í sameiningu,“ sagði Hillary og hrósaði frumkvöðlastarfi Íslands í orkumálum. Meiri líkur en minni eru því á að Íslandsvinur vermi stólinn í ávölu skrifstofunni í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. steindor@frettabladid.is Í árdaga tölvunotkunar á Íslandi taldist það til kosta þess að nota Apple tölvur að viðmót þeirra var á íslensku. PC tölv- ur buðu hins vegar upp á viðmót á ensku og einnig flest forrit sem notuð voru á þær tölvur. Nú hafa Apple-tölvurnar því miður ekki lengur íslenskt viðmót og PC notendur eru orðnir svo vanir enskumælandi tölvum að margir hverjir fúlsa við þeim þýðingum sem þó eru fyrir hendi á notendaviðmóti í tölvum. Þessari þróun verður að snúa við. Margir vita ekki að Windows XP og Office 2003 stendur til boða á íslensku. Auk þess er gert ráð fyrir að þýðingar á Wind- ows Vista og Office 2007 komi á markað í maí á þessu ári. Þess- um þýðingum ættu íslenskir tölvunotendur að taka fagnandi. Það er lykilatriði fyrir þróun íslenskunnar sem gilds tungumáls í tölvuheimi að markaðurinn taki við þeim íslenskaða hugbúnaði sem þó er fyrir hendi. Þeir sem hafa setið fyrir framan tölvur í áraraðir hafa tilhneig- ingu til íhaldssemi og vilja margir hverjir halda í það enskumæl- andi viðmót sem þeir þekkja. Það er þó fullyrt hér að á innan við hálfum degi tækist hvaða tölvuhundi sem er að venjast því að viðmót tölvunnar væri á móðurmálinu. Nefna má farsíma til samanburðar. Í flestum nýlegri símum stendur til boða íslenskt viðmót og þeir eru fáir sem hafna því og taka ensku eða annað tungumál fram yfir móðurmálið þó að þeir hafi áður notað farsíma með ensku viðmóti. Mestu skiptir þó að þeir sem eru að hefja tölvunotkun, börnin, alist upp við að viðmót tölvunnar sé á móðurmáli þeirra. Þannig ættu allir skólar og leikskólar að hafa metnað til þess að sýna nemendum sínum aldrei Windows-viðmótið nema á íslensku. Foreldrar ættu einnig að krefjast þess af skólum barna sinna að viðmót tölvanna sé á íslensku um leið og heimilistölvan ætti vitanlega líka að blasa við barninu á móðurmálinu. Röksemdin sem gengur út á að gott sé að læra ensku af tölvunni stenst engan veginn. Næg tækifæri eru alls staðar í kringum okkur til að nema það góða tungumál. Auk þess verða tækifæri þeirra barna sem eiga í lestrarörðugleikum og erfiðleikum með að nema erlend tungumál miklu betri ef viðmót tölvu er á íslensku. Óðum styttist í að hlutur hins talaða máls aukist verulega í hinni stafrænu veröld. Ef við sofnum á verðinum nú og göngumst enskumælandi tölvuumhverfi algerlega á hönd gæti farið svo að eftir undrastuttan tíma stæðum við frammi fyrir því að geta ekki stýrt heimilistækjum okkar öðruvísi en að mæla við þau á enska tungu. Neytendur vilja síma með íslensku viðmóti. Sömuleiðis telja seljendur heimilistækja það til kosta, og auglýsa sérstaklega, stjórnborð á íslensku og íslenskar leiðbeiningar. Á sama hátt ættu neytendur að taka fagnandi íslensku viðmóti í tölvum sínum. Það getur skipt sköpum fyrir framtíð íslenskunnar. Íslenskan verður að vera tungumál Íslendinga á tölvum eins og annars staðar. Tölvur sem tala íslensku STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.