Fréttablaðið - 10.03.2008, Page 32

Fréttablaðið - 10.03.2008, Page 32
 10. MARS 2008 MÁNUDAGUR10 ● fréttablaðið ● híbýli4 Svefnleysi og og að vera andvaka er sennilega það leiðinlegasta sem hægt er að eyða góðri nótt í. Börn og ung fólk á oftast gott með svefn og þekkir ekki þetta vandamál. Hins vegar þekkja marg- ir þetta vandamál. Hvort heldur það er fólk á besta aldri sem missir svefn sökum stress hvers- dagsleikans. Eða áranna sem byrja að segja til sín eða jafnvel vegna sjúkdóma. Svefninn er gríðarlega mikilvægur. Grunnþörf sem þarf að sinna eins og reglu- legri hreyfingu og heilsusamlegu matar æði. Til að fyrirbyggja and- vökunætur má hins vegar grípa til ýmissa ráða sem gætu hjálpað. Best er að ganga til rekkju á sama tíma á hverju kvöldi. Hressileg ganga í hálftíma eftir kvöldmat getur hjálpað og heitt bað eða sturta. Hugleiðsla og slökun þar sem slakað er á hverjum líkams- hluta fyrir sig. Jafnvel með hjálp geisladiska með slökunarpró- grammi. Róandi tebolli á borð við kamillute svíkur heldur engan. Hljóðbækur eru líka ágætis tilraun fyrir þá sem ekki sofna. Litlir krakkar sofna oft vært út frá rödd mömmu og pabba. Góðar bækur á geisladisk eru í miklu úrvali á bókasafninu. Margir telja kindur og segja að það sé gullna ráðið. Aðrir biðja bænir eða fara í gegnum hugleiðslu- möntru. Aðalatriðið er kannski að leggja frá sér áhyggjur dagsins og hversdagsleikans yfirhöfuð. Leyfa honum að tilheyra öðrum tíma og annarri stund. Svífa inn í svefninn og veita sér þá hvíld sem allir þurfa og eiga skilið. Svíf þú inn í svefninn Tíminn líður trúðu mér. Standklukkur eru fallegar og sóma sér vel bæði í stofu og svefnherbergi. Klukkur segja okkur hvað tímanum líður, hvort við erum of sein, of fljót eða akkúrat á réttri stundu. Klukkur hafa þó víðari tilgang fyrir marga enda til í mörgum stærðum og gerðum og eru oft og tíðum hin mesta heimilisprýði. - sg Vakna þú mín þyrnirós Hvítir englar tylla sér á fallega skreytta klukk- una. Unika 980 krónur. Rómantísk stand- klukka með fótum og skreytt útskornum blómum. Laura Ashley 5.200 Virðuleg klukka með rómverskum stöfum sem einnig er vekjaraklukka. Laura Ashley 6.900 krónur. Gamaldags viðarklukka frá Glugg-inn 4.500 krónur. Gyllt klukka skreytt englum fæst í versluninni Unika á 2.280 krónur. ● GLUGGATJÖLD SEM GLEÐJA AUGAÐ Framboð af gluggatjöldum er hreint ótrúlegt í dag og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þótt nýtískustíll hafi verið ríkjandi í innanhús- hönnun undanfarin ár á Ís- landi er alltaf til nóg af falleg- um, gamaldags gardínum fyrir þá sem eru í rómantískum hugleiðingum. Sum hver eru hreinasta listaverk og geta léð svefnherberginu hlýlegan blæ ásamt því að hafa slakandi áhrif. Svo er alltaf hægt að fara milliveginn með því að blanda einfaldlega saman gamaldags rykktum gardínum við nútímaleg húsgögn. Auður Ólafsdóttir hlaut Afleggjarinn er yndislega heillandi saga ungs manns sem eignast stúlkubarn með „vinkonu vinar síns“. Á ferðalagi erlendis taka ófyrir- sjánlegir atburðir völdin og hann verður að axla óvænta ábyrgð. „Í Afleggjaranum skapar Auður heim sem er handan raunveruleikans en þó fullkomlega sannur. /.../ Hér er sleginn nýr tónn í íslensku samhengi. Þetta er nýstárleg og óvenjuleg saga...“ Úr umsögn dómnefndar Bókin er á tilboði á kr. 1.990 í verslunum Pennans og á bókamarkaði í Perlunni (Fullt verð 4.490)

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.