Fréttablaðið - 10.03.2008, Side 54
26 10. mars 2008 MÁNUDAGUR
NÝTT Í BÍÓ!NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
12
12
7
12
12
16
7
14
7
SEMI PRO kl. 6 - 8 - 10
THE KITE RUNNER kl. 8
BE KIND REWIND kl. 10.10
BRÚÐGUMINN kl. 6
12
12
7
16
12
7
THE ORPHANAGE kl.6 - 8 - 10
AUGUST RUSH kl.5.30 - 8 - 10.30
BE KIND REWIND kl. 8 - 10.15
DIVING BELL kl.5.40 - 8
27 DRESSES kl.5.30 - 10.10
SEMI PRO kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
SEMI PRO LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
BE KIND REWIND kl. 5.45 - 8 - 10.15
27 DRESSES kl. 8 - 10.30
ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 3.40 ÍSL. TAL
JUMPER kl. 6 - 10.10
BRÚÐGUMINN kl. 3.40 - 5.50 - 8
SEMI PRO kl. 6 - 8 - 10
THE KITE RUNNER kl. 6 - 9
THERE WILL BE BLOOD kl. 8
INTO THE WILD kl. 10.10
ATONEMENT kl. 5.30
BRÚÐGUMINN kl. 5.50 - 8
5%
5%
5%
5%
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN
MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM!
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
S.V. - MBL.
S.V. - MBL.
B.B - 24 STUNDIR
M.M.J - kvikmyndir.com
-V.J.V. - Topp5.is / FBL
- H.J. - MBL
Topp5.is
Hugljúf og í allan stað frábær mynd
um drauma og hvernig þeir rætast
ef maður bara vill trúa því.
-24 Stundir
REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS
ÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
SELFOSS
AKUREYRI
KEFLAVÍK
THE BUCKET LIST kl. 6 - 8 - 10:10 7
AUGUST RUSH kl. 5:30 - 8 7
DARK FLOORS kl. 10:30 14
UNDRAHUNDURINN ÍSL TAL kl. 6 L
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 16
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP
THERE WILL BE BLOOD kl. 10:30 16
STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 -10:10 7
P.S. I LOVE YOU kl. 8 L
DIGITAL
THE BUCKET LIST kl. 8 - 10:10 L
THERE WILL BE BLOOD kl. 10:20 16
27 DRESSES kl. 8 L
UNDRAHUNDURINN ÍSL TAL kl. 6 L
THE BUCKET LIST kl. 8 7
STEP UP 2 kl. 6 - 10 7
JUNO kl. 8 7
DARK FLOORS kl. 10 16
NJÓTTU
LÍFSINS
ÓSKARSMYNDIRNAR
ERU Í SAMBÍÓUNUM
nánari upplýsingar um ÓSKARSMYNDIRNAR má finna á www.SAMbio.is
ÞAÐ ELSKA ALLIR JUNO! BESTI VINUR MANNSINS
AUGUST RUSH
27 DRESSES kl. 8 L
DEATH AT A FUNERAL kl. 8 7
ATONEMENT kl. 10:10 12
SWEENEY TODD kl. 10:10 16
THE BUCKET LIST kl. 6 - 8:20 - 10:30 7
JUNO kl. 6 - 8 - 10:10 7
UNDRAHUNDURINN ÍSL TAL kl. 6:10 L
STEP UP 2 kl. 8:20 - 10:30 7
- bara lúxus
Sími: 553 2075
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
SEMI-PRO kl. 6, 8 og 10 12
FLUGDREKAHLAUPARINN kl. 5.30, 8 og 10.20 12
RAMBO kl. 8 og 10 16
ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 5.30 L
2
- 24. Stundir
- V.J.V., Topp5.is
- M.M.J., kvikmyndir.com
- S.V., MBL
- L.I.B., topp5.is
20%
afsláttur
fyrir
Vörðufélaga
Músíktilraunir hefjast í kvöld í 26.
skipti. Fyrst fóru þær fram árið
1982. Þessi uppskeruhátíð bíl-
skúrsbandanna fer nú fram í
Austurbæ eins og undanfarin ár
og verður tekið hart á því. Tíu
hljómsveitir spila hvert kvöld vik-
unnar, samtals fimmtíu sveitir. Öll
kvöldin opnar húsið kl. 18 en dag-
skrá hefst stundvíslega kl. 19.
Miðaverð er 800 kall. Úrslita-
kvöldið verður svo haldið í Lista-
safni Reykjavíkur á laugardaginn.
Hljómsveitirnar eru hefðbundið
bland í poka. Á Músíktilraunum
má finna blýþung rokkbönd,
gáskafull flippbönd, spekingsleg
listabönd og allt þar á milli. Allar
hljómsveitirnar eru þó með af
fullri alvöru enda kostaði 6.000
kall að skrá sig. Að vanda eru
stelpur í miklum minnihluta þrátt
fyrir jafnréttisátak undangeng-
inna ára. Í kvöld stíga sem dæmi
fjórar stelpur á svið en 37 strákar.
Í ár var einni hljómsveit vísað
frá keppni vegna formgalla.
Hljómsveitin DJ Flugvélar og
Geimskip hafði gefið út disk hjá
Melar Records og selt í 12 Tónum.
Það er stranglega bannað svo
sveitin tók pokann sinn.
Í sjö manna dómnefnd sitja full-
trúar fjölmiðla. Fréttablaðið
leggur fram tónlistarspekúlantinn
Steinþór Helga Arnsteinsson.
Músíktilraunir hefjast í kvöld
SIGRAÐI Í FYRRA Rokkbandið Shogun.
Royal Family-Divorce er önnur
breiðskífa hinnar alíslensku Stór-
sveitar Nix Noltes sem þó sérhæf-
ir sig í þjóðlagatónlist frá Austur-
Evrópu. Áður hefur Stórsveitin
sent frá sér plötuna Orkídeur
Havaí. Lögin á hinum konunglega
fjölskylduskilnaði eru öll búl-
görsk þjóðlög eins og þorri síð-
ustu plötu. Stórsveitin heldur sig
semsagt á svipuðum nótum enda
átti maður ekki von á því að teknar
væru einhverjar U-beygjur.
Alls telur Stórsveit Nix Noltes
ellefu manns, ef marka má upp-
lýsingar í umslagi plötunnar, og
er því stórsveit í orðsins fyllstu.
Hljómsveitin er líka stórsveit að
því leyti að hún inniheldur stór-
menni í íslensku tónlistarlífi,
landslið grasrótartónlistarmanna.
Því kemur ekki óvart að spila-
mennskan á plötunni er á engan
hátt fálmkennd heldur svo bylm-
ingsþétt að Stórsveitin gæti slegið
við hvaða innfæddu búlgörsku
bandi sem er.
Hljómurinn er samt pönkaðri
og háværari en gengur og gerist í
flutningi tónlistar frá Austur-
Evrópu. Rafmagnsgítarar eru
áberandi, allt að því taumlausir og
fá jafnvel að surga með tilheyr-
andi látum. Trommu- og ásláttar-
leikur skipar stóran sess og er
hreint út sagt stórbrotinn en sem
fyrr eru það blásturs- og strengja-
hljóðfærin sem hjálpast við að
skapa aðalandrúmsloftið.
Tónlist plötunnar er tónlist
hinna miklu tilfinningasveiflna. Í
Trakijska Racenica og Wedding
Rachenitsa er ofsinn allsráðandi á
meðan gleðin er meira áberandi í
Pajdusko og Kopanitsa. En eins og
sönnum skilnaði sæmir er treginn
sjaldnast langt undan og sorgin
kemur oft við sögu. Þannig býr
ólýsanleg sorgarþjáning yfir
Atmadja Duma Strachilu (Revo lut-
ion Song) og þungi síðustu þriggja
Horo(dans)-laganna fer ekki
framhjá neinum.
Fljótt á litið – eða rétta sagt
hlustað – er fátt hægt að setja út á
þessa plötu. Hins vegar mætti að
einhverju leyti gagnrýna laga-
valið. Valið er fjölbreytt en engin
afgerandi lög fá að hljóma og
sveitin nær ekki að framkalla
eins mörg úrvalslög og ætla
mætti. En þegar jafn færir tón-
listarmenn og þeir sem skipa
Stórsveit Nix Noltes koma saman
og leika þessa tegund tónlistar, af
þeirri innlifun sem raun ber vitni,
býður formið ekki upp á að
útkoman verði slæm.
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Skínandi skilnaður
TÓNLIST
Royal Family-Divorce
Stórsveit Nix Noltes
★★★★
Austur-Evrópu danssveiflan heldur
áfram hjá Stórsveitinni og er jafnvel
enn tilfinningaþrungnari en áður.
Gamlar plötur frá Bítlaárunum seljast
dýru verði á netinu. Rúnar Júlíusson seldi
eina plötu á fjörutíu þúsund krónur.
Ein verðmætasta íslenska hljómplata sögunnar er
tvöfaldi smáskífupakkinn Umbarumbamba, sem
útrásararmur Hljóma, Thor‘s Hammer, fékk gefinn út
í Englandi á vegum Parlaphone merkisins árið 1966.
Samtals eru sex lög á plötunum tveimur og hefur
plötutvennan fengið safnara til að punga allhressilega
út í þau fáu skipti sem hún er boðin til sölu. Mega þeir
sem vilja vel með farin eintök allt eins eiga von á að
þurfa að borga því sem nemur um 200.000 íslenskar
krónur fyrir þennan sjaldséða grip.
„Þetta er ágætis peningur fyrir eldgamlar plötur,“
segir Rúnar Júlíusson. „Það eru sumir sem vilja eiga
upprunaleg eintök en það má fá alla þessa tónlist á
disknum From Keflavík with Love og meira til. Ég á
nú bara eitt eintak af Umbarumbamba, sem er ekki til
sölu, en fyrir sirka tuttugu árum kom Svíi til mín og
froðufelldi alveg þegar hann sá að ég átti aukaeintak.
Hann suðaði svo mikið að ég seldi honum það að
lokum á fjörutíu þúsund kall.“
Thor‘s Hammer ævintýrið stóð yfir þegar Pétur
Östlund spilaði á trommur með bandinu. „Þetta var
lægðin hjá Hljómum,“ segir Rúnar. „Við spiluðum
blús og vorum í útrás í London, fyrstir íslenskra
hljómsveita. Þetta efni var tekið upp út í London við
góð skilyrði og mér finnst þetta hafa elst vel. Verðið
sem fólk er að borga fyrir plöturnar segir að þetta
efni hefur lifað í meira en fjörutíu ár og er þetta þá
ekki orðið sígilt? Miða þeir ekki við fjörutíu ár í
klassíkinni?“
Eintök af Umbarumbamba eru ekki á hverju strái
og það má jafnvel fá gott verð fyrir hálfköruð eintök.
Þannig seldist eitt á dögunum á eBay á 215 dollara
þótt aðeins væri um að ræða aðra plötuna í litljósrit-
uðu umslagi, ekki upprunalegu. Hljómsveitin Thor‘s
Hammer fékk einnig tvö lög gefin út á smáskífu í
Bandaríkjunum hjá Columbia merkinu og sú plata er
einnig sjaldséð. Nú er eintak í boði á Ebay á 300 dali.
Verðmæti hluta breytist í tímans rás. Á útsölu-
markaði Steina í kringum 1990 mátti kaupa Umba-
rumbamba á fimmtíu kall. Gamla íslenska fimmtíu-
kallaseðla má nú aftur á móti kaupa á Ebay á 6 dali.
gunnarh@frettabladid.is
Gamalt bítl á okurprís
RÚNAR, ENGILBERT, GUNNAR OG ERLINGUR SIRKA 1967
Engilbert hefur hér leyst Pétur Östlund af hólmi og Thor‘s
Hammer ævintýrinu er lokið.