Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 59
MÁNUDAGUR 10. mars 2008 31
Föndurverslun
Námskeið
Síðumúli 15
S: 553-1800
Sjón er sögu ríkari
AÐALFUNDUR
HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
DAGSKRÁ:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
KÖRFUBOLTI Valskonan Signý
Hermannsdóttir varð á laugar-
daginn fyrsta konan sem nær að
verja 100 skot á einu tímabili í
efstu deild kvenna.
Signý varði 8 skot í 81-59 sigri
Vals á Fjölni í lokaumferð Iceland
Express-deildar kvenna og endaði
því með 105 skot á tímabilinu.
Signý bætti gamla metið um 33
skot en hún varði 5,83 skot að
meðaltali í leik í vetur. Signý
varði 45 skotum meira en næsti
leikmaður í deildinni sem var
Keflvíkingurinn Margrét Kara
Sturludóttir.
Signý var að spila sitt fyrsta
tímabil með Val í tólf ár en hún
átti líka gamla félagsmetið þegar
hún varði 54 skot tímabilið 1995-
1996. Signý hefur alls varið 415
skot í 152 leikjum á ferlinum í 1.
deild kvenna og er sá leikmaður
sem hefur varið flest skot frá
upphafi í deildinni. - óój
Signý Hermannsdóttir í Val:
Fyrst til að
verja 100 skot
LOKAR TEIGNUM Signý Hermannsdóttir
hefur spilað vel með Val í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Valskonur töpuðu með
sex mörkum fyrir Merignac, 30-
36, í fyrri leik sínum í átta liða
úrslitum áskorendakeppni
Evrópu í handbolta í Frakk-
landi í gær. Franska liðið var
sjö mörkum yfir í hálfleik,
21-14.
„Við lentum í alveg ótrú-
legri heimadómgæslu. Ég hef
farið í Evrópukeppni áður
með Val og Gróttu/KR í karla
en hef aldrei orðið vitni að
öðru eins bulli.
Maður er nú oft
tuðandi yfir dóm-
gæslu en ég hef
aldrei séð
annað eins,“
sagði Ágúst,
en dómara-
parið kom frá
Búlgaríu. „Við
vorum að spila
vel í fyrri hálf-
leik þrátt fyrir alla þessa dóma og
svo náðum við þessu niður í
fjögur mörk í seinni hálf-
leik en vorum klaufar
og fengum mark á
okkur á lokasekúnd-
unni. Þær skora líka
beint úr fríkasti
þegar tíminn var búinn
í fyrri hálfleik og það
eru svona hlutir sem eru
mjög dýrir í svona leikj-
um.“
Ágúst hefur þó
enn trú á sínum
stelpum í
seinni leikn-
um á
Íslandi um
næstu
helgi.
„Við
eigum
klárlega
möguleika
heima en
þurfum þá að
fá góðan stuðn-
ing áhorfenda.
Þetta lið er alls
ekki mikið betra en við. Ef við
ætlum að fara áfram þá þurfum
við bæði að eiga góðan leik og fá
góðan stuðning á pöllunum,“ sagði
Ágúst.
Ágúst hrósaði sérstaklega þrem-
ur leikmönnum í Valsliðinu í gær.
„Eva Barna var með níu mörk og
spilaði frábærlega. Kristín Guð-
mundsson var líka mjög öflug og
Hildigunnur Einarsdóttir stóð sig
líka mjög vel og þá sérstaklega
varnarlega.
Markvarslan var ekki alveg
nægilega góð enda var varnar-
leikur okkar framan af leik ekki
góður. Það var svakalega hátt
tempó og mikill hraði í leiknum
og oftar en ekki vorum við bara
að spila mjög vel í leiknum en
ótrúleg dómgæsla í fyrri hálfleik
gaf þeim ákveðið forskot. Það er
ekkert flóknara en það,“ sagði
Ágúst.
Í síðustu umferð vann franska
liðið Spartak Kiev frá Úkraínu
með sjö mörkum á heimavelli í
fyrri leiknum en tapaði síðan með
einu marki í seinni leiknum á úti-
velli. ooj@frettabladid.is
Mörk Vals: Eva Barna 9, Kristín
Guðmundsdóttir 6, Hildigunnur Ein-
arsdóttir 4, Ágúst Edda Björnsdóttir
3, Hafrún Kristjánsdóttir 3/3, Dagný
Skúladóttir 2, Katrín Andrésdóttir 1,
Kristín Collins 1, Rebekka Skúladóttir
1. Berglind Íris Hansdóttir varði 11
skot og Jolanta Slapikiene varði 2
skot.
Aldrei orðið vitni að öðru eins bulli
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með búlgarska dómara í sex marka tapi í fyrri leik Vals í
áskorendakeppni Evrópu. Ágúst segir sínar stelpur þó enn eiga möguleika á að komast áfram.
FRÁBÆR Eva Barna
lék mjög vel með
Valsliðinu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
EKKI SÁTTUR Ágúst Jóhannsson var
ósáttur með frammistöðu búlgörsku
dómaranna í Frakklandi í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM