Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 10.03.2008, Qupperneq 59
MÁNUDAGUR 10. mars 2008 31 Föndurverslun Námskeið Síðumúli 15 S: 553-1800 Sjón er sögu ríkari AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS DAGSKRÁ: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. KÖRFUBOLTI Valskonan Signý Hermannsdóttir varð á laugar- daginn fyrsta konan sem nær að verja 100 skot á einu tímabili í efstu deild kvenna. Signý varði 8 skot í 81-59 sigri Vals á Fjölni í lokaumferð Iceland Express-deildar kvenna og endaði því með 105 skot á tímabilinu. Signý bætti gamla metið um 33 skot en hún varði 5,83 skot að meðaltali í leik í vetur. Signý varði 45 skotum meira en næsti leikmaður í deildinni sem var Keflvíkingurinn Margrét Kara Sturludóttir. Signý var að spila sitt fyrsta tímabil með Val í tólf ár en hún átti líka gamla félagsmetið þegar hún varði 54 skot tímabilið 1995- 1996. Signý hefur alls varið 415 skot í 152 leikjum á ferlinum í 1. deild kvenna og er sá leikmaður sem hefur varið flest skot frá upphafi í deildinni. - óój Signý Hermannsdóttir í Val: Fyrst til að verja 100 skot LOKAR TEIGNUM Signý Hermannsdóttir hefur spilað vel með Val í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Valskonur töpuðu með sex mörkum fyrir Merignac, 30- 36, í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handbolta í Frakk- landi í gær. Franska liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 21-14. „Við lentum í alveg ótrú- legri heimadómgæslu. Ég hef farið í Evrópukeppni áður með Val og Gróttu/KR í karla en hef aldrei orðið vitni að öðru eins bulli. Maður er nú oft tuðandi yfir dóm- gæslu en ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Ágúst, en dómara- parið kom frá Búlgaríu. „Við vorum að spila vel í fyrri hálf- leik þrátt fyrir alla þessa dóma og svo náðum við þessu niður í fjögur mörk í seinni hálf- leik en vorum klaufar og fengum mark á okkur á lokasekúnd- unni. Þær skora líka beint úr fríkasti þegar tíminn var búinn í fyrri hálfleik og það eru svona hlutir sem eru mjög dýrir í svona leikj- um.“ Ágúst hefur þó enn trú á sínum stelpum í seinni leikn- um á Íslandi um næstu helgi. „Við eigum klárlega möguleika heima en þurfum þá að fá góðan stuðn- ing áhorfenda. Þetta lið er alls ekki mikið betra en við. Ef við ætlum að fara áfram þá þurfum við bæði að eiga góðan leik og fá góðan stuðning á pöllunum,“ sagði Ágúst. Ágúst hrósaði sérstaklega þrem- ur leikmönnum í Valsliðinu í gær. „Eva Barna var með níu mörk og spilaði frábærlega. Kristín Guð- mundsson var líka mjög öflug og Hildigunnur Einarsdóttir stóð sig líka mjög vel og þá sérstaklega varnarlega. Markvarslan var ekki alveg nægilega góð enda var varnar- leikur okkar framan af leik ekki góður. Það var svakalega hátt tempó og mikill hraði í leiknum og oftar en ekki vorum við bara að spila mjög vel í leiknum en ótrúleg dómgæsla í fyrri hálfleik gaf þeim ákveðið forskot. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Ágúst. Í síðustu umferð vann franska liðið Spartak Kiev frá Úkraínu með sjö mörkum á heimavelli í fyrri leiknum en tapaði síðan með einu marki í seinni leiknum á úti- velli. ooj@frettabladid.is Mörk Vals: Eva Barna 9, Kristín Guðmundsdóttir 6, Hildigunnur Ein- arsdóttir 4, Ágúst Edda Björnsdóttir 3, Hafrún Kristjánsdóttir 3/3, Dagný Skúladóttir 2, Katrín Andrésdóttir 1, Kristín Collins 1, Rebekka Skúladóttir 1. Berglind Íris Hansdóttir varði 11 skot og Jolanta Slapikiene varði 2 skot. Aldrei orðið vitni að öðru eins bulli Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með búlgarska dómara í sex marka tapi í fyrri leik Vals í áskorendakeppni Evrópu. Ágúst segir sínar stelpur þó enn eiga möguleika á að komast áfram. FRÁBÆR Eva Barna lék mjög vel með Valsliðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR EKKI SÁTTUR Ágúst Jóhannsson var ósáttur með frammistöðu búlgörsku dómaranna í Frakklandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.