Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 6
6 12. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA Það er í skoðun hjá sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu hvort Ólafur Frið- riksson, skrifstofustjóri í ráðu- neytinu, fær að gegna embætti stjórnarformanns Giftar hf. með- fram skrifstofustjórastarfinu. Þetta staðfesti Sigurgeir Þorgeirs- son ráðuneytisstjóri í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ólafur fór að öllum settum reglum er hann tilkynnti ráðu- neytinu um það að hann myndi sitja í stjórn hjá Samvinnutrygg- ingum á sínum tíma og það var ekki gerð athugasemd við það. Síðan hefur staðan breyst. Það er eitt að sitja í stjórn og annað að vera stjórnarformaður þessa eignamikla félags,“ segir Sigur- geir. Gift er hlutafélag í eigu Sam- vinnutrygginga. Það var stofnað síðastliðið sumar þegar ákveðið var að slíta Samvinnutryggingum. Helstu eignir félagsins eru 5,4 prósenta hlutur í fjárfestinga- félaginu Exista og 3,4 prósenta hlutur í Kaupþingi. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær er óljóst enn hvenær búið verður að úthluta til félags- manna úr sjóðum Eignarhalds- félags Samvinnutrygginga. Krist- inn Hallgrímsson, formaður skiptanefndar Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, sagði þá sem ættu hlut í Samvinnutryggingum fá fjögurra vikna frest til þess að gera athugasemdir við úthlutun- ina þegar til hennar kemur. Aðeins að þeim tíma loknum verði mögu- legt að borga út. - mh Prófaðu Heimaöryggi í 2 mánuði án endurgjalds – án skuldbindinga. Hringdu núna í 570 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 9 08 03 51 Í skoðun hvort skrifstofustjóri í ráðuneyti fær að vera stjórnarformaður Giftar: Þarf heimild frá ráðuneytinu SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐAR- RÁÐUNEYTIÐ Verður skoðað hvort skrif- stofustjóri getur verið stjórnarformaður Giftar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Áður en starfsmaður hyggst, sam- hliða starfi sínu, taka við launuðu starfi í þjónustu annars aðila, ganga í stjórn atvinnufyrirtækis eða stofna til atvinnurekstrar ber honum að skýra því stjórnvaldi, er veitti starfið, frá því. Innan tveggja vikna skal starfsmanni skýrt frá því ef áðurnefnd starfsemi telst ósamrýmanleg starfi hans og honum bannað að hafa hana með höndum. Bera má slíkt bann undir hlutaðeigandi ráðherra. LAGAÁKVÆÐIÐ SEM MÁLIÐ BYGGIR Á DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli Samtaka myndrétthafa, Smáís, gegn Istorrent ehf. fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Skýrslur voru teknar af málsaðil- um og vitnum og lögmenn fluttu sín mál. Úrskurður í málinu verð- ur kveðinn upp eftir tvær til fjór- ar vikur. Málið snýst um meint höfund- arréttarbrot Svavars Lúthersson- ar, framkvæmdastjóra Istorrent, með því að halda úti vefsíðunni torrent.is. Síðuna notuðu mörg þúsund Íslendingar til að skiptast á gögnum, flestum þeirra höfund- arréttarvörðum, með torrent- tækninni. Lögbann var sett á síð- una í október vegna málsins og henni lokað. Torrent-tæknin virkar í stuttu máli þannig að notandi sækir gögn beint frá þeim sem deilir þeim, en vefsíðan heldur utan um það hver er að deila hvaða efni. Engin gögn fóru því í gegnum vefþjón Istorrent, en vefsíðan var samt sem áður nauðsynleg til að notendur gætu nálgast efnið. Fyrir dómi líkti lögmaður Smá- íss starfsemi torrent.is við vöru- hús þar sem ólöglegt athæfi færi fram. Svavar væri þá leigjandi eða eigandi slíks húss. Lögmaður Svavars svaraði því til að þá væri hægt að kæra forsvarsmenn Kolaportsins ef eitthvert ólöglegt athæfi færi þar fram. - sþs Aðalmeðferð lokið í máli Samtaka myndrétthafa á Íslandi gegn Istorrent ehf.: Úrskurðar að vænta í Torrent-málinu Í HÉRAÐSDÓMI Nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fjöl- menntu í dómsal þegar aðalmeð- ferð fór fram í gær. Málið var valið sem umfjöllunarefni í námskeiði. Átt þú geisladisk með Sálinni hans Jóns míns? Já 41,2% Nei 58,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Notar þú endurskinsmerki? Segðu þína skoðun á visir.is LÖGREGLUMÁL Fíkniefnalögreglu- menn á Suðurnesjum hafa þungar áhyggjur af niðurskurði fjárveit- inga til lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum. Aðgerðirnar gangi gegn stefnu um auknar aðgerðir í fíkniefnamálum, og leiði þvert á móti til skerðingar. Í yfirlýsingu sem lögreglumenn- irnir sendu dómsmálaráðuneyt- inu, Landssambandi lögreglu- manna, fjölmiðlum og fleirum í gær segir að komi til þessa niður- skurðar verði alger óvissa um öryggi flugfarþega í Leifsstöð og íbúa á Suðurnesjum. Þar sé lög- gæsla nú þegar í algeru lágmarki og megi ekki við frekari skerð- ingu. „Okkur var kynntur flatur niður- skurður sem hefur hugsanlega þær afleiðingar að við missum starfs- fólk, fáum ekki sumarafleysinga- fólk og förum í yfirvinnubann,“ segir Guðmundur Baldursson, deildarfulltrúi fíkniefna deildar lögreglunnar á Suðurnesjum. „Þetta á að gerast á sama tíma og það er stanslaus aukning í fíkni- efnamálum sem tengjast flugstöð- inni.“ Hann segir starfsmenn hafa talað um að leita sér að öðrum störfum. Út frá þeim forsendum sem þeim hafi verið gefnar í kynn- ingu sjái margir ekki fram á að geta lifað af starfinu. „Við von- umst til þess að menn endurskoði þessa hugmyndafræði, en dóms- málaráðherra virðist vera harður á því að þetta sé einhliða ákvörðun sem þurfi að fara í gegn.“ Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu að ekki sé um niðurskurð að ræða á fjár- heimildum embættisins frá fyrri árum. Rekstraráætlun embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir þetta ár hafi hins vegar farið 200 milljónir króna fram úr fjár- lagaheimildum. Kallað hafi verið eftir ítarlegum upplýsingum og útskýringum vegna þess. Þangað til þær upplýsingar liggi fyrir verði starfsemi embættisins óbreytt. Ekki náðist í Jóhann R. Bene- diktsson, lögreglustjóra á Suður- nesjum, við vinnslu fréttarinnar. salvar@frettabladid.is Sjá fram á niðurskurð á miklum álagstíma Fíkniefnalögreglumenn á Suðurnesjum hafa áhyggjur af yfirvofandi niðurskurði. Löggæsla á svæðinu sé nú þegar í algeru lágmarki og megi ekki við skerðingu. Ekki niðurskurður heldur fór embættið fram úr fjárheimildum segir ráðuneyti. LEIFSSTÖÐ Í yfirlýsingu fíkniefnalög- reglumanna á Suðurnesjum segir að stóraukning hafi orðið í verkefnum tengdum innflutningi fíkniefna um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þrátt fyrir það sé áætlað að skera niður fjárveitingar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.