Fréttablaðið - 26.03.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 26.03.2008, Qupperneq 11
Nýjar 1 lítra umbúðir VERSLUN Leiga á verslunarhús- næði er dýrust í Kringlunni en ódýrust í Hafnarfirði, samkvæmt nýrri verðkönnun ParX, við- skiptaráðgjöf IMB. Í könnuninni var þróun leiguverðs á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri árin 2004 til 2007 könnuð. Í tilkynningu frá ParX kemur fram að leiguverð í Kringlunni hafi verið 4.169 krónur árið 2007, en 815 krónur í Hafnarfirði. Þá hafi verðið á Akureyri verið 1.374 krónur. Þorkell Gunnarsson, sérfræðingur ParX, segir leiguverð almennt hafa hækkað þó að framboð hafi aukist. Þá verði að geta þess að könnunin velti ekki upp ástæðum fyrir því að verð sé mismunandi. - þeb Verð á verslunarhúsnæði: Dýrast að leigja í Kringlunni BANDARÍKIN, AP Verkfræðingur sem er fæddur í Kína en hefur bandarískan ríkisborgararétt var á mánudag dæmdur í 24 og hálfs árs fangelsi fyrir samsæri um að koma bandarískri varnartækni í hendur kínverskra yfirvalda. Chi Mak, sem vann við þróun drifbúnaðar fyrir herskip, var einnig dæmdur fyrir að hafa starfað sem leynilegur útsendari erlends ríkis, fyrir að reyna að brjóta útflutningslög og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni FBI. Fjórir úr fjölskyldu Maks, þar á meðal eiginkona hans, játuðu sig í fyrra sek um skyld brot í skiptum fyrir að dómsyfirvöld sýndu þeim mildi. - aa Kínverskur Bandaríkjamaður: Lífstíðarfangelsi fyrir landráð CHI MAK Teikning af hinum dæmda fyrir rétti í Santa Ana í Kali- forníu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PÁSKASKEMMTUN Í HVÍTA HÚSINU Bush Bandríkjaforseti faðmar mann í kanínubúningi við upphaf páska- skemmtunar í garði Hvíta hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.