Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR Fullkominn endir á góðri máltíð Nýtt bragð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 29. mars 2008 — 85. tölublað — 8. árgangur TÓNLIST Tvísýnt er um þátttöku þriggja íslenskra hljómsveita á Midi-tónlistarhátíðinni sem verður haldin í Kína fyrstu vikuna í maí. Ástæðan er hvatningarorð Bjarkar Guð- mundsdóttur til Tíbetbúa á tónleikum í landinu á dögunum, en þau hafa vakið ólgu. Hljóm- sveitirnar Vicky Pollard, Hellvar og Motorfly bíða nú spenntar eftir því hvort stjórnvöld hleypi þeim inn í landið. „Við erum í stöðugu sambandi við tengilið okkar á hátíðinni. Hann biður okkur um að bíða róleg,“ segir Ásgeir Guðmunds- son, umboðsmaður Vicky Pollard. - fb / sjá síðu 58 Íslenskar hljómsveitir: Kínaferð í óvissu eftir um- mæli Bjarkar VÍÐA HVASST Í dag verða NA 15-20 m/s úti við suðaustur- og austurströndina, annars 8-15 m/s. Él norðan og austan til, annars bjart veður. Hiti 0-4 stig syðra að degin- um, annars vægt frost. VEÐUR 4 1 -2 -2 -2 3 KÓSÍ Í KÓPAVOGI Regína Ósk söngkona opnar dyrnar að heimili sínu, þar sem hún hefur komið sér vel fyrir. HEIMILI OG HÖNNUN 4 48 29. mars 2008 LAUG ARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKU NA Anna Margrét Björn sson Kvenfólk hefur all taf verið gjarnt á a ð stelast í fataskáp inn hjá kærastanu m enda oft afskaplega töff aralegt og sexý að klæðast karlmann legum fötum. Á tís kupöll- um New York-borg ar um daginn mátt i sjá ýmsar útgáfu r af herralega lúkk inu fyrir haust og vetu r 2008, allt frá rok karalegum „mod“- strákum upp í fall ega frakka og buxnadr agtir. Auðvitað er s vo nauðsynlegt að passa að kvenleik inn og kynþokkinn skíni í gegn. - amb HERRALEG FÖT FRÁ BANDARÍSKUM HÖ NNUÐUM Stelpur verða strákar ROKK OG RÓL Æðislegar svartar þröngar buxur við hvíta skyrtu, bindi og leðurjakka frá merkinu Ruffian. GAMALDAGS Falleg grá buxnadragt við ljósbláa skyrtu frá Rag & Bone. Frumlega og gamaldags hálsfesti úr smiðju Þórunnar Sveinsdóttur. Fæst í Libori- us, Laugavegi LEÐUR Æðislegur þröngur mótor- hjólajakki við þröngar buxur hjá Rag & Bone. ÞRÖNGT „Mod“- legur og svartur klæðnaður frá tískuhúsinu Rag & Bone. REIÐSTÍLLINN Reiðbuxur, jakki og bindi í breskum stíl frá Rag & Bone. FRAKKI Klass- ískur svartur frakki frá Calvin Klein. Það er ekkert svo la ngt síðan að ég upp götvaði notaðan fat nað, sem heitir reyndar mun falleg ra nafni á ensku, „v intage“ og ég hef en n ekki fundið gott íslenskt orð yf ir. Fyrr í þessum pi stlum minntist ég á hversu umhverfisvænt það er að endurnýta fa tnað eða kaupa föt sem einhver annar hefur fengið nóg af og það ætti nú að vera aðalástæ ða þess að fólk kaupi slíkar flíkur. Margar vinkonur m ínar fussa og sveia yfir notuðum fötum og kvarta yf ir einhverri flóama rkaðslykt sem gjarn an fylgir þeim og öðru veseni. Auð vitað er ég ekki að segja að það sé ekk ert nema dásemdir sem leyn ast á kílómörkuðum hinna ágætu „vinta ge“-búða Reykjavíkur en það eru hinsvegar mör g atriði sem vert er að hafa í huga þegar slíkur fatnað ur er keyptur. Í fyr sta lagi er mjög mi kilvægt að kíkja reglulega í þessar b úðir. Ef þú ferð að v ingast við afgreiðsl ustúlkurnar og segir þeim sirka hv erju þú ert að leita að, þá eru þær oftas t mjög almennilegar og lát a þig vita þegar me istarastykkið er kom ið í hús. Notuð föt eru jú oftast bar a til í einu eintaki e n búðirnar eru allta f að taka inn ný og ný föt. Í öðru lag i verður þú að hafa góðan tíma til að gr amsa. Flest af fatnaðinum kann að líta út eins og rusl, en treystið mér, þa ð er alltaf eitthvað eitt sem þú átt eftir að kolfalla fyrir. Reyndu að fi nna föt með karakter sem stand ast tímans tönn. Ve rtu dugleg(ur) að m áta því margar stærðir eru miklu m inni en þær segja ti l um. Gömul efni ge fa stundum eftir og það þýðir e kkert að kaupa níðþ röngan kjól sem fer svo að fá saumsprettur um le ið og þú sest niður í honum í matarboði . Hinsvegar má þó segja að í „gamla daga“ voru föt mun betur saumuð en þ au eru núna og áttu að endast, ólíkt fatnaði úr mörgum keðjubúðum sem d ettur í sundur eftir nokkra þvotta . Persónulega hef é g mest gaman af að detta niður á fatnað frá sjötta, sj öunda og áttunda á ratugnum. Á þeim s jötta voru kjólar alltaf glerfínir og d ömulegir og ef þú f innur einn slíkan í g óðu ástandi ertu vís með að slá í gegn á næstu ársh átíð. Í uppáhaldi hjá mér eru svo stuttir „sixtís“ kjóla r, sérstaklega í svör tu og þá sérstakleg a þeir sem eru í einföldum sniðum o g jafnvel ermalaus ir. Þetta er svona fl ík sem þú getur notað allstaðar: í vi nnunni, út á kvöldin , yfir gallabuxur eð a hvað sem er. Það sem notuð föt h afa svo aðallega yfi r þau nýju er að þú getur verið viss um að enginn annar á nákvæmlega eins flík. Nú þegar krep pan er í aðsigi og við venjulega fó lkið eigum engan p ening þá er lausnin til að vera smart aðallega sú að versl a í „vintage“ búðun um. Þær hreinlega neyða þig til þess að vera með fr umlegan stíl. Þegar maður gramsar í s líkri verslun verður maður að no ta ímyndunaraflið o g fegurðarskynið, o g á endanum finnur maður sinn e igin stíl. Auðvitað v æri fínt að geta klæ tt sig í hátískuhönnun frá toppi til táar, en pen ingar kaupa jú aldr ei stíl. Auk þess er aldrei að vita hva ð maður getur fund ið í þessum búðum. Ég hef meðal annars fundið dása mleg nær ónotuð st ígvél frá Charles Jo urdan, hvítan Chanel jakka og bla zer frá Alaia. Í fyrr a fann ég stórfengl eg Pollini lakkstígvél í fórum móður minnar sem eru jafngömul mér sjálfri og smellpössuðu auðvi tað. Það er hinsveg ar alltaf vert að sko ða tískublöðin gaumgæfilega til að athuga nýjustu str aumana, og með þa ð í huga getur þú verið viss um að finna einhverja fjá rsjóði í einni af þeim fjölmörgu snilldarbúðum sem til eru í höfuðborg inni. Og fyrir þær s em láta lykt fara í taugarnar á sér þá er hollráð að hengj a fötin út á svalir y fir daginn eða inn í baðherbergi á meðan maður fer í ilmandi freyðibað o g vandamálið er úr sögunni. Aðdráttarafl notaðra fata hinn ótrúlega fríska ndi og klassíska ilm Aq ua di Parma sem er fyrir b æði dömur og herra OKKUR LANGAR Í … Fallegan hvítan blúndukjól eftir Jean Pierre Brag- anza og bleika hliðartösku eftir Eygló. > TÍSKUFRÉTTIR VIK UNNAR Hin skoska Agyness Deyn er án efa skærasta s tjarna fyrirsætuheimsins í dag. Eitt umfangsmesta o g best borgaða verkef ni hennar til þessa er ný auglýsingaherferð fyrir risasamsteypun a Reebook. Herferðin heitir Freestyle Cities og e r verið að auglýsa nýja r gerðir af íþróttaskóm sem er innblásnar af borgunum París, Lon don, New York, Madríd, T ókýó og Nýja-Delí og min na á þær. ST ÍL L 48 VEÐRIÐ Í DAG Litlir sigrar skila árangri Ragnheiður Kolsöe fer í næsta mánuði til Mai- mana í Afganistan þar sem hún verður þróunar- fulltrúi á vegum Íslensku friðargæslunnar. 38 EFNAHAGSMÁL Til skoðunar er í Seðlabankanum að taka upp sam- starf við seðlabanka í þeim ríkjum þar sem íslensku bankarnir eru umsvifamiklir. Geir H. Haarde forsætisráð- herra upplýsti þetta á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Hann sagði jafnframt eðli- legt að ríkissjóður tæki erlent lán til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans. Vitnaði hann til lántöku í því skyni fyrir rúmu ári. „Ég hef áður sagt að eðlilegt sé að halda áfram á þeirri braut og ítreka það nú,“ sagði Geir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er unnið að slíkri lántöku. Geir fjallaði um peningamála- stefnuna í ræðu sinni og ítrekaði að forræði hennar væri í höndum Seðlabankans, hann sjálfur hlutað- ist ekki til um einstakar vaxta- ákvarðanir. Sagði hann jafnframt að senn yrði tímabært að gera fræðilega úttekt á peningamála- stefnunni og framkvæmd laganna sem að baki búa. „Til þess verks þarf, þegar þar að kemur, að fá hæfustu sérfræðinga, erlenda og innlenda, líkt og gert hefur verið annars staðar.“ Sagði hann að í þessum orðum sínum fælist ekki gagnrýni á ákvarðanir bankans heldur viðleitni til að gera honum betur kleift að rækja skyldur sínar. Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, fagnar orðum for- sætisráðherra og segir þau jákvæð fyrir efnahagslífið. Hvort tveggja sé mikilvægt: að taka upp samstarf við erlenda seðlabanka og að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans. Hann segir ræður forsætisráðherra og seðlabankastjóra benda til ríks vilja til að taka stöðu efnahagsmála föstum tökum. - bts / sjá síður 2 og 12 Unnið að erlendri lántöku ríkissjóðs Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að Seðlabankinn taki upp samstarf við erlenda seðlabanka. Unnið er að eflingu gjaldeyrisforða bankans. Fram- kvæmdastjóri hjá Landsbankanum segir þetta jákvætt fyrir efnahagslífið. LÖGREGLUMÁL „Það eru allir slegnir yfir þessum breytingum og ljóst að löggæslustörfin á Suðurnesjum mega ekki við því að hér verði ein- hver lausatök vegna innri vanda. Menn eru æfir út af þessu,“ sagði Kári Gunnlaugsson, aðaldeildar- stjóri Tollgæslunnar á Suðurnesj- um, við Fréttablaðið í gær. Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, óskaði eftir fundi við settan dómsmála- ráðherra, Einar K. Guðfinnsson, til þess að ræða starfslok sín. Hann hefur ekki sagt starfi sínu lausu en Jóhann fundaði með starfsmönn- um lögreglunnar á Suðurnesjum eftir hádegi í gær og greindi þeim frá ákvörðun sinni. Jóhann er alfarið á móti fyrir- huguðum breytingum sem Björn Bjarnason hefur boðað á löggæslu- störfum á Suðurnesjum. Margir viðmælenda Fréttablaðs- ins sögðu samskiptaörðugleika milli ríkislögreglustjóra og lög- reglunnar á Suðurnesjum vera ein af undirrótum þess að breytingar voru boðaðar. Haraldur Johanness- en ríkislögreglustjóri hafnar því alfarið. „Það hafa alls ekki verið neinir samstarfsörðugleikar milli ríkislögreglustjóra og lögreglu- stjórans á Suðurnesjum,“ segir Haraldur. - mh / - jss / sjá síðu 10 Fyrirhugaðar breytingar á löggæslustörfum á Suðurnesjum falla í grýttan jarðveg: Starfsmenn æfir vegna breytinga FÓLK Akstursáhugamenn minntust í gærkvöld Ólafs Símonar Aðalsteinssonar sem lést í vélhjólaslysi að kvöldi föstudags- ins langa. Safnast var saman í Hafnarfirði og ekið framhjá slysstað á Kringlumýr- arbraut í Reykjavík og þaðan niður í miðbæ, þá sömu leið og Ólafur var vanur að aka. „Okkur er sérlega ljúft að heiðra Óla því hann var vinur okkar og átti enga óvildarmenn og gerði allt fyrir alla,“ sagði Hermann Örn Sigurðsson, meðlimur í félaginu Live to Cruise og einn skipuleggjenda minning- arakstursins sem tókst vel að frátöldu því að vélhjólamaður fékk byltu er hann féll í götuna og þrífa þurfti upp olíu. - gar Látins félaga minnst: Heiðruðu Ólaf með hópakstri MINNINGARAKSTUR Ökumenn minntust látins vélhjólamanns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BYRGJA FYRIR HREYSIN Starfsmenn SR verktaka stóðu í ströngu í gær við að byrgja fyrir hús á Hverfisgötu. Mörg hús í miðborg- inni eru illa farin og hafa íbúasamtök kvartað mikið yfir veggjakroti, sjónmengun og hústökufólki. Verktakar segja á móti að borgaryfirvöld taki hægt á málunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.