Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 82
58 29. mars 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. báru að 6. í röð 8. lyftiduft 9. trjá- tegund 11. tveir eins 12. fugl 14. ljúka 16. í röð 17. pfn. 18. veitt eftirför 20. tveir eins 21. hlýja. LÓÐRÉTT 1. afl 3. einnig 4. mælieining 5. sarg 7. hringfari 10. matjurt 13. óhreinindi 15. sóða 16. slegið gras 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. komu, 6. rs, 8. ger, 9. eik, 11. gg, 12. kráka, 14. klára, 16. hi, 17. mig, 18. elt, 20. ðð, 21. ylur. LÓÐRÉTT: 1. þrek, 3. og, 4. megarið, 5. urg, 7. sirkill, 10. kál, 13. kám, 15. agða, 16. hey, 19. tu. Björn Brynjúlfur Björnsson Aldur: 51 árs. Starf: Kvikmyndagerðarmaður. Fjölskylda: Maki er Hrefna Har- aldsdóttir framkvæmdastjóri og eiga þau börnin Birtu, Brynju, Björn og Arnald. Foreldrar: Björn B. Björnsson og Jóna Sigurjónsdóttir. Búseta: Reykjavík Stjörnumerki: Ljón Björn Brynjúlfur leikstýrir spennuþátta- röðinni Mannaveiðar sem var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu á dögunum. V-dagurinn verður ekki haldinn hér á landi í ár. Fulltrúar íslensku samtakanna munu hins vegar taka þátt í umfangsmiklum hátíðahöld- um í tilefni af tíu ára afmæli V- dagsins í New Orleans, þar sem stjörnur á borð við Opruh Win- frey, Sölmu Hayek, Jane Fonda og Jessicu Alba munu koma fram. „Við fundum það síðasta sumar að við vorum svolítið komin í þrot með þetta konsept,“ útskýrir Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður V-dagssamtakanna. Stjórn þeirra er skipuð henni sjálfri, Ingibjörgu Stefánsdóttur, Hildi Sverris dóttur, Hlín Helgu Guðlaugsdóttur og Birni Inga Hilmarssyni, en þau hafa starfað fyrir samtökin í sjálf- boðavinnu. „Við vorum sjálf svo- lítið búin á því. Við fórum í smá til- vistarkreppu og vildum kanna hvort það væru hreinlega forsend- ur fyrir því að halda áfram. Við fundum það þá mjög sterkt að fólki fannst það skipta máli að við værum til staðar. Við fengum líka hvatningu frá alþjóðasamtökun- um og urðum alveg tvíefld,“ útskýrir Þórey. Hún heldur til New Orleans í apríl, ásamt Ingibjörgu og Hildi, til að taka þátt í hátíðahöldunum sem fram fara 11. og 12. apríl. Þórey mun taka þátt í pallborð- sumræðum á seinni degi hátíða- haldanna, ásamt öðrum fulltrúm V-dagssamtakanna víðsvegar að úr heiminum. „Ég er mjög spennt fyrir því. Ein þeirra sem verður með í umræðunum er Agnes Par- eyio, sem við höfum fylgst með og dáðst að lengi. Hún hefur byggt athvarf fyrir stelpur í Kenýa sem hafa neitað að vera umskornar og í kjölfarið verið afneitað af fjöl- skyldum sínum,“ útskýrir Þórey. „Við sjáum þetta líka sem tæki- færi til endurbyggingar. Við fáum mikinn innblástur þegar við hitt- um þetta fólk og ætlum að reyna að fá einhverja af þessum stjörn- um til að koma hingað til lands á næsta ári. Þá ætlum við að halda glæsilegan V-dag,“ segir Þórey. Fréttablaðið mun fylgja fulltrúum íslensku V-dagssamtakanna til New Orleans og flytja fréttir af afmælishátíðinni í apríl. - sun Í afmælisveislu V-dagsins í New Orleans GLÆSILEGUR V-DAGUR AÐ ÁRI Þórey Vilhjálmsdóttir segir ferðina til New Orleans, þar sem hún tekur þátt í pall- borðsumræðum, munu veita íslensku V-dagssamtökunum innblástur að glæsilegum V-degi að ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Já, já, við erum báðir keppnis- menn. Höfum oft spilað skvass. En haldið okkur við það,” segir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. Saga af mögnuðu veðmáli milli þeirra Guðmundar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, gengur milli manna. Þeir eru sagðir hafa lagt undir milljónir í arm- beygjukeppni eða nánar til- tekið: Ef Jón Ásgeir vinnur á Guðmundur að vinna launalaust í ár hjá Bónus en ef Guðmundur vinnur fær hann forláta Porsche- bifreið fyrir sigurinn. Fylgir sögunni að Jón Ásgeir sé kominn með sérstakan einkaþjálfara í arm- beygjum til að auka möguleika sína. Hins vegar er ljóst að Jón Ásgeir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því Guðmundur er gamall vaxtar- ræktarkappi, afreks- maður á sínu sviði og í fanta- formi. Þar sem er reykur er eldur. „Já, jahh, þetta var nú sagt í gríni. Ákveðið móment, skemmtilegt móment sem kom upp fyrir ári. En engin alvara á bak við það. Sem sýnir sig í því að enn hefur þessi keppni ekki farið fram,“ segir Guðmundur. Honum finnst skondið að menn skuli sýna einkahúmor þeirra félaganna áhuga. Og gefur ekki mikið fyrir spurninguna hvort ekki hafi verið óðsmannsæði fyrir Jón Ásgeir að ætla sér í hendurnar á honum. „Ég get tekið slatta,“ segir Guðmundur hógvær aðspurður um hversu margar armbeygj- ur hann geti tekið í einum rykk. En bendir á að þeir sem lengra eru komnir taki hundr- að plús með léttum leik. Og nokkuð stór hópur sem leikur sér að því. -jbg Saga af armbeygjukeppni upp á milljónir JÓN ÁSGEIR Ljóst að hann óttast fátt miðað við það að ætla í arm- beygjukeppni við afreksmanninn Guðmund. GUÐMUNDUR MARTEINSSON Segir enga alvöru hafa verið að baki mögnuðu veðmáli milli hans og Jóns Ásgeirs. Litlu mátti muna að tveir af helstu menningarvitum landsins, Silja Aðalsteinsdóttir og Egill Helgason, færu í hart eftir síðustu Kilju. Egill tileinkaði W.H. Auden þáttinn og las þýðingu Ögmundar Bjarnasonar á ljóði Audens um seinni Íslandsheim- sókn hans. Agli láðist hins vegar að geta þess hvar ljóðið hefði birst á prenti og Silja sendi sjónvarpsmanninum smá ádrepu á vefsíðu tímarits Máls og Menningar. Egill var ekki lengi að sjá að sér og skrifaði dulbúna afsökunarbeiðni á bloggi sínu. Jón Viðar Jónsson, þriðji menn- ingarpáfinn, sparar ekki stóru orðin í gagnrýni sinni í DV um leikverkið Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson. Leik- verkið er sýnt á Akureyri og Jón Viðar gefur fjórar stjörnur. Þótt Jón Viðar sé hvað þekktastur fyrir snarpa og oft eitraða gagnrýni er hún víðs fjarri þegar kemur að leikaran- um Davíð Guðbrandssyni. Því Jón Viðar viðurkennir að hafa hugsað til Marlons Brando þegar Davíð birtist á sviðinu. Ekki eru allir jafn hrifnir af glæsibæk- lingi þeim sem Háskólinn í Reykjavík hefur gefið út þar sem segir af sérdeilis öflugu námi sem í boði er fyrir stjórnendur. Eva Þengilsdóttir þróunar- stjóri hjá HR er fyrrum flugfreyja og gekk frá samningi við Icleandair um dreifingu bæklings- ins í farrými Saga Class. Þó námið hljóti að teljast með því flottasta sem sést hefur hér á landi láta flugfreyjur sér fátt um finnast og hafa nefnt við stjórnendur fyrirtækisins, og vísa í samninga, að það sé ekki innan þeirra starfsviðs að dreifa bæklingum af þessu tagi í vélarnar. -fgg/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Tvísýnt er um þátttöku þriggja íslenskra hljómsveita á Midi- tónlistarhátíðinni sem verður haldin í Kína fyrstu vikuna í maí. Ástæðan er hvatningarorð Bjarkar Guðmundsdóttir til Tíbetbúa á tónleikum í landinu á dögunum. „Þetta byrjaði að vera eitthvað vesen eftir það,“ segir Eygló Scheving Sigurðardóttir, söng- kona Vicky Pollard, sem er ein hljómsveitanna þriggja. Hinar eru Hellvar og Motorfly. Ásgeir Guðmundsson, umboðs- maður Vicky Pollard, segir að verið sé að vinna í málinu. „Midi- festivalið hefur alltaf verið bara haldið í Peking en núna stendur til að halda hátíðina bæði í Pek- ing og Sjanghaí. Við áttum að vera með tónleika í Peking 1. og 2. maí og í Sjanghaí 3. og 4. en kínversk stjórnvöld eru að hug- leiða hvort þau ætla að setja ein- hverjar takmarkanir á erlenda listamenn. Ef þau gera það verður ekkert af Sjanghaí- tónleikunum,“ segir Ásgeir, sem veit vel ástæðuna fyrir þessum takmörkunum. „Þær eru út af ummælum erlendra lista- manna í Kína. Það er ekki út af neinu öðru, ég veit það fyrir víst. Það er ekkert leyndarmál.“ Spurður hvort Tíbetsöngur Bjarkar í lag- inu Declare Indep- endence sé ekki höfuðástæðan, segir Ásgeir: „Ég vil ekk- ert tjá mig opinberlega um hverjum það er um að kenna. Fólk getur sagt sér það sjálft.“ Ásgeir vonast til að hnúturinn leysist von bráðar. „Við erum í stöðugu sambandi við okkar tengilið inn í festivalið. Hann biður okkur um að bíða róleg. Allt varðandi vegabréfsáritanir er líka miklu flóknara í ár út af Ólympíuleikunum og það er búið að herða allar reglur um straum fólks til landsins,“ segir hann. Gangi allt að óskum verður ferðin til Kína fyrsta tónleika- ferð Vicky Pollard. „Þetta er svakalega spennandi og gaman að fá að fara á svona stóra hátíð því þetta er stærsta rokkhátíðin sem er haldin í Kína. Þetta er svaka tækifæri fyrir okkur,“ segir hann og bætir við að það yrði hálf- glatað ef ekkert yrði af ævintýrinu. freyr@frettabladid.is EYGLÓ S. SIGURÐARDÓTTIR: ÓVISSA MEÐ TÓNLEIKAFERÐ VICKY POLLARD Kínaferð hljómsveita í upp- námi eftir Tíbetsöng Bjarkar VICKY POLLARD Óvíst er hvort hljómsveitin Vicky Pollard getur tekið þátt í Midi-tón- listarhátíðinni í Kína í maí. BJÖRK Björk Guðmunds- dóttir olli miklu uppnámi í Kína þegar hún sönglaði „Tíbet“ í laginu Declare Indep- endence.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.