Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 70
46 29. mars 2008 LAUGARDAGUR Svo langt sem minnið nær, eins og það er nú marktækt, hafa sviðsetn- ingar hér á landi á verkum leik- skálda austantjaldslandanna flestar verið minnisstæðar. Verkin eftir Mrozek, Havel, Gambrovitz, rúss- nesku nýrri verkin, öll hrærast þau í rými sem er annað en vestan- tjaldsverk eftir stríð. Eðlilega. Menningarástand varð allt annað þar en hérna megin með þjóðum sem upplifðu skipulagt niðurbrot á fornu aðalsveldi og nýrri borgara- stétt, bæði vegna innri átaka og hernáms stórvelda Rússa og Þjóð- verja, og loks undir svokölluðum kommúnískum stjórnum sem víð- ast voru samsettar af harðstjórnar- hópum glæpamanna. Og hræringar austanmegin í Evrópu urðu harka- legri en orð fá lýst: frá Armeníu til Prússlands voru þjóðarhreinsanir á stærri skala en menn kannast nú við. Það voru ekki bara gyðingarnir sem voru hraktir milli landa, drepnir í hrönnum. Leifar Austur- ríska keisaradæmisins voru mark- aðar blóðugum skilum. Serbía er þar einn kapítuli fyrir sig. Hatursfullt samfélag Andrúmið er annað: það er ekki skoðanafrelsi, ekki félagafrelsi, víðtæk spilling grasserar á for- sendum flokksvélar sem hyglar sínum. Harðstjórnin setur mark sitt á öll samskipti og forræðis- hópurinn, valdastéttin, verður sam- safn af grimmu og síngjörnu hyski. Þessi samfélög standa okkar reyndar nær en við höldum í fljótu bragði. Hið sammannlega verður eftir frumsýningu Þjóðleikhússins á nýju serbnesku leikverki, Engi- sprettunum, það minnisstæðasta frá kvöldinu. Nú, og svo hitt að enn getur Þjóðleikhúsið dregið saman leikhóp sem er skör hærra í vinnu en við sjáum víðast hvar annars staðar í íslensku leikhúsi: Arnar Jónsson, Anna Kristín, Friðrik Frið- riksson, Guðrún S. Gísladóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögn- valdsson og Pálmi Gestsson skiluðu á fimmtudagskvöldið vinnu af inn- sæi, fullkomlegu tæknilegu valdi, stilltri stjórn. Þau stigu öll skref út fyrir sinn vanabundna ham, með uppbrettar ermar gerðu þau öll nýtt rými í persónugallerí sitt, köst- uðu klisjunni. Og þó að andrýmið í verkinu væri um margt framandlegt og áhorf- andinn væri um stund að setja sig inn í aðstæður voru það hinar kunn- uglegu nótur sem við heyrðum og þekktum: móðir og dóttir, feður og synir, þörfin eftir viðurkenningu, þráin eftir samlyndi, sem varð stærst í leiknum. Þau voru við. Það var virkilega gaman að sjá. Afbragðsárangur Sumt í þessum leik mætti rata í annála: Arnar í smáu hlutverki grúskara í fornum fræðum, maður- inn sem heldur sögunni til haga, man misgerðirnar. Anna í yndis- legri gamalli tildurrófu sem á hvergi heima nema í gamalli ferða- kistu, Guðrún sem dóttir hennar í geggjuðum ham – það er ekki hægt að lýsa því hvað hún Gunna getur verið makalaus merkileg leikkona og hér tók hún sinn taugaspennta stíl langt út yfir endamörkin sín í óhugnanlegu líkamlegu og andlegu ástandi. Friðrik er orðinn einn sterkasti leikari sinnar kynslóðar og er tæki í vopnabúri Þjóðleikhússins sem verður nú að beita af miklu hyggju- viti. Gunnar átti stakar setningar í einu atriði, en taki menn eftir: sá gamli refur leikur stjarfur, sitj- andi, þögull, langa kafla af stór- kostlegum anda. Það er langt síðan honum hefur tekist jafn vel upp. Hans frammistaða ein réttlætir heimsókn í leikhúsið. En til þess verður áhorfandinn nánast að láta annað sem gerist í þeim atriðum verða að undirleik fyrir leik hans. Hjalti Rögnvaldsson hefur lengi verið vannýttur leikari en rétt eins og Arnar er hann ein af megin- súlunum í hópi eldri karlleikara. Hér er hann síngjarn og spila- sjúkur flokksdindill, stöðugt að reikna út vonlausa möguleika á að hreppa stóra vinninginn. Undir lokin eftirlætur hann eigur sínar nútímalegustu táknmyndinni í verkinu: tildursflóni með harðstjórnar tilhneigingar. Pálmi leikur hér aðra kynslóð yfirstéttar flokksins: honum er nokkur vandi búinn með ýktu fasi í gervi og búningi sem sumpart ofskýra persónuna, gefa meira upp en ástæða er til. Hlutverkið er flókið eins og raunar bæði hlutverk þeirra systkina Dödu og Freda, sem eru önnur kynslóð alin af flokks- manni: spilltustu einstaklingarnir og ógeðfelldust. En Pálmi nær eink- um í síðari hlutanum eftir sitt langa kynningaratriði öruggari tökum á hlutverkinu, bæði sem gestgjafi í veislu verksins og loks sem umhyggjusamur sonur. Þóra Karitas Árnadóttir skilar hér fínni vinnu í sínu fyrsta hlut- verki þótt æskilegra hefði verið að finna í hlutverkið stúlku á tólfta ári. Markviss stjórn Þórhildur Þorleifsdóttir hefur eðli- lega kosið að láta verkið ganga fram á frekar hægum og mildum tónum. Það gefur áhorfanda tæki- færi til að ná áttum, skilja hinn flókna samskiptaheim í helstu geir- um sögupersónanna. Hún verður vegna rýmis á sviði Þjóðleikhúss- ins að nota hringsvið til að koma fyrir nokkrum híbýlum og setur þau í líki einhvers konar hringekju með sterkum svip af skemmtigarði þar sem efst trónir stegluhjólið, gamalt tæki til opinberra pyntinga. Raunar er leikmyndin hrúga af táknum, ruslahaugur sögunnar. Með þessu fyrirkomulagi brotnar niður einangrunartilfinning sem er býsna ráðandi í mörgum atriðum sem gerast í þröngum og afluktum vistarverum en gerir um leið alla jafnháa og tengir þá á sama plani. Sem hefur bæði kosti og galla. Þá sýnist mér hún vísvitandi draga úr grimmd verksins. Gamansemi skilar sér prýðilega innan hófs sem íslenskir leikhús- gestir eru ekki vanir en þó mátti heyra víða á frumsýningarkvöld- inu staka hlátra í bland við skelli- hlátra salarins. Allt útlit sýningar- innar er skrautlegt, glysgjarnt svo jaðrar við smekkleysi, og sundrar um leið nokkuð athygli á megin- atriði í átökum hvers atriðis þar sem þau eru ekki fullskýr. Þetta er ekki skipulagt undanhald frá efnis- atriðum heldur tilraun til að auka fjölbreytileika. Þórhildur hallar sér að fallegum endi, jafnvel fegruðum, en svo endar hver sögu sem vill. Engin sagan, og þær eru nokkrar, verður undir í byggingu leikskálds- ins og Þórhildi tekst meistaralega vel að halda þeim öllum til haga, þó að misvægi sé víða í byggingu verksins. Vandskipað í hlutverk Það eru einkum þrír leikendur í verkinu sem kalla á gagnrýni: Sól- veig Arnarsdóttir hefur mátt skapa sér starfsvettvang að stærstum hluta erlendis þótt hún hafi verið hér að starfi í nokkur ár. Hefur ein- faldlega ekki fengið tækifæri við sitt hæfi. Hún hefur mikla geislun á sviði, sogar að sér athygli, skýr og afdráttarlaus. Líklega of glæsileg kona til að falla að frumhugmynd- inni um hina hversdagslegu alþýðu- konu, Nadesdu, sem er augljóslega boðberi hins nýja í verkinu – eina heilsteypta manneskjan – sem aðstoðar aðra við að líta vel út, hleypidómalaus og sannsögul og verður fyrir bragðið á skjön og stendur út úr – sem Sólveig reynd- ar gerir. Stóru bjórarnir eru í samtölum hennar við Maksim, sjónvarps- mann, tækifærissinnaðan athyglis- sjúkling, sem Eggert Þorleifsson leikur. Þau verða skoplítil og Sól- veig eins og skagar yfir lágstemmd- an og þaulunnin karakterleik Egg- erts sem mér finnst einhvern veginn ekki passa vel í hinn yfir- borðskennda sjónvarpsmann. Þá er Þórunn Lárusdóttir um flest að endur taka sig í hlutverki veður- konunnar Dödu. Þá konu vantar alla þá siðleysisgrimmd sem er grunnþáttur persónunnar, hún verður hættulaus ljóskan sem Þór- unn leikur hér af öryggi en hefur því miður leikið áður í öðrum leik- sýningum. Öll þrjú skila þau galla- lítilli vinnu, en eru eins og ekki alveg á réttum stað: Sólveig of flott, Eggert fullkauðslegur til að vera trúverðug sjónvarpsstjarna og Þór- unn ekki nægilega undirförul. Tilgangi náð Engisprettur er margþætt verk, sem tæpir á stórum spurningum um framferði okkar í víðum skiln- ingi, hugleysi, skeytingarleysi, vonsku í bland við jákvæðari þætti. Verkið spannar vítt svið og sækir í sinni á mörg mið. Verkið er full- komlega sniðið að lagaskyldu um starfsemi Þjóðleikhússins og ætti því í raun að fá forgangsmeðferð í allri kynningu hússins: „Þetta er það sem við eigum að gera og þetta gerum við vel: komið og sjáið.“ Og sviðsetning Þjóðleikhússins ætti að vera stofnuninni sérstakt stolt. En líkast til er hún ekki nógu mikið popp til að Þjóðleikhúsinu þyki við hæfi að hampa henni. Bara sú ráð- stöfun að velja fimmtudagskvöld til frumsýningar á verkinu segir sína sögu. Það er ákaflega misráðið: þegar Þjóðleikhús ræðst í sviðsetn- ingu af þessu kalíberinu á að leggja allt undir – og hér er það gert – líka í kynningu. Það er fyrir sýningar eins og þessa sem við rekum Þjóð- leikhús. Páll Baldvin Baldvinsson Stjörnur á himninum LEIKLIST Engisprettur eftir Biljönu Srbljanovic Þýðing: Davíð Þór Jónsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Tónlist: Giedrius Puskunigis Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir ★★★★★ Aðgengilegt og áleitið verk unnið af alúð og atvinnumennsku. LEIKLIST Sólveig Arnarsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Eggert Þorleifsson, Guðrún S. Gísladóttir og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum í skrautlegum búningum og leikmynd Filippíu og Vytautas. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI Á morgun kl. 16.00 mun Hallgrím- ur Helgason rithöfundur stjórna samræðum á Gljúfrasteini um Íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness. Verkið kom út í þremur hlutum á árunum 1943 til 1945 og sló sterkan hljóm með yfirvofandi sjálfstæði og varð um margt lýsandi lykilverk fyrir sjálfs- skilning þjóðarinnar, ekki síst fyrir leikgerð Lárusar Pálssonar sem var ein af opnunarsýningum Þjóð- leikhússins árið 1950. Hefur verkið margsinnis verið flutt á sviði. Hlutarnir þrír: Íslands- klukkan, Hið ljósa man og Eldur í Kaupinhafn, fjalla hver um sig um eina af aðalpersónum verksins, þau Jón Hreggviðsson, bónda og brotamann á Rein, Snæ- fríði Íslandssól, lögmannsdóttur- ina og mesta kvenkost landsins, og loks safnarann og menntamann- inn Arnas Arnæus. Hallgrímur hefur legið í sögunni í Hrísey og mun kominn suður fjalla vítt og breitt um sögur þessara per- sóna og spyrja, líkt og almennur lesandi, hvort Íslandsklukkan sé góð bók. Eins og alltaf eru allir vel- komnir og aðgangur ókeyp- is. - pbb Íslandsklukkuhjal BÓKMENNTIR Hall- grímur Helgason er einn helsti aðdá- andi Halldórs. Geisladiskurinn með píanó- og kammertónlist Sveinbjörns Sveinbjörnssonar sem kom út hjá Naxos á síðasta ári hlaut frábæra dóma hjá Lance G. Hill, ritstjóra The Classical Music Guide Forums (www.classical- musicguide.com) í janúar. Mælir hann með disknum og telur hann varðveita lítt þekkt listræn verðmæti. Verk Sveinbjörns beri sterk höfundar- einkenni og séu umfram allt hrífandi tónlist sem hafi einstak- lega jákvæð áhrif á hlustandann. Flytjendur eru Nína Margrét Grímsdóttir, píanó, Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, og sellóleik- ararnir Sigurgeir Agnarsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Sveinbjörn fær hrós TÓNLIST Nína Margrét Gríms- dóttir ATH. Í dag er Hjálmar Sveinsson útvarps- maður með þátt sinn Krossgötur á Ríkisútvarpinu – rás 1 kl. 13. Hjálmar heldur úti merkilegum og fjölbreytilegum þætti þar sem hann af skarpleika kallar til áhugaverða viðmælendur og spyr þá vel undir búinn spjörunum úr og fær alltaf gild svör. FIMMTUD. 27. MARS KL. 20 TÍMAMÓT - GUÐNÝ GUÐMUNDS- DÓTTIR ÁSAMT FYRRVERANDI OG NÚVERANDI NEMENDUM O.FL. KONSERTMEISTARI 60 ÁRA! FÖSTUD. 28. MARS KL. 20 OG LAUG. 29. MARS KL. 16 OG KL. 20 SÖKNUÐUR - TÓNLEIKAR Í MINNINGU VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR. UPPSELT! SUNNUD. 6. APRÍL KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR OG HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR. FRUMRAUN Í TÍBRÁ! 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april menning@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.