Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 18
 29. mars 2008 LAUGARDAGUR H ann vinnur mjög mikið, en utan vinnunnar hefur hann áhuga á flestum hlutum,“ segir Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir um eiginmanninn Vilhjálm Egilsson, framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnu- lífsins. Vilhjálmur hefur vakið athygli fyrir vinnu sína hjá Samtökum atvinnulífsins að undanförnu, bæði vegna gerðar nýrra kjarasamn- inga í síðasta mánuði og ekki síður fyrir gagn- rýni á peningamála- stefnu Seðlabanka Íslands. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að Vil- hjálmur væri með greindustu mönnum og hefði gott lag á mann- legum samskiptum. „Villi er þannig að hann getur átt samskipti við alla,“ segir Þór Whiteh- ead, sagnfræðingur og vinur Vilhjálms til fjölda ára. „Hann gerir engan mannamun. Það er ekki til í honum neinn hroki eða gorgeir. Hann er svo hreinn og beinn alltaf, og laus við allt undirferli,“ segir Þór. „Hann er fljótur að átta sig á aðalatriðum máls og fljótur að koma hugsunum sínum í orð. Þess vegna er hann líka mjög góður í að leysa vandamál, einfaldlega af því að hann er fljótur að setja sig inn í málin og finna sameiginlegan flöt,“ segir Birgir Ármannsson, vinur og fyrrverandi samstarfs- félagi Vilhjálms. Hann segir að fyrst og fremst sé Vilhjálmur vinnusam- ur og afkastamikill, vilji nýta tíma sinn vel og komist yfir að gera meira en flestir aðrir. „Það er synd og skömm að hann hafi aldrei fengið ráðherra- stól því ég þekki fáa menn sem hefðu verið jafn vel til þess fallnir og hann,“ segir Þór. Þó að honum þyki missir að Vilhjálmi úr stjórnmál- um segir Þór það vera gott að Vilhjálmur skyldi hefja störf hjá Samtökum atvinnulífs- ins. „Ég held að hann hafi verið réttur maður á réttum stað og það sé alveg sérstök gæfa fyrir samfélagið að hafa hann á þessum stað.“ Að sögn Þórs gefst Vilhjálmur aldrei upp þótt á móti blási. „Hann er fæddur bjartsýnismaður, raunsær bjartsýnis- maður.“ Vilhjálmur þykir einnig skemmtilegur og fjölhæfur. „Hann hefur prýðilegan húmor og er sannur Skagfirðingur því hann kann að skemmta sér vel,“ segir Þór. „Hann er léttur og þægilegur í umgengni, og er alveg í essinu sínu þegar menn koma saman til að skemmta sér og syngja eða annað,“ segir Birgir. Vilhjálmur hefur mikinn áhuga á tónlist. Þá er tónlist Bítlanna og Rolling Stones sérstaklega nefnd, auk annarrar tónlistar frá þeim tíma. „Hann kann alla texta og nýtur sín best þegar hann hefur forsöng í einhverju Rolling Stones-lagi,“ segir Birgir. Hann þykir þó ekki alveg eins lagviss og hann er góður með texta, en viðmælendur eru sammála um að söngurinn komi frá hjartanu. „Vilhjálmur er fjölhæfur og fylgist vel með öllu í kringum sig. Hann les mikið og er fróður um marga hluti, til dæmis á sviði menningar og lista. Menn gleyma því oft að hann var formaður stjórnar Kvikmynda- sjóðs í mörg ár. Þar kom fram einlægur áhugi hans á menn- ingarlífinu,“ segir Birgir. Þá nefnir Ragnhildur kona Vilhjálms að hann sé í fótbolta og fylgist vel með og hafi mikinn áhuga á íþróttum. „Við höfum líka mjög gaman af því að ferðast. Við erum svo heppin að okkur hefur oft tekist að gera skemmtilega hluti, fara á skemmti- lega staði og prófa eitthvað nýtt. Vilhjálmur er mjög opinn fyrir því að prófa, læra og kynna sér nýja hluti,“ segir Ragnhildur og bætir við að þau hjón séu nýkomin úr páskafríi þar sem þau keyrðu um Tyrkland. „Hann hefur mjög gaman af ferðalögum og er duglegur að kynna sér og lesa sér til um þau lönd sem hann heimsækir,“ segir Birgir. „Hann er ekki einn af þeim sem hafa látið vinnuna gleypa sig, þó að vinnutíminn hafi oft verið langur,“ segir hann. Vilhjálmur er líka mikill fjölskyldu- maður og fjölskyldan er dugleg að fara í sumarbústað sinn. „Okkur þykir einfaldlega gaman að vera úti í náttúrunni og njóta kyrrðar- stunda og góðra stunda með vinum og kunningjum.“ MAÐUR VIKUNNAR Fjölhæfur, skarpgreindur og raunsær bjartsýnismaður VILHJÁLMUR EGILSSON ÆVIÁGRIP Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, fæddist á Sauðárkróki 18. desember 1952. Hann er elstur af fjórum börnum þeirra Egils Bjarnasonar ráðunauts og Öldu Vilhjálmsdóttur verkstjóra. Vilhjálmur ólst upp á Sauðárkróki en fór til Akureyrar í menntaskóla og útskrif- aðist úr Menntaskólanum á Akureyri árið 1972. Þaðan fór hann í Háskóla Íslands og útskrifaðist úr viðskiptafræði árið 1977. Hann lauk mastersnámi í hagfræði frá Háskólanum í Suður-Kaliforníu árið 1980 og svo doktorsprófi frá sama háskóla tveimur árum síðar. Hann giftist Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur skáldi árið 1974 og eiga þau fjögur börn; Önnu Katrínu, Bjarna Jóhann, Ófeig Pál og Ragnhildi Öldu. Vilhjálmur hóf störf sem hagfræðingur Vinnuveitenda- sambands Íslands að námi loknu. Þar starfaði hann til ársins 1987, en þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands. Hann var þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í tólf ár, frá árinu 1991. Árið 2003 hætti Vilhjálmur bæði á þingi og sem framkvæmdastjóri Verslunarráðs. Hann var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu árin 2004 til 2006, en tók svo við stöðu framkvæmdastjóra hjá Samtökum atvinnulífsins í ársbyrjun 2006. Vilhjálmur hefur að auki starfað í ýmsum nefndum og ráðum, til dæmis í þingmannanefndum EFTA og EES, Verð- lagsráði og í Íslensk-ameríska félaginu. Hann var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árin 1985 til 1987 og formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs í níu ár, frá 1994 til 2003, svo fátt eitt sé nefnt. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Vilhjálmur hefur, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. Hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi peningastefnu Seðla- bankans og sagði í síðustu viku að bankinn væri kominn í sjálfheldu með stefnu sína. HVAÐ SEGIR HANN? „Vaxtahækkunin er algjörlega í samræmi við stefnu bank- ans en ég tel að stefnan sem slík sé röng. Ég tel að hún sé á algjörum villigötum og Seðlabankinn sé kominn í algjöra sjálfheldu með þessa vaxtastefnu sína, hann fari bara eftir einstefnugötu og sé að fara nokkrum skrefum lengra inn þessa einstefnugötu – og svo kemst hann ekkert áfram.“ VISSIR ÞÚ ... Að Vilhjálmur lagði fjórum sinnum fram frumvarp á Alþingi þess efnis að tekinn yrði upp sumartími að evrópskum sið á Íslandi, og klukkan færð fram um eina klukkustund frá og með síðasta sunnudegi í mars og fram til síðasta sunnu- dags í október. Þannig var talið að almenningur hefði meiri möguleika á því að njóta sólar og góðviðrisdaga á sumrin. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.