Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 78
54 29. mars 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts, hefur loksins skrifað undir samning við félagið en Eggert Gunnþór og umboðs- maður hans, Ólafur Garðarsson, höfðu verið tregir til að skrifa undir langtímasamning. Samning- urinn er hins vegar til fjögurra og hálfs árs og Eggert Gunnþór ítrekaði í viðtali á opinberri heimasíðu Hearts að hann hefði aldrei viljað yfirgefa félagið. „Ég er mjög ánægður með að samningsmálin séu komin á hreint þar sem ég ætlaði mér alltaf að vera áfram hjá Hearts. Ég hlakka mjög til þess að takast á við þær áskoranir sem eru fram undan hjá Hearts og ég hef mikinn metnað til þess að bæta mig sem leikmaður,“ sagði Eggert Gunnþór. - óþ Eggert Gunnþór Jónsson: Samdi við Hearts til 2012 EFNILEGUR Eggert Gunnþór hefur skotist upp á stjörnuhimininn hjá Hearts og er hér í báráttu við Barry Ferguson í leik á dögunum. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Ágúst Þór Jóhannsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu til næstu þriggja ára. Hann þjálfar kvennalið Vals sem stendur en lætur af því starfi í sumar. „Þetta verkefni leggst mjög vel í mig. Það er komið nýtt karlaráð hjá félaginu og stefnt að því að blása nýju lífi í karlaliðið. Stefnan er að vera komin með gott lið aftur eftir tvö ár,“ sagði Ágúst. - hbg Ágúst Þór Jóhannsson: Fer til Gróttu > Hnefarnir látnir tala í kvöld Íslandsmót í hnefaleikum fer fram í Hnefaleikahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Fyrir þá sem þekkja ekki alveg til er þetta gamla sundhöllin á Framnesvegi. Íslandsmótið er hápunktur vetrarins hjá hnefaleikamönnum og munu allir bestu og efnilegustu boxarar landsins skiptast á höggum og rothöggum. Væntanlega verða átta lokaviðureignir um Íslandmeistaratitilinn. Eftir Íslandsmótið verður einnig útnefndur besti boxari Íslandsmótsins og hlýtur hann Bensabikarinn, sem er farandbikar sem tileinkaður er minningu Bene- dikts Oddssonar, fyrrverandi félaga í Hnefaleikafélagi Reykjaness. Miðaverð er 1.000 krónur og eru miðar seldir við innganginn. Friðrik Stefánsson, miðherji Njarðvíkinga, verður eins og kunnugt er ekki með sínu liði í úrslitakeppninni vegna hjartatruflana og þurfa því Njarðvíkingar að spila sína fyrstu úrslitakeppni án hans í heilan áratug. Friðrik missti reyndar af leikjum í Powerade- bikarnum í haust en var með frá fyrsta leik í Iceland Express-deildinni og hefur spilað síðustu 195 leiki Njarðvíkinga í deild og úrslita- keppni. Friðrik missti síðast af leik á Íslandsmóti 14. október 2001. „Mér líst alveg ágætlega á þennan leik eða allt nema að ég sé ekki að spila með. Þetta er náttúrulega mikið áfall en ljósið í myrkrinu er að núna vita þeir hvað er að mér. Ég hélt samt að þetta myndi vera allt í lagi hjá mér í vetur en það var ekki alveg rétt hjá mér. Ég er á leiðinni í aðgerð og er kominn á biðlista. Framhaldið verður síðan bara að koma í ljós.“ Um leikinn við Snæfell í dag segir Friðrik: „Þetta einvígi mun snúast mest um það hvernig bakverðirnir okkar ætla að spila úr þessu,“ segir Friðrik. „Ég hef fundið fyrir veikindunum en það var agalegt að fá þetta kast á móti Grindavík,“ segir Friðrik sem var með öran púls og hjartslátt upp í 150 slög á mínútu í hvíld. „Ég festist með hjartað í örum slætti og var með það þannig í einhverja sex daga. Svo var maður bara lagður inn og stuðaður í gang,“ segir Friðrik af ótrúlegri yfirvegun. „Ég hef spilað í gegnum alveg heilan helling af meiðslum og veikindum og það þurfti eitthvað svona til þess að stoppa mig.“ Friðrik hefur alls leikið 278 leiki á Íslandsmóti síðan hann gekk til liðs við Njarðvík sumarið 1998 og hefur Njarðvík- urliðið unnið 197 af þessum leikjum (70,9 prósent). Frá árinu 1998 hefur Friðrik aðeins misst af 13 leikjum, þar af 11 þeirra þegar hann spilaði í finnsku deildinni fyrri hluta tímabilsins 2000-01. Njarðvík hefur unnið 10 af þessum 13 leikjum (76,9 prósent). „Ég veit ekki hvort ég verð á bekknum. Ætli ég feli mig ekki bara uppi í sumarbústað til þess að komast í gegn- um þetta,“ sagði Friðrik í léttum tón. FRIÐRIK STEFÁNSSON MIÐHERJI NJARÐVÍKUR: BÚINN AÐ SPILA 195 LEIKI MEÐ NJARÐVÍK Í RÖÐ Á ÍSLANDSMÓTI Eitthvað svona þurfti til þess að stoppa mig KÖRFUBOLTI Keflavík rúllaði yfir Þór frá Akureyri, 105-79, í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express- deildarinnar. Keflavík hóf leikinn af krafti og gerði nánast út um leikinn í fyrsta leikhluta. Keflavík skoraði 9 þriggja stiga körfur í leikhlutan- um þar sem BA Walker og Magnús Þór Gunnarsson fóru á kostum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur hvor. Keflavík var 17 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 37-20, og þrátt fyrir að slaka örlítið á í öðrum leikhluta munaði 21 stigi þegar hálfleiksflautið gall, 61-40. Síðari hálfleikur var aldrei spennandi frekar en sá fyrri. Keflavík hélt áfram að auka for- skotið sem var komið í 26 stig þegar einum leikhluta var ólokið, 86-60. Eftir því sem leið á leikinn fengu minni spámenn að spreyta sig og fengu lykilmenn í liði Keflavíkur góða hvíld í leiknum. Liðin skor- uðu hvort um sig 19 stig í fjórða leikhluta og lauk leiknum því 105- 79. Keflavík freistaði þess að ná að skora sína tuttugustu þriggja stiga körfu í leiknum undir lokin en það tókst ekki og liðið endaði því með 19 þriggja stiga körfur, 15 fleiri en andstæðingurinn að norðan. Magnús Þór Gunnarsson skor- aði 22 stig fyrir Keflavík á aðeins 26 mínútum en hann hitti úr 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Magnús sagði sig og sitt lið hafa verið ákveðið í að keyra yfir Þór frá fyrstu mínútu. „Við mættum ákveðnir til leiks og sýndum hvernig við ætlum að spila í úrslitakeppninni. Það vita allir að við getum þetta. Við vorum á heimavelli og það var mikilvægt að vinna fyrsta leik. Þeir voru ekki að spila eins vel og þeir geta en það spilar enginn betur en andstæðingurinn leyfir. Við erum tilbúnir eins og fólk sér,“ sagði Magnús sem er ákveðinn í að sækja annan sigur í öðrum leiknum fyrir norðan. - gmi Keflvíkingar efndu til skotkeppni í fyrsta leik úrslitakeppninnar: Þórsarar skotnir í kaf í Keflavík Í ÁTT AÐ KÖRFU Arnar Freyr Jónsson keyrir hér í átt að körfu Þórsara í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR KEFLAVÍK-ÞÓR 105-79 Stig Keflavíkur: Magnús Gunnars- son 22, Bobby Walker 22, Tommy Johnson 15, Anthony Susnjara 12, Arnar Freyr Jónsson 11, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Jóhannsson 5, Sigurður Þorsteinsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 2, Jón Jónsson 2. Stig Þórs: Cedric Isom 24, Robert Reed 14 (9 frák.), Óðinn Ásgeirsson 10, Magnús Helgason 8, Luka Marolt 8, Þorsteinn Gunnlaugsson 6, Birkir Heimisson 5, Bjarki Oddsson 2, Jón Kristjánsson 2. KÖRFUBOLTI Grindvíkingar sýndu á sér tvær hliðar eins og svo oft áður í 106-95 sigri á Skallagrími í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslit- um Iceland Express-deildar karla. Grindavík setti á svið skotsýningu í öðrum leikhluta og náði mest 24 stiga forskoti í fyrri hálfleik en frábær barátta Skallagrímsmanna kom muninum niður í þrjú stig í byrjun fjórða leikhluta áður en Grindavíkurliðið vaknaði af værum blundi og kláraði leikinn. „Við áttum frábæran fyrri hálf- leik en svo fórum við í pakkann sem að reyna að verja eitthvert forskot sem kann ekki góðri lukku að stýra fyrir okkur. Ef við förum niður á hælana og verðum kæru- lausir þá erum við með verri liðum landsins en þegar við erum á tánum þá erum við með betri lið- unum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, og hann vill sjá meira til liðsins í næsta leik. Friðrik var ánægður með nýja Bandaríkjamanninn, Jaamal Willi- ams, þótt hann hefði verið rólegur og í villuvandræðum fram eftir leik. „Þegar skytturnar okkar kom- ast í sinn þriggja stiga gír þá leyf- um við þeim bara að rasa út en engu að síður þegar leikurinn var kominn í óefni þá getum við sent boltann inn á hann sem skorar í 8 af hverjum 10 skiptum enda alveg framúrskarandi góður sóknar- leikmaður,“ sagði Friðrik um Williams sem endaði með 14 stig á 27 mínútum. Helgi Jónas Guðfinnsson átti mjög góða innkomu og endaði leik- inn með 13 stig og 7 stoðsendingar á 25 mínútum. „Ég var að vona að hann væri klár fyrir úrslitakeppn- ina og hann sýndi það í kvöld að hann er klár,“ sagði Friðrik um Helga Jónas. Páll Axel Vilbergsson var sjóð- heitur framan af leik. „Þessi seinni hálfleikur er kannski pínu viðvör- un til okkar. Ég er langt frá því að vera sáttur með hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik og misstum niður gott forskot með einhverju kæruleysi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist í vetur og við þurfum að laga þetta,“ segir Páll Axel Vilbergsson, fyrir- liði Grindavíkur, „Þessi fyrsta umferð er bara stórhættuleg. Ég var skíthræddur fyrir þennan leik því það má ekkert gerast í þessari fyrstu umferð. Við förum í Borg- arnes til að vinna og ég ætla ekki að hugsa neitt lengra en það,“ sagði Páll Axel. „Þegar þú lendir 25 stigum undir á móti góðu liði þá kemur þú aldrei til baka eftir það og við verðum að átta okkur á því að við megum ekki grafa okkur svona djúpa holu. Við gerðum mjög vel í að ná þessu niður í þrjú stig og við vitum að það þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram,“ sagði Ken Webb, þjálfari Skallagríms, sem var ekkert svo svakalega óánægður með vörnina í fyrri hálfleik. „Við getum spilað betri vörn en þeir voru að setja niður ótrúlegustu skot,“ sagði Webb og hrósaði sérstaklega Páli Axel Vil- bergssyni sem setti niður 14 af 23 skotum sínum í fyrri hálfleik. ooj@frettabladid.is Var skíthræddur fyrir þennan leik Páll Axel Vilbergsson og félagar í Grindavík eru komnir í 1-0 gegn Skallagrími en voru nærri búnir að missa niður 24 stiga forskot í gær. Páll Axel setti á svið skotsýningu í síðari hálfleik er hann fór á kostum. EKKERT GEFIÐ EFTIR Það var hart tekist á þegar Skallagrímur sótti Grindavík heim í Röstina í gær. Adama Darboe hjá Grindavík reynir hér að komast áfram gegn leik- mönnum Skallagríms. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GRINDAV.-SKALLAGR. 106-95 Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergs- son 36, Adama Darboe 17 (11 stoðs.), Jamaal Williams 14, Helgi Jónas Guðfinnsson 13, Páll Kristinsson 8, Igor Beljanski 4. Stig Skallagríms: Darrel Flake 29 (13 frák.), Milojica Zekovic 21, Axel Kárason 12, Allan Fall 10, Pétur Sigurðsson 8, Áskell Jónsson 7, Pálmi Sævarsson 4, Florian Miftari 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.