Fréttablaðið - 01.04.2008, Side 1

Fréttablaðið - 01.04.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl 2008 — 88. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Aðalsteinn Bernharðsson lögreglumaður er í góðu formi og segist verða alveg ómögulegur ef hann missir úr æfingu. Aðalsteinn þarf að vera í góðu formi vegna vinnu sinnar í lögreglunni en einnig þjálf Lögreglu kól Aðalsteinn segir það enga afsökun þegar fólk ber fyrir sig að hafa ekki tíma fyrir íþróttir. Fimmtán til tuttugu mínútur á dag séu alveg nóg til að halda sér í ágætis formi og einungis þurfi að skipul vel. Æfir líka á nóttunni Aðalsteinn tekur vel á því í ræktinni fimm daga vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vorráðstefna Miðstöðvar mæðraverndar verður haldin 18. apríl næstkomandi á Hilton Nordica Reykjavík. Fjallað verður um konur í yfirþyngd á með-göngu og rætt um mataræði, hreyf-ingu, áhættuþætti og fleira. Skráning er á www.islands-fundir.is. Ljósabekkjum hefur fækkað töluvert hér á landi síðan árið 2005 samkvæmt könnun á vegum Geislavarna ríkisins og Umhverf- isstofnunar. Samkvæmt könnun-inni eru alls 196 bekkir á land-inu núna en þeir voru 277 árið 2005. Fræðslubanki um vítamín og steinefni hefur verið opnaður á netinu á vegum Lýðheilsustöðvar og Matvælastofnunar. Í bankanum eru upplýsingar um þessi efni og hvernig hægt er að uppfylla þörf líkamans fyrir þau með fjölbreyttu fæði. Sjá www.lyd-heilsustod.is/vitamin. ALLTAF BESTA VERÐIÐ VEÐRIÐ Í DAG AÐALSTEINN BERNHARÐSSON Korter á dag nóg til að halda sér í formi heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Tímamót hjá lífeyrisþegum Í dag eru fyrstu skrefin stigin í þá átt að að bæta hag lífeyrisþega og einfalda almannatryggingakerfið, skrifar Jóhanna Sigurðardóttir. UMRÆÐAN 16 Mæðravernd í Níkaragva Þróunarsamvinnu stofn- un Íslands hefur staðið fyrir byggingu mæðra- húsa í Níkaragva og var hið fimmta opnað á dögunum. TÍMAMÓT 18 VERKTAKAR Réttindi og skyldur verktaka Sérblað um verktaka FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Verum í sambandi Farsímasambandi hefur verið komið á við Hótel Bjarkarlund, þar sem tökur á Dagvakt- inni hefjast hvað úr hverju. FÓLK 30 RÖGNVALDUR HVANNDAL Hneyksla húsmæður í Vesturbænum Upptökum á fimmtu plötu Hvanndalsbræðra að ljúka FÓLK 24 verktakarÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 Árni Jóhannsson hjá SIBetra að menn tryggi sig gegn óvönduðum vinnubrögðum. BLS. 4 í Bankastræti kl. 11 Ókeypis áfylling á bílinn í dag ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 02 96 0 4/ 08 FASTEIGNIR Velta á fasteigna- markaði hefur verið um 25 millj- örðum minni það sem af er þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Veltan hefur verið rúmlega 37 milljarðar á þessu ári en hún var rúmlega 62 milljarðar á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra. Samtals var 1.110 kaupsamn- ingum þinglýst á fyrstu þremur mánuðum ársins en 2.143 á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra. „Það eru miklir óvissu- tímar í efnahagsmálum og ljóst að erfitt er að spá um þróun mála. Líklegt má þó telja að fast- eignaverð muni lækka en það er erfitt að segja hversu mikið,“ segir Oddgeir Ágúst Ottesen, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Ásdís Kristjánsdóttir, hjá grein- ingardeild Kaupþings, segir kóln- unina vera mikla en hún sé í takt við það sem gert var ráð fyrir í hagspá bankans frá því í febrúar. Í sama streng taka Hörður Garðars- son hjá greiningardeild Glitnis og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans. Deildirnar gera allar ráð fyrir að verð á fasteignum muni lækka að nafnvirði á þessu ári, Kaupþing um tvö til þrjú prósent, Lands- bankinn um allt að fimm prósent og Glitnir um þrjú prósent. Deildirnar gera allar ráð fyrir því að munur á fasteignaverði milli hverfa og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu muni aukast; það verði hærra á stöðum þar sem eftirspurn er tiltölulega stöðug en lækka, jafnvel skarplega, þar sem eftirspurnin er lítil en framboðið mikið. Fasteignamat ríkisins hefur ekki tekið saman hvernig fast- eignaverð hefur þróast milli sveit- arfélaga og hverfa. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir „frost“ ríkja á fasteignamarkaðn- um og það geti haft alvarlegar afleiðingar. „Stjórnvöld hafa sagst ætla að fella niður stimpilgjaldið og eftir því bíða fjölmargir kaup- endur. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef algjör doði ríkir í langan tíma á markaðnum. Það er líka óábyrgt af hálfu stjórnvalda að stuðla að því að gera ástandið verra en það gæti verið, með því að segjast ætla að fella niður gjöld en tímasetja það ekki nánar.“ - mh Fasteignaviðskiptin 25 milljörðum minni Fasteignamarkaðurinn hefur snöggkólnað á fyrstu þremur mánuðum ársins. Greiningardeildirnar gera ráð fyrir allt að fimm prósenta lækkun á fasteigna- verði að nafnvirði á árinu. Óvissan mikil, segir aðjúnkt í viðskiptafræði. VÍÐA BJART VEÐUR Í dag verður norðaustan 10-18 úti við suðaustur- ströndina annars 5-10. Stöku él norðaustan og austan til annars víða bjart veður, einkum sunnan og vestan til. Hiti breytist lítið. VEÐUR 4 0 -1 0 33 HÖFUNDARRÉTTUR „Hann sendi mér póst þessi strákur. Baðst afsökunar á að hafa stolið brandaranum mínum. Og spurði hvort ég gæti reddað honum úr þessari klípu,“ segir Hugleikur Dagsson, rithöfundur og teiknari. Fyrir skömmu barst Hugleiki sem sagt tölvupóstur þar sem nemandi við California Polytechnic State University sagði sínar farir ekki sléttar. Hann hafði freistast til að endurteikna brandara úr bókinni Should You Be Laughing at this?, fyrstu bók Hugleiks, og birta í skólablaðinu sem sinn. Upp komst um verknaðinn og skólayfirvöld vísuðu honum umsvifalaust úr skólanum. „Þarna eru vissulega önnur viðhorf en hér eru,“ segir Hugleikur. - jbg/sjá síðu 30 Dýrkeypt grín: Rekinn fyrir ritstuld MÓTMÆLI Þeir Jón Karl Einarsson og Atli Óskar Fjalarsson mótmæltu hækkun bensínverðs með því að þrengja að umferð á Langholtsvegi í gær. „Hækkunin fer ekkert framhjá okkur því ég er á vespu og hann Jón er með æfingaleyfi á bíl,“ segir Atli Óskar. „Við ætluðum fyrst að stoppa umferð en létum svo nægja að vera á hálfri akrein svo fólk þurfti að sveigja fram hjá okkur. Lögreglan kom og var með einhvern skæting og við viljum ekki komast í kast við lögin. Við gerum þá kannski eins og Helgi Hóseasson og stöndum á gang- stéttinni.“ Helgi var einmitt hinumegin við götuna með sín reglulegu mótmæli og segir Atli að hann hafi tekið félagsskap þeirra vel. - jse Ungir piltar á Langholtsvegi: Mótmæltu háu bensínverði HUGLEIKUR DAGSSON MÓTMÆLI Á LANGHOLTSVEGI Menn láta heyra í sér við Langholtsveg en þar voru tvenn mótmæli í gær á einum gatnamótum. Helgi Hóseasson var þar öðrum megin en ungir piltar sem mótmæltu hækkun bensínverðs hinum megin. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Háspenna í körfunni Snæfellingar mokuðu Njarðvík- ingum út úr úrslita- keppninni. ÍÞRÓTTIR 26 NEYTENDAMÁL „Okkur finnst tíma- bært að almenningur átti sig betur á því hversu stóran hlut ríkið hrifs- ar til sín,“ segir Stefán Karl Segatta, framkvæmdastjóri neytendasviðs Skeljungs. Milli klukkan hálfátta og hálftíu í dag verður bensínlítrinn seldur á 107,20 krónur og dísilolía á 117,40 krónur hjá Skeljungi við Bústaða- veg, sem samsvarar því að ekki séu greidd eldneytisgjald í ríkissjóð heldur aðeins virðisaukaskattur. Fullt sjálfsafgreiðsluverð með olíu- gjaldinu er 149,40 fyrir bensín og 158,40 krónur fyrir olíuna. „Skeljungur mun að sjálfsögðu greiða gjöldin eftir sem áður og tekur því á sig þann kostnað sem lækkuninni fylgir. Því miður höfum við ekki bolmagn til að bjóða þetta lengur en í tvo tíma en allir sem koma í röðina fyrir hálftíu fá afgreiðslu,“ segir Stefán Karl. Mikill þrýstingur hefur verið á ríkisstjórnina að lækka olíu- og bensíngjald vegna hækkandi olíu- verðs ytra og gengisfalls íslensku krónunnar. „Olíufélögin eru tilneydd að hækka sitt útsöluverð í takt við hækkandi heimsmarkaðsverð en ríkið hins vegar getur vel lagt sitt af mörkum með því að draga úr þessari skattpíningu,“ segir Stefán Karl. - gar/jse Skeljungur lækkar verð á bensíni og dísilolíu sem nemur olíugjaldi: Bensínlítrinn á 107,20 krónur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.