Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 01.04.2008, Qupperneq 6
6 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Vörur að andvirði um 32 milljarða króna voru fluttar til landsins í febrúar, en á sama tíma voru fluttar út vörur fyrir 19,5 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuður var því neikvæður um 12,5 milljarða króna. Þetta er ríflega tvöfalt hærri upphæð en í febrúar í fyrra, þegar vöruskiptajöfnuður var óhagstæður upp á 5,5 milljarða króna á sama gengi, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands. Fyrstu tvo mánuði ársins var verðmæti útflutnings 8,9 millj- örðum króna minna en á sama tíma í fyrra, á sama gengi. Það nemur um sautján prósentum. - bj Vöruskiptajöfnuður í febrúar: Tvöfalt óhag- stæðari en 2007 SAMDRÁTTUR Um 7,6 prósentum minni verðmæti fengust fyrir útfluttar sjávarafurðir fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. HEILBRIGÐISMÁL Fóstureyðingum fjölgaði lítillega á árinu 2006 samanborið við tvö árin þar á undan. Fram kemur í Fréttabréfi landlæknis að þrátt fyrir þetta hafi fóstureyðingum fækkað sé miðað við hverja 1.000 lifandi fædda. Alls voru 894 fóstureyð- ingar framkvæmdar árið 2006. - bj Fóstureyðingum fjölgar lítið: Um 900 fóstr- um eytt 2006 ÍRAK, AP Hið svokallaða „græna svæði“ í Bagdad, höfuðborg Íraks, varð fyrir eldflaugaárás í gær, en engan sakaði. Hryðju- verkamenn hafa undanfarið herjað á svæðið, sem hýsir sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands auk stjórnsýslubygg- inga írösku ríkisstjórnarinnar. Skærum í borginni Basra lauk að mestu í gær, en fyrir viku hóf íraski herinn áhlaup gegn hersveitum sjíaklerksins Muqtada al-Sadr. Á sunnudag fyrirskipaði al-Sadr hersveitum sínum að leggja niður vopn. Yfirmenn íraska hersins segja að aðgerðum ljúki á næstunni. - sgj Eldflaugaárás í Bagdad: Enn ráðist á „græna svæðið“ HEFST Á FÖSTUDAG KL. 21.00 Á SKJÁEINUM Spennandi starf inni í blaðinu. ALÞINGI Styrking krónunnar og gengishækkun hlutabréfa í gær bendir til þess að botninum sé náð, að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Rætt var um efnahagsmál á Alþingi í gær að beiðni Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins. Guðni sagðist í ræðu sinni kjósa að tala um raunhæfar leiðir til lausnar fremur en að hafa allt á hornum sér. Kvaðst hann jafnframt óttast að ríkisstjórnin ætlaði að láta reka á reiðanum og almenningur og launafólk borgaði brúsann. „Lausatök ríkisstjórnarinnar blasa við, forsendur fjárlaga eru brostnar,“ sagði Guðni og lagði til aðgerðir í efnahagsmálum sem hann vonaðist til að sátt mætti nást um. Geir H. Haarde rakti aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum og áhrif þeirra á íslenskt efnahagskerfi. Sagði hann ánægjulegt að krónan og hlutabréfamarkaðurinn hefðu styrkst í gær - á fyrsta viðskiptadegi eftir ársfund Seðlabankans. „Það bendir til þess að botninum í þessum efnum séð náð.“ Geir sagði fáránlegt að segja stjórnvöld ekki aðhafast neitt, ýmislegt væri gert þó ekki væru um það upphrópanir í fjölmiðlum. Sagði hann jafnframt að margt væri í undirbúningi á vettvangi ríkisstjórnar og Seðlabanka sem ekki væri hægt að greina frá fyrirfram. Um leið og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, fagnaði að á vettvangi ríkisstjórnarinnar væri unnið að tillögum sem flokkur hans hefði kynnt fyrir nokkrum vikum lagði hann til að Samfylkingin fjallaði ekki um efnahagsmál í um það bil hálft ár. Slíkt gæti haft jákvæð áhrif á efnahagsástandið í för með sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, sagði Steingrím skorta trúverðugleika; mikilvægt væri að snúa bökum saman í að verja heimilin í landinu og standa vörð um bankana. Sagði hún ákveðið að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans, líkt og hún gat um í ræðu á flokksráðsfundi á sunnudag. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði mikilvægt að verja krónuna en um leið að lækka verðbólgu og treysta störf. Mælti hann fyrir lækkun álaga á olíu og bensín, lækkun skatta á vöruflutningum og tolla og vörugjalda á matvöru. bjorn@frettabladid.is Útlit fyrir að botni þrenginga sé náð Formaður Framsóknarflokksins kallar eftir þjóðarsátt um aðgerðir gegn efna- hagsvandanum. Formaður VG telur jákvætt fyrir ástandið að Samfylkingin tjái sig ekki um það. Forsætisráðherra segir útlit fyrir að botninum sé náð. LAUSNIR FREMUR EN REIÐILESTUR Guðni Ágústsson segir for- sendur fjárlaga brostnar og vonast til að sátt náist um tillögur Framsóknarflokksins um aðgerðir í efnahagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞINGI Framsóknarflokkurinn hefur kynnt tillögur að aðgerð- um til að bregðast við vanda efnahagslífsins. Meðal annars vill flokkurinn að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði efldur með erlendum lántökum upp á allt að 500 millj- arða króna. Framsóknarmenn vilja að Íbúðalánasjóður taki yfir fast- eignalán banka undir tilteknum fjárhæðarmörkum og lengi í lán- unum. Þannig verði, með félags- legum hætti, komið að vanda tekjulægra fólks. Einnig vilja þeir afnema tengingu lána við brunabótamat og rýmka heimildir til hámarkslána. Í tillögunum er líka gert ráð fyrir lækkun álaga á eldsneyti, niðurfellingu virðisaukaskatts á matvæli og niðurfellingu stimpil- gjalda. - bþs Framsóknarmenn leggja til aðgerðir vegna aðstæðna í efnahagslífinu: Tekið verði 500 milljarða lán ÞJÓÐARSÁTT GEGN EFNAHAGSVANDANUM ■ Gjaldeyrisforði Seðlabanka verði efldur. ■ Íbúðalánasjóður yfirtaki íbúða- lán bankanna, sé það vilji bankans eða lántakandans. ■ Peningamálastefnan verði endurskoðuð. ■ Forsendur fjárlaga verði endur- skoðaðar. ■ Sértækir neysluskattar verði lækkaðir eða felldir á brott. ■ Tekið verði upp öflugt verðlags- og verðmerkingaeftirlit. ■ Samkeppniseftirlitið og Fjár- málaeftirlitið verði efld. ■ Áfram verði unnið að undirbún- ingi stórframkvæmda. ■ Hvatt verði til sparnaðar með skattalegum aðgerðum. GUÐNI ÁGÚSTSSON Formaður Fram- sóknarflokksins. SVEITARSTJÓRNARMÁL Byggðarráð Norðurþings gerði engar athuga- semdir við drög að áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu að Bakka við Húsavík og 150 megavatta jarðhitavirkjun við Þeistareyki. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu lét bóka að hann mótmælti því að afgreiða umsagnir án þess að fulltrúar „fái tækifæri til að kynna sér fylgigögn málsins“. Meirihluti byggðarráðs Norðurþings, fulltrúar Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks, svaraði því til í bókun að þar sem drög að tillögu að matsáætlun hefði legið fyrir frá 3. janúar þá væri því hafnað að fulltrúar hefðu ekki haft tækifæri til þess að kynna sér gögnin. - mh Byggðarráð í Norðurþingi: Gefur grænt ljós á áætlun DÓMSMÁL Karlmaður á áttræðis- aldri var í gær dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagn- vart tveimur stúlkum þegar þær voru á aldrinum 10-12 ára. Önnur stúlkan var stjúpbarnabarn mannsins. Maðurinn var jafn- framt dæmdur til að greiða stúlk- unum samtals 1200 þúsund krónur í bætur vegna brotanna gegn þeim. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa káfað innan klæða á stjúpbarnabarni sínu á heimili barnsins í eitt sinn þegar hún var á aldrinum 10-12 ára. Þótti dómnum framburður mannsins ótrúverðugur í málinu og þá benti vottorð sálfræðings til þess að stúlkan hefði orðið fyrir erfiðri lífsreynslu. Maðurinn var auk þess ákærður fyrir að hafa á heimili sínu káfað innan klæða á annarri stúlku þegar hún var ellefu ára og brotið gróflega gegn henni með öðrum hætti árið 1994. Hann bjó með ömmusystur hennar. Maðurinn neitaði einnig sök í þessu tilviki en út frá framburði stúlkunnar og vitnisburði sálfræð- ings var hann sakfelldur. Honum var jafnframt gert að greiða sakarkostnað, samtals að upphæð tæplega 1,3 milljónir króna. - jss Maður á áttræðisaldri dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi: Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Dæmdi manninn í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Ferð þú á ylströndina í Naut- hólsvík á sumrin? Já 19,7% Nei 80,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu hlynnt(ur) byggingu sam- göngumiðstöðvar í Vatnsmýri? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.