Fréttablaðið - 01.04.2008, Side 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Aðalsteinn Bernharðsson lögreglumaður er í
góðu formi og segist verða alveg ómögulegur ef
hann missir úr æfingu.
Aðalsteinn þarf að vera í góðu formi vegna vinnu
sinnar í lögreglunni en einnig þjálfar hann nýliða í
Lögregluskólanum.
„Ég hef gaman af þessu og finnst gott að halda mér
í formi,“ segir Aðalsteinn. „Ég fer yfirleitt í ræktina
seinnipartinn en ég er að þjálfa í Lögregluskólanum.
Þar tekur maður þátt í æfingunum líka svo maður er
á fullu allan daginn.“
Aðalsteinn á sér langan feril í íþróttum og stundaði
frjálsar íþróttir í mörg ár áður en hann fór ræktina.
„Ég byrjaði með ungmennafélaginu í Eyjafjarðar-
sveitinni fyrir norðan eins og menn gerðu í gamla
daga og stundaði frjálsar íþróttir í tuttugu ár. Svo
þegar ég fór að eldast hætti ég því. Ég var mikið í
blaki en síðan hef ég bara verið í almennri líkams-
rækt, lyfti lóðum, hleyp og syndi. Ég er búinn að vera
í lögreglunni síðan 1980 og hef kennt í Lögregluskól-
anum í átta ár. Þegar maður hefur æft svona lengi þá
er maður alveg orðinn háður þessu og mér líður bara
illa ef ég missi af æfingu þrjá daga í röð.“
Aðalsteinn segir það enga afsökun þegar fólk ber
fyrir sig að hafa ekki tíma fyrir íþróttir. Fimmtán til
tuttugu mínútur á dag séu alveg nóg til að halda sér í
ágætis formi og einungis þurfi að skipuleggja sig
vel.
„Tímaleysi er bara fyrirsláttur. Ég æfi oft á
skrítnum tímum vegna vaktavinnunnar og fer jafn-
vel á nóttunni ef því er að skipta. Ég æfi yfirleitt
einn. Maður þarf oft að vera einn með sjálfum sér og
í frjálsíþróttunum æfa menn mikið einir. Svo passar
ekkert að æfa með öðru fólki þegar maður vinnur á
vöktum. Þetta er ekkert mál, ég er búinn að standa í
þessu í þrjátíu ár og þetta er bara orðið mitt
lífsmunstur.“
Aðalsteinn er enginn nammigrís og langaði ekkert
í súkkulaðiegg um páskana. Hann segist þó ekki lifa
neinu meinlætalífi og fá sér súkkulaði af og til.
„Ég þarf að borða mikið því ég hreyfi mig mikið og
reyni að borða hollan mat. Ég er ekki mikið í súkkul-
aðinu en ef mig langar í nammi þá læt ég það eftir
mér. Mig langar nú ekki oft í nammi. Ég borða bara
hæfilega hollan mat og passa að borða reglulega og
er duglegur í ávöxtunum og skyrinu. finnst Kea-skyr
sérstaklega gott því ég er nú að norðan.“
heida@frettabladid.is
Æfir líka á nóttunni
Aðalsteinn tekur vel á því í ræktinni fimm daga vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vorráðstefna Miðstöðvar
mæðraverndar verður haldin 18.
apríl næstkomandi á Hilton Nordica
Reykjavík. Fjallað
verður um konur í
yfirþyngd á með-
göngu og rætt um
mataræði, hreyf-
ingu, áhættuþætti
og fleira. Skráning
er á www.islands-
fundir.is.
Ljósabekkjum hefur fækkað
töluvert hér á landi síðan árið
2005 samkvæmt könnun á
vegum Geislavarna
ríkisins og
Umhverf-
isstofnunar.
Samkvæmt könnun-
inni eru alls 196
bekkir á land-
inu núna en
þeir voru 277
árið 2005.
Fræðslubanki um
vítamín og steinefni hefur
verið opnaður á netinu á
vegum Lýðheilsustöðvar
og Matvælastofnunar. Í
bankanum eru upplýsingar
um þessi efni og hvernig hægt
er að uppfylla þörf líkamans
fyrir þau með fjölbreyttu
fæði. Sjá www.lyd-
heilsustod.is/vitamin.
ALLTAF BESTA VERÐIÐ