Fréttablaðið - 01.04.2008, Page 22

Fréttablaðið - 01.04.2008, Page 22
 1. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● verktakar Að mörgu þarf að huga þegar menn ráða sig sem verktaka sem meðal annars njóta ekki sömu réttinda og launþegar. Á síðari árum hafa margir freistast til að vinna sem verktakar án þess að vita almennilega í hverju það felst og hverjir kostirnir og gall- arnir eru. Þeim sem ekki hafa til dæmis réttindi og skyldur verk- taka á hreinu er hættara en öðrum við að fara illa út úr slíkum við- skiptum. Fréttablaðið hafði samband við Tryggva Marteinsson hjá Eflingu stéttarfélagi og bað hann að skýra í hverju það felst að vera verktaki: „Verktaki er maður sem býður í verk, stjórnar verki og ræður jafn- vel menn í vinnu til sín eða fyrir sig til að vinna verkið,“ útskýr- ir Tryggvi, en bætir við: „Gervi- verktaki er hins vegar sá kallað- ur sem er í raun og veru launa- maður en er kallaður verktaki. Hann hefur mætingaskyldu, fær ákveðna upphæð í laun á klukku- stund, ræður engu um hvernig eða hvenær verkið er unnið og vinnur undir stjórn einhvers annars.“ Bókhald verktakans getur verið ansi slungið. Verstu hryllingssög- ur sem heyrast af hrakförum ungs og óreynds fólks sem gerist gervi- verktakar er þegar virðisauka- skatti er ekki haldið til haga. Þá bankar skatturinn upp á í febrú- armánuði og krefst greiðslu án tafar: 24,5% af allri „útseldri vinnu“ undanfarins árs. Þar að auki þarf gerviverktaki að telja fram fé, sem hann aflar, sem laun á venjulegri skattskýrslu, borga af því staðgreiðslu, reikna þar inn í skattaafslátt og svo framvegis. Hér er ekki rúm til að rekja allt ferlið, en í stuttu máli sagt eru reikningarnir og framtalsreitirnir margir sem geta mögulega komið í bakið á fólki. Að sögn Tryggva er líka sá munur á að á meðan launamenn eru í eðli sínu sjálfstæðir, þá eru gerviverktakar aðallega sjálfs sín herrar, eins og sannast af því þegar eitthvað kemur upp á. „Launa- maður fær greidd laun að minnsta kosti tvo daga í mánuði ef hann veikist en verktakinn ekki. Launa- maður á þriggja mánaða slysarétt ef um vinnuslys er að ræða strax á fyrsta degi en verktaki á engan slíkan rétt,“ bendir hann á máli sínu til stuðnings. Tryggvi nefn- ir fleiri atriði „Launamaður á líka rétt vegna veikinda barna sinna en verktakinn ekki. Launamaður fær svo greitt í lífeyrissjóð af launum sínum og atvinnurekandi greiðir á móti í lífeyrissjóð launamanns en verktakinn borgar sjálfur. Launa- maður á orlof 10,17% á öll laun sín en verktaki ekki. Launþegi getur leitað aðstoðar stéttarfé- lags ef hann fær ekki greidd laun sín en verktakinn verður að ráða sér lögfræðing.“ Hann bætir við að launamaður fá greidda desem- beruppbót, orlofsuppbót og rauða daga en verktaki ekki. Ekki er þar með sagt að óhag- kvæmt sé að ráða sem sig sem verktaka. En þá er líka mikilvægt að hafa réttindi sín og skyldur á hreinu áður en menn ráða sem sig til vinnu á þeim forsendum. - nrg Réttindi og skyldur vertaka Að sögn Tryggva Marteinssonar, hjá Eflingu, hafa verktakar og launþegar síður en svo sömu réttindi og eins gott að hafa það hugfast ætli menn að gerast verktakar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Steinull hf. framleiðir verulegt magn af steinull en þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út. Sígildur íslenskur þjóðvegabrandari segir að steinull komi af kindum sem vappa um í hrjóstr- ugu landslagi þar sem ekki sé stingandi strá að finna og lifi á grjóti. Þetta er auðvitað skáld- skapur. Sannleikurinn er sá að steinull er búin til úr bráðnum svörtum fjörusandi, skeljasandi og dálitlu af súráli. Íslensk steinull á uppruna sinn að rekja til Sauðárkróks. Þar hefur verk- smiðja Steinullar hf. verið starfrækt frá 1985. Mikil þróun hefur orðið á framleiðslu fyrir- tækisins og vöruframboð hefur aukist verulega í takt við þróun á byggingamarkaði. Þriðjung- ur framleiðslunnar er fluttur út. Mest er selt til Færeyja, Bretlands, Þýskalands og Tyrklands. Velta síðustu ára hefur verið um 600 milljónir og framleiðslan um 170 þúsund rúmmetrar. „Steinullin sem við framleiðum hefur rúm- þyngd alveg frá 22 kílóum upp í 200 kíló á rúm- metra,“ segir Magnús Sigfússon, sölustjóri hjá Steinull hf. „Í upphafi voru aðallega framleidd- ar léttullarrúllur, en svo breyttum við yfir í plöt- ur. Á síðari árum hefur komið þilull sem notuð er í innveggi og svo erum við með sökkulplöt- ur utan á sökkla. Töluverð aukning hefur orðið á síðustu árum á enn stífari plötum, svokölluðum undir- og yfirlagsplötum sem eru settar á þök.“ Steinull hf. hefur að sögn Magnúsar ætíð lagað sig að breyttum aðstæðum á markaðn- um. Hann segir það hafa verið stórt stökk þegar menn fóru að einangra húsin að utan og telur það mun skynsamari leið þar sem hitaeinangr- unin verður jafnari en ella. „Það hefur líka sýnt sig að byggingatíminn er í sumum tilfellum styttri þegar menn beita þessum aðferðum,“ segir hann. „Stundum er ekki búið að steypa upp alla bygginguna þegar byrjað er að einangra veggina að utan, það er jafnvel verið að klæða húsið á meðan verið er að vinna steypuvinnu efst. Það eru fleiri verkþætt- ir í gangi og menn geta unnið að pípulögnum, rafmagni og öllu sem því fylgir í beinu fram- haldi.“ Magnús mest eftirspurn sé eftir einangr- un sem er þrjátíu kíló að rúmþyngd og eru þær plötur notaðar í innveggi, útveggi og þök. Undir álklæðningar á steyptum húsum er hins vegar notuð þyngri einangrun sem er 80 kíló á rúm- metra en á sökklana fara 185 kílóa plötur. „Það besta sem við framleiðum með tilliti til hitaeinangrunar er 80 kíló að rúmþyngd en það lakasta 22 kíló,“ segir Magnús. „Það vill henda að menn noti of stífa ull þegar léttari einangrun dygði og öfugt. Úrvalið af steinull sem við bjóð- um upp á er mikið og við höfum gefið út marga bæklinga til þess að leiðbeina mönnum um hvar hver og ein gerð henti best,“ segir hann. - nrg Sandur og svolítið af súráli Magnús Sigfússon, sölustjóri hjá Steinull hf., segir stórt stökk hafa verið tekið þegar farið var að einangra að utan en ekki innan. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nú þegar grænkar grund fara garðeigendur margir hverjir að huga að vorverkunum. Það getur stundum verið erfitt að koma sér að verki enda ekki allir fæddir með græna fingur. Þar fyrir utan eru sum verkin þess eðlis að þau er ekki hægt að leysa með berum höndum og þá getur verið gott að kalla vana menn með góðar vélar til. Fyrirtækið Vorverk ehf. að- stoðar við ýmislegt sem til fellur í garðinum og víðar. Fólk getur fengið til sín jarðefni, látið fella tré og fjarlægja runna. Þá er hægt að láta fjarlægja garðaúr- gang, gera grjóthleðslur, leggja rotþrær og margt fleira sem ekki endilega er á valdi hvers sem er. Nánari upplýsing- ar má finna á heima- síðunni www. vorverk.is - ve Verk að vinna Nú eru margir farnir að huga að vorverkum. Vorverk ehf. aðstoðar við garðverkin. Case vinnuvélaframleiðandinn hefur kynnt nýja dráttarvél í Steiger-línuna, Steiger 485. Nýja dráttarvélin er með 12,5 lítra túrbóvél sem gefur átta prósenta meiri afkasta- getu án meira eldsneytis. Í nýju vélinni hefur beygju- hringur dráttarbúnaðar einn- ig verið aukinn um 29 prósent. Togkraftur Steiger-vélanna er í sérflokki og frábærar til jarðvinnslu en þær hafa verið framleiddar af Case IH í fimm- tíu ár. Allar vélarnar í Steiger- línunni geta gengið fyrir líf- rænni díselolíu og hafa allar AFS 600 PRO snertiskjá. - rat Steiger með snertiskjá Steiger 485 er nýjasta viðbótin í Steiger-fjölskylduna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.