Fréttablaðið - 01.04.2008, Side 24

Fréttablaðið - 01.04.2008, Side 24
 1. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR Mikilvægt er að ráða til sín fagaðila þegar staðið er í fram- kvæmdum og fá gæðatrygg- ingu frá viðkomandi aðila. Hvort sem byggja á garðhýsi, hús, skip, veg, brú eða vatnsaflsvirkjun þarf að fá einhvern til að útfæra hugmyndina á blaði í formi verklýs- inga og teikninga. Að því loknu þarf að finna einhvern til að byggja eða framleiða samkvæmt teikningum. Til að tryggja sig gegn fúski og vanefndum loforðum þarf að gera kröfu um að verktakinn leggi fram svokallaða gæðatryggingu. „Tryggingin felst í því að verk- taki leggur fram gögn úr gæða- kerfi sínu til að kynna hvernig hann hyggst tryggja gæðin við fram- gang verksins,“ segir Árni Jóhanns- son hjá Samtökum iðnaðarins. „Við þurfum að spyrja okkur eftirfar- andi spurninga og fá svör við þeim í gæðatryggingunni sem lögð er fram: tekst hönnuðinum að túlka hugmyndir okkar og koma þeim með skilvirkum og áreiðanlegum hætti niður á blað á tilskildum tíma og umsömdu verði? Ræður fram- leiðandinn við verkið? Lýkur hann því á umsömdum tíma? Býr hann yfir nægilegri þekkingu og ræður hann yfir réttum tækjum og tólum, svo fátt eitt sé nefnt.“ Einnig þarf verktaki að sýna verkáætlun og lýsingu á því hvernig hann hyggst vinna helstu þætti, hvernig haldið verður utan um verðlagningu vegna óska um aukaverk og breytingar og hvað gert verður ef mistök koma í ljós. „Meðan á verkinu stendur notar verkkaupandi gögnin til að herma loforð um tiltekið verklag upp á verktakann ef honum hættir til að fara út af sporinu,“ segir Árni. „Gögnin sem verktakinn legg- ur fram er tilboð um gæðatrygg- ingu. Verklagið sem hann kynnir á að tryggja góða stjórnun á verkinu: gæðastjórnun.“ Reglur er varða framkvæmd- ir bygginga skipta þúsundum. Þar er kveðið á um allt milli himins og jarðar, allt frá því hvernig póstkass- ar og bréfalúgur skulu hafðar til þess hversu langt niður fyrir frost- frítt dýpi undirstöður byggingarinn- ar skulu ná. „Biblía byggingamanns- ins er byggingareglugerðin, sem tekur á þessum viðkvæmu þáttum sem snúa að ábyrgðarsviði og hæfniskröfum,“ segir Árni. „Bygg- ingareglugerðin er númer fjögur hundruð fjörutíu og eitt og frá árinu 1998 og hún er engin skemmtilesn- ing. En þar er meðal annars kveðið á um á hvaða verki hver iðnmeistari getur borið ábyrgð á.“ Orðrétt segir í byggingareglu- gerðinni í grein 37.3: „Einungis þeir iðnmeistarar sem hlotið hafa löggildingu eða staðbundna viður- kenningu geta tekið að sér verk- þætti og borið ábyrgð á, gagn- vart borgar yfirvöldum og byggj- anda, að þeir séu unnir í samræmi við viðurkennda verkhætti, sam- þykkta uppdrætti, verklýsingar og lög og reglugerðir.“ Pípulagn- ingameistari má þannig ekki bera ábyrgð á múrhúðun og múrara- meistari má sömuleiðis ekki bera ábyrgð á raflögnum og rafvirkja- meistari ekki á málningarvinnu og svo framvegis. En iðnmeistarar eru ómissandi fyrir hvern þann sem ætlar að byggja eitthvað og standa keikur með öll skjöl í lagi fyrir byggingayfirvöldum. -nrg Trygging gegn fúski Árni Jóhannsson hjá Samtökum iðnaðarins segir að verktaki þurfi að sýna verkáætlun og lýsingu á því hvern- ig hann hyggst vinna helstu þætti. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R 50.053+vsk. Gjótuhraun 1, 220 Hafnarfjörður • Sími 544 5330 Fax 544 5355 • straumur@straumur.is Vörur - þjónusta - upplýsingar Tangarhöfða 4, sími 515 7200 Mikið úrval af peru og díóðuljósum M b l 9 14 09 7 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.