Fréttablaðið - 01.04.2008, Síða 26

Fréttablaðið - 01.04.2008, Síða 26
 1. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● verktakar Ný ákvæði í vinnuverndar- lögum og reglur um innra starf fyrirtækja leggja aukna áherslu á öryggi og heilbrigði starfsmanna. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki verið að vakna til vit- undar um mannauð og gildi þess að hlúa vel að starfsfólki sínu. Ný ákvæði í vinnuverndarlögum og reglur um innra starf fyrirtækja leggja einnig auknar skyldur á herðar þeirra um innra starf að öryggi og heilbrigði starfs- manna. Mörg fyrirtæki starfa nú þegar eftir viðurkenndu gæða- kerfi sem tekur til þjónustu og framleiðslu þeirra. En hvað er til ráða ef fyrirtæki vilja bæta öryggi sitt og innra starf? Frétta- blaðið leitaði ráða hjá verkfræði- fyrirtæki, Hnit hf., sem sérhæfir sig í vinnuvernd. „Það er tiltölulega auðvelt að byggja upp innra starf varðandi vinnuvernd í fyrirtækjum sem hafa reynslu af gæðakerfum,“ segir Steinar Harðarson, vinnu- verndarráðgjafi hjá Hniti. „Við bjóðum fyrirtækjum aðstoð við gerð áhættumats og áætlunar um öryggi og heilbrigði og höfum unnið sérstaklega fyrir vinnu- staði í kringum byggingafram- kvæmdir og mannvirkjagerð.“ Að sögn Steinars fara eftirlits- menn frá Hniti reglulega á við- komandi staði, þar sem þeir fara yfir öryggis- og heilbrigðisþætti eftir sérstökum gátlista í sam- vinnu við verkefnastjóra og eða öryggistrúnaðarmenn á hverj- um stað. Eftir hverja heimsókn er síðan gerð aðgerðaskýrsla sem send er verkefnastjórum samdægurs. „Slíkt mat, sem betra væri að kalla vinnuumhverfismat, eiga öll fyrirtæki á Íslandi, stór sem smá, að gera á næstu misserum,“ segir Steinar sem álítur að gott vinnuum- hverfi komi í veg fyrir slys og at- vinnusjúkdóma og hafi góð áhrif á starfsanda og dragi úr starfs- mannaveltu. „Slíkt mat leiðir oft til styrkari stöðu fyrirtækja og betri ímynd- ar. Það hefur sýnt sig að innan fyr- irtækja er aukin áhersla á alhliða gæðakerfi sem spannar alla starf- semi þeirra,“ segir hann. „Í okkar starfi höfum við orðið vör við aukinn áhuga fyrirtækja á góðu vinnuumhverfi,“ bendir Stein- ar á. Krafan um að öryggi og heil- brigði á vinnustöðum verði eins gott og tæknilegir möguleikar leyfa verður æ sterkari og innan samfé- lagsins fer skilningur vaxandi .“ - vaj Jákvæð áhrif á starfsandann Hnit hf. aðstoðar nú JB Byggingafélag og fer með starfsmönnum fyrirtækisins í gegnum verklagsferla og gerð öryggis- og heilbrigðisáætlunar. „Um þessar mundir erum við að aðstoða JB Byggingafélag við að byggja upp innra starf,“ segir Stefán. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR WWW.N1.IS N1 býður úrval af legum og tengdum vörum fyrir iðnað, bifreiðar og sjávarútveg. Hafðu samband við fagmenn okkar í síma 440 1233. LEGUR Legur · Leguhús · Reimar · Tannhjól · Reimskífur Pakkdósir · Sérverkfæri · Legufeiti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.