Fréttablaðið - 01.04.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 01.04.2008, Síða 38
22 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Í ár veðja Tyrkir á dramatískt hetjurokklag í flutningi hljómsveit- arinnar Mor ve ötesi. Lagið heitir Deli og er sungið á tyrknesku. Hljómsveitin var valin í keppnina af tyrkneska ríkissjónvarpinu. Mor ve ötesi var stofnuð árið 1995 og hefur gert fimm breiðskífur. Fjórða platan sem kom út 2004 varð metsöluplata sveitarinnar og seldist í yfir 250.000 eintökum í Tyrklandi. Margir gamlir aðdáendur töldu að platan væri svik við „hinn rétta tón“ sveitarinnar, og því varð fimmta platan sem kom út 2006 afturhvarf í „gamla sándið“ og seldist ekki nema í rétt yfir 50.000 eintökum. Hljómsveitin hefur látið til sín taka á pólitíska sviðinu, meðal annars mótmælt kjarnorkuverum og Íraksstríðinu. Sem áhrifavalda nefna þeir hljómsveitir eins og New Model Army, Radiohead, King Crimson og Tool. Tyrkir hafa keppt síðan 1975 og oft gengið ágætlega, unnu meira að segja árið 2003 og urðu í fjórða sæti í fyrra. Hvort hetjurokk eigi einhvern séns í sætsúpunni í ár kemur í ljós, en Tyrkir keppa á sama tíma og við í undankeppninni. Tyrkneskt hetjurokk TYRKNESKAR STÓRSTJÖRNUR Rokk- bandið Mor ve ötesi. 53 DAGAR TIL STEFNU „Ég vil að fólk kunni að meta þessa föt fyrir það sem þau eru, og líti ekki bara á þau sem enn eina línuna frá enn einni stjörnunni.“ RACHEL BILSON sem er að senda frá sér nýja fatalínu, er greinilega mjög bjartsýn. „Ég er búinn að gera of marga heimskulega hluti til þess að það verði ekki gerðar myndir um mig þegar ég er dauður, svo ég get alveg eins skrifað handritið sjálfur.“ GEORGE MICHAEL um væntanlega ævisögu sína. „Ég var hvorki hippi né hasshaus í menntaskóla, svo ég endaði á því að vera fríkið. Ég hafði áhuga á klassískum ballett og tónlist og krakkarnir voru ansi vondir ef maður var öðruvísi.“ MADONNA um menntaskólaárin. MH og MR eiga í stríði um þessar mundir og hefur þegar verið gripið til óvenju- legra aðgerða. Næturvaktir hafa verið skipulagðar í báðum skólum til að klekkja á andstæðingnum og hvorugur hyggst skrifa undir friðarsamninga fyrr en það hefur verið til lykta leitt hvor skólinn sigrar í ræðukeppni Morfís. Stríðsátökin brutust út á föstudaginn þegar forseta nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, Berglindi Sunnu Stefánsdóttur, var rænt af MR-ingum um hábjartan dag í miðborg Reykjavíkur. Mannræningjarnir hugðust fara fram á það við forsetann að hún skrifaði undir plagg þar sem ósigur væri viðurkenndur og að MH-ingar væru ómerkilegri en nemendur Menntaskólans í Reykjavík. „Ég reif nú bara plaggið,“ segir Berglind, sem lét svartklæddu menntskælingjana ekki hræða sig til illra verka. Upphófst smá múgæsing í kjölfar aðgerða hennar en hún segir mannræningjanna þó hafa komið vel fram við sig og fékk meðal annars gos á meðan á gíslingunni stóð. Búast má við miklum erjum þangað til úrslitaviðureignin fer fram en umræðuefni hennar er „áróður“. Að sögn Ara Guðjónssonar, liðsstjóra ræðuliðs MR, hefur verið stofnuð skófludeild innan Menntaskólans sem á að sjá um skæruhernað. Hún kom meðal annars upp fána skólans á lóð MH sem var skilað aftur í gærmorgun. Og þá höfðu MH-ingar tekið sig til og kastað af sér vatni yfir hann. Þeir mættu einnig með níðstöng og blys á lóð gamla skólans og sú aðgerð gerði ekki neitt annað en að hella olíu á eldinn. „Við erum búnir að skipuleggja næturvakt til að hafa hendur í hári þeirra sem ætla að skaða skólann okkar,“ segir Ari. „Menn verða að verja sitt svæði,“ bætir hann við en vill ekki upplýsa hver næsta aðgerð „skófludeildarinnar“ verði. Lárus Jón Björnsson, liðstjóri ræðuliðs MH, var nýkominn af fundi í MH þar sem sjö manna herdeild var stofnuð en hún fær það hlutverk að koma höggi á andstæðingana. „Þeir verða svona hálfgerð yfirstjórn og munu sjá um skipulagningu skæruhernaðarins næstu daga,“ segir Lárus. Hann upplýsir að MH-ingar hafi einnig skipulagt næturvakt í skólanum þannig að hægt verði að afstýra öllum „skemmdarverkum“ á skólalóðinni. „Þetta er mikið stuð og okkur líður vel enda vel stemmdir fyrir keppnina.“ freyrgigja@frettabladid.is MH og MR lýsa yfir stríði Í VÍGAHUG Lið MR er skipað þeim Ara Guðjónssyni, Jóni Benediktssyni, Arnari Má Ólafssyni og Guðmundi Agli Árna- syni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STRÍÐSMENN MH Lárus Jón, Hugi Leifsson, Birkir Blær Ingólfs- son og Arnmundur Ernst Bachman eru stríðsmenn MH. Nýjasta kvikmynd Kevins Spacey, 21, fór beint á toppinn á aðsóknarlistanum vestanhafs um síðustu helgi. Myndin er byggð á sannsögu- legum atburðum og fjallar um hóp háskólanema sem eru sérfræðingar í fjárhættu- spilum og nýta sér það til hins ítrasta í Las Vegas. Með önnur helstu hlutverk fara Kate Bosworth og Laurence Fishburne. Leikstjóri myndarinnar er Robert Luketic sem áður hefur sent frá sér gamanmyndirnar Legally Blonde og Monster- In-Law. Í öðru sæti á aðsóknarlistanum lenti teiknimyndin Horton Hears A Who! og í því þriðja Superhero Movie þar sem gert er grín að ofurhetjumyndum. Spacey beint á toppinn KEVIN SPACEY Vinningshafar síðustu keppni Ekki missa af Skólahreysti kl. 20.10 á Skjá einum. Hver sigrar í kvöld? www.ms.is Aðalstyrktaraðili Skólahreystis Giljaskóli Akureyri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.