Fréttablaðið - 01.04.2008, Page 48

Fréttablaðið - 01.04.2008, Page 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 1. apríl, 92. dagur ársins. 6.44 13.31 20.20 6.26 13.16 20.08 Bjartur í Sumarhúsum þurfti lengi að búa þröngt. Svo skall stríðið á með tilheyrandi þenslu og hækkandi verði á kindakjöti svo skyndilega gátu Bjartur og aðrir kotbændur keypt fínar skraut- styttur og byggt hús, já jafnvel þrílyft hús og steypu eins og Bjartur gerði. Þensla stríðsins fyllti hann bjartsýni og ákvað hann því einnig að styrkja fjárhóp sinn í von um að verða ríkari maður enda hækkaði kjötverð mikið með til- komu hersins. En blessuðu stríð- inu lauk um síðir, þenslan hjaðnaði og Bjartur komst að raun um að nýja húsið var illa byggður hjallur, verðið á kindakjöti hrundi og aftur tóku vandræðin við. ÓSJÁLFRÁTT skýtur þessari sögu af Bjarti og húsnæðisvand- ræðum hans oftast upp í höfði mér þegar ég skoða fasteignavefina. Ég fylgist með verði lækka, sér- staklega þar sem stendur að fast- eignin sé laus til afhendingar strax, því þá er auðsýnt að bjart- sýnir fyrrverandi húsráðendur hafa keypt sér nýtt og betra hús- næði án þess að hafa selt hið fyrra og má því leiða að því líkur að þeir séu komnir í skelfileg vandræði. Hér hefur ríkt blessuð þenslan og alla langað til að ávaxta sitt pund eða stækka fjárhópinn eins og Bjartur forðum daga. Ansi margir fjárfestar samtímans hafa þó, eins og Bjartur, þurft að horfa upp á fé sitt og fjárfestingar falla í verði eins og gerist óhjákvæmilega oft á litla Íslandi þegar breytingar verða úti í hinum stóra heimi. VERKTAKAR og bankar eru ef til vill skýr dæmi um þá bjartsýni sem ríkti í tengslum við fasteigna- markaðinn fyrir skemmstu. Gríð- arlegur fjöldi nýrra húsa hefur risið á síðustu árum og um tíma töldu forsvarsmenn bankanna svo bjart í vændum á húsnæðis- markaðnum að þeir vildu að Íbúða- lánasjóður yrði lagður niður. ÞÓTT verulega hafi dregið úr veltu á fasteignamarkaði, lána- markaðurinn sé nær frosinn og framboð á eignum hafi aukist gríðarlega að undanförnu virðast bankamenn og fasteignasalar ætla að halda áfram að reyna að sann- færa fólk um að fasteignaverð fari ekki að lækka. Hvers vegna í ósköpunum ætti það ekki að gera það? Ef lögmálið um framboð og eftirspurn stenst hlýtur það að falla verulega. Eða hefði Bjartur kannski bara getað selt hjallinn á okurprís eftir allt saman, nei, varla ekki, nema hjallurinn hefði verið reistur í miðbænum og hefði fengið að grotna svo niður að ekkert biði hans nema niðurrif með tilheyrandi gróða. Bjartsýni ríður húsum SIMPLY CLEVER HEKLA · Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss SKODA SCOUT 4x4 SEM EYÐIR EKKI 4xMEIRA Octavia Scout nýi fjórhjóladrifsbíllinn frá Skoda er rúmgóður, með meiri veghæð en bílar í sama stærðarflokki og öfluga 140 hestafla 2.0 TDI dísilvél. Hann er er ríkulega búinn, á frábæru verði, með 17" álfelgur, fjarlægðarskynjara, Climatronic loftkælingu og ESP stöðugleikakerfi. 17" álfelgur Brettakantar Þakbogar Meiri veghæð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.