Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 2

Fréttablaðið - 09.04.2008, Side 2
2 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR Karlmaður lést í bílslysi á Eyrarbakkavegi laust fyrir hádegi í gær. Tildrög slyssins voru þau að jepplingi var ekið af hliðarvegi inn á Eyrarbakkaveg, í veg fyrir vörubíl á leið til suðurs. Ökumað- ur jepplingsins var úrskurðaður látinn á vettvangi og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Ökumaður vörubílsins slapp ómeiddur en hlaut áfallahjálp. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Fimm hafa látist í umferðar- slysum það sem af er árinu. - kg Harður árekstur á Suðurlandi: Maður lést í umferðarslysi Ýsa í thai green curry Nóatún mælir með 998 kr.kg noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Bakað á staðnum Árni, lék Gore á Als oddi? „Já, ég var Al-sæll með hann.“ Al Gore, fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna, hélt erindi um loftslagsmál í Háskólabíói í gær. Árni Þór Sigurðsson alþingismaður var meðal gesta. SKIPULAGSMÁL Fjárfestirinn Ing- unn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arki- tektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916. Á efri hæðinni verður bílskúr með anddyri. Þar fyrir ofan verð- ur bílastæði með aðkomu frá Grundarstíg. Undir bílskúrnum og bílastæðinu verður stórt rými með heitum potti, gufubaði, bún- ingsherbergjum og þvottahúsi. Innangengt verður frá báðum hæðum nýju byggingarinnar í gamla húsið. Eins og fram kom í viðtali við Ingunni í Fréttablaðinu fyrir tveimur mánuðum þarfnaðist Þingholtsstræti 29a mikils við- halds utan sem innan. Hún hefur hins vegar verið að láta taka húsið í gegn hátt og lágt og hyggst standsetja það sem fjöl- skylduhús. Í húsinu voru lengst af höfuð- stöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, allt frá árinu 1952 til ársins 2000. Síðast bjó þar norski listmálarinn Odd Ner- drum, sem seldi Ingunni húsið í fyrra. Erindi Ingunnar var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrú- ans í Reykjavík. Spurðist Argos fyrir hönd Ingunnnar fyrir um það hvort henni yrði heimilað að reisa umrædda viðbyggingu. „Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisum- sókn verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögu- frægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mest- an svip setja á umhverfi sitt. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos, játar því að viðbúið sé að margir muni láta sig útlit við- byggingarinnar varða. „Yfirbragðið verður það sama og í gamla húsinu, til dæmis verður kopar á þaki,“ segir Stef- án, sem ekki væntir andstöðu við áformin. „Þetta verður nú ekki fyrir viðbyggingu að sjá. Ofanjarðar er þetta fyrst og fremst bílskúr. Þetta verður voðalega lítið áberandi en bætir fyrst og fremst aðstöðuna í hús- inu.“ gar@frettabladid.is Vill reisa jarðhýsi og bílskúr við Esjuberg Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík gerir ekki athugasemdir við áform Ingunnar Wernersdóttur um að reisa viðbyggingu við hið sögufræga hús Esjuberg á Þing- holtsstræti 29a. Byggja á bílskúr og jarðhýsi með gufubaði og heitum potti. ÞINGHOLTSSTRÆTI 29A Húsið reisulega sem byggt var árið 1916 og nú er verið að endurnýja og stækka með viðbyggingu við norðurgaflinn vinstra megin á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UPPDRÁTTUR Vinstra megin á þessum uppdrætti sem Argos hefur sent skipu- lagsfulltrúa sést hvernig nýja viðbygg- ingin er hugsuð hægra megin við eldra húsið séð frá Þingholtsstræti. MYND/ARGOS Viðbygging LÖGREGLUMÁL Íslenskur maður um tvítugt situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa gert tilraun til að smygla þremur kílóum af amfet- amíni til landsins. Efnin faldi hann í fölskum töskubotni. Það voru tollgæslan og lögregl- an á Suðurnesjum sem komu upp um þessa tilraun mannsins. Hann var að koma frá París á mánudag þegar hann var stöðvaður í Leifs- stöð, þar sem efnin fundust í fórum hans. Hann var úrskurðað- ur í þriggja vikna gæsluvarðhald í gær. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lög- reglan á Suðurnesjum vinnur nú að rannsókn málsins af fullum krafti. Lögreglan og tollgæslan á Suð- urnesjum hafa í sameiningu stöðv- að allmarga fíkniefnasmyglara og gert upptæk nær átta kíló af fíkni- efnum það sem af er þessu ári. Sex manns sitja nú í gæsluvarð- haldi eftir að hafa verið stöðvaðir með fíkniefni í Leifsstöð. Auk pilt- sins sem tekinn var á mánudag situr inni Þjóðverji sem reyndi að smygla inn 23 þúsund e-töflum. Einnig þrír Pólverjar sem teknir voru fyrir skemmstu með kíló af amfetamíni, auk þess sem einn þeirra var í endurkomubanni. Loks situr einn maður í gæslu- varðhaldi vegna svokallaðs hrað- sendingarmáls, þar sem lögregla og tollgæsla tóku fimm og hálft kíló af hörðum fíkniefnum. - jss Tvítugur maður í þriggja vikna gæsluvarðhaldi: Var með þrjú kíló af amfet- amíni í fölskum töskubotni AMFETAMÍN Lögregla og tollur á Suðurnesjum hafa tekið nær átta kíló af fíkniefnum það sem af er ári. LÖGREGLUMÁL Körfuboltamaður frá Makedóníu sem leikið hefur hér á landi frá árinu 2005 hefur verið rek- inn frá Stjörnunni í Garðabæ vegna gruns um stórfelldan þjófnað. Lögreglan handtók manninn, sem heitir Dimitar Karadzovski, ásamt kærustu hans á mánudaginn. Dimit- ar er grunaður um að hafa farið ránshendi um búningsklefa í íþróttahúsi Stjörnunnar og jafnvel víðar, til dæmis í samkvæmum. Hann hefur leikið með Garðbæing- um í vetur en lék þar á undan í tvö ár með Skallagrími í Borgarnesi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins komst upp um Dimitar þegar hann hafði falið samlöndu sinni að koma fyrir hann tösku til heimalandsins. Í töskunni reyndust vera farsímar, skartgripir og þess háttar góss. Leikmenn Stjörnunnar funduðu í fyrradag án Dimitars og fóru að því búnu að heimili hans. Ætlunin var að freista þess að endurheimta þýfið en Dimitar framvísaði ekki nema broti af því sem saknað var. Við svo búið gerði lögregla húsleit hjá Dimitar og mun hafa hirt þar nokkuð af meintu þýfi auk þess að handtaka leikmanninn. Kærust- unni, sem leikur með körfuboltaliði í Reykjavík, var sleppt eftir yfir- heyrslur. Dimitar var látinn laus í gær. Auk þess að leika með Stjörnunni starfaði Dimitar hálfan daginn á dagheimili. Kannað er hvort hann kunni að hafi tekið hluti þar og í Borgarnesi ófrjálsri hendi. - gar Fingralangur Makedóníumaður rekinn frá körfuboltaliði Stjörnunnar í Garðabæ: Neitaði að skila ránsfengnum DIMITAR KARADZOVSKI Liðsmenn Stjörnunnar grunaði ekki Dimitar um græsku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVÍÞJÓÐ Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattlagning Svía á bjór brjóti ekki gegn reglum Evrópusam- bandsins. Sænsk stjórnvöld hefðu því ekki þurft að breyta skattlagningu sinni eins og þau gerðu eftir að hafa fengið athugasemd frá Evrópuráðinu, að því er fram kemur á vefút- gáfu Expressen. Í rökstuðningi Evrópudóm- stólsins kemur fram það mat að skattlagningin hafi ekki fengið neytendur til að velja frekar sænskan bjór í staðinn fyrir innflutt vín sem þó voru aðalrök Evrópuráðsins. Dómstóllinn telur að verðmunurinn á einum lítra af víni og einum lítra af bjór sé svo mikill hvort sem er að neytendur hefðu varla farið að velja vín í staðinn. - ghs Evrópudómstóllinn: Bjórskattur Svía var í lagi SAMGÖNGUR Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs vill hækka gjald í stöðumæla í Reykjavík. Hæsta gjald fyrir bílastæði í Reykjavík er 150 krónur á klukkustund en í Kaupmannahöfn eru teknar rúmar 400 krónur fyrir sambæri- legt stæði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði. „Gjaldskrá þarf að hækka í Reykjavík og ökumenn þurfa að huga betur að umgengni sinni gagnvart gangandi og hjólandi vegfarendum,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmda- stjóri Bílastæðasjóðs Reykjavík- urborgar, í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. - kh Yfirmaður Bílastæðasjóðs: Vill hækka stöðumælagjald VINNUMARKAÐUR Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hvetur íslenska hjúkrunarfræðinga til að sýna samstöðu og sækja ekki um vinnu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð meðan á kjarabar- áttu og verkfallsaðgerðum hjúkrunarfræðinga í þessum löndum stendur. Þetta kemur fram á vefsvæði FÍH. Stéttarfélag danskra hjúkrun- arfræðinga hefur tilkynnt viðsemjendum sínum að gripið verði til aðgerða í ljósi þess að ekki hafi náðst saman um nýja samninga. Verkfallsaðgerðirnar ná til um 40 þúsund hjúkrunar- og geislafræðinga. Aðgerðir eru boðaðar í Svíþjóð frá 21. apríl og verkfall hefst í lok maí náist samkomulag ekki. - ghs Hjúkrunarfræðingar: Vilja samstöðu á Norðurlöndum Dylan verðlaunaður Blaðamenn á bandaríska dagblaðinu Washington Post fengu Pulitzer-verð- launin í sex flokkum fyrir árið 2007, meðal annars í flokknum almanna- þjónusta og fréttir. New York Times fékk einnig verðlaun fyrir rann- sóknablaðamennsku og upplýsandi umfjöllun. Söngvarinn Bob Dylan fékk heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til alþýðutónlistar. PULITZER VERÐLAUNIN Banaslys varð í skýli Flugfraktar- innar við Reykjavíkurflugvöll um klukkan hálfsjö í gærkvöld. Bíll, sem hafði verið lyft upp og verið var að gera við, féll ofan á mann sem lá undir honum. Ekki var vitað nánar um slysið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem banaslys verður með þessum hætti en maður lést í Hafnarfirði nýlega þegar bíll, sem hann var að gera við, féll ofan á hann. - ghs Reykjavíkurflugvöllur: Banaslys þegar bíll féll á mann SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.