Fréttablaðið - 09.04.2008, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 09.04.2008, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2008 19 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, dóttur og systur, Önnu Jónsdóttur Vallargötu 18, Vestmannaeyjum, sem lést 25. mars. Karl Björnsson Björn Ívar Karlsson Katla Snorradóttir Hreinn Pétursson Berglind Karlsdóttir Elfa Karlsdóttir Jón S. Óskarsson Hrefna Sighvatsdóttir Orri Jónsson Hulda Birgisdóttir Már Jónsson Margrét Jónsdóttir Jóhanna Magnúsdóttir Steingrímur Benediktsson Guðmunda Magnúsdóttir Ólafur Bragason Hrafnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Hárlaugsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðlaugur Stefán Jakobsson Víðilundi 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, föstudaginn 4. apríl. Þorgerður J. Guðlaugsdóttir Valgerður K. Guðlaugsdóttir Kristján Davíðsson og afabörnin. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðjón Sigurðsson Kleppsvegi 64, áður til heimilis að Stóragerði 12, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. apríl kl. 15.00. Logi Guðjónsson Björn Guðjónsson Guðbjörg Gunnarsdóttir Gylfi Már, Oddný Þóra og Guðjón Örn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Haukur Hauksson varð bráðkvaddur á heimili sínu, Stuðlaseli 3, Reykjavík. Jóna Margrét Hauksdóttir Alda Ósk Hauksdóttir Einar Haukur Hauksson tengdabörn og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigimanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Pálssonar fyrrverandi sveitarstjóra, Laufskógum 31, Hveragerði. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Sigfúsdóttir Ingvar Sigurðsson Sævar Sigurðsson Fay Robina Castell Sigmar Sigurðsson Jónína Dagmar Ásgeirsdóttir afa- og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Berta Guðbjörg Rafnsdóttir til heimilis að Hvammsgötu 20, Vogum, varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn 31. mars. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudag- inn 11. apríl kl. 15.00. Eggert N. Bjarnason Haraldur Dean Nelson Guðrún Hulda Gunnarsdóttir barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. Eiginkona mín og móðir mín, Hanna Frímannsdóttir Bárugata 5, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 2. apríl. Hönnu verður sungin sálumessa í Kristskirkju Landakoti föstudaginn 11. apríl og hefst hún kl. 13.00. Heiðar R. Ástvaldsson Ástvaldur S. Heiðarsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Ragnhildur Sigurðardóttir frá Eyvindarhólum, búsett í Kanada, er látin. Útförin hefur farið fram, þökkum auðsýnda samúð. Ingrid Pedersen Dýrfinna Jónsdóttir Garðar Einarsson Kristjana Garðarsdóttir Guðjón Gunnarsson Sigurfinnur Garðarsson Ester Hafdís Ásbjörnsdóttir og barnabarnabörn. AFMÆLI Denn- is Quaid leikari er 54 ára. Jenna Jameson klámleikkona er 34 ára. Yoanna House fyr- irsæta er 28 ára. Guðni Ág- ústsson þingmaður er 59 ára. Brimrún Hrönn Hafsteinsdóttir segir nafn sitt hafa sterkar taugar til hafsins. „Hún mamma heyrði þetta nafn útundan sér og fannst það svo fallegt að hún ákvað að nota það á mig. Ég er ekki skírð í höfuðið á neinum í fjölskyldunni þannig að ég er sú eina í fjölskyldunni,“ útskýrir Brimrún og bætir við meiri fróðleik. „Brim og Rún eru samnefnarar yfir sjó og einnig Hrönn. Svo má ekki gleyma að ég er Hafsteinsdóttir þannig að segja má að nafnið mitt sé brimsalt.“ Faðir Brimrúnar var eitt sinn sjómaður og það gæti hugsanlega haft áhrif á valið. Brimrún hefur alla tíð verið kölluð af vinum og vandamönnum Bimma. Brim- rún segist þekkja til tveggja annarra Brimrúna hér á landi og í þeirra fjölskyldum er nafnið notað aftur og aftur. „Sem krakki slapp ég alveg við að vera upp- nefnd,“ segir hún og bætir við að henni þyki virkilega vænt um nafnið sitt og sé stolt af því. NAFNIÐ MITT: BRIMRÚN HRÖNN HAFSTEINSDÓTTIR Ber brimsalt nafn BRIMRÚN er stolt af því að bera nafn sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Átjánda árið í röð gefur Út- gáfufélagið Heimur út ferða- handbókina Á ferð um Ísland. Bókin, sem er 240 blaðsíður, hefur aldrei verið stærri og er gefin út á þremur tungu- málum; íslensku, þýsku og ensku. Enska útgáfan Around Ice- land hefur komið út sam- fellt í 33 ár en þýska útgáf- an Rund um Island kemur nú út í ellefta sinn. Ritinu er dreift í 100.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins, sem eru um fimm hundruð talsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern lands- hluta og þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í sam- starfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististað- ir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeruð á svæðum utan þéttbýlis. Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýl- isstöðum landsins. Þá er að finna hálendiskafla með há- lendiskorti og þjónustulist- um í bókinni. Fremst í bók- inni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá útgáfufélag- inu Heimi. Þar segir einn- ig að bókin njóti mikilla vin- sælda og er vitnað í könnun meðal erlendra ferðamanna sem gerð var síðastliðið sumar. Þar kemur fram að meira en þriðjungur þeirra notaði bækurnar og tæp fimmtíu prósent þýskumæl- andi ferðamanna notuðu Rund um Island. Fjöldi fallegra ljósmynda, meðal annars eftir Pál Stef- ánsson ljósmyndara, prýð- ir bókina. Þessar myndir er einnig hægt að kaupa á heimasíðunni www.heimur. is. Bækurnar standa undir kostnaði með auglýsingasölu sem gerir það kleift að dreifa bókunum ókeypis. Bækurn- ar eru einnig birtar í vefút- gáfu á www.heimur.is/world. Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka. Á ferð um Ísland komin út ÍSLAND Í VASANN Ferðahandbókin nýtur mikilla vinsælda bæði meðal íslenskra og erlendra ferðamanna. Landsbankinn styrkir lands- söfnun Lionshreyfingarinnar á Íslandi, Rauðu fjöðrina, um eina milljón króna. Í lands- söfnuninni í ár var markmið- ið að safna fé til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Framlag Landsbankans gerir það meðal annars að verkum að allt söfnunarfé frá almenningi og fyrirtækj- um rennur beint til málefn- isins. Landssöfnun Lionshreyf- ingarinnar stóð yfir dagana 3.-6. apríl um land allt. Þetta er í níunda sinn sem Lions- hreyfingin stendur fyrir landssöfnun með því að selja Rauðu fjöðrina. Fyrsta lands- söfnunin fór fram árið 1972 en þá rann allt söfnunarfé til stofnunar augnlækninga- deildar Landakots. Í síðustu söfnun árið 2004 var safn- að fyrir langveikum börnum undir kjörorðunum „Léttum þeim lífið“. Landsbankinn var fjár- gæsluaðili landssöfnunar Lionshreyfingarinnar í ár. Rauðar fjaðrir Landsbankans FRAMLAG LANDSBANKANS Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans, færir Guðmundi Rafnari Valtýssyni, fulltrúa Lions- hreyfingarinnar á Íslandi, framlag Landsbankans í landssöfnunina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.