Fréttablaðið - 09.04.2008, Page 30

Fréttablaðið - 09.04.2008, Page 30
22 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > BRJÁLUÐ Leikkonan Jamie Lee Curt- is er brjáluð yfir forsíðunni á tímaritinu Aarp. Þar hefur mynd af henni verið breytt til að svo líti út sem hún sé ber að ofan, þegar hún sat í raun fyrir í hlýralausum kjól. Curtis segir að hún myndi aldrei sitja fyrir nakin nú, og sjái mikið eftir myndinni Trading Places, sem hún lék í 21 árs gömul, þar sem hún berar brjóst sín í einu atriði. „Þetta fjármagn leggur frekari grunn að sókn hátíðarinnar sem á að stækka á alþjóðavísu,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF – Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Þríhliða samningur milli aðstandenda RIFF, Reykjavíkur- borgar og menntamálaráðuneyt- isins var undirritaður í gamla Miðbæjarskólanum í gær. Samningur þessi tryggir RIFF öruggt fjárframlag næstu þrjú árin upp á alls 48 milljónir króna. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra undirrituðu samninginn við Hrönn. „Við viljum fá hingað bestu myndirn- ar, góða gesti og að þetta verði aðalhátíðin á Norðurlöndunum. Það er hægt ef allir hagsmuna- aðilar, stjórnvöld og einkageir- inn taka höndum saman,“ segir Hrönn. Af þessu tilefni fengu þau Ólafur og Þorgerður afhenta sérstaka Heiðurslunda, en Lundinn er tákn hátíðarinnar. - shs Ríki og borg styrkja RIFF „Já, sæll! Eigum við að ræða frum- sýninguna eitthvað? Það komust færri að en vildu því allir vildu sjá Stóra G á hvíta tjaldinu,“ segir Egill Einarsson, eða Stóri G, meðlimur hljómsveitarinnar Merzedes Club. Hljómsveitin frumsýndi nýtt mynd- band við lagið Meira frelsi á mánu- dagskvöldið í Laugarásbíói við mikla kátínu viðstaddra. „Miðað við örtröðina sem var fyrir utan, þá er ég að sjá að G-maðurinn þarf að fara full power í kvikmyndirnar,“ segir Egill ákveðinn en hann hefur hug á að leika í fyrstu íslensku has- armyndinni. „Mér fannst ég koma gríðarlega vel út á hvíta tjaldinu og á auðvelt með að sjá mig fyrir mér beran að ofan, í action með hagla- byssuna að drepa fullt af gæjum.“ En aftur að myndbandinu. Það sýnir einhvers konar aðdraganda að kvöldi úti á lífinu þar sem með- limir sveitarinnar og fleiri koma við sögu. „Þetta er kynþokkafyllsta myndband sem gert hefur verið,“ fullyrðir Egill. „Ég var búinn að lofa því og stend við það. Það fá allir fiðring sem sjá þetta, karlar og konur. Vanalega eru þessi vídeó nefnilega gerð sérstaklega fyrir rúnkara, en menn geta tyllt sér fyrir framan skjáinn með konunni og horft á þetta. Ég garantera „a good time“,“ segir Egill. Hann harmar mjög að ekki hafi allir sem vildu komist að á frumsýningunni. „Það er hægt að fara inn á Gillz.is og horfa á það þar. Ég mæli bara með því að fólk loki hurðinni, dragi fyrir og horfi á þetta myndband.“ - shs Kynþokkafyllsta myndband í heimi FRAMTÍÐIN? Gillz á von á því að birtast aftur á hvíta tjaldinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HARDCORE Meðlimir Merzedes Club voru ánægðir með útkomuna. WIGGLE WIGGLE Haffi Haff lét sig ekki vanta og mætti með leikurum úr mynd- bandinu. Kynnar Eurovision-keppninnar í Belgrad í ár verða þau Jovana Jankovic og Zeljko Joksimovic. Jovana leggur sitt af mörkum með reynslu af störfum í sjónvarpi, en hún er nokkurs konar opinbert andlit sjónvarpsstöðvarinnar RTS, þar sem hún kynnir sjónvarpsþátt á hverjum morgni. Zeljko er hins vegar reynslubolti úr tónlistarheiminum, svo ekki sé meira sagt. Það hefur áður komið fyrir að fyrrverandi keppendur í Eurovision taki að sér að vera kynnar, en Zeljko á væntanlega vinninginn í þeim efnum. Hann er gríðarlega vinsæll tónlistar- maður á heimaslóðum sínum og var fulltrúi Serbíu og Svartfjallalands árið 2004. Þá lenti hann í öðru sæti með lagið Lane Moje, en Ruslana skaut honum ref fyrir rass og nældi í fyrsta sætið. Árið 2006 samdi hann svo framlag Bosníu og Hersegóvínu til keppninnar, lagið Lejla, sem Hari Mata Hari flutti. Það er hins vegar allsendis ekki allt og sumt. Í ár samdi Zeljko einnig lag sem keppti í undankeppninni í Serbíu. Það ber heitið Oro, og var flutt af Jelenu Tomasevic. Svo fór að Jelena söng sig til sigurs, og því vill þannig til að kynnir Eurovision- keppni ársins, er einnig höfundur framlags Serbíu til keppninnar í ár. Reynsluboltar kynna í Belgrad LAGAHÖFUNDUR KYNNIR Zeljko Joksimovic er annar kynnanna í Belgrad í ár, en hann er einn- ig höfundur framlags Serbíu til keppninnar. Nýjar fyrirsætur bætast stöðugt í hóp þeirra sem fyrir eru, og nýjasta upp- skeran virðist aðallega vera komin úr barnaherbergjum fræga fólksins. Splunkunýjasta viðbótin í raðir heitustu fyrirsæta dagsins í dag er Dakota Johnson, dóttir Holly- wood-stjarnanna Melanie Griffith og Don Johnson. Hún hefur ekki enn lokið gagnfræðaskólagöngu sinni, en hefur þegar skrifað undir samning við módelskrifstofuna IMG models, og mynd af henni mun prýða forsíðu bandarísku útgáfu Vogue innan skamms. Coco Sumner hefur einnig vakið mikla athygli að undanförnu, en hún er meðal annars nýtt andlit hins virta tískuhúss Burberry, og situr fyrir í auglýsingum fyrir það ásamt ofurfyrirsætunum Agyness Deyn og Lily Donaldson. Coco er dóttir tónlistarmannsins Sting og Trudie Styler, og hefur einnig reynt fyrir sér í tónlist meðfram fyrirsætu- ferlinum, með hljóm- sveitinni I Blame Coco. Daisy Lowe hefur þegar náð góðum árangri í fyr- irsætubrans- anum, en hún á meðal ann- ars að baki samning sem andlit Agent Provo- cateur, og hefur gengið tískupall- ana fyrir merki eins og Burberry Prorsum. Lowe er dóttir rokkar- ans Gavin Rossdale, sem er giftur Gwen Stefani, og Pearl Lowe. Reyndar var það ekki fyrr en nýlega að DNA-prufa skar úr um að Lowe væri dóttir Rossdale, sem þangað til var guð- faðir hennar. Barnabarn Elvis og Priscillu Presley, og dótt- ir Lisu Marie Presley, hefur einnig gert góða hluti í brans- anum. Hún ber nafnið Riley Keo- ugh og birtist fyrst á tískupöllun- um aðeins fjórtán ára gömul, þegar hún gekk fyrir Dolce & Gabbana í Mílanó. Hún hefur verið andlit Dior og birst á forsíðu Vogue ásamt mörgum öðrum tískublöðum. Systurnar Theodora og Alex- andra Richards eru svo ellismell- irnir í þessum hópi, en þær eru fæddar 1985 og 1986 og eru dætur hins alræmda Keiths Richards úr Rolling Stones og Patti Hansen. Báðar hafa þær setið fyrir fyrir Tommy Hilfiger, en Alexandra hefur þar að auki birst á síðum blaða eins og Vogue, breska Gla- mour, Harpers Bazaar og Vanity Fair. Hvort það eru genin sem gera niðjum fræga fólksins svo auðvelt fyrir í bransan- um, eða einfaldlega það að þekkt eftirnafn opni fleiri dyr, skal ósagt látið, en svo mikið er víst að það virðist vita á gott að eiga fræga foreldra ef draum- arnir snúast um tískusýningarpalla. Fyrirsætur fræga fólksins DAKOTA JOHN- SON Dóttir Melanie Griff- ith og Don Johnson, átján ára. COCO SUMNER Dóttir Trudie Styler og Sting, sautján ára. DAISY LOWE Dóttir Gavin Rossdale og Pearl Lowe, nítján ára. RILEY KEOUGH Dóttir Lisu Marie Presley og Danny Keough, átján ára. ALEXANDRA OG THEODORA RICHARDS Dætur Keiths Richards og Patti Hansen, 21 árs og 23 ára. NORDICPHOTOS/GETTY Þeir sem sakna stefnumótaþáttar- ins Djúpu laugarinnar geta glaðst, því skemmtistaðurinn Q bar blæs til þriggja kvölda í anda þáttarins næstu miðvikudagskvöld. „Þetta verður svona óður til Djúpu laugarinnar, sem tröllreið öllu þegar hún var sýnd á Skjá einum hérna um árið,“ útskýrir Óli Hjört- ur Ólafsson, einn eigenda barsins. „Við byrjum á hommunum, sem eiga kvöldið í kvöld. Eftir viku eru það lesbíurnar, og svo verður lokakvöldið straight. Við vildum halda straight-kvöld líka, þar sem við erum straight-friendly bar,“ segir hann. Óli Hjörtur segir viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum, og er ekki frá því að stefnumóta- kvölda á borð við þetta hafi verið sárt saknað. „Miðað við viðbrögðin get ég eiginlega ekki sagt annað. Fólk er alveg æst í að taka þátt, og við höfum ekki undan því að svara tölvupóstum,“ segir Óli. Sami háttur verður hafður á og í þáttunum, þar sem þrír keppendur kepptu um hylli eins og sama einstaklings. Kynnar á kvöldunum verða Birna Sif Magnúsdóttir og Haffi Haff, sem er þjóðþekktur eftir frammistöðu sína í Eurov- ision. Djúpa laugin á Q bar hefst klukkan 20. - sun Óður til Djúpu laugarinnar FRÁBÆRAR UNDIRTEKTIR Óli Hjörtur heldur Djúpu laugar-kvöld á Q bar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 44 DAGAR TIL STEFNU RIFF Í SÓKN Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra og Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, undirrita samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.