Tíminn - 25.10.1981, Qupperneq 20

Tíminn - 25.10.1981, Qupperneq 20
20 Sunnudagur 25. október 1981 V 1 „Þú ert aldrei fullnuma" Tíminn spjallar við stjörnanda og aðalleikara Peking-óperunnar Margt getum við íslendingar, eða öllu heldur Vesturlandabúar, lært af framkomu og við- móti Austurlandabúa. Þetta var það fyrsta sem blaðamanni Timans datt i hug, þegar hann hitti að máli þrjá aðalleikendur Peking-óper- uflokksins frá Wuhan, sem nú sýna listir sinar i Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi flokksins og túlkur aðstoðuðu blaðamann og listamenninga, þannig að tjáningarsambandið væri með eðli- legum hætti, eða með öðrum orðum, túlkuðu. Það sem blaðamaður á við með lærdóminn sem við getum dregið af Austurlandabúum, er þetta einstaklega hlýja viðmót, umburðarlyndi og brosmildi. Ekki svo að skilja að blaðamaður fari i neinar grafgötur með það að i Austur- löndum sem annars staðar þrifst óvild, óvin- átta og hatur. En þetta hlýlega viðmót sem mætir manni þegar rætt er við Austurlanda- búa, Kinverja i þessu tilviki, yljar manni ó- neitanlega um hjartarætur, og eftir hálftima eða svo, er maður jafnvel farinn að brosa, án þess að hafa til þess nokkurt „löglegt” tilefni, á islenskan mælikvarða. Þau sem blaðamaður hitti að máli eru þrir aðalleikarar flokksins, en þau heita Liu Heng bin, Wang Wan Lua og Zheng Dan. Stjórnandi flokksins var einnig viðstaddur og nefnist hann Zhou Xiao Xian. ,,Þú ert áldrei fullnuma” — Fyrsta spurningin sem blaðamaöur beinir til listamann- anna er hve löng þjáltun liggi aö baki þvi að fullnema sig i list- greininni. Eftir smáhandapat og hlátur kemur svarið*. „Þú ert aldrei fullnuma. Að visu verður maður að nema i sex ár i Peking — ðperuleikskólanum áður en maöur fær inngöngu i flokkinn, en eftir það er um stöð- ugar æfingar að ræða. A meöan að sýning fer fram, fer einnig fram æfing og þess á milli einnig. Við sem erum i flokknum byrjuð- um eftir nám i áður nefndum skóla, en auövitað urðum við ekki strax aðalleikarar. Slikt kemur aðeins með áralangri þjálfun og geysilegri vinnu.” Hér skýtur stjórnandinn þvi inn i að börn á aldrinum 10 til 11 ára séu tekin inn i skólann og hljóti sina menntun þar i sex ár, áður en þaufara að taka þátt i sýningum. Segir hann að nú séu 200 nemendur i Peking-óperuleik- skólanum. „Sýnendurnir verða að hafa hæfileika á öllum fimm sviðunum” — Ef ég bið ykkur að skýra i ör- stuttu máli hvernig hlutverka- skipting hjá ykkur er, hvert verður þá svarið: „bessi forna leiklistarmenning okkarbyggist á fimm meginþátt- um sem eru söngur, dans, akró- bat, striðsleikir og framsögn. All- ir sýnendurnir verða að hafa hæfileika á öllum þessum sviðum til þess að teljast gjaldgengir i sýningarflokknum, en sérhver þeirra hefur einnig sitt sérsvið. Wang Wan Lua, hún er til dæmis sérhæfð i söng og striðsleikjum, Liu Heng bin er sterkastur sem striðsmaður og söngmaður og Zheng Dan er einkum i akróbat, skylmingum og framsögn. 011 eru þau þó fær á fleiri sviðum, en fyrsta áhersla er lögð á áður- greinda þætti i flutningi þeirra.” „Fyrsta sinn i Evrópu” — Sýnið þið mest i heimaborg ykkar, eða ferðist þið einnig mikið um? „Peking-óperuflokkur okkar er mjög stór, þannig að þegar farið er i sýningarferðir, þá er flokkn- um yfirleitt skipt i tvo sýningar- flokka. Við ferðumst um Kina og sýnum svona tvisvar til þrisvar á ári, en hingað til höfum við ekki fariðmikið út fyrir Kina. 1953 fór- um við til Norður-Kóreu og sýndum þar, 1957 fórum við til Kambódeu, en þetta er okkar fyrsta ferð til Evrópu.” — 1 framhaldi af þvi finnst blaðamanni ekki óeðlilegt að spyrja hvað listamönnunum finnist um Evrópu. Wang Wan Lua er fyrst til að svara og segir hún: „Mér hefur virst sem Evrópulönd i mjög mörgum tilvikum súe háþróuð lönd. Menningin er gjörólik okkar, en samt hægt að finna margt sameiginlegt. Þó að við höfum aðeins verið tvo daga á Islandi, þá hefur það vakið sér- staka athygli mina hversu mikið af nýjum og glæsilegum bygging- um þið eigiö og hversu gott skipu- lag þjóöfélagsins virðist vera.” Næstursvarar Liu Heng bin: „Ég ætla ekki að gera Evrópulöndin almennt að umtalsefni, en mig langar til þess að minnast örlitiö á Island. 1 gærkveldi eftir frum- sýningu okkar i Þjóðleikhúsinu, þá fögnuðu áhorfendur okkur meö miklu lófataki, hlýju viðmóti og vingjarnleika i langan tima. Þetta snart okkur djúpt og mér finnst þessar móttökur endur- spegla þá virðingu sem þið íslendingar virðist bera fyrir okkar fornu menningu, auk þess sem þær sýna fram á vináttu ykk- ar i garð okkar Kinverja. Ég vil taka það fram að við erum ykkur mjög þakklát.” Zhen Dan tekur upp þráðinn þar sem Liu Heng bin hætti og segir: „Þaðer rétt'aðfrumsýning okkar i Þjóðleikhúsinu gekk mjög vel, en það getum við aðeins þakkað þeim geysilega góðu mót- tökum sem við höfum fengið hérna og þvi hversu vel hefur ver- iö aö okkur búið. Þessi velvilji i okkargarðhvetur okkur til dáða i leiksviðinu og við erum einhuga um að gera okkar besta fyrir slika áhorfendur.” „Náttúra lands ykkar einstök” —Listamennirnir virðast ekki vilja annað ræða en Island, þegar þeir eru komnir á bragðið og stjórnandinn Zhou Ziao Xian leggur næst orð i belg: „Það sem ég hef séð af íslandi finnst mér einkar tilkomumikið og ég tel að náttúra lands ykkar sé einstök. Það væri gaman að fá tækifæri til þess að ferðast um landiðykkar. Nú á eftir förum við i skoðunarferð um Reykjavik og nágrenni og ég get fullvissað þig um að allir 49 þátttakendurnir i þessari för ætla að fara i þá ferð og biða spenntir. Okkur þótti það afar tilkomu- mikið þegar við komum hingað til Reykjavikur að sjá litadýrðina á húsunum ykkar, þvi slik litadýrð i Kina sést aðeins á fornum höllum og byggingum. Aður en við fórum frá Kina, þá var okkur sagt að hér á íslandi rikti hámenning sem byggði á fornum hefðum. Þrátt fyrir stutt- an stans höfum við þegar fengið að sannreyna þetta. Við höfum einnig heyrt að þið væruð mesta bókaþjóð i heimi og að næstum sérhver Islendingur væri ljóð- skáld. Þvi finnum við til mikils menningarlegs skyldleika við ykkur, þótt bakgrunnur og að- stæður allar séu ólikar i löndun- um okkar. Eins og þú veist þá hefur Kina alið af sér mjög góð ljóðskáld og ég er sannfærður um að það hefur lsland einnig gert.” —Blaðamaður finnur að við- mælendur hans eru farnir að ókyrrast örlitið, þótt þeir af eðlis- lægri kurteisi séu jafn brosmildir og endranær. Skýringin kemur i ljós, þegarlitiðerút um gluggann á Hótel Holti, en þar biður stór rúta og fjöldinn allur af kinversku listamönnunum biða hjá henni. Slik er kurteisi Kinverjanna, að blaðamanni dettur helst i hug að þeir myndu ekkert við þvi segja þótt hann hefði af þeim skoðunar- ferðina, en hann flýtir sér að fyrirbyggja allan misskilning og segist þakka fyrir ánægjulegt spjall. Við slika kveðju lyftist brúnin enn á Kinverjunum og þeir eru beinlinis brosandi út að eyr- um þegar ljósmyndari og blaða- maður kveðja, með það i huga að viðmót Kinverjanna muni lifga upp fremur drungalegan dag. —AB Liu Heng bin er sérhæfur á sviði striösleikja og söngs. Wang Wan Lua telur að Evrópu- lönd séu I mörgum tilvikum há- þróuð lönd. Zheng Dan taldi islenska áhorfendur einstakiega þakkláta og góða áhorfendur. Stjórnandinn Zhou Xiao Xian segir náttúru okkar tslendinga vera einstaka. Timamyndir —Ella

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.