Tíminn - 08.11.1981, Page 2

Tíminn - 08.11.1981, Page 2
2 var ogí ■ Ljós vikunnar skein við okkur úr Helgarpóstinum i gærmorgun, bjart og hiytt. Megum við kynna: Jóhönnu Þórhallsdóttur og Sonju Jónsdóttur.umsjónarmenn þeirr- ar siöu sem ritstjórn Helgarpósts kýs að kalla „Stuðarann”. Sá mun ekki slst vera fyrir úlllnga. Við prentum hér i heilu lagi svo- nefnt „fræðsluhorn” Stuðarans i gær: Dularfulla smokkamálið Eins og margoft trekk i trekk og hvað eftir annaö hefur komið fram á Stuðarasiðum Helgar- póstsins (hm, hm) hefur óra lengi, æ ofan i æ, og lon og don verið lofaö að fjalla um getnaðar- varnir. Við viljum allra auðmjúk- legast vekja athygli lesenda á þeirri hörmulegu staðreynd að það eru a.m.k. þrjár vikur liðnar frá þvi' við skiluðum skýrslu okk- ar um smokkinn inn á ritst jómar- skrifstofurHelgarpóstsins. Hvort sem starfsmenn blaðsins (sem eru jú i meirihluta karlmern) hafa verið svo ófróöir um þetta blessaöa þarfaþing að greinin hafi stöðvast hjá þeim, ellegar hjá prenturunum úti i Blaða- prenti eða efni okkar verið i svo miklu magni að hún hafi hrein- lega ekki rúmast á sibunum er okkur hulin ráðgáta. En hvaö um það, loksins birtist greinarkorn- ið. (ATH. Þó fyrr heföi verið! Helgar-Timinn) ,,Nú hefst fræðsluhorn Stuðar- ans á kynningu á smokknum. Já, smokkur það er alveg óþarfi að roðna, þetta er þrælgóð getnaðar- vörn, 95% örugg og auk þess mjög góð vörn gegn kynsjúkdómum. Þess vegna er smokkurinn ágæt- ur i skyndisamböndum. Þetta er eina getnaðarvörnin sem til er fyrirkarlmenn. Smokkur er þunn gúmmiverja, rúllað upp á stinnt typpiö. Við samfarirnar lendir sæðið I smokknum en eftir sáðfall minnkar typpið og til þess að koma i veg fyrir aö smokkurinn renni út af þegar typpið er dregið út úr leggöngunum er nauðsyn- legt að halda við hringinn efst á smokknum og ber hér að hafa hröð handtök og örugg. E^f smokkurinn er ekki settur nógu^ varlega á typpiö getur hann rifn- \ að og þvi' er best að fara varlega. \ Smokkurinn fæst I öllum apótek- um og sumum almenningssalem- , um. Og þaö mega allir kaupa hann, sama hvað þeir eru gamlir eða ungir. Smokkurinn er einmitt ágætur fyrirungt fólk þvi að pillan getur verið slæmfyrir ungar stelpur, en smokkurinn hefur engar auka- verkanir i för með sér. Sé hann notaður á réttan hátt er hann góð getnaöarvörn. P.s. Sama smokkinn má bara nota einu sinni! framhald i næsta blaði.” Við biðum yfir okkur spenntir eftir framhaldinu. 1 millitlðinu geta þærstöllur, Jóhanna og/eða Sonja, sótt sér kerti á ritstjórn Helgar-Timans. Fyrirleshir í IVwrana húsinu um Dalina ■ ERIK HOFREN minjavörður og forstöðumaöur Falun minja- safnsins i Dölunum i Sviþjóð held- ur fyrirlestur þriðjudaginn 10. nóv. kl.20:30 með litskyggnum og talar um söfn I Dölunum og dala- myndir (dalmalningar). Dalirnir er það hérað 1 Sviþjóö, þar sem fornar hefðir og siðir hafa varöveist lengst og er mjög áhugavert hvað þjóöhætti varöar. Þar er að finna hinar viöfrægu „dalmalningar”, dalamyndir/- skreytingar en svo er nefnd al- þýðulist sú, sem blómstraði I Döl- unum á s.hl. 18. aldar og f.hl. 19. aldar. Voru heilu herbergin prýdd þessum myndum, sem voru ýmist málaðar á dúk eöa pappír. Mynd- irnar lýsa atburðum úr bibliunni eða veraldlegum atvikum. Mjög mikil litadýrð er gjaman i þess- um myndum og mikið um blóma- skrúð. Falun minjasafnið, sem Erik Hofrén veitir forstöðu, hefur á síðustu árum orðið miðstöð fyrir söfnin i léninu og þar er aö finna heildarskrá yfir muni I þessum söfnum, en söfnin I Dölunum hafa haft forgöngu um endurskipu- lagningu innan sænsku byggða- sfnanna. Erik Hofrén er ásamt Rune Runbro ritstjóra, I heimsókn hér á landi og ætla þeir að gera út- varpsdagskrá um menningarlif og söfn á Islandi. Þeir eru gestir Arbæjarsafns. Norræna húsið og Arbæjarsafn standa sameiginlega að fyrir- lestrinum. Mánudagskvöld 9. nóv. kl.20:30 heldur Kammersveit Oslóar tón- leika i Norræna húsinu, en sveitin er hér á ferð á vegum Kammer- sveitar Reykjavikur. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Vagn Holmboe, K.B. Blomdahl, Jón As- geirsson (Sjöstrengjaljóð), Jean Sibelius o.fl. Finnski grafiklistamaöurinn LISBET LUND er gestur Nor- ræna hússins um þessar mundir og sýnir grafik I anddyri hússins 7.-20. nóv. Sýningin veröur opin á opnunartima hússins kl.9-19, nema sunnud. 12-19. Aðgangur er ókeypis. Neistavika Ú r dagskrá Neistaviku ■ Það sem veröur á dagskrá NEISTA-viku (7.-13. nóv.) helg- ina 7.-8. nóv.: — Laugardagur 7. nóvember: Hótel Borg kl.14.00 LIST BAR- ATTUNNAR — BARATTA LIST- ARINNAR Fjallað um verkfallið 1970, Pétur Hraunfjörð og fleiri aka saman og flytja syrpu. Upplestur og tónlistBaldvin Hall- dórsson les úr Meistaranum og Margréti eftir Bulgakov i þýð. Ingibjargar Haraldsdóttur. Einar Olafsson les úr eigin verk- um. Guðmundur Hallvarðsson og Kristján Jónsson lesa þýðingu á ljóöum eftir Bertolt Brecht Kristján Jónsson les úr nýútkom- inni bók sinni „Haustið er rautt” Simon ívarsson leikur flamengo á gitar. Stella Hauksdóttir spilar og syng- ur Vilborg Dagbjartsdóttir les úr nýrri bók Þorgeir Þorgeirsson les úr eigin verkum. — Sunnudagur 8. nóvember: Laugavegur 53 A (Fylkingarhús) kl. 15.00 MYNDLISTARSÝNING opnuö verður sölusýning á myndverkum sem NEISTA hafa veriö gefin. Sýningin verður opin til 15. nóv. daglega kl.15.00-22.00 GEFEND- UR verka: Alfreð Flóki, Arni Ing- ólfsson, Guðrún Svava Svavars- dóttir, Hringur Jóhannesson, Jón Gunnar Arnason, ölafur Gisla- son, Jónina Guönadóttir, Borg- hildur óskarsdóttir, Völundur Björnsson og Þorvaldur Skúla- son. Hljómplatan „Sóleyjarkvæöi” með ljóði Jóhannesar úr Kötlum v/tónlist Péturs Pálssonar veröur til sölu á sýningunni. Plata þessi hefur verið ófáanleg lengi en er til i nokkrum eintökum. OtWSTELLIb Glæsilegt í formi - handverk í sérflokki fágað í áferð Nýja Öðustellið er glæsilega yfirvegað í formi með silkimjúka pastelgráa áferð og býður upp á fjölbreyttustu möguleika í upprööun. Einfalt, beint á tréborðið, eða á glæsilegt veisluborð með kertum og blómaskreytingum. — Öðusteltið, form og áferð, fer allsstaðar vel. Öðustellið er glerjaö meö sterkustu steinefnum. SENDUM MYNDALISTA ÐABAKKA 9 85411 REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.