Tíminn - 08.11.1981, Síða 12

Tíminn - 08.11.1981, Síða 12
12 Sunnudagur 8. nóvember 1981 Fulltrúi framkvæmdastjóra Ein af aðaldeildum Sambandsins óskar eftir að ráða fulltrúa framkvæmdastjóra. Starfið felur i sér aðstoð við fram- kvæmdastjóra við stjórnun fyrirtækisins og að vera staðgengill hans. Viðskipti við erlend fyrirtæki og utanferðir. Leitað er að manni með haldgóða við- skiptamenntun eða starfsreynslu á þessu sviði. Hannþarf að vera góður i umgengni og hafa stjórnunarhæfileika. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra fyrir 20. þessa mánaðar, er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉIAG A STARFSMANNAHALD IMámskeið í JÓLAFÖNDRI: verður haldið i FELLAHELLI 3 næstu mánudaga og 3 næstu miðvikudaga kl. 13.15—16 Kennslugjald kr. 160.-, efnisgjald verður greitt sér. Þátttakendur hafi með sér góð skæri og nálar. Þátttaka tilkynnist i simum: 12992 og 14106 fyrir kl. 12 mánudaginn 9. nóv., en þann dag hefst annað námskeiðið. Kennari: Asdis Sigurgestsdóttir. Námsflokkar Reykjavikur. Umboðsmenn Tímans Vesturland________________ Staður: Nafn og heimili: Simi: Akranes: Guömundur Björnsson, 93-1771 Jaöarsbraut 9, Borgarnes: Unnur Bergsveinsdóttir, Þórólfsgötu 12 93-7211 Rif: Snædis Kristinsdóttir, Háarifi 49 Ólafsvik: Stefán Jóhann Sigurösson, Engihliö 8 93-6234 Grundarfjöröur: Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15, Stykkishólmur: Esther Hansen, Silfurgötu 17 93-8115 RITSKOÐUN í ÚTVARPI ■ Um siöustu helgi birtist hér i Helgar-Timanum viötal sem varð býsna umdeilt, N.N. ræddi um þaösemhann kallaöi „Litlu Ame- rlku” sem sé spillingu og hugar- farsmengun á Keflavikurflug- velli. Þaö er I sjálfu sér ekki i frá- sögur færandi. Hitt er svo annað mál aö viö ætluöum okkur þá dul aö auglýsa þetta efni i Utvarpinu, eins og ti'tt er, en fengum ekki. Auglýsingin var á bessa leið: „Spilling og hugarfarsmengun á Keflavikurfhigvelli” — rætt viö verkmann á Vellinum”. Er við hringdum á auglýsingastofu út- varps siödegis á laugardag var enginathugasemd gerövið þessa auglýsingu,hins vegar var hringt i ritstjóra Timans morjuninn eft- ir og honum tilkynnt aö útvarps- stjóri og Guömundur Jónsson, framkvæmdastjóri útvarpsins, heföu tekiö ákvöröun að þessi auglýsing skyldi bönnuö. Bað Eli- as þá útvarpsmenn vel aö lifa. Þaö er svo sem engin ný bóla fyrir blaöamenn aö auglýsinga- stofa útvarpsins banni tilteknar auglýsingar. Fjölmörg dæmi eru til. Þetta er hins vegar i fyrsta sinn sem Helgar-Timinn veröur fyrir þessu svo viö fórum aö velta þvi fyrir okkur hverju þetta sætti. Þaö sem um er aö ræða er þetta: Viö erum með viötal sem viö vilj- um auglýsa. Tökum úr þvi komment — „spilling og hugar- farsmengun” — sem vel aö merkja var einnig notað i fyrir- sögn viötalsins i blaöinu, þannig aö úr veröur bein tilvitnun. Svo er þessu kippt út. Hvers vegna? Það var heldur fáttum svör hjá útvarpinu. Auglýsingastjórinn, Þorbjörg Guömundsdóttir, sagöi aö hún heföi lagt þessa auglýs- ingu fyrir Guömund Jónsson vegna þess aö hún heföi talið hana „hlutsama” — hvað svo sem þaö þýðir. Hún sagöi og aö svona mál væru dálitiö erfiö vegna þess að i raun væru fáar og smáar reglur aö fara eftir, stundum þyrfti aö byggjaá tilfinningueinni. Benti á að þaö sem lesiö er i útvarp særir fólk oft meira en þaö sem stendur á prenti,hvort sem þaö er nú rétt. En hdr var einungis um aö ræöa tilvitnun 1 viötal, þetta var ekki fullyröing blaösins, eins og ljóst mátti vera af framhaldi auglýs- ingarinnar. Þá sagöi auglýsingastjórinn aö eina reglan sem eftir væri farandi væri i raun sú aö einungis mætti auglýsa fyrirsagnir greina eöa viötala. Þetta er bara ekki svo- leiðis, eins og allir vita. Blööin telja nauösynlegt aö semja aug- lýsingar sem eru ekki beinar fyrirsagnir og er þaö eölilegur hlutur. Og oft hafa komið i út- varpiö auglýsingar frá blööum sem eiga li'tiö eöa ekkertskylt við þaö efni sem er i blaöinu. Tökum til aö mynda blaöiö hans Vil- mundar, Nýtt land heitiö. Þaö blaö auglýsti hvaö ofan I annaö hluti sem voru ekkert annaö en pólitisk kommentá menn og mál- efni. Tökum nokkur dæmi: 27. ágúst síðastliöinn var eftir- farandi auglýsing lesin upp i út- varpiö: „Þjóöviljinn kallar rit- stjóra Nýs lands vindbelgi, vegna umf jöllunar þeirra um aukin lýð- ræði i verkalýðshreyfingunni. Verkafólk: ykkar svar er aö kaupa Nýtt land”. Skyldi þetta ekki vera ,,hlut- samt”? Eða þá þessar hér: „Nýtt land, vikublaö gegn rit- skoöun, gegn flokksræöi”. „I Breiöholtinu búa 27 þúsund manns, við prentum i 20 þúsund eintökum, dæmiö hlýtur að ganga upp”?? ,,Nýtt land auglýsir: Viö erum andvigir Grænmetisverslun land- búnaðarins. Viö viljum hollustu og heilbrigöi. Nýtt land, viku- blaö”. „Viö lýsum stjóminni á Versl- unarmannafélagi Reykjavikur”. „Nýtt land lýsir baksviöi gos- drykkja-styrjaldarinnar fyrir fá- tæku fólki”. ,,Við segjum frá þvisem frétta- stofa Rikisútvarpsins segir ekki frá”. „Hafa lögregla og fjölmiölar gertalvarleg mistök? Nýtt land, vikublaö”. Sisona. Þaö voru eng- ar útskýringar meö þessu. ,,Viö viljum aö bændur greiöi sjálfir fyrir sin búnaöarþing”. „Stjórn blaöamannafélags Is- lands ályktar gegn ritstjóra Nýs lands. Svar ykkar er aö kaupa Nýtt land”. „Nú hefur útvarpsráö visaö á bug „órökstuddum aödróttunum” eins og þeir kalla þaö, ritstjóra Nýs lands. Nýtt land fæst á flest- um blaösölustöðum”. Og einhver allra besta auglýs- ingin var á þessa leið: „Nýtt land auglýsir: lleiöara i Timanum i' morgun, sem lesinn var I Rikisútvarpinu, var ritstjóri Nýs lands kallaður apaköttur. Umræðan verður sifellt málefna- legri. Nýtt land fæst á flestum blaösölustööum. Nýtt land, viku- blað”. Hvers vegna fá svona auglýs- ingar aö fara I gegn en ekki sú sem viö vildum? Auglýsingastjóri útvarpsins upplýsti að auglýsing- ar frá Nýju lami heföu sifellt ver- iö til vandræöa og þvi heföi sér- stök nefnd manna séð um aö fara yfir þær. Og siöustu tvær auglýs- inearnar sem birtar voru hér aö ofan voru lesnar með sérstöku leyfi Guömundar Jónssonar, framkvæmdastjóra. Hvaö er þá athugavert við „Spilling og hug- arfarsmengun á Keflavikurflug- velli” — rætt við verkamann á Vellinum. Það má nefna fleiri dæmi af skrýtnum vinnubrögöum ritskoð- unar útvarpsins. Helgarpósturinn hefur oft lent i þessu og marg- sinnis veriö bannaðar auglýsing- ar frá honum. Árni Þórarinsson ritstjóri Helgarpóstsins, sagöi til aö byrja meðhefði „Yfirheyrsla” blaösins fariö mjög fyrir brjóstið á auglýsingadeild útvarpsins en siðan heföi þaö jafnað sig þannig aö auglýsa mátti til aö mynda: „Guömundur J. i' yfirheyrslu. Helgarpósturinn” en hinsvegar heföi önnur auglýsing sama eölis — „Biskup tslands i Yfirheyrslu. Helgarpósturinn” — verið bönn- uð. Þá heföi „mjög saklaust slag- orö” blaösins veriö bannaö i út- varpinu: „Skyggnst bak viö framhliö Islensks þjóöfélags”. Þetta slagorö fékkst hins vegar athugasemdalaust birt i' sjón- varpinu, þegar farið var fram á þaö. Þá sagöi Arni Þórarinsson: „Þessi ritskoöun er auðvitaö fár- ánleg, sérstaklega i ljósi þess aö um er aö ræöa auglýsingar sem borgaö erfyrir. Aö minu mati ætti blöðunum,semogöðrum, aö vera leyfilegt aö auglýsa hvaö sem er hvernigsem er —innan almennra marka. Viö mundum til dæmis aldrei láta okkur detta i hug að auglýsa i útvarpinu: „Helgar- pósturinn er bestur. Hin blööin eru skitur”. En aö ekki megi segbja að Uskup Islands sé i yfir- heyrslu þegar þaö er bláköld staðreynd, það er fáránlegt. Þaö er aldrei hægt að gera sér grein fyrir þvi fyrirfram hvaö mun fara i taugarnar á auglýs- ingadeildinni. Reglur eru engar, þarna ræöur hentistefna ein- stakra manna”. Laukrétt hjá Arna! Væri út- varpinu sæmandi að leggja snimmendis niöur ritskoöunartil- buröi sina eöa semja aö minnsta kosti gallharöar reglur til að fara eftir. — >j- IUugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.