Tíminn - 08.11.1981, Page 20
20
Sunnudagur 8. nóvember 1981
■ Ennþáeinusinniernjósnamál
i sviösljósinu á Bretlandi. Upplýst
er að maöur sem starfaöi i gagn-
njósnaþjónustu landsins á heims-
styrjaldarárunum siðari var tvö-
faldur i roðinu og raunverulegir
húsbændur hans voru Sovétmenn.
Maöur þessi heitir Leo Long og
viöurkenndi njósnir sinar i viötali
viö stórblaöiö Sunday Times um
siöustu helgi. Hafa uppljóstranir
blaösins vakiö mikinn úlfaþyt á
Bretlandi ekki sist vegna þess aö
Long haföi þegar áriö 1964 játaö
sekt sina fyrir breskum leyni-
þjónustumönnum en ekkert verið
aö gert. Hann var ekki lögsóttur
og upplýsingum um játningu hans
var haldið vandlega leyndum. Er
upp komst um njósnir Anthony
Blunts i þágu Sovétmanna fyrir
tveimur árum var sama uppi á
teningnum: hann haföi viöur-
kennt njósnir sinar fyrir fimmtán
árum en veriö veitt uppgjöf saka
vegna samvinnufýsi við leyni-
þjónustuna. Var sú sakaruppgjöf
harölega gagnrýnd á breska
þinginu á sinum tima en
Margaret Thatcher, forsætis-
ráöherra, hélt þvi statt og stöðugt
fram aö hún ætti sér ekki hlið-
stæöu og aö ekki væri vitað um
fleiri breska þegna sem njósnaö
heföu fyrir Sovétmenn á striösár-
unum og eftir striöiö. Nú er That-
cher sökuö um yfirhylmingu og
um aö hafa visvitandi farið með
rangt mál. Ekki er enn vitað hver
veröur niðurstaða þessa máls en
það hefur orðiö til þess aö renna
frekari stoöum undir þrálálan
orðróm um að fjöldi manns sem
hafi njósnaö og njósni enn fyrir
Sovétmenn fari enn huldu höföi,
ýmist með eöa án vitundar yfir-
valdanna. Þá getur játning Longs
orðiö til þess að mikilvægi Ant-
hony Blunts i njósnahring Sovét-
manna fyrr á árum verði talið
meira en hingað til hefur ætlaö,
enda starfaði Long undir stjórn
Blunts i striöinu og það var Blunt
sem fékk hann til aö veita Sovét-
mönnum upplýsingar.
Uppruna alls þessa er, eins og
menn ættu aö vera farnir aö vita,
aö leita i háskólaborgum Eng-
lands, Oxford og Cambridge,
einkanlega þeirri siöarnefndu. A
fjóröa áratugnum, 1930-40 var
mikil upplausn á bresku þjóölifi
— efnahagsvandræöi voru mikil
hinar vinnandi stéttir bjuggu viö
kröpp kjör og fóru versnandi
meöan yfirstéttin naut lifsins á
hátindi breska heimsveldisins,
fasisminn var i buröarliðnum i
Evrópu og ógnaöi flestum hugs-
andi mönnum, lýðræði Vestur-
landa virtist þess ekki umkomið
aö verjast honum, og æ fleiri
ungir menntamenn litu til Sovét-
rikjanna er þeir reyndu að draga
uppmynd af hinu fullkomna sam-
félagi. Sovétrikin voru þá mjög
ungt riki og sýndust likleg fyrir
unga menn i leit aö betri heimi,
sér I lagi eftir aö sósialismi Bret-
lands haföi beöiö skipbrot er
Ramsey Macdonald, forsætis-
ráöherra flokksins gaf hugsjónir
hans upp á bátinn en veitti forystu
þjóöstjórn til að freista þess aö
vinna bug á Kreppunni miklu. Viö
þessi skilyrði áttu njósnameistar-
ar Sovétmanna sem voru fjöl-
margir i Bretlandi i upphafi
fjóröa áratugsins auövelt meö aö
sannfæra unga menn um aö hinn
kapitaliski heimur væri dauö-
vona hiö eina sem gæti bjargaö
mannkyninu væri kommúnism-
inn eins og hann var túlkaöur af
flokki Lenins og Stalins. Rétt er
aö hafa i huga aö þá vissu menn
lítiö um raunverulegt eöli Sovét-
rikjanna: hiö eina sem menn
höfóu i höndunum voru tölur,
oftastnær falsaðar sem sýndu aö
allt væri á réttri leið fyrir austan.
„Hef einungis gaman af
hlutum”
Enn er ýmislegt á huldu um þaö
Anthony Blunt.
Donald MacLean.
Kim Philby.
„Ég njósnaði
fyrir Blunt"
— Ekkert lát á uppljóstrunum um
njósnir Sovétmanna á Bretlandi
hverjir réðu fyrstu bresku
menntamennina og námsmenn-
ina til sovésku leyniþjónustunnar
en hitt er vitað að meðal hinna
fyrstu sem voru ráðnir var Ant-
hony Blunt, ungur og gáfaður
maöur, en eftir honum er haft:
,,Ég hef ekki gaman af fólki. Ég
hef einungis gaman af hlutum”.
Þessi afstaöa hefur áreiðanlega
ekki gert Blunt erfiöara fyrir að
ganga til liðs við Sovétmenn. 1
fyrstu haföi hann þann starfa að
benda Sovétmönnum á hugsan-
lega kandidata sem vildu gerast
njósnarar og honum varð vel
ágengt. Blunt átti sjálfsagt sinn
þátt i þvl að hið fræga trió: Guy
Burgess, Donald MacLean og
Kim Philby, gekk Sovétmönnum
á hendur og nú hefur Leo Long
lýst þvi hvernig Blunt fékk hann
til starfa. Hann heldur þvi reynd-
ar fram aö Blunt hafi ekki verið
farinn aö byggja upp njósnahring
sinn á Cambridge-árunum og aö
ekki hafi veriö haft samband viö
sig fyrr en eftir aö striðiö skall á.
Segir aftur á móti aö enginn vafi
leiki á aö Blunt og Burgess hafi
haft augun opin fyrir hugsanieg-
um njósnurum.
„Ég var kommúnisti á Cam-
bridge-árunum”, segir Long,.,,og
meöal annars félagi i Postula-
klúbbnum, þar sem Blunt var
einn aöalmaöur. Hann sýndi mér
áhuga ööru hvoru og sagöi mér
eitt sinn aö ég skyldi hafa hægt
um mig eftir aö ég færi úr skólan-
um. Enginn okkar ætti að auglýsa
kommúniskar skoðanir okkar”.
Blunt stofnar njósna-
hring
Eftir aö Long lauk námi i Cam-
bridge var hann eitt ár við fram-
haldsnám i Frankfurt i Þýska-
landi en er hann kom þaðan var
hann tekinn i herinn. Hann var
mikill tungumálamaöur og þvi
leiö ekki á löngu áður en hann var
ráöinn til starfa i njósnadeild
hersins. MI-14 hét hún, deildin
sem hann starfaði i, en sú deild
haföi umsjón með herflutning-
umÞjóöverja um viöa veröld. MI-
14 fékk upplýsingar frá njósnur-
um i Evrópu en hafði einnig aö-
gang aö upplýsingum sem dul-
málssérfræðingar Breta öfluðu,
en þeim haföi tekist aö ráöa dul-
mál þýska hersins. Aö sjálfsögöu
fengu Sovétmenn einnig upp-
lýsingar frá þessum dulmálssér-
fræöingum, eftir að þeir hófu
þátttöku I striðinu, en Bretar létu
þeim þó ekki i té nema þaö sem
þeir sjálfir kusu. Þessi upp-
lýsingadeild olli mikilli reiöi
meöal margra ungra manna sem
störfuöu I leyniþjónustunni og
voru hallir undir Sovétmenn og
átti mikinn þátt i að þeir bundust
samtökum um að útvega Sovét-
mönnum þær upplýsingar sem
þeir óskuöu eftir. Anthony Blunt,
sem starfaði hjá MI-5, gagn-
njósnadeild bresku leyniþjónust-
unnar, átti stærstan þátt i að
koma þeim hring á laggirnar.
Njósnir þremenninganna Bur-
gess/MacLean/Philbys voru ann-
ars eðlis. En gefum Leo Long
orðið:
„Einn góöan veðurdag birtist
Blunt. Hann sagðist eiga vin sem
heföi áhuga á mér. Viö værum
allirsömumegin. Viðvildum allir
að Rússarnir ynnu striðið (Ath.
Áður en innrás var gerð i
Normandi var það útbreitt við-
horf að hinir vestrænu banda-
menn létu Rússa eina um aö
heyja striöið gegn Þýskalandi),
en viö gæfum Rússum ekki nógu
góöar upplýsingar”.
Leynifundir á krám
Næstu þrjú árin hitti Long
Blunt á laun á tveggja vikna
fresti og lét hann hafa allar þær
upplýsingar um Þjóöverja sem
MI-14 haföi tekist að afla. Vana-
lega hittust þeir á litt áberandi
krám I West End. Nú segir Long
aö hann sjái mjög eftir þvi sem
hann geröi þá: „Ég var hroka-
fullur ungur maður. Ég hélt aö ég
væri að leggja einhverju háleitu
markmiöi liö. Að visu held ég aö
ég hafi ekki á neinn hátt skaðað
herafla lands mins en þaö er eng-
in afsökun, ég hefði getað gert
þaö. Blunt sagöi i sifellu: „Er
þetta allt og sumt?” Ég var auð-
vitaö hræddur”. Þrátt fyrir að
Long telji sig ekki hafa skaöaö
Bretland beint er ekki vafi á að
þaö sem hann lét Rússum i té var
mjög þýðingarmikið og aö sjálf-
sögöu algjört leyndarmál. Ekki
sist var um aö ræða túlkanir
breskra herforingja á þýsku
hernaöarvélinni og uppátektum
hennar, en það hefur auövitaö
veriö Sovétmönnum mjög mikils
viröi. Auk þess gátu þeir meö
þessu móti metiö hvaö það var
sem Bretar kusu að halda leyndu
fyrir þeim.
Long segir um Blunt sjálfan:
„Hann virtist vera töluvert hátt
uppi en haföi litinn áhuga á
stjórnmálum. Hann talaði aldrei
um aðra njósnarajen ég geröi mér
aldrei neinar grillur um aö ég
væri sá eini sem gerði þetta”.
Eftir þrjú ár i þjónustu Blunts
haföi Long fengiö meira en nóg,
aö þvi er hann sjálfur segir,
spennan var orðin óbærileg, og
hann sá þaö ráö eitt til bjargar að
láta flytja sig yfir i reglulega her-
mennsku. Hann hitti Blunt ekki
aftur fyrr en árið 1946 en þá átti
Long sæti i nefnd sem reyndi aö
koma á lögum og reglum i Þýska-
landi eftir striðið. Hann lét á sér
skiljast aö hann vildi ógjarnan
komast aftur i samband viö Blunt
og Blunt lét það gott heita. Næstu
árin staríaöi Long á vegum leyni-
þjónustunnar en eftir að ljóst
varö að njósnahringur Sovét-
manna var á fallanda fæti
hugsaði Long sér til hreyfings.
Eftir að Burgess og MacLean
flúðu til Sovétrikjanna hætti hann
störfum fyrir leyniþjónustuna og
tók að sér ýmis störf fyrir einka-
fyrirtæki. Hann er nú á eftirlaun-
um frá kvikmyndafyrirtæki en
þar var hann framkvæmdastjóri.
Hann bjóst á hverri stundu við að
upp um sig kæmist en það gerðist
ekki fyrr en árið 1964.
„Micahel hefur komið
upp um okkur”
Þá hafði það gerst að Michael
Straight Bandarikjamaöur sem
hafði starfað fyrir Sovétmenn,
játaöi sekt sina fyrir bandarisku
alrikislögreglunni B'BI, og hann
reyndist hafa i höföinu ýmsa vit-
neskju um njósnir Sovétmanna i
Bretlandi. Straight nefndi i yfir-
heyrslum þrjá menn sem hann
taldi likiegt aö heföu verið
sovéskir njósnarar: visinda-
manninn Alistair Watson, Ant-
hony Blunt og Leo Long. Grunur
haföi falliö á Blunt þegar eftir
flótta Burgess og MacLeans en
hann haföi staöfastlega neitað
öllu og engar sannanir fundist. Nú
féllst hann á aö játa ef hann fengi
uppgjöf saka. Hann haföi siöan
samband við Long og sagði orö-
rétt: „Michael hefur komið upp
um okkur”. Long segir: „Blunt
sagöi mér aö honum þætti þetta
mjög leitt. Ég fór i heimsókn til
hans tii aö ræöa málið og hann
sagöi mér að best væri aö játa
allt. Hann kom mér þvi næst i
samband viö leyniþjónustumenn,
og ég hitti þá daginn eftir i ibúð
nokkurri I Kensington. Ég vissi
ekki að Blunt heföi fengiö uppgjöf
saka og þeir lofuðu mér þvi
heldur aldrei beinlinis. Sögöu hins
vegar aö þaö væri mjög óliklegt
aö ég yrði dreginn fyrir dóm.
Kannski sögðu þeir þetta til aö
stappa i mig stálinu. Ég sagöi
þeim alla vega frá öllu þvi sem
haföi gerst, þaö tók nokkra
klukkutima.en þeir sýndu ekki á
sér nein viðbrögð. Ég man ekki
hvort ég nefndi nokkra aöra ég
hreinlega man þaö ekki. Ég veit
þvi ekki hvort ég hef hjálpað þeim
aö hafa upp á öörum njósnurum”.
Njósnuðu ráðherrar
fyrir Rússa?
Vitað er að Anthony Blunt
nefndi ýmis nöfn i sinni yfir-
heyrslu en hann hefur jafnframt
viöurkennt að hafa „valið úr” og
ekki nefnt nema þá sem hann
vildi sjálfur. 1 þessu sambandi er
vert að hafa i huga áðurnefndan
oröróm um að enn leynist viöa i
bresku stjórnkerfi menn sem hafi