Tíminn - 08.11.1981, Side 28

Tíminn - 08.11.1981, Side 28
Sunnudagur 8. nóvember 1981 BÆNDUR - SUMARBÚ STAÐAEIGENDUR FOSS —ROTÞHÆR Nú er rétti tíminn til að notfæra sér auðvelda lausn á skólpvandamálinu. • 777^777^%.. FOSS — ROTPRÆR eru úr trefjaplasti og því níðsterkar. FOSS — ROTMIÆR þola mikinn þrýsting og hafa langa endingu FOSS — ROTPRÆR eru tilbúnar til notkunar, léttar í meðförum og auðvelt að setja þær niður FOSS — ROTÞRÆRNAR eru framleiddar i mörgum stærðum, sem henta sumar- bústöðum, bændabýlum og stærri sambýlum. ^SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR i i r\ i i r-> i a im r\ n r~> a i í t oo r» i n /i i ooaoo SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 Aldrei meira úrval af leikföngum og gjafavörum Heildsölubirgðir INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560 Brúðuhúsgögn Þessi einstaklega fallegu brúðuhúsgögn eru öll handunnin úr harðviði og á ótrúlega góðu verði Smásöluverð: No 1 kr.95.- ” 2 ” 93.- ” 3” 165.- ” 4” 165.- No. 5 kr.42.- ” 6” 47.- ” 7” 50,- ” 8” 110.- framhaldssagan Votar varir eftir Brján Brjánsson Sögulok Ekki veit ég hvað þú segir við þeim ósköpum sem ég ætla nú að segja þér. Gamanið er rétt að byrja. Ég er örlítið búinn að komast ifæri við varirnar votu, og þaðsem meira er: snertingu! Og nú vil ég helst ekki segja þér meira. Égveitaðþettaerhinfyrirlitlegasta framkoma aðhætta, þeg- ar gamanið er rétt að byrja, en mér til afsökunar hef ég það að þegar ég byrjaði á þessu volæði minu, þá vakti það eitt fyrir mér að ná fram hefndum á þvi sem þá var i minum augum stúlku- kind. En eins og þú ef til vill gerir þér grein fyrir, þá hefur sam- band mitt við stúlku þá sem votu varirnar tilheyra, þróast úr þvi að vera kuldalegt og yfirborðslegt i það að vera bæði innilegt og vingjarnlegt. Mér er þaðþvi hreint ekkert kappsmál nú i dag, að vera að bera þetta samband á torg, þvi ef framavonir minar eiga eftir aðrætast, þá á sambandiðeftir að verða ástrikt. Litt er ég hrifinn af þvi að liggja undir. ámæli þinu og vera nefndur gunga, bleyða og svikari. Þvi ætla ég að friðmælast við þig á þann hátt, að ég ætla að segja þér frá bióferð okkar Ornu á mánudagskvöldið, en siðan ekki söguna meir. Er þetta sam- þykkt? Ég man litið um hvað myndin fjallaði og með öllu er mér fyrir- munað að muna titil myndarinnar. En samt sem áður er þetta ein ánægjulegasta bióferð sem ég hef farið. Ég sótti Ornu heim, þorði ekki inn, en beiö fyrir utan og út kom hún stormandi,stór- glæsilegað vanda. Umræðuefniðá leið i bió var heldur rýrt, enda var eins og hálfgerð feimni hrjáði okkur bæði. begar við hins vegar vorum sest niður i bióinu og búið að slökkva ljósin, var eins og þægilegheitanna ró færðist yfir okkur bæði. Ég þori nú ekkert að fullyrða með örnu, en hvað mig varðar þá var þetta staðreynd. Ég sat og lét hugann liða og þakkaði minum sæla fyrir að ég sæti þarna i rökkrinu við hlið draumadisar minnar. Hugleiddi ég hvort um framhald á þessu sambandi okkar gæti orðiö að ræða og þá á hvaða hátt. Við rákum olnbogana saman þegar við ætluðum bæði að láta armana hvila á sama stólarminum, kipptum bæði að okkur höndum, flissuðum siðan eins og smá- krakkar og færðum armana aftur saman. Þessum „handalög- málum” lyktaðiá þann hátt að litill og mjúkur lófi örnu endaði 1 krumlu minni. Hvort okkar átti heiðurinn að frumkvæðinu veit ég ekki, en bæði virtust jafn ánægð með lyktirnar. Um mig fór hálfgerður sæluhrollur og ég þrýsti hönd Ornu öðruhverju bara til þess að fullvissa mig nú um að þetta væri raunverulega litill kvenmannslófi sem ég hélt utan um. Varð ég nú nokkuð óþreyjufullur að kvikmyndin rynni sitt skeið á enda, þvi nú fannst mér vera meira um vert að við Arna fengjum að ræða betur saman og auövitað óskaði ég þess lika að við fengjum að komast í nánari snertingu en við vorum i þarna. Mest af öllu hugleiddi ég þó hvort ég fengi tækifæri þetta kvöld til þess að snerta varirnar votu með minum eigin. Ég þraukaði nú , samt þangað til syningunni var lokið og ég held meira aö segja að mér hafi tekist að hlæja á viðeigandi stöðum, en ekki er ég þó viss i minni sök. Þegar við komum aftur út i bil, upphófst sama vandræða- feimnisástandið og ég spurði hvort við ættum ekki að fá okkur smábiltúr, hvað hlaut náð fyrir örnu augum. Fyrst ókum við gegnum miðbæinn, og á leiðinni liðkaðist heldur um málbein okkar, þannig að við vorum orðin sæmilega óþvinguö þegar ég tók stefnuna á Seltjarnarnesið. Arna hefur sjálsagt fundið á sér hvaða stefnu hugur minn hafði tekið, þvi hún fór að segja mér grinsögur af kunningjum, sem hefðu verið i hinurp ósiðlegustu ástarleikjum úti undir berum himni á golfvellinum á Seltjarnarnesi eina fagra vornótt, þegar póliti staðarins kom að þeim, þeim og sjálfum sér til hinnar mestu skelfingar. Stúlkan hafði nefnilega verið dóttir pólitisins! Ég hló auðvitað heilmikið og lét eins og ég skildi alls ekkert hvers konar aðvörun lá i orðum örnu, heldur hélt minu striki og ók framhjá golfvallarafleggjaranum og lengst vestur á nesið. Þar lagði ég bllnum og sagði, „við erum hérna á röngum árs- tima, þvi sólarlagið á vorin er alveg stórkostlegt héðan”. Þá var það sem blessunin hún Arna min kom mér enn einu sinni á óvart, þvl hún snéri sér hálfpartinn að mér, vætti varirnar freistandi með tungunni og brosti sinu bliðasta til min. Boðið gat ekki aug- ljósara verið svo ég tók i mig rögg, færði mig nær henni, tók utan um hana og... og... já, hvort sem þú trúir þvi eða ekki, og kyssti hana beint á varirnar votu! Það eina sem komst aö i huga mln- umvar: „Loksins! Loksins!” Draumurinn minn langþráöi hafði ræst og raunveruleikinn I kossinum var sist eftirbátur þess sem éghafði gert mér i hugarlund að umræddur koss yrði, þegar og ef aö honum kæmi. Þessar hugsanir flugu i gegn um kollinn á mér, þannig að ég gleymdi mér algjörlega, og varð mér því meiraen litiðum, þegar Arna ýtti mér fremur harkalega frá sér og greip andann á lofti. Brosti hún siöan sinu bliðasta á nýjan leik og sagði á ótrúlega eðlilegan hátt: „Ég hef ekkert út á koss- inn að setja. Ég naut hans til hins ýtrasta eins og þú, en þú klemmdir bara á mér nefiö með vanganum, þannig að ég var orðinmeðöllu súrefnislaus! ” Þetta var nú einum of mikið af þvi góða og jarðsetti alla rómantik snarlega en bæði tvö hlógum við eins og vitlausir menn að þessu „drama okkar”. Akváðum siðan að við ættum eftir að reyna þetta aftur og kom- umst meira að segja að þeirri niðurstöðu að viö yrðum aö gera tilraunir á fleiri sviðum, en þér ætla ég ekki að segja frá þeim.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.