Tíminn - 02.12.1981, Page 11

Tíminn - 02.12.1981, Page 11
Miðvikudagur 2. desember 1981 Miðvikudagur 2. desember 1981 10 tekinn tali ■ Fyrir tæpum fjórum árum, þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók viö völdum í Reykja- víkurborg, var tekin upp sú nýbreytni að ráöa í starf borgarstjóra með opinberri auglýsingu. I stað þess að vera forystumaður ráðandi meirihluta á hverjum tima og framkvæmdastjóri borgarinnar í hjáverkum, þá er borgarstjórinn nú fyrst og fremst framkvæmdastjóri sem fylgir eftir öllum ákvörð- unum, og framkvæmdum þeim samfara, sem borg- arstjórn tekur, og þykir það reyndar ærinn starfi. Eins og öllum á að vera kunnugt valdist Egill Skúli Ingibergsson, rafmagnsverkfræðingur til starfans. Persóna hans hefur ekki farið hátt í f jöl- miðlum á þeim árabilum sem hann hefur gegnt starfinu. Hins vegar hefur hann getið sér sérstak- lega gott orð sem dugandi framkvæmdastjóri. Jafnvel örgustu íhaldsmenn innan embættis- mannakerfisins, sem líta með velþóknun aftur til þess tíma þegar Sjálfstæðisf lokkurinn fór einn með völd i borginni, viðurkenna að Egill Skúli sé mjög góður yfirmaðurog samstarfsmaður. „Ég legg mig allan fram til að skila þeim verkefnum sem mér er falið á sem f Ijótastan og vandaðastan hátt, því það er skemmtilegt að vinna með honum", sagði einn þeirra. Egill Skúli er mjög ásetinn í starfi sínu, og þvi ekki hlaupið að því að finna lausa stund til að eiga við hann ítarlegt viðtal. Það tókst þó, og nú erum við blaðamaður og Ijósmyndari sestir inn til hans á borgarstjórakontórnum í húsi Reykjavíkurapóteks. Borgarstjórinn er einn af þessum mönnum sem maður hefur á tilfinningunni að skipti sjaldan skapi, hvað svo sem á gengur. Það er ekki eftir neinuað bíða, og fyrsta spurningin er borin upp: ■ — Er borgarstjórinn núverandi í Reykjavík einn af hinum inn- fæddu. þ.e. Reykvikingur i húö og hár? „Nei, Reykvikingur f húö og hár er ég nú ekki. Ég er fæddur i Vestmannaeyjum og alinn upp þar, en byrjaöi mina skdlaveru hér sautján ára gamall. Ég hef verið hér nánast óslitið siðan, fyrir utan vinnu utan bæjar, og svo tvö skólaár erlendis. Ég lærði rafmagnsverkfræði, tók fyrri hluta próf i háskólanum hér og siðari hluta i Danmörku. Eftir að ég lauk námi hóf ég störf hjáOrkustofnun.Tilað byrja með á skrifstofunni hér i' Reykjavik, en siðan fór ég vestur á firði. Fyrst til að vinna við vatnsafl- stöðvar sem þar var verið að byggja upp, en tók siðan viö rekstri þess kerfis alls, og áfram- haldandi uppbyggingu á Vest- fjörðum á dreifilinum. Or þvi' fór ég yfir i' fram- kvæmdadeild Orkustofnunar, sem þá var orðin Rafmagnsveitur rikisins og var þá meö aðsetur i Reykjavik. Um svipað leyti stofnaöi ég eigin ráðgjafaskrif- stofu og þegar ég Siðan hætti hjá RARIK vann ég alfarið viö þessa skrifstofu mina i' nokkurn tima. Siðan lentiég i öðrum verkefnum, m.a. hjá Orkustofnun viö upp- setningu aflstöðva og fór þaðan yfir til Landsvirkjunar. Þangað var ég ráðinn að rekstrinum, en um sama leyti urðu miklar sviptingar við Búrfell, þ.e. i júni 1969, og vegna þess kunnugleika sem ég heföi af uppbyggingu afl- stööva var lánaöur verktakanum sem sá um uppsetninguna, i staö mannasemfóru frá honum.Sá ég siðanum að ljúka framkvæmdum hvað snertir vélarhlutann og raf- búnað, og ræsingu á honum”. — Þií hefur greinilega komið viða við á ferð þinni um raf- magnsgeirann ef svo má að orði komast. Hefuröu hugmynd um hversu mörgum störfum þú hefur gengt, áður en þú settist I borgar- stjórastólinn? „Vinnuveitendur minir hafa ekki verið svo margir. Það er ég sjálfur, Orkustofnun, Rafmagns- veitur rikisins, og Landsvirkjun. Hins vegar hef ég verið bæöi vegna minna starfa hjá Orku- stofnun og Landsvirkjun aö mestu leyti utan bæjar, og sjaldn- ast mjög lengi á hverjum stað. Ég hef alltaf veriö svo bundinn af verkefnunum”. Átti erfitt með að sækja ekki um stöðu borgar- stjóra — Hvað kom svo til að raf- m agns verkfræðingurinn fór að sækja um stöðu borgarstjórans i Reykjavik? ,,Það var náttúrlega aödrag- andi að því. Hann var i stuttu máli sá að á sama tíma og staðan var auglýst var ég formaður Verkfræðingafélags Islands. Sem slikur hafði ég fundið fyrir þeirri kri'tík sem við verkfræðingar verðum gjarnan fyrir um að við skiptum okkur of lltið af opinber- um málefnum. Ég var erlendis þegar þetta bar að en strax eftir að ég kom heim var það nefnt við mig, að ef aö ég myndi sækja um þetta starf væru miklar likur til þess að ég fengi það. Og var svona frekar á það ýtt. I fram- haldi af því leiddi ýmislegt til þess að ég taldi erfitt, miðað við þá stöðu sem ég var i, að sækja ekki um. Og gerði það þess vegna”. — Voru það þá bæði koilegar þfnir og pólitikusar sem ýttu þar á eftir þér? „Það má segja það”. — Nú það hefur ekki farið á miiiimála aö þú fékkst stöðuna. En starfiö, er það svipaö því sem þú áttir von á i upphafi? „Nei, ég held aö ég hafi gert mér sáralitlar hugmyndir um það, þ.e. hvaö i starfinu fælist. Það má alls ekki skilja þetta svo að ég hafi oröið fyrir neinum von- brigöum með það, þvi það er i flesta staði skemmtilegt og alltaf spennandi”. — Það er þá gaman aö vera borgarstjóri? „Já, já. Það er mikið aö gera. Þaö er nánast aldrei laus stund. Verkefnin eru ákaflega margvis- leg, þannig að fjölbreytnin er mikil. — 1 hverju er starfiö aðailega fólgið? „Það koma upp hin margvis- legustu verkefni úr öllum þeim málaflokkum sem eittborgar- og sveitarstjórnarapparat þarf að fjalla um.Nú er það aðsjálfsögðu ekki sem ég vinn þau til hlltar, eða tek alltaf endanlega ákvörðun um, siður en svo.en það verður að leggja þau fram og vita af þeim, og þannig verö ég aö setja mig inn i þau verkefni sem hverju sinni eru i gangi”. Embættismannakerfið stórt og þungt — Nýjum herrum fylgja oft breytt vinnubrögö, enda sagt aö nýir vendir sópi best. Hvaða árangur sérðu af starfi þinu sl. tæp fjögur ár? Hefur vinnubrögö- um verið breytt? „Um sumt jú. Hins vegar veröur að segjast, að þaö em- bættismannakerfi sem hér er búið að byggja upp á löngum tima er býsna stórt og þungt, og á þvi hafa ekki veriö gerðar gagngerar breytingar. Viö reynum að halda okkar föstu fundi til þess að ræða málin. Og ég hef gert mér far um að komast sem viöast til að ræöa við fólk um það sem er að gerast á hinum ýmsu stöðum. Kannski er meginbreytingin sem gerst hefur áþessum árum sú, að ákvarðana- takan sem áður var mjög mikil i embættismannakerfinu er að fær- ast út til nefnda og ráöa og veldur þvi að það þarf aö fylgjast með á mun breiöara sviöi, hvaö er að gerast á hverjum stað, og ræða viö miklu fleiri, vegna þessarar dreifingar á valdi”. — Kerfiðer þá þyngra i vöfum ew. áður. „Það verður þyngra I vöfum og kostar meiri sambræðslu og eins vinnu viö að jafna út ágreinings- atriði ef upp kunna að koma”. — Nú hafið þið embættismenn borgarinnar verið að vinna að frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavikur fyrir næsta ár und- anfarnar vikur. Verður hún ekki lögð fram á fyrsta fundi borgar- stjórnar fdesember eins og venja er til? „Nei, það er nú búiö að ákveöa að fresta þvi fram til seinni fund- ar i desember. Fjárhagsáætlun verðurþvilögð fram til fyrri um- ræðu 17. desember nk.” — Er erfiðara aö koma saman fjárhagsáætiun nú en áður? „Það eru ýmislegir erfiðleikar með það, og jafnvel öllu meiri helduren veriðhefur. Ætli maður veröi ekki að segja, ef maður á að gefa stutta lýsingu á þvi, að það sé fyrst og fremst vegna þess að það fé sem ertilumráða umfram rekstur fer sí minnkandi. Og það kostar aukna yfirferð yfir alla rekstrarliði aðátta sig á aðalltsé svo skorið við nögl svo sem mögu- legt er”. — Hins vegar virðast þær fjár- hagsáætlanir scm settar hafa verið saman undanfarin ár hafa verið byggðar á nokkuð traustum grundvelli, þar sem ekki hefur þurft að taka þær upp til’ endur- skoðunar á miöju ári, eins og tiðkaðist hér áöur fyrr. „Nú er ég ekki kunnugur fyrri vinnubrögðum, þvi ég er það ungur i þessu kerfi. Hins vegar höfum við leitast við að hafa áætianirnar sem raunsæjastar og svo reynt að fylgja þeim eftir svo langt sem auðið er árið um kring til þess að koma í veg fyrir að ein- hverjir liðir fari um of fram úr áætlun. Og ef að svo er, að taka þá af öörum á mdti. Þetta hefur lukkast undanfarin ár, þannig aö til upptekningar hefur ekki þurft að koma. Það er ætlunin að reyna að standa eins að verki núna. En hvort við höf- um byrjað of seint nú eða unniö hægar í okkar aðdraganda að þessu, vil ég ekki fella dóm á al- veg strax”. — Miöað viö þau vinnubrögð scm þú hefur lýst hér, þá viröist útitaflið margfræga hafa sérstöðu hvað gildi áætlunargerðar hjá borginni snertir? „Utitaflið hefur jú vissa sér- stööu”. — Hvernig lfst þér á útitaflið sjálft, burt séð frá þeim kostnaði sem farið hefur I þaö? „Útitaflið sem slikt, dns og ég mun hafa getið um þegar þaö var opnað, er ein ný leiö til að efla áhuga ungs fólks á þessu sviöi. Það er aö sjálfsögðu gert á mörg- um öðrum sviöum, en þetta var sú leiö sem valin var. Þangaö til að sýnt veröur fram á að hiín beri ekki árangur vil ég trúa þvi aö hún geri það. Sú óánægja sem ég hef látiö i ljós er sú aö viö fórum fram úr áætlun, langt umfram það sem áætlaö var. 1 framhaldi af þessu vil ég taka fram.að umgengnin i okkar borg er okkur ekki allstaöar til sóma, fjarri þvi, og þvi er það aö skapa aðstöðu til einhverra nýrra átaka og leikja fyrir okkar myndarlega unga fólk af hinu góða, ef þaö getur dregið eitthvaö úr þeim skemmdum sem óneitanlega eru unnar á gróðri og ýmsu umhverfi okkar, t.d. hér i miðborginni. — Ef við höldum aöeins áfram að ræöa um áætlunargerð. Finnst þér ekki oröiö timabært að jafn- hliða áætlunum um stofnkostnað nýrra borgarstofnana veröi jafnframt lagðar fram áætlanir um væntanlegan rekstrarkostnað þeirra svo ráöamenn geti betur gert sér grein fyrir þeim fjár- hagslegu skuldbindingum sem þeim fylgja um langa framtiö? Þetta stefnir i óefni eins og þú segir, ef rekstrargjöid aukast frá ári til árs, án þess að þeim sé mætt með nýjum tekjum, og það innan mjög fárra ára. „Þetta er auðvitað margþætt. ! Það er rétt að i nágrannalöndum ;okkar hefur starfsemi sveitar*- ■félaganna verið tekin til gagn- gerrar endurskoðunar.og þá mjög gjarnan með tilliti ti) bess að það yröi skorið úr þjónustu, sem er Ut af fyrirsig alveg ný hugsun. Þaö má segja, að þaö hafi verið viöur- kennt aö það eigiað veita þá þjón- ustu sem um er beðiö. Ég segi ekki alveg kritik-laust, en nánast aö fylgja eftirspurn. Þaö er oröin gagnger breyting á þessum hug- myndum. Til þess siðan að mæta þvi hafa verið farnar ýmsar leiöir. Annars vegar aö endur- skoða þá þjónustu sem veitt er og hvernig mætti draga úr henni og svo hins vegar hvort einhverjar þær stofnanir eru reknar, sem ekki þarf. Það er svokölluð núll- grunnsaöferö. Þetta hefur þegar verið tekið upp innan nokkurra stofnana hjá Reykjavikurborg til yfirferöar. Þetta vekur menn alltaf til umhugsunar, ekki endi- lega um þörf heilla stofnana, heldur um einstök verkefni og einstök störf innan hverrar stofn- unar. Þetta tel ég þvi alveg sjálf- sagðan lið i rekstri alls þessa kerfis”. — Hvenær kemur að því tima- marki, að við þurfum að fara að hugsa alvarlega um þessa hluti? „Ég held að við séum þegar komnir að þvi tímamarki að við Iverðum að fara að setja allri þjónustu ákveðinn ramma. Það hafa þegar verið settar fram ákveðnar hugmyndir i ákveðnum þjónustugreinum, sem að borgin -er með og það er kannski góð byrjun, til þess að átta sig á þessu”. — Reykjavikurborg ber þvi öll merki hnignandi höfuöborgar, j eins og I nágrannaiöndunum, burt séð frá stefnu meirihluta á hverj- um tima? „Það er míkið rétt. Þetta hefur einmittverið tilumræöu á höfuð- borgarráðstefnum Norðurland- anna sl. tvö skipti sem þær hafa veriö haldnar og þar hefur þessi hnignun verið til umræöu, bæði hvað veldur og hvernig eigi að bregðast við. Patentlausnir eru nú engar til, en eitt af þvi sem kemur gjarnan upp varðar rikisvaldið. I öllum löndunum er ákveðin verka- skipting, að visu ekki hin sama, ákveðin á milli rikis og sveitar- félaga. Jafnframt er tekju- skiptingin ákveðin. Það sem okk- ur sýnist að sé að gerasthér, er að það er ekki fullt samræmi á milli verkefna og tekna. M.a. kannski vegna þessað ákveðnar þjónustu- greinarsem sveitarfélagið rekur, ráða ekki gjaldtöku fyrir þá þjón- ustu sem þær veita. Þetta setur býsna stórt strik i okkar búskap þegar við þurfum að greiða með ákveðnum rekstrihér stórar fúlg- ur og þar vil ég kannski fyrst nefna Strætisvagna Reykjavíkur, þar sem við fáum litlu um ráðið gjaldtöku en borgum með á sl. ári um 3 millj. kr. Sama er að gerast með veitu- stofnanirborgarinnar, þ.e. vatns, rafmagns- og hitaveitu”. Ofurmannlegt að vera pólitiskur borgarstjóri — Ef við vendum okkar kvæði i kross, þá hefði ég viljað fá að heyra hvert væri álit þitt á þvi, eftir kynni þin að borgarstjóra- starfinu, hvort borgarstjórinn eigi að vera pólitiskur eins og var fram aðþínum degi, eða einungis verkstjóri, eins og þú gegnir stöð- unni i dag? „Eftir að hafa kynnst þessu starfi, þá verð ég aö segja, að mér finnst það taka það mikinn tíma, að ég sæi mér ekki kleift að bæta á mig hugöarefnum að einu eða neinu leyti. Fritimar eru nánast engir i þessu starfi. Þannig aö mér finnst, þegar ég lít yfir þaö verkálag sem að þeir fyrirrenn- arar minir hljóta aö hafa haft, aö það sé nánast ofurmannlegt að ætla þeim það, jafnframt þvi aö vera i forystu flokks og eiga einn- ig að sinna öllu eins og þeir hafa gert. Þetta eru fyrirmyndarmenn i allri sinni hegðan, en ég held aö þetta sé fullmikið af þvi góða. Ætli þaö sé ekki timannatákn að þessu hafi veriö breytt”. — Nú hafa þessir fyrirmyndar- menn, eins og þú kallar svo, eða a.m.k. skoðanabræður þeirra, haidið þvi fram að þú sért nánast þvi i stofufangelsi og borgar- stjóraembættið valdalaust. Ert þá valdalaus? „Völd og völd. Oft heföi maður óskað þess, að sjálfsögðu, að geta tekið ákvarðanir i skyndi fullviss um hver viðbrögð yröu. Þessi tii- feUi eru þó ekki mjög mörg, þannig að það að leita eftir við- brögðum áður, er í flestum tilfell- um hægt ef maður starfar meö tilliti til þess. Ég hef þannig ekki beinlinis orðið þess var, að þetta væri mér svo mikill f jötur um fót. Þau völd sem að borgarstjóri hefur eru fyrst og fremst fólgin i þvi að fylgja eftir fjárhags- áætlunum eins og þær eru lagðar fram.Völdinkoma fram i þeim”. — Samstarfið við póiitikusana, hvemig hefur þaö gengið? „Ég verö að segja að min kynni af stjórnmálamönnum voru engin áður en ég kom hingaö. Þetta hefur verið m jög áhugavert sam- starf sem ég hef átt með þeim. Það sem að ég undraðist mest, til að byrja með, er hversu mikla vinnu þessir menn leggja á sig, hversu vel þeir setja sig inn i þau mál sem eru til umræðu hverju sinni, og fylgja þeim eftir. Mér virðist sem þeir vinni allir geysimikiö, til þess aö vita sem mest um hvert mál, enda kemur það oft fram i þeirra ræðum, þó aö auðvitaðséu þær misjafnar og oft meira gerðar fyrir áheyr- endur heldur en akkúrat það mál- efni sem verið er að fjalla um i það og það sinnið. Þaö er sjálf- sagt eðli stjórnmálamanna að haga máli sinu eftir þvi hverjir áheyrendurnir eru. En ég verð að segja að mér finnst þeir vera meiri starfsmenn en framagos- ar”. —Eru þeir þá yfirleitt málefna- iegir f sinum ákvarðanatökum? Eru ekki einmitt dæmi þess að úr- slit máis hafi verið augljós frá þi'num bæjardyrum séð, en sem siðan hafi tekið óvænta stefnu i meðförum þeirra? „Ekki neita ég þvi að þaö hafi ekki komið upp. En þá hafa oft veriö gefnar skýringar á þvi sem út af fyrir sig, þó maöur hafi ekki sætt sig við þær, maður .hefur orðið að taka gildar. Kannski hættir okkur til sem erum tækni- menn að menntun aö vilja ein- falda hhiti um of, og setja þá niður á blað með tölum og taka siöan ákvarðanir út frá tölum. Mér er það ljóst aö þetta er ekki Viðtal við Egil Skúla Ingibergsson, borgarstjóra í Reykjavík, sem nú hefur setið á valdastóli í nærri því eitt kjörtímabil: „MÉR ER FYLULEGA UÓSTAÐ ÞETTA ER EKKI FRAM- TfÐARSTARF” hægt nema i' örfáum tilfellum. Það eru mörg önnur sjónarmiö sem þar þurfa að koma inn i. Þetta fer eftir þvi hversu mikiö vægi maöur gefur hverju og einu atriöi. Þetta fer eftir ýmsu, og ég sætti mig alveg við það að þessi atriöi komi inn. Ég viöurkenni að það er sumt sem mér hefur ekki likaö viö ákvaröanir sem teknar eru vegna þessa, en ég skil af- hverju þær eru teknar”. — Er ekki erfitt að framfylgja ákvöröunum sem þú ert i' hjarta þi'nu ósamála? „Nei, alls ekki. Aö sjálfsögöu ræöum við út um okkar mál hér. Ég hef þar minn tillögurétt og fylgi honum eftir eins og mér sýn- ist. Þegar við erum siöan komnir með niðurstöðu þá er þaö sam- eiginleg niðurstaða, þar sem að sjálfsögöu veröur ekki fylgt itrustu óskum allra, eöa fariö eftir rökum allra, heldur málin jöfnuð, eöa bentá að einhver rök- in haldi ekki. Þannig aö þegar ágreiningur er, þá er tekin rök- studd ákvörðun”. — Þvi hefur verið haldið fram af sumum aðilum, að núverandi meirihlutasamstarf i borgar- stjórn hafi verið meira en litiö stormasamt. Verður þú mikiövar við þá vinda? „Nei, ég verð að segja, að ég hef heldur látið annaö frá mér. Ég hef eiginlega þvert á móti dáðst aö því hvað meirihlutinn, undir stjóm þeirra þremenning- anna, hefur náð miklu samkomu- lagi i flestum málum, þó að auð- vitaö hafi komið upp eitt og eitt mál, sem þó eru jafnvel teljandi á fingrum annarrar handar, þar sem svo hef ur ekki veriö. Það eru smámunir á móti öllu hinu. Þannig að ég tel i heild að sam- vinna þessara flokka hafi tekist vonum framar”. — Ég man eftir þvf, að fyrir nokkrum mánuðum lagöir þú fram greinargerð fyrir borgarráð þar sem þú lýstir nákvæmiega árangurslausum samningavið- ræðum um hugsanlega yfirtöku borgarinnar á landi rikisins við Keidur sem endar á þvi að þú leggur til að eignarnámsheimild- ar skipulagslaga veröi breytt til að ná yfirráðum landsins til framtiðarbyggðar fyrir Reykja- vik. Má túlka þessa niðurstöðu i þá veru, að heföir þú einn fengið aö ráða þá hefðiröu heldur viljað að framtiðarbyggð borgarinnar rísi á strandlengjunni norðan Grafarvogs í staö Rauðavatns- svæðisins sem nú hefur þó oröió ofaná? „Þetta hangir að sjálfsögðu saman. Samt er ég ekki viss um að þetta hafi veriö i minum huga, þegar þessi tillaga kom fram. Einfaldlega vegna þess að þá hafði mér verið falið ásamt öörum embættismönnum ákveðið verkefni til lausnar.ef tök væru á. Embættislega tókst okkur ekki að leysa þetta vandamál. Ég gerði jafnframt grein fyrir þvi að ég teldi ekki grunn til þess að ræða þetta mál frekar á þessu stigi valdastigans sem viö embættis- mennimir erum á. Það yrði aö ræðast af mönnum sem hefðu meiri völd heldur en við höfðum, og miðað við þau gögn sem ég hefði í höndunum þá legði ég til að farin yröi sú leið að taka landið eignarnámi. Auðvitað tengist þetta siðan þeirri ákvörðun um uppbyggingu viö Rauðavatn sem siðar er tekin. Ég held að það hafi ekki fariö á milli mála að flestir hafi litið svo á a&Keldnaland væri eölilegt sem næsta byggingarsvæði fyrir Reykjavik, áður en við færum lengra til austurs, af ýmsum ástæöum. Þegar aö sá valkostur er ekki lengur fyrir hendi, þá verður að athuga þá næsta og það var það sem gert var. Ég er þess vegna með i þeirri ákvörðun sem stendur aö uppbyggingu viö Rauöavatn. En þaö er að at- huguöu máli út frá öðrum mögu- leikum sem eru fyrir hendi”. — Borgarstjórn hefur nýlega ákveðiö að borgarfuiltrúum verði fjölgað úr fimmtán i’ tuttugu og einn. Var nauösynlegt að fjölga þeim að þinu mati? „Þaö eru margar hliðar á svona málum. Sumar þeirra hafa þegar komið fram I umræöum i borgarstjóm, sem rök fyrir þvi að gera þessa breytingu. Hvað ég svo persónulega tel? Ég hef ekki og vilekkileggja á þetta pólitiskt mat. Þaö er óneitanlega svo að eins og kerfið okkar er i dag upp- byggt, vegna þess hvernig sumar nefndir eru til komnar aö þá eru þær i' svo mikilli fjarlægö frá þessu central-apparati sem við höfum hér, aö við vitum nánast ekki á þeim nægileg deili. Þetta erfólk útíbæ.og þaö eina sem við sjáum frá þeim eru einstaka sinn- um fundargeröir. Þetta finnst mér ekki nógu gott. Það sem mér hafði dottið i hug, og eins og er talað um i sambandi við þessa fjölgun er, aöþað kæmu inn fleiri aöalmenn, t.d. i borgar- ráö og borgarstjórn, sem að yrðu virkari i stýringu nefndanna, þannig að sú þekking sem kemur sem viðast aö komi inn á einn staö. Ég tel að þaö sé þörf á þvi og ég tel aö þetta sé ein leið til aö ná þeim árangri”. — 1 framhaidi af umræðu um f jölgun borgarf ulltrúa hefurverið rætt um að koma þurfi til breyting á uppbyggingu kerfis hinna kjörnu fulltrúa. Er ekki orðið d'mabært aö taka gamla ihaidsembættism annakerfið til endurskoðunar, sem bæði er oröiö mikið að vöxtum og þunglama- legt? „Jú, það verður að sjálfsögðu að gerast, jafnframt hinni breytingunni. Þó tel ég að em- bættismannakerfið sé aö vissu leyti afleiöing þess stjórnunar- form s sem að borgin er sett undir, og stjórnunarkerfið er pólitiskt sett upp. Mér viröist þvi eðlilegt i ljósi þess, að fyrst verði athugað hvortstjórnunarkerfið sé eðlilegt, en I framhaldi af þvi verði em- bættismannakerfið aðlagað að þvi. Ég tel að gangurinn verði að vera á þessa vegu”. — Eru samt ekki einhverjir sér- stakir og bersýnilegir annmarkar á þessuembættismannakerfi eins og það er uppbyggt i dag? „Það eru kannski nokkur atriði sem að okkur varðar embættis- lega sem bent hefur verið á að fara mættu betur. Viö undirbúum t.d. okkar borgarráðsfundi með þvi að hinir efri embættismenn setjast niður ásamt formanni borgarráðs hverju sinni og förum yfir öll mál sem upp koma, jafn- framt þvi sem litið er á önnur mál. Ætlunin var þegar þetta form var á sett, en það hefur haldist nokkurn veginn óbreytt, að við hefðum með þessu móti fulltrúa frá sem flestum mála- flokkum, sem væru inn i dagleg- um rekstri allra stærri mála- flokkanna hjá borginni. A þessu hefurorðið gagnger breyting með þvi að embættismenn eiga ekki lengur orðiö sæti i neinum ráöum eða nefndum, þannig aö nú vant- ar okkur fulltrúa á þessa morgun- fundi okkar, úr nokkrum mjög stórum og mikilvægum mála- flokkum. A þvi tel ég að þurfi að gera breytingu fljótlega. Það að við höfum ekki farið út i þaö er kannski óþarfa seinagangur”. — Þrátt fyrir þetta þá hefur þvi verið haldiö fram af ákveðnum borgarfulltrúum aö „dauðar hendur” óvinveittra embættis- manna hafi tafið fyrir framgangi góðra mála. Er embættismanna- kerfið sem þú tókst viö fyrirnærri fjórum árum nægilega skilvirkt? „Já, ekki hef ég fundiö annað. Auðvitað má alltaf finna galla, og við erum beinlínis sett til þess aö leita aö þeim, og þá að reyna að afnema þá. Þegar á það er bent, þá verður þaö auðvitað alltaf til þess að tekið er á þvi sem bent er á hverju sinni. En þar fyrir utan sýnist mér þetta kerfi skila býsna mikilli vinnu, embættismanna- kerfið eins og það er. Ekki gæti ég gefiö dæmi þess að embættismenn hafi bersýnilega lagt stein i götu tiltekinna mála. Engir okkar erum að sjálfsög&u neinir englar, enda held ég að óskemmtilegt væri að vinna meö sliku fólki, a.m.k. ekki lengi. Ég veitum mistök sem hafa oröiö hjá okkur, bæöi hjá mér og öðrum embættismönnum. Staöhæfingar i þá veru, að þaö hafi veriö til að tefja mál, eða til að koma i veg fyrirframgang mála, er alls ekki. En mistökin geta orðið eftir sem áður”. — Hvaö gerir borgarstjórinn i Reykjavik, milli þess sem hann stjórnar borginni, þ.e. isínum fri- stundum? „Fristundirnar eru óskaplega fáar. Vegna embættisins, þá er mjög óskað eftir því að maöur mæti á fundi hjá hinum ýmsu félögum, og flytji ávörp og ýmis- legt þess háttar. Ég er ekki vanur ræöumaður og það tekur mig allt- af verulegan tima að undirbúa slikt, safna gögnum, og notfæra mér þau. Minar helgar fara þvl mjög margar f það, þegar ég veit aö kemur að þvi að ég þarf aö flytja ræðu eða ávarp einhvers staöar, aö undirbúa mig undir þaö. Um helgar hef ég mestan ' frið. Núkvöldin eruyfirleittmjög stutt, fyrir utan vinnutimann, þannig að maður hefur engan tima til aö sinna öðrum áhuga- málum. En þaö er ekkert nýtt. Eins og ég kom inn á áðan, þá hef ég unniö viða, og alltaf viö verk- efni sem hafa verið nokkuö krefj- andi hverju sinni, þannig að ég hef aldrei vanist á það að eiga fri- stundir. Sem er vist mjög miður þvi að ég kann víst ekki að nota þærfyrir sjálfan mig, þó ég heföi þær”. — Blaöamenn sem fylgjast með fundum borgarstjórnar eru mjög viðsýnir i eiginlegri merkingu þess orðs, þar sem þeir sitja á svölum yfir sjálfum fundarsaln- um og geta fylgst með hreyfing- um og svipbrigðum hvers manns. Ég hef tekið eftir þvi að stundum áttu það tilað taka upp penna eða blýant á miðjum fundi, einblina á einstaka borgarfulltrúa og siðan færa þá i einhvcrri mynd, oftast andlitin, á pappír. Ilefurðu gaman af þvi að teikna? „Nei, þetta er bara fikt til að eyða timanum”, segir EgillSkúli og hlær viö. „Sumar ræðurnar og sum málefnin sem eytt er tima á finnst mér ekki þess viröi að ég þurfi aö leggja mig mikið eftir þvi aö hlusta á þær og þá verður maður að finna sér eitthvað annað til dundurs. Þetta er fyrst og fremst ávani”. — En áttu þá ekki oröiö myndarlegt safn afteikningum af borgarfulltrúum? „Nei, þvi miður. Ég er ekki nögu flinkur til þess”. — Er borgarstjórinn i Reykja- vík flokksbundinn i einhverjum stjórnmálaflokki? „Nei, það er ég ekki”. — Það hefur aldrei hvarflað aö þér eftir fjögurra ára setu i þess- um stóli að færa þig um set yfir boröiö og taka þar sæti með stjórnmálamönnunum? Fara i framboö? „Nei, þaö verð ég nú að viöur- kenna. Mér finnst málefnin og átök um þau áhugaverð. En kannski er ég búinn að vinna of lengi sem verkstjórnandi og fag- maöur, til þess aö hafa leitt að þvi alvarlega hugann aögera þarna á breytingu. Enda sýnist mér að þaö séu svo margir um boöið alls staðar, aö þaðsé nóg mannaval”. — Ef þér byðist nú öruggt sæti á lista, kæmi þetta til greina? „Ég held ekki eins og á stendur”. — Nú sér fyrir endann á þvi fjögurra ára timabili sem þú hefur verið ráðinn sem borgar- stjóri hjá Reykja vikurborg. Hefur þú áhuga á þvi að halda áfram þessu starfi á næsta kjör- timabili fáir þú tækifæri til þess, eða stefnir hugurinn annaö? „Eins og ég sagði áðan, þá er starfið þess eðlis, að ég myndi nota um það eitt orö: Þetta er skemmtilegt. Ég tek ekkert af þvi til baka sem ég hef fyrr sagt um þaö efni. Það sem ég verö svo að sjálfsögðu að leiða hugann að, er það að ég er oröinn nokkuö full- oröinn maður, og ég veit að hér er ekki um neitt framtiðarsæti að ræöa, þar sem maöur er tryggur til loka ævistarfs. Ég haföi út af fyrir sig ætlaö mér önnur ævi- störf, annað hvort á minni verk- fræöistofu, eöa öðrum tengdum þeim störfum. Þannig að á þessu stigi er ég ekki tilbúinn til aö segja annað um það. Þetta starf er skemmtilegt og spennandi, i alla staði, en mér er það fyllilega ljóst á hinn bóginn aö þetta er ekki framtiðarstarf”, — Að lokum Egili, helduröu að það sé gott að búa i Reykjavik? „Ég veit ekki hvort ég hef leyfi til þess að svara þessari spum- ingu. Svarið er aö vísu gefið. Ég hef búið héma sjálfur siðan að ég fór frá Vestmannaeyjum, og hefur likaö vel, og ég vona að svo sé um flesta sem hér búa. Og svo verði áfram”, sagöi Egill Skúli. Myndir: Róbert Agústsson Texti: Kristinn Hallgrimsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.