Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. janúar 1982 3 fréttir FISKVERÐ HÆKKAÐI UM 17.9% — fiskvinnslunni bættur kostnaðaraukinn ad fullu innan tveggja til þriggja vikna með gengisfellingu eða jafngildum hætti I Ákvörðun um 17,9% meðaltals fiskverðshækkun náðist loks s.l. laugardag með samkomulagi allra aðila, en þó með ákveðnum fyrirvara af hálfu fiskkaupenda. Þá er gert ráð fyrir að oliugjald verði 7% á árinu 1982. Fiskverð þetta gildir til 28. febrúar n.k. t þessari meðalhækkun er með- talin sérstök hækkun á óslægðum þorski og ýsu. Hækkar slægöur þorskur þannig um 16,4% en óslægður um 23,3% og slægð ýsa um 9,3% en óslægð rúmlega 23%. Hefur þessi tilfærsla valdið nokkrum kurr meðal togara- manna. Aðrar fisktegundir hækka um 15,8%. 1 fyrirvara fiskkaupenda er þess getið að þeir hafi s.l. fimmtudag gert samkomulag við ■ 1 gærmorgun hófst I Reykjavik alþjóðaráöstefna um verndun laxastofna I Norður-Atlantshafi og er stefnt að þvi að ganga frá millirikjasamningi um þessa verndun. Ráðstefnuna sitja fulltrúar frá Banda- rikjunum, Efnahagsbandalagi Evrópu, Danmörku, fyrir hönd Færeyja, tslandi, Kanada, Noregi og Svi- þjóð. Á myndinni má sjá Ólaf Jóhannesson, utanrikisráðherra, setja ráðstefnuna. Timaniynd: GE Sjómenn í Reykjavík felldu samningana ■ „Staðan hjá okkurer sú, að við verðum að biðja viðsemjendur okkar um að setjast niður með okkur og vita hvort við getum ekki fundið einhverja lausn á þessu máli”, sagði Guðmundur Hallvarðsson, form. Sjómannafé- lags Reykjavikur, en félagsmenn þess kolfelldu hina nýju, sjó- mannasamninga, sem allir aðrir sjómenn landsins hafa nú sam- þykkt, að undanskildum þó sjó- mönnum á stóru togurunum i Hafnarfirði, sem þar eru tveir. Að sögn Guðmundar fór at- kvæðagreiðsla i Reykjavik þann- ig,að isambandi viðstærri tcgar- ana var aðeins 1 samþykkur en 23 á móti, en bátakjarasamningana felldu 26 á móti 14 og tveir skiluðu auðu. 1 Sjómannafélagi Reykja- vikur eru um 200 manns, þannig .að aðeins um þriðjungur félags- manna hefur komið á fundinn sem felldi samningana. Guðmundur kvað það óneitan- lega veika samningsstöðu fyrir eitt félag að vera i verkfalli þegar allir aðrir hefji róðra. Enginn samni ngafundur hafði verið boðaður i gærkvöldi. Guðmundur kvaðst þá stundina ekki sjá hvernig þessi mál kæmu til með að þróast. — HEI „Erfiðustu samningar sem ég hef tekið þátt f’ — segir Óskar Vigfússon, forseti Sjómanna- sambandsins ■ Þetta voru afskaplega erfiðir samningar, liklega erfiðustu samningar sem ég hef nokkru sinni tekið þátt i”, svaraði Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasam- bandsins, spurður álits á sjó- mannasamningum þeim er loks hafa verið samþykktir, með tveim undantekningum. „Miðað við allt og allt má segja að við höfum sætt okkur við niðurstöðuna þó við séum ekki á- nægðir og þess bera merki at- kvæðagreiðslur um þá vitt og breitt um landið. Þetta er víð- tækasta verkfall sem islenskir sjómenn hafa gert og maður skyldi ætla, að þegar ailur fisk- veiðifloti þjóðarinnar stöðvast á fjórðu viku, að mikið hafi legið við. Fiskverðið er visst vandamál i þessu öllu saman. Þarna fóru fram tilfærslur á milli tegunda, þ.e.a.s. að meira fæst nú fyrir hinar ódýrari tegundir en þær dýrari. Að minu mati er þar um markaöslögmál að ræða. Þó svo maðurskyldi ætlaað l.flokks var an væri tiltölulega i besta verö- inu, þá sýnir það, að markaðslög- málið spyr ekki að gæðum. Skreiöarverkunin og saltfiskur- inn gefa meira af sér en frysti fiskurinn,” sagði Óskar.Hann gat þess að slikt væri þó engin ný- lunda, nema áður hafi það verið óslægði fiskurinn erhriðfalliðhafi i verði á móti hinum. Óskar sagði sáttasemjara enn vera með samningamálin fyrir þau félög sem felldu kjara- samning sjómanna, en hann sagðist bjartsýnn á að þau mál ættu að leysast áður en langt um liði. „Hinsvegar leysist það aldrei þannig að menn á þessum stóru skipum verði ánægðir. Því þetta er hið virkilega láglaunafólk i landinu, undirmenn á stóru tog- urunum. Þeir hafa ekki laun á við I NU er lokið hjá Rannsóknar- lögreglu rikisins rannsókninni á morðinu á Hans Wiedbusch og var málið sent Rikissaksóknara i gær. ■ Fikniefnalögreglan i' Keflavik fann 60 grömm af marihuana 4 Islendingi sem var að koma meö verkamennilandi miðað við þann vinnutima sem þeir hafa”, sagði Óskar. Hann kvað þá fyrst og fremst vera óánægða með of litla hækkun á fastakaup. Samningur- inn hljóðaði upp á hækkun Ur 5.400 kr. i 6.022 krónur. Kauptrygging bátasjómanna er hins vegar tæpar 8 þús. kr. en auk þess fengu þeir nú meiri hækkun á fiskverði, sem eitthvað ætti að jafna það sem á þá hefur hallað. Að sögn Óskars telja útgerðar- menn stóru togarana ofmannaða, en þar séu sjómenn ósammála. —HEI Rannsókn á morðinu á Hans Wiedbusch lokið. Tekinn með 60grömm af marihuana Geðrannsókn á meintum bana- manni Wiedbusch er enn ekki lok- ið en hún mun þó langt komin. —Sjó. flugvél frá Bandarikjunum á föstudaginn. Maöurinn var færður til yfir- heyrslu og síðan sleppt. -Sjó. sjávarútvegsráðherra um til- tekna meðalhækkun fiskverðs. Aö hans beiðni hafi fiskkaupendur nU fallistáfrekarihækkun til þess að samkomulag náist milli aðila i yfirnefnd Verðlagsráðs, þar sem fyrir liggi loforð ráðherra um að kostnaðarauki vegna þessa, sem nemi um 2% af tekjum, verði bættur fiskvinnslunni að fullu, með aðlögun gengis eða öðrum jafngildum hætti innan tveggja til þ-iggja vikna. —HEI ,Nidurstaðan ásættanleg’ - segir Kristján Ragnarsson, formaður L.f.U. ■ „Við erum ánægöir með að þaö tókst að ieysa fiskverðsdeil- una meö samkomulagi og niöur- staöan varð ásættanleg”, sagöi Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastj. Lló. ' „Mér finnst hins vegar gæta dálitils misskilnings i fréttaflutn- ingi i sambandi við það, að talað er um að verið sé að verðlauna menn fyrir að koma með óslægö- an fisk að landi. En það viröist standa einna mest i mörgum. Það eru fyrst og fremst markaðsað- stæðurnar sem valda þessu, þ.e. að afkoma saltfisks- og skreiðar- verkunar er mun betri - en frystingarinnar og þvi engin ástæða til annars en að þær grein- ar borgi hærra verð fyrir þann fisk sem þeir fá fýrst og fremst. Þetta er þvi ekki skref aftur á bak, heldur breyttar markaðsað- stæöur,” sagði Kristján. Þá sagði hann mjög mikilvægt að fiskverðið skyldi geta leyst samningamálin um leið, þar sem kjarasamningarnir hafi legið á bprðinu. „Við hörmum á hinn bóginn svona uppákomu eins og hér i Reykjavik. Okkur er það alveg óskiljanlegt hvernig þaðmá ýera, að reykviskir sjómenn telji sig vera i einhverri sérstöðu i syona máli. Þvi væntum viö þess aö þegar þeirsjá að þetta hefur hlot- ið samþykki allsstaöar annars- staðar á landinu, þá átti þeir sig og hverfi þá frá þessu. Það væri lika að koma alger- lega i bakið á öðrum s'enj viö höf- um samið við ef menn fengju eitt- hvað meira hér i Reykjavik. I svona samningsgerö þarf að rikja ákveðið trúnaðartraust, sem þá einnig er fólgið i þvi aö þeir sem samþykkja svona samning geti treyst þvi aö aðrirsem fella hann fáiekki meira. A þeim grundvelli hljótum viö að ræða við Sjó- mannafélag Reykjavikur”, sagöi Kristján. Þá gathann hinnar lélegu þátt- töku i atkvæöagreiðslu um samningana hér i Reykjavik, þar sem aðeins 40 manns greiðir at- kvæði um -bátakjarasamningana á stað sem hefur 7 togara, fjölda loðnubáta og annarra báta. „Þetta er þvi engin. þátttaka og m.a. þess vegna finnst okkur að þeir eigi að taka þetta til endur- skoðunar”, sagði Kristján. — HEI „Skrifast alger- lega á reikning sjómanna og útvegsmanna” i i - segir Friðrik Pálsson, fulltrúi fiskkaupenda í yfirnefnd, um þá 2% viðbótargengisfellingu sem liggur í loftinu ® „Við getum oröað það svo, að fiskvinnslan geti verið sæmilega ánægö með þessa niðurstöðu. Við fulltrúar kaupenda lögðum mikla áherslu á það, að reyna að færa hagnað i söltun og herslu yfir til frystingar innan verðlagsráðs, þannig að það þyrfti ekki að gera með opinberum millifærslum, semannars hefði augljóslega orð- ið ofaná. Og ég held að það hafi tekist sæmilega og hafi um leið þau áhrif að bæta mjög stöðu bátaflotansóg bátasjómanna sem sjálfsagt voru lika taldir búa við verri gryndvöllen togarasjómenn og togaradtgerö”, sagöi Friðrik Pálsson, annar af fulltrúum fisk- kaupenda i yfirnefnd Verðlags- ráðs. „Þetta þýðir það, að frystingin á að nást upp á núllið og söltun og hersla aö standa eitthvað betur, en hins vegar þá er ennþá eftir að ákveða viðmiðunarverð i Verð- jöfnunarsjóði fyrir þessar grein- ar, þannig að þessi munur getur enn jafnast.” Friðrik var spúröur hvort ekki sé heldur hastar|egt að sitja á samningafundum um gengisfell- ingu krónunnar okkar blessaörar. „Jú þaö er þaö. Það er ljóst — enda kom það fram i sjdnvarpinu hjá IngólfiogKristjáni— að'þessi 2% gengisfelling sem samið var um umfram það sem rikisstjómin og Seðlabankinn taldi eðlilegt, verður að skrifast algerlega á reikning sjómanna og útvegs- manna”, sagði Friörik. — Og-græðir þá einhver á þessu, eða er það kannski allra tap? „Ég held að sú fiskverðshækk- un sem verið var að tala um með fiskvinnslunni hefði verið tiltölu- lega sanngjörn. Mér er mjög til efs aö þetta verði nokkrum til góðs til langframa. Það getur vel veriö að i' skamman tima liti menn svo á að þetta sé skjótfeng- inn hagur, en mér er mjög til efs aö þetta verði nokkrum til góðs til langframa,” sagði Friörik. — HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.