Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. janúar 1982 ■ Ronald Reagan Reagan virðist fljótur að læra Ár liðið frá valdatöku hans ■ UM ÞESSAR mundir er liðið ár si'ðan Ronald Reagan tók við forsetaembættinu. Að vanda mun verðamikið rættum það i banda- riskum fjölmiðlum og raunar viö- ar hvernig honum hafi til tekizt á fyrsta ári sinu sem forseti. Af þeirri reynslu, sem fengin er, verða svo dregnar ályktanir um framhaldið. Vafalaust verða þessir domar ekki einróma. Þeirfara vitanlega talsvert eftir þvi, hver er pólitisk afstaða manna til Reagans. Demókratar munu láta iljós ýmis vonbrigði, en republikanar munu láta vel af störfum Reagans. Vafalitið munu þó flestir vera sammála um að Reagan hafi heppnazt að þvi leyti, að hann heldur enn vinsældum hjá þjóð- inni. Skoðanakannanir benda til, aö hann myndi reynast sigurviss i kosningum, ef kosið væri nii. Þá hefur honum heppnazt að vinna meginstefnu sinni nægilegt fylgi á þinginu og hefur fáum forsetum tekizt betur i þeim efnum en hon- um. Þá hefur Reagan yfirleitt feng- ið sæmilega dóma erlendra valdamanna, sem hafa rætt við hann, og hann unnið sér aukið álit þeirra. Spurningin er hins vegar sii, hvort annað ár hans i forseta- stólnum m uni reynast honum eins hagstætt að þessu leyti og fyrsta árið. Þar virðast nú ýmsar blikur á lofti, einkum varðandi efna- hagsmálin sem geta orðið honum erfið. UTAN Bandarikjanna verður vafalaust mest rætt um stefnu og starf Reagans á sviði alþjóða- mála. Flestir bjuggust við miklum breytingum á utanrikisstefnu Bandarikjanna, þegar Reagan settist i forsetastólinn. Málflutn- ingur hans i kosningabaráttunni hafði verið á þann veg. Stjórn Reagans hljóp lika þann- ig af stokkunum, að þetta virtist ætla að rætast. Mikil áróöurssókn var hafin gegn Sovétríkjunum. Boðaöur var stóraukinn vig- búnaður,sem skyldi tryggja yfir- burði Bandarikjanna. Bandarikin myndu ekki láta bandamenn sina hafa áhrif á stefnu sina, heldur yrðu þeir að vera fylgisamir Bandarikjunum. Óneitanlega var þetta verulega breytt, þegar leið að áramótun- um. Reagan hafði auðsjáanlega lært mikið á þessu eina ári, sem hann var búinn að vera i Hvita húsinu. Þar blasti við önnur heimsmynd en i Kaliforniu. Horfið hafði verið frá þeirri stefnu, að Bandarikin ykju vig- búnað sinn áöur en þeir settust að samningaborði um afvopnun. Nokkru fyrir áramótin hófust i Genf viðræður þeirra og Sovét- rikjanna um takmörkun meðal- drægra eldflauga i Evrópu. Þar hafði Reagan gengið til móts við bandamenn sina i Evrópu, en friðarhreyfingarnar þar höfðu haft mikil áhrif á afstöðu þeirra. ■ Mitterrand og Reagan Mörg fleiri dæmi mætti nefna, sem sýna að viðhorf Reagans og samstarfsmanna hafa breytzt verulega á árinu. Þeir hafa lært af reynslunni og fengið betri yfir- sýnum málin. Það hefur sýnt sig, að Reagan erekkiósveigjanlegur þverhaus, heldur tekur hann tillit til aðstæðna og breytir sam- kvæmt þvi. Það hefur því með verulegum rétti verið sagt um hann, að hann geti verið furðu- fljótur að læra, þótt hann sé kom- inn á áttræðisaldur. Þess vegna er hægt aö gera sér nokkrar vonir um, að á öðru valdaári hans geti heimsmálin þróazt á ýmsum sviðum til hins betra. Hjá þeim, sem voru og eru ósammála þeirri stefnu, sem Reagan boðaði fyrir valdatöku sina, rikir þvi heldur minni svart- sýni nú en þegar hann kom til valda. t MALUM innanlands hefur Reaganframfylgt kosningastefnu sinni með miklu meiri einbeitni og árangri en i utanrikismálum. Enginn forseti hefur beitt sér fyr- ir meiri breytingum i efnahags- málum en Reagan siðan Franklin D. Roosevelt var uppi, en lengra nærsamanburðurinn á þeim ekki, þvi að Reagan stefnir i öfuga átt við Roosevelt. Reagan villþóekki halda þvifram, að Roosevelthafi haft rangt fyrir sér, enda kaus hann Roosevelt i fjórum forseta- kosningum. Kringumstæðurnar séu hins vegar breyttar og draga verði ályktanir af þvi. Reagan hefur reynt að gera það allt i senn að draga úr útgjöldum til velferðarmála, lækka stórlega skatta, og auka útgjöld til vig- búnaðar. Jafnframt hefur hann stefnt að þvi að rikisreksturinn verði hallalaus. Með þessu hyggst hann einnig ná þvi að draga úr atvinnuleysinu, þar sem skatta- lækkunin eigi að örva eftirspurn og framboð. Þingið reyndist honum furðu eftirlátt i þessum efnum. Hann getur þvi ekki kennt þvi um, að það hafi brugðið fæti fyrir hann. A þessu stigi verðurekki felldur endanlegur dómur um þessar að- gerðirhans. Reynslan til þessa er honum ekki hagstæð. Atvinnu- leysi heldur áfram að aukast. Fyrirsjáanlegur er miklu meiri halli á rikisrekstrinum en spáð var. Margir leiðtogar republik- ana telja óhjákvæmilegt að hækka bæði skatta og draga úr vigbúnaðarkostnaði. Mjög eríið- lega gengur aö koma saman fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta fjárlagaár. Hér mun mjög reyna á það, hvort Reagan verði nögu fljótur að læra. Þórarirm Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Víðtæk verkföll í Indlandi ■ Hundruðir verkamanna og verkalýðsleiðtoga i Indlandi hafa verið handtekin þar i landi siðustu daga. Rikisstjórn Gandhi tók þessa ákvörðun til þess að koma i veg fyrir að fyrirhugað verkfall verka- fólksins, sem á að skella á i dag, Þetta er allsherjar- verkfall, sem hefur veriö boð- að af 8 stærstu verkalýösfélög- um landsins og eru þessi verkalýðsfélög studd af stjórnmálaflokkum, sem eru i stjórnarandstöðu. Tilgangur verkfallsinserm.a. sá að mót- mæla þvi að rikisstjórnin skuli geta haldið fólki föngnu lang- timunum saman, án þess að réttarhöld i málum þess fari fram. Fréttastofur herma að lög- reglan i tveimur rikjum Suð- ur-Indlands hafi handtekið yf- ir 2000 manns, og hafi þeim verið gefið aö sök að vera and- þjóðfélagslegir. I Bombay i gær, höfðu þegar um 200.000 verkamenn i textil- iðnaðinum hafið verkfallsað- gerðir. Rikisstjórnin hefur gert viðtækar ráðstafanir til þess að hægt verði að halda uppi almennri þjónustustarf- semi. Sums staðar i Indlandi, hef- ur lögreglunni verið fyrir- skipað að skjóta hvern þann sem sjáist reyna að hindra fólk i þvi að fara til vinnu sinn- ar. Bandarískur sendiráds- starfsmaður myrturíParísl ■ Bandariskur hernaðar- málaráðgjal'i bandariska sendiráðsins i Paris var myrt- ur i gær. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt i Paris i gærmorgun, þegar hann var aö leggja af stað til vinnu sinnar. Morðinginn, sem að öllum likindum var einn að verki, komst undan á hlaupum. Fregnir frá Paris i gær, hermdu að litið þekktur libanskur hópur, Hinn vopnaði byltingarhópur Libanon, hefði lýst ábyrgð á hendur sér, vegna morðsins. Hópur, sem bar svipað nain, reyndi fyrir tveimur mánuðum að ráða annan háttsettan starfsmann bandariska sendiráðsins i Paris af dögum. Franska lögreglan sagði i gær að tilræði þessi væru mjög keimlik. öryggisvarsla um banda- riska sendiráðið og starfs- menn þess i Paris mun nú verða aukin til muna og frönsk yfirvöld hafa lolaö að gera allt sem i þeirra valdi stendur til þess að leysa morðmál þetta. ÞrírJúgóslav- ar myrtir ■ Þrir Júgóslavar af al- bönskum uppruna voru myrtir i V.-Þýskalandi i gær, og er talið að þeir hafi verið myrtir af stjórnmálalegum ástæðum. Mennirnir þrir, en tveir þeirra voru bræður, urðu fyrir skot- árás byssumanna, þegar þeir óku i gegn um þorp i grennd við Stuttgart, sem er i Suður- Þýskalandi. Arásarmennirnir sluppu á brott og ástæður morðanna eruenn ekki ljósar. Það. er þó talið varpa nokkru ljósi á mál þetta að lögreglan hefur upplýst að mennirnir þrir hafi stutt baráttuhreyf- ingu sem berst íyrir sjálfstæði landsvæðis sem er á landa- mærum Júgóslaviu og Al- baniu, en tilheyrir Júgóslaviu. Júgóslavnesk yfirvöld höfðu ásakað bræðurna um að vera meðlimir i samtökum sem væru andþjóöfélagsleg, og að sögn vestur-þýsku lögreglunn- ar, þá ásakaði einn hinna myrtu, áður en hann lést af sárum sinum á sjúkrahúsi i gær, júgóslavnesku leyniþjón- ustuna um að standa á bak við morðin. EGYPTALAND: Bæði Egyptarog Israelsmenn hafa lýst þvi yfir að þeirséubjartsýnirá framhaldið, eftir viðræður þær sem fram fóru i | gærmorgun, varöandi það að ísraelsmenn dragi sig burt af Sinai- skaga og skili landsvæðum þeim sem þeir hafa verið á i hendur I Egypta. Þetta var fyrsti hluti viðræðnanna og af hálfu Egypta tekur | utanrikisráðherrann þátt i þeim og varnarmálaráðherra ísraels- manna af hálfu Israelsmanna. Þeir sögðu að loknum fyrsta fundi að I þeir gerðu ráð fyrir þvi að öll þau vandamál sem enn væru óleyst, | væru leyst i kvöld. PóLLAND: Haft var eftir forsætisráðherra Póllands i gær, að þaö I tæki a.m.k. fimm ár að endurreisa efnahagslíf landsins. Forsætis- ráðherrann sagði i viðtali við vestur-þýska blaðið Stern, að þetta yrðu erfið ár. Hann var einnig sagður hafa fariö oröum um viöræöur | á milli herstjórnarinnar i Póllandi og Lech Walesa, formanns Ein- ingar, samtaka óháðu verkalýðsfélaganna. Hann sagði að Walesa I missti auðveldlega samband við raunveruleikann og að erfitt væri að fá skýr og vel uppbyggð svör frá honum, þegar meiriháttar | vandamál væru rædd. FILIPSEYJAR: Yfirvöld á Filipseyjum hafa staðfest þaö aö her-1 þotur eyjanna hafi ráðist á japanskt skip. Utanríkisráöherra eyj- anna sagði i gær að flugvélunum hefði verið gefin fyrirmæli um aö skjóta á skipið, eftir að það hafði fengiö itrekaðar abvaranir og fyrirskipanir um að stöðva, en þau tilmæli hefðu öll verið virt aö vettugi. Hann sagði að grunur heföi leikið á að skipið flytti vopn til | hryðjuverkamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.