Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. janúar 1982 Knéfidlutónleikar ■ A fimmtu tónleikum fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins i Austurbæjarbiói 9. janúar léku Gisela Debkat (selló) og Arni Kristjánsson. Efnisskráin var þessi: Boccherini: Sónata i A-dúr Bach: Svita nr. 3 fyrir einleiks- selló Beethoven: Sónata i C-dúr óp. 102 nr. 1 Peter Ware: „Kluane” fyrir ein- leiksselló Dcbussy: Sónata. Ekki fæ ég betur séð, en Arni Kristjánsson heyrist óvenjulega oft um þessar mundir, og hlýtur það að teljast til gleðitiðinda i kammermúsik hér ibænum. Gis- ela Debkat er sömuleiðis aufúsu- gestur: hún lék hér með Sinfóniu- hljómsveitinni veturinn 1973-74, og hefur komið hér við annað veifið siðan. Tónleikaskráin skýr- ir frá margvi'slegum heiðri og verðlaunum, sem henni hafa hlotnast fyrir leik sinn. Framan af tónleikunum virtist mér leikur hennar einkennast af þurrlegum og nokkuð grófum tóni — það vantaði söng. t Boccherini yfirgnæfði hún pianóið, enda er undirspilið fremur einfait. Og einleikssvituna lék hún ekki sér- lega innblásið — sú spurning kom upp hvers vegna kven-spilarar spili alltaf 3. svituna, en karl- menn svotil aldrei? t Beethoven- sónötunni var meira jafnræði með hljóðfærunum, og undir ldi hennar fór ungfrúin að „spila” eins og sá sem til fjölmargra verðlauna hefur unnið. Peter Ware er ungskáld i Kan- ada, sem samdi þetta einleiks- verk, „Kluane”, sérstaklega fyrir tslandsferð Giselu, og mun það lýsa hugmyndum skáldsins um „islenskan veruleika” — nokkuð drungaleg en verulega geðsleg stemmning. En langbestur á efnisskránni varDebussy —þar léku bæði Ami og ungfrúin eins og þeir lista- menn sem þau eru. Enda kunnu áheyrendur vel að meta, og Gis- ela Debkat sást brosa i fyrsta sinn — vafali'tið merki um að hún væri komin i gott skap, enda stóð nú ekki á aukalögum, hverju öðru betra og betur leiknu. Mér hefur virst, án þess þó að þora að láta það verða efni i stóra kenningasmið, að kvenfólk sé best i forverum Beethovens og i nútimamúsik — rómantik og „Sturm und Drang” eigi siður við það. A þessum tónleikum lék Debkat greinilega langbest De- bussy, en var alltof þurrleg i Boccherini og Bach. Hins vegar kann að vera, að hennar stóra músikalska sál þurfi dálitinn tíma til að hita sig upp á tónleik- um, þótt ekki vantaði að visu tæknilega fullkomnun i leikinn, likt og sagt var um hið mikla briggskip óperusönglistarinnar Birgit Nilson: Hún þurfti að syngja 5-ti'ma Wagneróperu til að hita sig nægilega vel upp til að geta sungið Mózart. betta voru semsagt prýðilegir tónleikar, einkum seinni parturinn. 12.1. Sigurður Steinþórsson Viðtöl við Medvedev Opposisjonelle i Sovjet. Roy Medvedev intervjuet af Piero Osteiiino og Vittorio Zucconi. Universitetsforlaget 1981. 170 bls. ■ Málefni sovéskra andófsmanna hafa löngum þótt forvitniieg á Vesturlöndum og mikið um þau fjallað. Einn hinn þekktasti iröð- um andófsmannaer sagnfræðing- urinn Roy Medvedev. Hann hlaut heimsfrægð fyrir rit sitt um Staiinstimabilið, sem út kom á ensku árið 1971 undir heitinu — Let History Judge — Látum sög- una dæma. Fyrir það rit var Med- vedev rekinn úr kommúnista- flokknum, en ólikt þvi sem gerist um flesta meiriháttar andófs- menn þar eystra hefur hann hvorki verið fangelsaður né dæmdur, aðeins rekinn úr flokkn- um og sviptur þvi starfi, sem hann gegndi áður. Eftir að bókin um Stalinstimabilið kom út hefur Medvedev samið allmörg rit, þar sem hann gagnrýnir sovéskt þjóðskipulag, en engu að siður hefur hann fengið að vera i friði en býr þó við mikið öryggisleysi. Arið 1977 áttu þeir Piero Ostellino og Vittorio Zucconi, blaðamenn við italska stórblaðið Corriere della Sera, langt og ýtarlegt viðtal við Medvedev og birtist það hér i bókarformi. Leiðtogar sovéskra andófs- manna hafa stundum verið flokkaðir þannig að Solzhenitsyn standi þeirra iengst til hægr-i, Sakharov sé i miðju hins pólitiska litrófs og Medvedev lengst til vinstri. Um þessa flokkun skal ekki dæmt hér, en hún á sér stoð i þvi, að Medvedev hafnar ekki só- sialismanum sem framtiðar- skipulagi fyrir Sovétrikin. Þvert á móti vill hann að menn reyni að læra af mistökum fortiðarinnar og byggi upp sósialisma með mannlegu yfirbragði þar sem lýð- ræði og lýðréttindi séu i hávegum höfð. t viðtölunum i þessari bók tekur hann þó skýrt fram, að hann sjái ýmsa annmarka á þvi að vestrænu lýðræði verði komið á i Sovétrikjunum ieinu vetfangi, þjóðirnar séu tæpast undir það búnar. t viðtölunum við itölsku blaða- mennina ræðir Medvedev um andófshreyfinguna frá ýmsum hliðum, lýsir styrkleika hennar og veikleikum, segir frá þiðunni á valdatima Krútsjóffs, viðskipt- um sovéskra þegna við rikið, rit- skoðuninni, trúarlifi Sovétmanna, greinir frá viðskiptum sjálfs sin við ýmsa aðra þekkta andófs- menn og lýsir skoðunum si'num á málaferlum gegn rithöfundum og maintamönnum.Þarkemur m.a. fram að ýmsir minniháttar menn hafa gerst andófsmenn að þvi er virðist til þess eins að auglýsa sjálfa sig og hafa unnið hinni eiginlegu andófshreyfingu mikið ógagn. Þetta er ekki mikið rit að vöxt- um, en stórfróðlegt fyrir alla þá sem áhuga hafa á málefnum Sovétrikjanna og fólksins sem þau byggir. Mörgum mun vafa- laust koma á óvart við lestur bókarinnar, hve jákvæður Med- vedev er i garð þess þjóðskipu- lags er hann gagnrýnir svo mjög i ritum sinum. Hann lætur and- stæðinga sina njóta sannmælis og bendirá ýmsar leiðir er hann tel- ur Sovétmenn geta farið til úrbóta á þjóðskipulagi sinu. Og eitt er ljóst: Hann telur að það yrði sist til bóta þó sveigt yrði inn á braut vestræns neysluþjóðfélags. Jón Þ. Þór. reyndin sú, að enn er viða spurt, ef vænta má góðra undirtekta hjá vinhlýjum kennara eða nærstæðu gamalmenni. „Segðu mér sögu, amma,” var ákall barns, sem var að vakna til vitundar um um- hverfi sitt, og skynjaði að það var nokkurs vert. Islenska þjóðin hvarf að mikl- um hluta á fáum áratugum frá þvi að vera fáfæk bændaþjóð i nánu samllfi við harðbýla náttúru lands sins til þéttbýlis og borgar- lifs með sjávarútveg, iðnað og þjónustustörf að atvinnu. Óttast má að þau umskipti hafi orðið hættulega snögg. Margir munu þeirrar skoðunar, að vélmenni og tölvur leiði til æ meiri gervi- mennsku,en vitundin um ræturn- ar — það sem var — og um „þráð- inn að ofan” sljóvgist að sama skapi. Nýlega hafa komið út tvær bækur eftir sama höfund, sem mjög .virðast til þess fallnar að vekja til umhugsunar og svala fróðleiksþorsta athugulla bama, ýmist um lif á liðnum tima eða það náttúrufar landsins, sem nú rikir. Gildir einu hvort þær eru hugsaðar til einkanota í heima- húsum eða til upplestrar i kennslustundum til fjölbreytni þar og fræðslu. Höfundurinn er þrautreyndur kennari um langan aldur, Sigurður Gunnarsson, lengi skólastjóri á Húsavik og sið- an æfingakennari við Kennara- skóla og Kennaraháskóla Islands. Hann ólst upp á miklu menn- ingarheimili að Skógum i öxar- firði við fjölbreytt atvinnulif og stórfenglegt náttúrufar og byggir þvi á eigin reynslu en eitt þýðingarmesta skilyrði til að skrifa góða bók er að hafa sjálfur lifaö það, sem um er fjallað. Sigurður kemur fram i bókum sinum sem gamall þulur, er sýnir spurulum frændbörnum undir hönd sér inn á lönd minninganna um störfin heima, en f jölyrðir þó einkum um dýrin, eðli þeirra og háttu. — 1 fyrri bókinni, Ævintýr- in alit um kring, hafa kaflarnir eftirfarandi yfirskrift: Segðu mér sögu, frændi. Vindmyllan gamla og krummi. Krummi veit sinu viti. Lóan kemur á vorin. Varp- hólminn. Furðulegir sundfuglar. Konungur fuglanna. — Siðari bókin, Ævintýraheimar, er nokkru lengri. 1 henni eru eftir- taldir þættir: Selveiðar i Jökulsá. Náhvalurinn. Frændi selanna, rostungurinn. Isbirnir og hafis. Geta selir lifað undir isnum? Ógleymanlegt atvik. (Farið á handfæri). Landnemar 18. aidar. (Hreindýrin). Rebbi. Minnstu spendýrin heima. Eftirminnileg ferð. (Sigarettan). Ævintýrið á skerinu. (Tóbakið er hættulegt). Brúðkaupsveislan. Siðar mun að vænta þriðju bókarinnar, um húsdýrin og gildi þeirra fyrir þjóðina. UR)eldismálafrömuðurinn mikli, Rousseau, boðaði framar öðru það sem hann kallaði „aftur- hvarf til náttúrunnar”, meðal annars nauðsyn á skilningi á tengslum við móður jörð, jurtir og dýr. Einar Benediktsson komst svo að orði: „Með nýrri sjón yfirhauður og haf/ sá horfir, sem blómin skilur.” og Davið Stefánsson kvað: „Sjá má oft hið sama daggaglit/i sjónum dýrs og mennskum augum vorum.” Þvi eru börnum þessar bækur Sigurðar Gunnarssonar hollur lestur. Hann gætisiðar orðið þeim hvöt til að hverfa á vitlandsins — án skotvopna og tryllitækja en með stækkunargler og sjónauka i hönd. Jón Kr. Kristjánsson. fjölmidlun I Askrifendur velja upplýsingar frá tölvuböndum á skjá heimilis- I tölvunnar. Mun efni dagblaðanna berast mönnum þannig i framtfð- I inni? tVerður haett að prenta dagblöð? ■ Einn þáttur fjölmiðlunar framtfðarinnar snertir dreifingu upplýsinga með nýrri tækni, sem þegar er farin að ryðja sér verulega til rúms erlendis og er að festa rætur i islensku þjóð- félagi smátt og smátt. Með aukinni töluvæðingu i þjóðfélaginu og þeirri tæknibyltingu, sem orðið hefur á sviði tölvumála siðustu árin hafa stóraukist möguleikar á að geyma mikið magn upp- lýsinga á einum stað og um leið orðið auðveldara fyrir fólk að nýta sér þær án þess að þurfa að hreyfa sig úr stað. Bankar Efninu er safnað i tölvu- banka og það sööugt endur- nýjað þannig að það er sifellt i takt við liðandi stund. Fram á siðustu ár hafa eingöngu meiriháttar stofnanir haft að- gang að slikum bönkum, en nú er svo komið til dæmis i Bandarikjunum að almenn- ingur getur gegn ákveðnu áskriftargjaldi fengið aðgang að þvi efni, sem þannig er geymt. Útgefendur timarita og fræöibóka hafa meöal annarra staöið að þvi að leggja til fróðleik i þessa banka. Þá hafa til dæmis ýmis stór þjónustufyrirtæki gengið til liös við þessa aðila og auð- veldað þannig áskrifendunum að kynna sér hvað þau hafa á boðstólum. Allar þessar upp- lýsingar geta áskrifendurnir fengið um simalinur heim til sin og lesið þær þar á skján- um. Næsta skrefið i þessum efn- um er svo það, að fólk fær að- gang að nýjustu fréttum á þennan hátt þangað, þegar þvi hentar. Þessu má ekki rugla saman við útsendingu veður- fretta og iþróttafrétta og annarra upplýsinga I texta- formi frá sjónvarpsstöðvum, sem þegar er hafin i ná- grannalöndunum og nefnt er Teletext. Þar er um einhliða upplýsingamiðlun að ræða og þótt hægt sé aö skipta á milli rása á sjónvarpstækinu getur móttakandinn engin áhrif haft á nánara val upplýsinganna, sem birtast á skjánum. í hinu tilvikinu er um tvi- hliða samband að ræða og móttakandinn velur i hverju tilviki þær upplýsingar, sem hann vill. í Bandarikjunum er algengast að slikt sé kallað Viewdata. ,/Blöö" 1 beinu framhaldi af þessari þróun er þvi nú spáð, að á komandi árum veröi dagblöð úr sögunni i þvi formi, sem þau nú tiðkast. Það þýðir þó ekki, að fólk muni ekki hafa á- huga fyrir fréttum áfram og að blaðamenn verði óþarfir. Aftur á móti mun miðlun upp- lýsinga með heföbundinni prentun á pappir þykja of seinvirk og þung i vöfum eftir að einfaldari og hraðvirkari leiðir hafa rutt sér til rúms. Fréttamenn munu áfram afla fréttanna, skrá þær á skjá og senda þær siðan inn á móður- tölvu blaðsins. Fréttirnar eru nú skrifaðar þaðan út á pappirsrenning með prentletri, sá texti brot- inn um á siður, þær filmaðar, efnið siöan kóperað á offset- plötur, þær settar i prentvél til prentunar á pappir og blaðið i þvi formi sent úr prentsmiöju á afgreiðslu og þaðan dreift til kaupenda og áskrifenda. Allur þessi ferill mun hugsanlega falla niður. Askrifandinn mun þá einfaldlega kalla fram á skjáinn hjá sér heima eba á vinnustað þær fréttir, sem hann hefur áhuga á beint frá móðurtölvu viðkomandi fréttablaðs eða upplýsinga- miðstöðvar. Menn geta verið áskrifendur að ákveðnu efni svo sem iþróttafréttum, eða þá að öllu þvi efni, sem safnað er i móðurtölvuna. Þá mun áskrifandinn einnig geta fengið útskrift af þvi efni, sem hann hefur áhuga á og má þá segja að hann fái i hendur „prentaðar” fréttir dagsins án milligöngu nokkurrar hefð- bundinnar prenttækni eða dreifingarkerfis. Engu skal hér spáö um það, hvenær slikt fyrirkomulag verður komið til sögunnar hér á landi, en þróun tækninnar hefur til þessa verið mun ör- ari en nokkurn óraði fyrir. —rtR. Ólafur Ragnarsson skrifar um fjölmiðlun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.