Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 19. janúar 1982 . •! ' v . 1 H VH 1 flokksstarfid Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn i Hótel Heklu sunnudaginn 31. jan. n.k. og hefst hann kl. 10 f.h. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst siðar. Ef miðstjórnarmenn sjá sér ekki fært að mæta þá ber að tilkynna það skrifstofu Framsóknarflokksins hið fyrsta (simi 24480) Stjórnin Sjávarútvegsráðstefna SUF efnir til sjávarútvegsráðstefnu i Festi, Grindavik laugardaginn 30. janúar 1982, og hefsthún kl. 10.00 f.h. Dagskrá auglýst siðar. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla i prófkjöri Framsóknar- flokksins til borgarstjórnarkosningar i Reykjavik á kom- andi vori, hefst mánudaginn 18. janúar á skrifstofu Fram- sóknarflokksins að Rauðarárstig 18, og stendur yfir til 22. janúar. Kosningin fer fram frákl. 18—19 þessadaga. Kjörnefndin Þorrablót Þorrablót framsóknarfélaganna i Reykjavik verður haldið i Hótel Heklu laugardaginn 30. janúar n.k. Miðapantanir á skrifstofu Framsóknarflokksins (simi 24480) Nánar auglýst siðar. Framsóknarfélögin Kosningasjóður Tekið er á móti framlögum i kosningasjóð framsóknar- flokksins i Reykjavik alla virk^ daga á skrifstofunni að Rauðarárstig 18. Stjórn fulltrúaráðsins Framsóknarfólk i Reykjavik ath. Inntökubeiðnum i flokksfélögin i Reykjavik er veitt mót- taka á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18 frá kl. 9-19 virka daga og laugardaginn 16. jan. frá kl. 13- 16. Stjórn fulltrúaráðsins Prófkjör i Njarðvik Framsóknarfélagið i Njarðvik hefur ákveðið að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri með Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum vegna bæjarstjórnar- kosninga i vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. febr. n.k. Þar sem skila þarf framboðslista til sameiginlegrar kjör- stjórnar fyrir 22. þ.m. er nauðsynlegt að þeir sem hyggj- ast bjóða sig fram láti undirritaða vita eigi siðar en kl. 18 fimmtudaginn 21. janúar n.k. Allar nánari upplýsingar veita undirritaðir: Óskar Þórmundsson i sima 3917 Ingibjörg Danivalsdóttir i sima 1226 Sigurður Sigurðsson i sima 2255, Gunnar Ólafsson í sima 2284 Óskar Grimsson i sima 6012. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Reykjavik heldur fund með frambjóðendum flokksins til prófkjörs fyrir væntanlegar borgarstjórnarkosningar i Reykjavik á komandi vori. Fundurinn verður haldinn 21. jan. n.k. og hefst nann kl. 20.30 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18 Stjórn fulltrúaraðsins Kópavogur — Þorrablót Hiðvinsæla þorrablót framsóknarfélaganna verður haldið i Manhattan laugardaginn 23. janúar n.k. kl. 19 stundvis- lega. Miðapantanir fyrir miðvikudaginn 20. janúar. Upplýsing- ar um miða hjá Guðbjörgu i sima 40435, Katrinu i sima 40576 og Vilhjálmi i sima 41190. Framsóknarfélögin Framsóknarmenn Selfossi Framsóknarfélag Selfoss auglýsir eftir framboðum til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninga á Selfossi 1982 Framboði skal skila til formanns félagsins Sigurdórs Karlssonar Rauðholti 9. Framboðsfrestur rennur út 31. janúar 1982 Stjórnin Frá Happdrætti Framsóknarfiokksins Útdráttur hefur farið fram i hausthappdrættinu og eru vinningsnúmerin innsigluð hjá borgarfógeta á meðan fullnaðarskil eru að berast. Dregið var úr öllum útsendum miðum. Samkvæmt giró- seðlum má framvisa greiðslum enn um sinn i næsta póst- húsi eða peningastofnun og eru flokksmenn vinsamlegast beðnir um að gera skil. 23 eftir helgina Lestunar- áætlun GOOLE: Arnarfell...........25/1. Arnarfell........... 8/2. Arnarfell...........22/2. Arnarfell........... 8/3. Rotterdam: Arnarfell..........27/1. Arnarfell..........10/2. Arnarfell..........24/2. Arnarfell..........10/3. ANTWERPEN: Arnarfell..........28/1. Arnarfell..........11/2. Arnarfell..........24/2. HAMBORG: Helgafell..........25/1. Jökuifell.......... 5/2. Ilelgafell.........12/2. Helgafell.......... 3/3. LARVIK: Hvassafell..........1/2. Iivassafell........15/2. Hvassafcll......... 1/3. GAUTABORG: Hvassafell ........20/1. Hvassafell......... 2/2. Hvassafell.........16/2. Hvassafell......... 2/3. Kaumannahöfn: Hvassafell.........21/1. Hvassafell......... 3/2. Hvassafell.........17/2. Hvassafell......... 3/3. SVENDBORG: Hvassafell.........22/1. Helgafell..........27/1. Hvassafell......... 4/2. Helgafell..........15/2. Hvassafell.........18/2. Iivassafell........ 4/3. HELSINKI/HANGÖ: Ilisarfell..........5/2. ..skip”.............3/3. CLOUCESTER/ Mass.: Skaftafell........ 8/2. Skaftafell..........9/3. HALIFAX, Canada: Skaftafell.........10/2. Skafta fell........12/3. öKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 if ý' Ij mnmímW x. 5 Aðfundnu nýju núlli ■ Aðalviðburðir helgar- innar, voru sjóm aunasam n- ingarnir. og nú glcðjast menn yfir að búið cr að finna rctt núll handa þeim er starfa í s já varútvcgi. Veðrið á Suð-Vesturhorninu var einnig búið að finna sitt núll. Núll gráðu hita, eða núll gráðu frost, og á Suðurlág- lendinu var logn á jörðu. Sel- vogsbanki blasti við af Kambabrún, fullur af sild eða hinum mælda sildarstofni, sem nú telst vera um 300 þúsund tonn, eða hefur tifaldast, eftir að rússneski flotinn þurrkaði upp alla sild norður og austur af landinu með hundruðum veiðiskipa, móðurskipa og landinn lét vist heldur ekki sitt eftir liggja, þótt minna hafi nú munað um þáveiðien hina rússneksu.Nú eru brátt liðin tiu ár, siðan sildin fór á sitt núll. Enn utar og austar, undir gráleitu yfirborði sjávarins, synti svo vertiðarþorskurinn með þungum svip, út af fisk- verðinu það var einkennilegt að sjá tii hafsins, að ekkert skip var á sjó, um hávertiðina þrátt fyrir góðar gæftir. Verðurliklega að leita langt aftur i' aldir til að finna svo al- gjört núll i útgerð um þetta leyti árs á Selvogsbanka, sem hefur haft lokað, eins og gjald- eyrisdeildir bankanna i marga daga. A morgun verður þetta allt breytt og nýr áfangi i bjargráðum verður hafinn. og þjóðar- Borðsiðir kakan Þótt flestir séu nú ánægðir yfir þvi, aö enn skuli vort núll hafa fundist, get ég á hinn bóginn ekki varist sömu hugsun, i hvert skipti sem leitað er að núlli i þessu landi. t hugann kemur viss kafli i bók sem fröken Helga Sigurðardóttir skólastjóri skrifaði, en hún er sá rithöf- undur, islenskur, sem iðnaðstur hefur verið við að rita matreiðslubækur og um siði við borð. Þegar þjóðar- kökunni er skipt, virðast okkur borðsiðir forystumanna vera nokkuð frjálsir, að ekki sé nú meira sagt, og ef til vill ættu þeir að taka upp rétta borðsiði fröken Helgu, en hún segir: „Komið ætið hrein og snyrti- lega klædd til máltíða. Mætið stundvislega. Setjist ekki á undan foreldrum ykkar eða húsbændum. Sitjið rétt, hæfi- lega langt frá borðinuog hafið fæturna við stólinn. Leggið handleggina ekki á borðið. Takið ekki of mikið af fatinu og ekki eingöngu það, sem ykkur þykir gott, eða beztu bitana. Skiljið ekkieftir. Takið hóflega af eftirmat og öðrum réttum, sem ekki eru ætlaðir til þess að borða sig metta af. Jafnvel þó að yður falli ekki sá réttur, sem fram er borinn, eða þér þekkið hann ekki, þd takiðafhonum og borðið. Það er ekki háttvisi að segja, að yður langi ekki i þetta. Matizt eins hljóðlega og hægt er og tyggið með lok- uðum munni. Sötrið ekki. Súpan er borðuð úr hlið skeiðarinnar,en grauturinn úr henni beinni. Ekki má blása á matinn til þess að kæla hann og ekki taka diskinn upp með hendinni. Haldið ekki of neð- arlega á skeið, hnif eða gaffli. Látið hnifinn aldrei upp i yður, borðið með gafflinum. Bein og annað skuluð þér taka út úr yður meö gafflinum og láta á diskbarminn. Talið ekki meö mat uppi i yður. Teygið yður ekki yfir borðið né sessunaut yðar, biðjið heldurum að rétta yður það, sem þér óskið eftir. Við borðið á ekki að að ræða um ógeðfellda hluti. Börn mega ekki gripa fram i fyrir fullorðnum við borðið fremur en endranær, eða aðrir fyrir húsbændum. Sérhver verður að gefa þvi gætur, að sessu- naut hans skorti ekkert, og sérstaka athygli verður að viðhafa, þegar gestir eru. Það er ekki kurteisi að stanga úr tönnum, þegar aðrir sjá til. Ekkier háttvisi að lesa við borðið. ” Ekki veit ég hvort þessi bók ertil i' Karphúsinu, en ef til vill ætti hún að vera þar og á öðrum stöðum, þar sem menn leita að sinu núlli. Jónas Guðm undsson Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.