Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 19. janúar 1982 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elías Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadottir. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friðrik Indriðason. Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifsiofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykj.ivik. Simi: 86300. Auglvsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. „MJÓLK í MÁL” — svar vid skrifum Guðna Ágústssonar, mjólkur- eftirlitsmanns eftir Jóhannes Gunnarsson Samkomulag um nýtt f iskverð ■ Samkomuiag hefur náðst um fiskverð og um kjaramál sjómanna, sem þegar eru komnir á sjó að sækja björg i þjóðarbúið. Samkvæmt þessu samkomulagi hækkar fisk- verð að meðaltali um 17.9%. Jafnframt lækkar oliugjald, sem tekið er af óskiptum afla, úr 7.5% i 7%. ‘ Með fiskverðshækkuninni, og þeim kjarasamn- ingi, sem sjómenn og útgerðarmenn hafa gert sin á milli, hafa kjör sjómannastéttarinnar batnað verulega. Hún er vissulega vel að góðum kjörum komin. Forsenda fiskverðsákvörðunarinnar eru að- gerðir af hálfu stjórnvalda. Þótt sumir talsmenn þeirra hagsmunaaðila, semhér eiga hlut að máli, tali stundum digurbarkalega um, að það sé þeirra og engra annarra að ákveða fiskverð, þá er auðvitað ljóst, að fiskverðsákvörðun hlýtur alltaf að byggjast á tilteknum aðgerðum og fyrir- greiðslu rikisvaldsins. Við lausn þessarar deilu hefur mikið mætt á sjávarútvegsráðherra, Steingrími Hermanns- syni, sem meö frumkvæði sinu átti mikinn þátt i að leysa deiluna, og það þrátt fyrir hatrammar pólitiskar árásir af hálfu stjórnarandstæðinga og málgagna þeirra. Endaslepp veislulok hjá Morgunblaðsmönnum ■ Það hetur veriö mikil veisla hjá Morgunblaðs- mönnum siðasta hálfa mánuðinn eða svo. Veislu- föngin voru þeir erfiðleikar, sem steðjuðu að þjóðarbúinu vegna deilunnar um fiskverð og kjör sjómanna. Sérhvert nýtt vandamál fyrir þjóðar- búið varð að gleðiauka, og kveikti þá von i brjóst- um Morgunblaðsmanna, að nú væri kannski hægt að koma rikisstjórninni frá. Þessa gleðivimu mátti sjá á siðum Morgun- blaðsins dag eftir dag. Verkfall og verkbann gladdi hjörtu Moggamanna einn daginn. Þegar vinnuveitendur sögðu upp kauptryggingu verka-. fólks i landi og margir létu skrá sig atvinnulausa um tima, var enn meiri fögnuður á siðum Morg- unblaðsins. Og hámarki náði gleðskapurinn á föstudaginn þegar Morgunblaðið sagði i fyrirsögn yfir þvera siðu: ,,Málið komið i óleysanlegan hnút”. Og Geir Hallgrimsson var kallaður til að taka þátt i veisiunni, og draumur hans birtist i stórri fyrirsögn á sömu siðu: „Stefna rikisstjórn- arinnar hefur beðið skipbrot”. En ósköp varð veisla Morgunblaðsmanna endaslepp. Daginn eftir að þeir fögnuðu þvi, að málið væri komið ,,i óleysanlegan hnút”, var búið að leysa fiskverðsdeiluna! Og rikisstjórnin ekki íallin! Hvilik mæöa! Þeir Morgunblaðsmenn verða vafalaust fljótir að ná sér eftir timburmennina, og fara væntan- lega strax að safna i næstu veislu. Sem betur fer fyrir hag islensku þjóðarinnar er áhriíavald Morgunblaðsins mun minna en Morg- unblaðsmenn halda sjálfir. En gjörðin er sú sama. —-ESJ. ■ Þann 12. janúars.l. birtist hér i blaðinu ritsmið ein, mikil af vöxt- um en minni af gæðum eftir Guðna AgUstsson mjólkureft- irlitsmann á Selfossi. Bar greinin yfirskriftina „Sjónvarpið á villi- götum”, og er þar fjallaö um sjónvarpsþátt sem var á dagskrá sjónvarpsins 9. desember s.l. undir heitinu „Mjólk i mál”, en þátturinn var sá fyrsti i nýrri þáttaröð undir heitinu „Starfið er margt”. 1 þessari grein ræðst Guöni af mikilli heift að stjórnanda þáttar- ins, Baldri Hermannssyni og und- irrituðum sem þarna kom fram sem fulltrUi Neytendasamtak- anna. Ekki er ástæða til að eltast við allan þann reiðiflaum sem þarna birtist, en óhjákvæmilegt þó aö svara nokkrum atriðum. Gæði m jólkur hérlendis Guðni virðist telja sig sjálfkjör- inn málsvara bænda og er þvi mjög óánægður með, að i þættin- um var örlitill minnihluti þeirra gagnrýndur fyrir að senda of oft i mjólkursamlag lélega mjólk, sem svo aftur vegna fyrirkomulags mjólkurfhitninga, blandast ann- arri mjólk og dregur þar með Ur gæðum allrar mjólkurinnar. Guðni tekur samt undir þessa gagnrýni igreinsinni.þegar hann skýrir frá þvi að 1.6% framleið- enda mjólkur (13 af 800) „féllu fimm sinnum eða oftar”, við gæðamat mjólkureftirlitsins. Er þá ljóst að hann er sammála und- irrituðum um að örlitill minni- hluti skemmi talsvert fyrir hin- um. Stóryrði hans i garð undirrit- aðs hljóta þvi einnig að vera sjálfslýsing. En með tilliti til þeirrar sérkennilegu rökíimi og skarpskyggni sem einkennir grein Guðna, áttar hann sig sennilega ekki' á þessari stað- reynd. Ég setti fram þá skoðun i áður- nefndum sjónvarpsþætti að þeir framleiðendur sem itrekað senda II. og III. flokks mjólk ættu að hafa lifibrauð af öðru en m jólkur- framleiðslu og að mjólkursam- lögum ætti aö vera heimilt aö neita móttöku mjólkur frá þess- um framleiðendum. Undir þessa skoðun tók Hörður Sigurgrims- son, bóndi að Holti i Flóa, sem einnig var rætt við i þættinum. Aö þvi hafi verið haldið fram i þættinum ,,að bændur væru svona upp til hópa drullusokkar, sem framleiddu vonda mjólk” svo notuö séu orö Guðna, eru að sjálf- sögðu hans eigin fmyndanir og hafa hvergikomiðfram, nemaþá i huga hans sjálfs. Ég er ekki i minnsta vafa um að flestir bænd- ur,sem og forráöamenn mjólkur- iðnaðarins eru sammála þvi við- horfi sem fram kom hjá okkur Herði, aö bæta megi hráefnið á þennan hátt og þá um leið hina fullunnu vöru. Enda er mjög óréttlátt, að örlitill minnihluti framleiðenda skuli þannig geta komið óorði á alla stéttina. Guðni er einnig mjög óhress með að i' þættinum vitnaði ég i samanburðartölur á gæðum mjólkur i Noregi og á samlags- svæði I (þ.e. suður og vestur- land), enþessar tölurvoru fengn- ar úr skýrslu starfshóps sem heil- brigðisráðherra skipaði s.l. sum- ar, þegar súr nýmjólk var sem al- gengust á borðum neytenda. Vissulega er það réttað ekki gilda sömu gæðakröfur hér á landi og I Noregi. En ef bera á saman tölur, þá verður sá grundvöllur sem að baki talnanna liggur, að vera sá sami. Gæðakröfur á hrámjólk hafa veriö mun vægari hérlendis, en i nágrannalöndunum, þ.á.m. Noregi. Þær tölur sem bornar voru saman i þættinum byggjast á þeim kröfum sem Norðmenn gera til 1. flokks mjólkur. A það má benda, að mjólk sem er t.d. með 400.000gerla pr.ml. er á eng- an hátt betri hér á landi en i Noregi, þó svo aö herlendis hafi slik mjólk til skamms tima verið flokkuð sem I. flokks mjólk en i Noregi sem II. flokks, gæðin gerlalega séð hljóta að vera þau sömu. Þetta hlýtur jafnvel Guðn að vera ljóst. Þvi ber að fagna, að nú um ára- mótin var gerð breyting á mjólk- urreglugeröinni og kröfur um gerlainnihald hrámjólkur hertar. I töfluhér til hliðar má sjá hvaða reglur giltu hérlendis fyrir og eft- ir áramót og einnig norsku regl- urnar. Vissulega er hér stigið stórt skref fram á við og benda má á að þessi breyting er i fullu samræmi við þær kröfur sem Neytendasamtökin hafa sett fram, enda verður að ætla að auknar kröfur muni bæta hráefn- ið. Mjólkurgallarnir á s J. sumri Guðni er mjög ósáttur við að i þessum þætti voru vandamál sið- asta sumars rifjuð upp, en ekki Flokkunarreglur á hrámjólk (gerlainnihald pr. ml.) á íslandi og i Noregi. I. flokkur II. flokkur III. flokkur ísland, fram til siöustu áramóta 0-500.000 500.000-800.000 800.000 ogyfir ísland, eftir siðustu áramót 0-250.000 250.000-600.000 600.000 ogyfir Noregur 0-100.000 100.000-500.000 500.000 og yfir Mikill háski af völdum verðbólgunnar eftir Helga Hannesson ■Aldrei hefur i'slensk alþjóö haft jafn mikið fé i' höndum, eins og næstliðinn áratug — og fram á þennan dag. Þetta er afleiðing mikilla þjóðartekna. Fyrst og fremst þeirrar þjóðarógæfu, að hér hafa allir sem vilja vinna, nóg að starfa, ef þeir geta unnið — og til jafnaöar heldur góð laun fyrir vinnu sina. óhófseyðsla almenn- ings er augljóst vitni um þetta — annar hver maður á einkabifreið, til þess að leika sér að — þriðji eða fjórði hver tslendingur flakkar árlega Ut um lönd og álfur. Og hálf þjóðin — að minnsta kosti, etur og drekkur sér til heilsuspillis — jafnframt safnar fjöldi manna fé i' spari- sjóði. Allur meginþorri manna sýnist hafa nægileg peningaráð. Hins vegar eiga atvinnuvegir mjög i vök að verjast. Þvi veldur að nokkru leyti stórhækkun á oliuverði, sem sverfur fast að út- gerð fiskiskipa. Að öðrum og miklu gildari þræði stalar það af verðbólgunni, sem óx hraðar en i flestum löndum — og er ennþá striðalin á stórkostlega vitlausri vísitölu. Allir heilvita sjá og skilja, að verðbólgan er i þann veginn að drepa i' dróma allan islenskan iðnað og sjávarútveg — samhliða þvi að hún étur upp jafnharðan allar kauphækkanir verkafólks. Yfir öllum Islendingum vofir mikill háski af völdum hennar. Frestið hækkun vísitölu i eitt eða fleiri ár! Nú liggur þjóðinni lifið á að vinna bug á verðbólgunni —- Minnka hana sem mest og allra fyrst. Nærtækasta ráð til þess er: Að fresta hækkun visitölu í eitt eða fleiriár. Samhliða þvi þarf að fresta hækkun allra miðlungs- hárra og hærri launa. Einnig þarf að spyrna i hófi gegn hækkun þjónustugjalda og vöruverðs. Ennfremur þarf að fresta verk- fóllum i nokkur ár — Verkfalls- rétturinn er háskavopn i höndum fólskra ósvifinna manna — og stórhættulegur öllum þjóðum, sem skortir her tilað skipa i störf, sem mega ekki falla niður. Enda er hann hjá okkur orðinn skálka- skjól ævintýraglópa — og óþjóð- hollra fégráðugra fanta. Það virðist okkur þjóðarnauð- syn, að rikisstjórn hafi tök á að hemja verkfallsæði óbilgjarnra hópa sérgæðinga. Visitalan er vitlausasta þings- ákvörðun sem hér á landi hefur verið gerð i mannaminnum. Verðbólga og visitala eru magnaðir uppvakningar, sem hafa lengi að undanförnu, jafnt og þétt blásið út hvor aðra, alþjóð til ófarnaðar. Væri brugðið við og farið að hér ofan skráðum ráðum, mundi það draga verulega úr vextiverð- bólgunnar —og að likindum leiða til þess, að lánsvextir gætu lækkað stórkostlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.