Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 19. janúar 1982 Laus staða Staða við lagmetisrannsóknir er laus til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi háskólapróf i matvælafræði eða hlið- stæða menntun. Staðan verður veitt frá og með 1. mai 1982, en umsóknir þurfa að hafa borist stofnuninni að Skúlagötu 4, Reykjavik, eigi siðar en 15. febrúar 1982. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins Skúlagötu 4, Reykjavik. Laus staða Staða fulltrúa hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakjörum starfsmanna rikisins. Starf- ið er aðallega fólgið i vélritun fyrir stofn- unina»umsjón og frágangi á bréfasafni hennar, færslu handbóka o.fl. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf skulu sendar Samgönguráðu- neyti eigi siðar en 22. janúar 1982. Nánari upplýsingar veröa veittar hjá Veðurstof- unni milli kl. 14.00 og 15.00 dagana 19.-21. januar 1982. Veðurstofa íslands Utboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i eftirfarandi: Útboð RARIK-82005 Smiði á festihlutum úr stáli fyrir 11-19 kV háspennulinur. Opnunardagur 10. febrúar 1982 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik fyrir opnunartima, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með mánudeginum 18. janúar 1982 og kosta kr. 100.- hvert eintak. Reykjavik 14. janúar 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i eftirfarandi: RARIK-82003. 132 kV Suðurlina, jarð- vinna, svæði 1 og 2. í verkinu felst jarðvinna og annar frá- gangur við undirstöður og stagfestur ásamt flutningi á forsteyptum einingum o.fl. frá birgðastöðvum innan verksvæðis, lagningu vegslóða og gerð grjótvarinna eyja i árfarvegum. Verkið skiptist i 2 hluta, frá Stemmu að Skeiðará og frá Skeiðará að Prestbakka. Hvor verkhluti nær yfir rúml. 50 km. lengd. Mastrafjöldi i hvorum hluta er um 175. Verki skal ljúka 1. sept. 1982. Bjóða má i annan hvorn verkhlutann eða báða. Opnunardagur: Mánudagur 8. febrúar 1982 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik fyrir opnunartima, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með þriðjudegi 1982 og kosta kr. 200.- hvert eintak. Reykjavik, 15. janúar 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS fréttir Brunaverðir harðorðir í garð Rúnars Bjarnasonar, slökkviliðsstjóra: „LANGÞREYTTIR A MISVraM AKVÖRÐ- UNUM RÚNARS” ■ „Starfsaðferöir Rúnars Bjarnasonar i máli þessu koma okkur brunavörðum ekki mjög á óvart og e.t.v. ekki heldur ibúum borgarinnar. Þaö er ekki aðeins við mannaráðningar og stöðu- veitingar, sem hann hefur i gegn- um árin beitt geöþóttaákvörðun- um, heldur einnig i öörum störf- um sinum. Brunaverðir eru orðn- ir langþreyttir á misvitrum ákvörðunum Rúnars Bjarnason- ar.” Þannig segir i athugasemd frá Brunavarðafélagi Reykjavikur viö ráðningu i stöðu varaslökkvi- liðsstjóra i borginni. Ennfremur segir: „Brunaveröir á Slökkvistööinni i Reykjavik mótmæla harölega og lýsa furöu sinni á skipan borgar- ráðs i stöðu varaslökkviliðsstjóra i Reykjavik þ. 5. janúar s.l. Viö skipan i stöðuna var berlega gengiö fram hjá þeim starfs- mönnum stöðvarinnar, sem mesta þekkingu og reynslu hafa til að gegna starfi þessu, en þess i stað skipaður maður, sem sára- litla reynslu hefur af störfum slökkviliðsins, en tæknimenntaö- ur og hefur sem slikur starfað á Slökkvistööinni f eitt og hálft ár, aðallega við skrifstofustörf. Meðal umsækjenda um stööuna voru 3 aöalvaröstjórar Slökkvi- liðsins með starfsaldur frá 18 ár- um upp i 30 ár. Auk mikillar starfsreynslu hafa þeir allir sótt löng námskeiö i slökkvistörfum og sjúkraflutningum hérlendis og erlendis og sem aðalvaröstjórar reynst góöir stjórnendur. Fram hjá þessum mönnum var gengiö en reynslulitill maöur þess i stað skipaður og þar með undirstrik- að, að svo löng starfsreynsla aðalvaröstjóra hefur ekkert aö segja, þegar tæknimenntun er annars vegar. Þetta er e.t.v. enn furöulegra, þegar litiö er til þróunar þessara mála i öðrum löndum. Eftir þvi sem best er vitað mun nær undan- tekningalaust stefnt að þvi að yfirmenn slökkviliða, þ.e. slökkviliösstjórar og vara- slökkviliðsstjórar séu skipaðir úr rööum brunavarða meö mikla starfs- og stjórnunarreynslu enda mikið i húfi að yfirstjórnendur á brunastöðum séu slikum kostum búnir. í Reykjavik eru önnur sjónar- mið látin ráöa varðandi bæði þessi störf. Þó hafa stjórnendur borgarinnar orðið sér meðvitandi um mikilvægi þessarar þróunar, þvi á árinu 1978 gekk úr gildi brunamálasamþykkt fyrir Reykjavikurborg frá árinu 1953, sem geröi kröfu til verkfræöi- eða húsameistaramenntunar i störf- in, en með reglugerð sem viö tók, voru skilyrði þessi felld niður. Er þvi ekki lengur krafist sérstakrar menntunar i störf slökkvi- og varaslökkviliðsstjóra i Reykja- vik, enda ekki séö hvaða tilgangi það þjónar og reynslan ekki sú, að slikt sé réttlætanlegt. A það má benda vegna þeirrar miklu áherslu sem lögð er á menntunarþátt þessarar ráðning- ar, að á Slökkvistööinni hefur s.l. 9 ár starfað byggingatækni- fræðingur viö eldvarnaeftirlitið. Það mun vera að undirlagi Rúnars Bjarnasonar, slökkviliðs- stjóra, að staöiö var aö ráðning- unni með þessum hætti. Eftir að umsóknir bárust borgarráði, var honum falið að segja sitt álit á umsækjendum og mun hann ein- dregiö hafa mælt meö þeim sem skipaður var og lagt á það mikla áherslu enda mun Rúnar hafa lof- að viðkomandi þvi, þegar sá kom til starfa hjá Slökkvistöðinni fyrir einu og hálfu ári. 1 umsögn sinni til borgarráðs gerir Rúnar grein fyrir starfs- sviði varaslökkviliðsstjóra. Þar kemur fram, aö störf hans séu einkum fólgin i deildarstjórn i varðliösdeild, dagleg umsjón meö starfi og þjálfun á vöktum, um- sjón með starfseminni og skipu- lagningu i deildinni svo og yfir- umsjón meö slökkvibilum, sjúkrabilum og öðrum búnaði liðsins. Miöaö við þessa lýsingu Rúnars er þaö ámælisvert af hans hálfu að beita sér fyrir þvi, að til starfsins sé ráöinn maður með sáralitla starfsreynslu þar sem störfum þessum verður aldrei gerð fullnægjandi skil nema fyrir hendi sé mikil starfsreynsla og starfsmenntun. Þrátt fyrir að menntunarskil- yrði fyrir ráöningu slökkvi- og varaslökkviliðsstjóra séu löngu niður fallin eins og áöur segir, þ.e. 1978, mun Rúnar hafa visaö i gömlu reglurnar i umsögn sinni til borgarráös og látið svo lita út sem þær væru i fullu gildi og verkfræði- eöa húsameistara- menntun enn áskilin. Það virðist ætla að verða erfitt að koma Rún- ari Bjarnasyni i skilning um að skilyrði þessi séu niður fallin eða hann á erfitt með að sætta sig við að svo sé. Hann hefur allt til þessa dags i mörgum málum visað i þessar lönguniðurfelldu reglur og m.a. tóksthonum að hrekja mann úr starfi brunavarðar fyrir rúmu ári siðan, þar sem viökomandi uppfyllti ekki lengur búsetuskil- yröi skv. gömlu reglunum. Akvæöið var þá úr gildi fallið og ekki talin ástæða tii að halda þvi inni i gildandi reglum frá 1978.” Athugasemd frá Land- sambandi slökkviliðs- manna „t bréfi stjórnar L.S.S. er sent var borgarráði i R. i des. s.l. var þeirri stefnu L.S.S. komiö á fram- færi að i stöður slökkviliðsstjóra og varaslökkviiiösstjóra yrðu ekki ráðnir aðrir en menn með langa starfsreynslu i slökkviliði og þá menntun er þvi starfi fylgir. Við ráöningu i stöðu varaslökkvi- liðsstjóra i R. nú nýverið var ekki farið eftir þessari stefnu L.S.S. heldur ráðinn svo til óreyndur maöur i þessa stöðu og hlýtur stjórn L.S.S. aö mótmæla þvi harðlega. 1 starfi slökkviliðs- manna er nauðsynlegt aö slökkvi- liðsmenn beri fullt traust til sinna yfirmanna og þess vegna veröa yfirmenn i slökkviliöum aö hafa mikla þekkingu og reynslu á þeim störfum er slökkviliðsmenn ynna af hendi t.d. á eld eða slysastað. Þegar ráönir eru svo til óreyndir menn i stöður yfirmannaskapast strax óvissa og öryggisleysi á þeim timum er mest á reynir þ.e. á eldstað. Þessi starfsreynsla og þekking á starfi slökkviliös- manna verður ekki numin i skóla eingöngu heldur verður einnig að fylgja löng starfsreynsla i slökkviliði. Það hlýtur aö vera krafa borgarbúa og slökkviliös- manna að vel sé vandaö viö ráön- ingar yfirmanna i slökkviliðið i R. og ekki aðrir en hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi þar sem um er að ræða þeirra lif og eignir. Stjórn L.S.S. styöur fram- komna gagnrýni Brunavarðafé- lags Reykjavikur á ráðningu þessa og mun beita sér fyrir að slikar ráðningar endurtaki sig ekki i slökkviliðum landsins.” Heildsala Smásala 4t SP0RTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 SALOMONi Öryggisins vegna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.