Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 9
9 Þriðjudagur 19. janúar 1982 eingöngu rættum „hina glæsilegu stöðu landbúnaðarins né hið fjöl- breytta og mikla framboð af úr- valsvöru,sem mjólkuriðnaðurinn færirá borð neytenda”, svo notuð séu hans orð. Reyndar ber að taka fram, að ég lét einmitt orð falla i þessa veru i lok þáttarins og benti raunar á að mjólkur- iðnaðurinn stæði sig mjög vel, hvað varðar þetta atriði, sérstak- lega fsamanburði við aðrar mat- vælaframleiðslugreinar. Hins vegar er það mikill bjarnargreiði við mjólkuriðnaðinn, að einblína svo á kosti hans að gallarnir sjá- ist ekki. Það var alls ekki nýtt fyrir neytendur að á s.l. sumri var þeim dag eftir dag boðið up á gallaða mjólk. Þetta hefur verið árviss viðburður undanfarin sumur og einnig t.d. umpáska, þö ekki hafi ástandið verið eins slæmt og nú. Og það verður að teljast takmarkaður fræðslu- og heimildaþáttur ef ákveðnir þrýstiaðilar koma málum svo fyrir, að jákvæðu hliðarnar megi ræða, en alls ekki þær neikvæðu. Það er mikileinföldun að halda þvi fram að ástandið s.l. sumar hafi verið einskær öheppni. Benda má á, að stóran hluta vandans má frekar skoða sem kæruleysi forráðamanna Mjólk- ursamsölunnar. Eða hvernig ber að skilja það á annan hátt, að þessum mönnum var ljóst þegar i marsmánuði s.l., að gerilsneyð- ingartæki þar var bilað, en tækið ekki tekið úr notkun fyrr en 19. júlis.l.,eða fjórum mánuðumsið- ar. Einnig taldi starfshópur heil- brigðisráðherra, að hluta vand- ans væri að leita i lélegu hráefni sem berst til m jólkursamlaganna á suður-og vesturlandi. En Guðni Ágústsson er greinilega á annarri skoðun, en ég læt lesendum eftir að dæma hvor er trúverðugri, Guðni eða þeir menn sem mynd- uðu þennan starfshóp. Lokaorð Guðni reynir að gera litið Ur menntun minni og starfsreynslu sem mjólkurfræðingur. Rétt er „Það er mikU einföldun að halda þvi fram, að ástandið s.l. sumar hafi verið einskær óheppni. Benida má á, að stóran hluta vandans má frekar skoða sem kæru- leysi forráða- manna Mjólkur- samsölunnar.” þvi að upplýsa lesendur um, að allt fram til vorsins 1980 starfaði ég samfleytt við þennan iðnað frá þvi' ég hóf mjólkurfræðinám haustið 1966.Þar á meðal hef ég starfað i þeim þremur mjólkur- samlögum sem mest komu við sögu s.l. sumar. Ég tel mig þvi vita nokkuð Ut frá þessari starfs- reynslu, hvar skórinn kreppir helst hjá islenskum mjólkur- iðnaði. Þótt Guðni telji að fulltrUi Neytendasamtakanna eigi ekki erindi i þátt sem þennan, er ekki vist að allir séu honum sammála. Ég vil leyfa mér enn að vitna i orð Harðar Sigurgrimssonar, í þessu sambandi, en hann benti einmitt á, að þegar i' hlut ættu fyrirtæki sem hefðu einokunaraðstöðu, þá væri afar mikilvægt aðneytendur og samtök þeirra hefðu ennþá meiri möguleika en ella til að hafa áhrif á gang mála, en þegar samkeppni værifyrir hendi. Und- ir þessi orð Harðar vil ég taka og undirstrika að litill væri land- búnaðurinn efekkiværu neytend- ur til að kaupa framleiðslu hans. Alla vega er ekki hægt að skilja orð Guðna á annan hátt en þann að hann telur að neytandinn eigi ávallt að kaupa vöruna gagnrýn- islaust og það komi honum ekki við hvort varan sé i lagi. Rétteraðendagreinþessa með litilli ráðleggingu til Guðna Ágústssonar. Ef hann vill að i framtiðinni verði tekið mark á orðum hans sem einhvers konar sérfróðs aðila um mjólkurfram- leiðslu, verður hann að haga orð- um si'num á málefnalegri hátt en hann gerðii áðurnefndri grein.Ef hann telur sig hins vegar fyrst og fremst vera málpipa þröngsýnna forystumanna i mjólkuriðnaði og sumra félagasamtaka dreifbýlis- ins, vera málsvari þessara heilögu kúa sem ekki þola minnstu gagnrýni á nokkuð sem þær telja vera sina bása i sinum fjósum, þá heldur Guðni áfram á þeirri braut sem hann markaði i grein sinni, það er að nota rang- færslur og persónunið i stað raka. Jóhannes Gunnarsson Stofnið launabótasjóð lágtekjumanna Launamismunur hér á landi er orðinn svivirðilegur. — Margt fólk mun fá lægri laun en það hefur þarfir fyrir. En hér er einnig fjöldi manns með hærri laun.en þeimeru nauðsynleg. Og i þeim flokki margir, sem fá meira en þeir vinna fyrir, miðað við afköst og annað vinnandi fólk. — Að ógleymdum ýmsum mönnum á margföldum eftir- launum. Fjárhag rikissjóðs, útvegs og iðnaðar er nú sagt svo illa komið, að þeir aðilar geti ekki hækkað til muna kaup láglaunam anna án þess að vandræðum valdi. Þangað til þeim þrengingum linnir, verður þvi að leita á önnur mið. Ég sting upp á að stofnaður verði: Launabótasjóður lágtekju- manna. Fyrst um sinn má afla honum tekna, með launa- jöfnunargjaldi af góöum tekjum einstaklinga. Það gjald á að fara stighækkandi af tekjum ofan við gjaldfrjálst hámark árs — eða mánaðartekna — einstaklings. Vera tildæmis: 1% af 6.000 króna mánaðartekjum ómagalausra manna, —2% af 7.000 krdnum, 3% af 8.000 krónum, 5% af 10.000 krónum, 10% af 15.000 krónum, 15% af 20.000 króna mánaðar- tekjum. Og gjald af öllum hærri tekjum i samræmi við það. Ofan skráðarhundraðstölur eru hér sýndar til ábendingar, en engan veginn,sem þæreinu réttu, enda ræði ég ekki meira um þær. Hitt vil ég undirstrika: Þarna er leið til að laga nokkuð óverjandi ranglátan mismun hæstu og lægstu launa hér á landi! Að svo mæltu endurtek ég þetta: Frestið hækkun visitölu og frestið lögmæti verkfallsréttar, meðan þið komið verðbólgunni i viðunandi horf. Ritað í desember 1981. HelgiHannesson prófkjör Gerður Steinþórsdóttir: „Félagsmálin eru vídtækur málaf lokkur og áhugaverður” . ■ ,,1 tólf ár hef ég verið vara- borgarfulltrúi Framsóknar- flokksinsog hef mikinn áhuga á borgarmálum. A þessu kjör- timabili hefur verið unnið að ýmsum breytingum og nýjung- um sem til heilla horfa, i at- vinnu-, skipulags- og félagsmál- um svo eitöivað sé nefnt. Ég gef kost á mér i prófkjörið til að hafa áhrif á gang borgarmála, tilað fá tækifæritil að fylgja eft- ir málum sem nú er unnið að en tekur ekki mánuði heldur ár að framkvæma”, sagði Gerður Steinþórsdóttir, þegar hún var spurð að þvi hvers vegna hún gæfi kost á sér i prófkjör fram- sóknarmanna i Reykjavik. ,,Má nefna uppbyggingu dag- vistarheimila, skipulagsmál, þéttingu byggðar, húsnæðismál og skautahöll. Afi minn Jónas Jónsson minntist oft á það við mig að það hefði tekið hann 20 ár að fá samþykkta byggingu Sundhallar Reykjavikur. Allir viðurkenna nú að sundlaugarn- ar eru mikill heilsubrunnur og gleðigjafi. Og góðar hugmyndir eru lítils virði nema þeim sé fylgt eftir. Varðandi prófkjörið er nauð- synlegt að fá fleiri konur til starfa og ofarlega á lista. Það er eðlileg og réttlát krafa timans. Störf min að borgarmálum hafa fram til þessa einkum ver- ið á sviði menningar- og félags- mála, en ég hef verið formaður félagsmálaráðs þetta kjörti'ma- bil. Félagsmálin eru viðtækur málaflokkur og áhugaverður. Vitanlega er mér ljóstað grund- völlur félagslegrar þjónustu, svo og annarrar þjónustu er öfl- ugt atvinnulif. Þá hef ég verið varaformaður stjórnar Borgar- bókasafns, en þar fer fram hin merkasta starfsemi. Ég vil vernda höfuðborgina okkar á þann hátt að hún haldi reisn sinni og skapi eðlilegt jafnvægi við landsbyggðina. Ég tel rétt að lita á Stór-Reykjavikursvæð- ið sem eina heild, þar sem öll sveitarfélögin leggja fram sinn skerf. Það eru þvi mörg mikil- væg verkefni framundan”, sagði Gerður Steinþórsdóttir. Páll R. Magnússon: „Sem flestir eigi kost að búa í eigin húsnæði” ■ ,,Ég gef kost á mér i þetta prófkjör af fleiri en einni ástæðu. Ifyrsta lagi,vegna þess að fjölmargir aðilar hafa hvatt mig til þess, enn fremur vegna þess aðég hef áhuga á fjölmörg- um af þeim málefnum sem fjallað er um á vettvangi borgarmála. Málefnum sem varða daglegt lif hvers einasta ibúa þessarar borgar, og e.t.v. get ég stuðlað að þvi að gera góða borg enn betri en hún er nú, ef ég fæ til þess tækifæri”, sagði Páll R. Magnússon, þegar hann var spurður að þvi hvers vegna hann gæfi kost á sér i prófkjöri framsóknarmanna i Reykjavik. „Meðal þeirra málefna, sem ég hef hvað mestan áhuga fyrir má nefna atvinnumál, hús- næðismál, skipulagsmál, um- hverfismál og fjármál borgar- innar. Ég tel það eitt brýnasta verkefni borgarst jórnar á hverjum tima að stuðla að öfl- ugu og fjölþættu atvinnulifi. Þess vegna þarf að minna á kosti Reykjavikur, þegar stór- um fyrirtækjum sem stofna á er valinn staður, enn fremur þarf borgin að endurheimta sem flest þau fyrirtæki sem hrökkluðust með starfsemi sina úr borginni á síðustu stjórnar- árum sjálfstæðismanna. 1 húsnæðismálum ber að leggja höfuðáherslu á að sem flestir eigi þess kost, að búa i eigin húsnæði. Þvi markmiði verður best náð með nægu framboði af byggingalóðum til almennings, félagasamtaka og þeirra aðila sem byggja ibúðir á félagslegum grundvelli. í skipu- lagsmálum verði haldið áfram við þéttingu byggðar, ásamt skipulagningu nýrra hverfa. Stórum byggingaraðilum verði gefinn kostur á að skipuleggja sjálfir si'n byggingarsvæði i samráði við Borgarskipulagið. Að lokum vil ég að kannað verði sérstaklega, hvað Reykja- vikurborg, hefur mikinn kostn- að, umfram önnur sveitarfélög, við t.d. heilsugæslukostnað sem greiddur er af rikinu fyrir ibúa annarra sveitarfélaga”, sagði Páll R. Magnússon. Pétur Sturluson: „Eg vil gera Rey kjavfk að líflegri bæ” ■ „Ástæðan fyrir framboði minu er löngun til þess að hafa áhrif á gang rnála i nútið i borgarstjórnarmálum. Reykja- vik er og á að vera höfuðborg landsins, en ekki svefnbær”, sagði Pétur Sturluson, þegar hann var spurður að þvi' hvers vegna hann gæfi kost á sér i prófkjöri framsóknarmanna i Reykjavik. „Ég vilgera Reykjavik að lif- legri bæ. Miðað við ibúaf jölda er Reykjavik mjög dreifö, sé tekið miðafborgum svipaðrar stærð- ar i nágrannalöndum okkar. Sú stefna, er núverandi meirihluti i borgarstjórn hefur mótað, og kölluð er „þétting byggðar”, er spor i rétta átt. Hins vegar má ekki staönæmast við hin óbyggðu svæði einvörðungu, heldur verður að láta þessa ,þéttingu byggðar” ná til eldri borgarhverfa, þar sem landnýt- ing er mjög viða i lágmarki. Þannig er unnt að koma til móts við orkusparnað sam- göngutækja og jafnframt að veita fleiri ibúum borgarinnar tækifæri til þess að búa mið- svæðis í borginni. Þó verður að gæta þess, að nýsköpun i þess- um málum aðlagist þeim ein- kennum byggöar, sem fyrir eru og að menningararfur verði ekki skertur. Gamli miðbærinn var, er og mun verða hjarta Reykjavfkur um ókomna fram- tíð. Að minu mati hefur þessi borgarhluti verið algjörlega vanræktur siðustu áratugina. tbúar, verslun, skemmtana- iðnaður og menningarstarf- semi, hafa verið og eru að hverfa úr miðborginni. Ég vil leggja rika áherslu á það, að rekstrarskilyrði miðbæjarsæk- ■innar starfsemi verði storbætt og grundvöllur skapaður til að stórauka miðbæjarlifið”, sagði Pétur Sturluson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.