Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. janúar 1982 15 8-liða úrslit Evrópukeppni Bikarhafa í handknattleik: Þróttur fékk ítalskt félag — Þróttur dróst á móti Pallamano Tacca Magnago frá Ítalíu og á Þróttur fyrri leikinn heima ■ „Við vitum ákaflega litið um þetta félag en trúlega leika með þvi einhverjir Jógóslavar” sagði Ölafur H. Jónsson þjálfari Þróttar i samtali við Timann. Dregiö hefur verið í 8-liða úrslit i Evrópukeppni Bikarhafa í hand- knattleik og lenti Þróttur á móti italska félaginu Pallamano Tacca Magnago sem er frá útborg Milano. Litið er vitað um þetta félag. t>að lenti fyrst á móti tyrknesku liði og sigraði meö 15 marka mun i fyrri leiknum sem var á ltaliu en tapaöi siðari leiknum i Tyrklandi með þriggja marka mun. 1 16 liða úrslitum léku þeir viö lið frá Austurriki og unnu báða leikina 26-22 og 25-22. Þróttur á samkvæmt drættin- um fyrri leikinn hér heima og á hann að fara fram á timabilinu 15,-21. mars og siðari leikurinn viku siðar. „Við vorum heppnir að fá fyrri leikinn hér heima, við ætlum okk- ur ekki að gera sama leik og FH- ingar að leika báða leikina ytra, en vel getur komið til greina aö fá þá til að leika báða leikina hér á landi, en það á eftir að kanna. Það má eiginlega segja að tvö félög af þessum átta séu slökust, þetta italska félag og Bern frá Sviss og við að nokkru leyti heppnir að fá annaö þessara félaga ef við hugsum um möguleikann á að komast áfram. En þessu fylgir lika viss hætta, en það er vanmat og ofmikil bjartsýni sem við verð- um að forðast. Það er ekkert hægt að segja fyrr en eftir fyrri leikinn hér heima sem við verðum að vinna með góðum mun”. röp-. .■ ólafur H. Jónsson þjálfari og fyrirliöi bikarmeistara Þróttar. Enska lands- lidid kemur til Islands - leikur við ísland á Laugardalsvellinum ■ Draumur margra knattspyrnuáhugamanna virðist nú ætla að ræt- ast en hann er að sjá enska landsliðið f knattspyrnu á Laugardalsvellin- um með Kevin Keegan fyrirliða i fararbroddi. ■ „Þaö er geysilegur fengur fyr- ir islenska knattspyrnuáhuga- menn að fá hingaö enska landslið- ið i knattspyrnu” sagði Helgi Danielsson stjórnarmaöur hjá KSt i samtali við Timann. „Það er alveg frágengiö aö enska landsliöið kemur hingað til islands og leikur hér einn leik á Laugardalsvellinum 2. júni. Enska landsliðið mun koma hingað með sitt sterkasta lið en undirbúningur þeirra fyrir HM keppnina á Spáni veröur þá á lokastigi. Þessi leikur leggst vel i mig og ég er bjartsýnn á þaö að við ætt- um að geta stillt upp okkar sterk- asta liði þar sem flestir ef ekki allir islensku leikmennirnir sem leika erlendis ættu aö vera búnir meö sitt keppnistimabil. Þetta er mál sem við þurfum að kanna og fljótlega næstu daga munum við fara að hafa samband við þá leik- menn erlendis sem til greina koma i landsliöiö. Það er mjög gott fyrir okkur að fá þennan leik gegn Englandi, þvi hann er góður undirbúningur fyr- ir leikina i Evrópukeppninni i knattspyrnu en liklega veröur fyrsti leikur okkar i þeirri keppni gegn trum á Laugardalsvellinum þann 9. júni viku eftir leikinn gegn Englendingum. En það ætti að skýrast þann 20. febrúar en þá er fundur á Spáni og verður þá leikdögum i riölin- um raðað niður bæöi fyrir karla- liðið og eins fyrir unglingalands- liðið”. röp-. Landsliðið í knattspyrnu til Arabalanda? — „bídum eftir lokaskeyti” segir Helgi Daníelsson — Fyrirhugað er að ísland leiki í Kuwait, Qatar og Sameinaða arabíska furstadæminu ■ islenska landsliðinu í boðið að leika fimm lands- knattspyrnu hefur verið leiki í keppnisferð til Breiðablik jaf naði á síðustu stundu ■ Breiðablik náði sér i dýrmætt stig er þeir léku gegn Aftureld- ingu að Varmá á laugardaginn i 2. deildinni i handknattleik. Er 30 sek. voru til leiksloka tókst Breiðabliki að jafna metin 23-23 og þannig urðu úrslitin. Breiðablik og Fylkir eru neðst i deildinni hafa bæði hlotið 4 stig en Breiðablik hefur leikið tveimur leikjum færra heldur en Fylkir. Afturelding var sterkari aðilinn i leiknum þeir höföu yfir i hálfleik 14-12 og voru lengst af yfir i leikn- um. Guðjón skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu en hjá Breiöabliki var Kristján Halldórsson at- kvæðamestui; skoraði 8 mörk. röp-. Arabalanda i byrjun mars og er þessi ferð landsliðinu algjörlega að kostnaðar- lausu. Fyrirhugað er að leika við Kuwait/ Qatar og Sameinaða arabíska furstadæmið. „Þessi ferð er nú ekki ný af nálinni/ heldur hefur þetta verið i deiglunni í þó nokkurn tima en ferð þessi er komin í gegn um ferða- skrifstofuna sem sá um komu Manchester City hingað til lands i fyrra- sumar" sagði Helgi Danielsson. Þetta er samt ekki fullákveðið ennþá, við eigum von á skeyti nú einhverja næstu daga frá þeim en eins og málin standa i dag eru miklar likur á þessari ferð. Það er alveg greinilegt að við getum ekki notað neinn atvinnu- manna okkar i þessa ferð, þar sem hún tekur það langan tima eða 10 daga og þeir fá sig ekki lausa þar sem keppnistimabiliö hjá þeim stendur sem hæst. Þeir sem fara i þessa ferð verða þvi leikmenn sem leika hér á landi og ég hef mikinn áhuga á þvi að það verði blanda af leik- mönnum úr unglingalandsliðinu og þeim leikmönnum sem standa næst karlalandsliðinu. Viö erum að byggja upp unglingalandslið og framundan eru leikir i Evrópukeppninni hjá þeim og ferðin yrði þvi dýrmæt reynsla fyrir þessa stráka. Ef af þessu verður þá mun strax veröa valinn hópur til æfinga þvi stutt er til stefnu og æfingarhafnar strax. Við munum þvi kanna áhuga leikmanna hér á þessari ferö og út frá þvi velja siðan um 18 manna hóp sem færi i þessa ferö”. röp-. ■ Jóhannes Atlason landsliðs- þjálfari Jóhannes landsliðs- þjálfari — Haukurog Theódór verda með unglinga- og drengjalidin ■ Gengið var frá ráöningu landsliösþjálfara KSl á fundi stjórnar KSÍ á laugardaginn. Jóhannes Atlason var ráðinn þjálfari karlalandsliðsins og einnig mun hann þjálfa landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og ýngri. Haukur Hafsteinsson var ráö- inn þjálfari unglingalandsliðsins og Theódór Guömundsson mun þjálfa drengjalandsliöiö. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.