Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 19. janúar 1982 S. 13630 S. 19514 BÍLATORG H.F. BORGARTÚNI 24 Höfum bila á skuldá- bréfum. Sjáum einnig um sölu á skuldabréfum. Hef kaupanda af BMV 316, 318 eða 320 Einnig af nýlegum Saab 99 G.L. Uatsun Cherry árg. ’79 ekinn 35 þús. km. Framdrifinn, eyðslugrannur. Verð kr. 75.000.-. Plymouth Super Custon árg. '73. Nýtt lakk, sportfelgur. Verð kr. 75.000.-. Plymouth Volare árg. '76 sjálfskiptur, 8 cyl. Allur ný- gegnumtekinn. Fallegur sportbill. Verð kr. 85.000.- Skipti á dýrari. Dodge Charger árg. ’70 ekinn 30 þús. á vélskiptingu. 8 cyl. 318. Toppbill. Verð kr. 55.000.- Skipti. Bronco Sport árg. ’73. Sjálf- skiptur, 8 cyl. með spili. Bill i sérflokki. Verð kr. 125.000.- Chevrolet Nova árg. '74 ek- inn 72 þús. km. cil. sjálf- skiptur m/vökvastýri. Verð kr. 55.000.-. Toyota Tersel árg. ’80 ekinn 20 þús. km. Skipti á dýrari. Verð kr. 90.000.-. Volvo 244 DL árg. '78 ekinn 56 þús. km. blár. Verð kr. 105.000.-. Skipti. Internationai Traveler árg. ’67 ekinn 10 þús. á vél. cil. dlesel. Verö kr. 120.000.-. Skipti. Opið kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga. Símar: 13630 — 19514. árnad heilla^HI Sigurdur E. Ólason hæstaréttarlögmaður 75 ára ■ Sigurður Ellert Ólason, hæsta- réttarlögmaður, er 75 ára í dag. Hann er fæddur 19. janúar 1907 i bland með „vondu fólki” að Stakkhamri i Hnappadalssýslu. Pilturinn þótti snemma bráðger til orðs og æðis og þvi stefndi leið hans til bóknáms og lauk hann stúdentsprófi frá Mennta- skolanum i Reykjavik vorið 1928 og embættisprófi i lögum frá Háskóla Islands árið 1933. Sigurður er máður hlédrægur og sérvitur. Hefur hann ómögu- lega viljað af þvi vita aðsin væri minnst á afmælisdögum og tekist aö hindra það fyrir 5 árum og 15 árum. NU verður ekki lengur undan vikist og fæ ég sjálfsagt bágt fyrir þessi skrif. Þegar ég hóf lögfræðistörf fyrir rúmlega 15 árum stóð Sigurður á sextugu. Leiöir okkar lágu fljót- lega saman i réttarsalnum, stundum þegar við vorum sam- herjar,hann flutti málfyrir rikis- sjóð, en ég fyrir borgarsjóð en þessum opinberu aðilum er oft stefntsaman eða sem gagnstæð- ingar, þegar hann sótti eða varði mál borgaranna, sem talið var að hefðu haft órétt af stjórnsýslu borgarinnar. Sigurður tók ást- fóstri við mig, nýgræðinginn, og lagði mérlifsreglurnar. Hann var mér í senn vinur, kennari og ráð- gjafi. Ég á þvi fóstra skuld að gjalda. Litil afborgun er löngu gjaldfallin og greiðist hér með þessum linum, sem ætlað er að heiðra þennan lærdómsmann og höfðingja, sem nú situr i friðar- stóli. Vart verður tölu komið á allan þann fjölda dómsmála, sem Sigurður hefur farið með fyrir rikissjóð, opinberar stofnanir og einstaklinga. Hann hefur stundað lögmannsstörf meðsóma og sann i tæp 50 ár. Hann varð að lúta lögum um hámarksaldur opin- berra starfsmanna sjötugur og hvarf þá úr þjónustu rikisins, en rekur enn málflutningsskrifstofu sina og sýnir ekki á sér fararsnið úr hópi starfandi lögmanna: Hann er næst elstur starfandi lög- manna, en elstur er Ólafur Þorgrimsson, hr.l., sem er 79 ára. Það er þó varla að marka hann þvi að hann er afkomandi Fjalla Eyvindar, eins og sumir aðrir. Sigurður var snemma bráðger og raunar undrabarn. Það er sögð af þvi saga, að þegar hann var 10 ára fékk hann að hlýöa á, þegar séra Ami Þórarinsson var að uppfræða væntanleg fermingar- börn. Þar kom á staðinn Jón biskup Helgason og kynnti sér þekkingu fræðanna, sem reyndist afleit. Þá var leiðdur fram Sigurður Ólason, sem þuldi kverið svo að segja orðrétt fyrir biskupi. I skóla gerðist Sigurður mikill félagsmálamaður og áhuga- maður um stjórnmál. Hann var, ásamt bekkjarbræðrum sínum, stofnandi Orators, félags laga- nema og f fyrstu stjórn félagsins, e.t.v. formaður, en þetta er ekki ljóst, af fystu fundargerðarbók félagsins. Þarer þó að finna fjör- legarlýsingará fundum,þarsem tókust oft á Sigurður og Gunnar Thoroddsen m.a. um pólitik. Sigurður stóð þá rétt vinstra megin við miðju og fylgdi Fram- sóknarflokknum að málum. Var hann f fararbroddi ungra fram- sóknarmanna á þessum ólgu- árum flokksins. Hann var formaður stúdenta- ráðs Háskóla Islands 1932-33 og formaður Stúdentafélags Reykja- vikur 1938-39, en þá stóð það gamla féiag á timamótum. Er það ekki ofmælt að hann hafi endurreist þetta gamla og merka félag. Siðar hneigðist Sigurður til fylgis við Bændaflokkinn við ldofning hans frá Framsóknar- flokknum á sinum tima og veitti hann m.a. skólabróður sinum Gunnari Thoroddsen fylgi i al- þingiskonsingunum 1942, Þegar hann fór fyrst fram á Snæ- fellsnesi, en Sigurður hafði sjálf- ur verið frambjóðandi Bænda- flokksins þar i kosningum 1937. Þá var kosningabandalag Sjálf- stæöisflokks og Bændaflokks sem var nefnt Breiðfylkingin. Að loknu lögfræðiprófi varð - Sigurður fulltrúi hjá rikis- féhirði, en þá var Þorsteinn Briem, fjármálaráðherra. Siðan var Sigurður settur fulltrúi i f jár- málaráðuney tinu 1939 og skipaður 1941. Frá þvi var hann lögmaður og lögfræðiráðnautur rikissjóðs, þar til hann lét af þvi embætti fyrir 5 árum. Hann hefur þó haldið áfram málflutningi fyrir rikissjóð og flutti m.a. nú fyrir áramótin hið umfangsmikla mál um eignarrétt að Landmannaafrétti. Hefur hann unnið gifurlga mikið starf i mörgum málum um eignarrétt afrétta. 1 umræddu máli, hefur hæstiréttur nú visað þremur málum til löggjafans að þvi er virðist. Sigurður hefur jafnframt rekið eigin lögmannsstofu i Reykjavik frá 1935, en hæsta- réttarlögmaður varð hann 1941. Eftir lok Bændaflokksins fór hann „heim í heiðardalinn” og hefur liklega fylgt Framsóknar- flokknum að málum siðan. Hann var tilnefndur af Frámsóknar- fldiknum i landsnefnd lýðveldis- kosninganna vorið 1944. Starf nefndarinnar þótti með ein- dæmum árangursrikt. Siðan mun stjómmálaáhugi Sigurðar hafa dofnað og hefi ég ekki heyrt hann brjóta upp á stjórnmálavið- ræðum. Mikið og náið samstarf varð með þeim Eysteini Jónssyni og gagnkvæmt traust. Þótt það hafi verið hlutskipti hans að flytja málstað hins opin- bera oft gegn einstklingum, sem hafa átt i vök að verjast, þá er samúð hans með þeim, sem minna mega sin rik og réttlætis- kenndin brennandi. Þetta kemur mjög fram í málflutningi hans fyrir einstaklinginn og eru miklir kostir góðs lögmanns. Sigurður er mikill áhugamaður og fræðimaður um sögu lands og þjóðar og hefur ritað margt um slik efni. Þekktar eru greinar hans í jólablaði Tfmans um árabil um þessi efni. Eftir hann er bókin Yfir alda haf, sem kom út 1964 og i handriti tilbúnu til prentunar er bókin Hnigin öld. Af greinum hans nefni ég sér- staklega grein um Bólu Hjálmar er birtist fyrir nokkrum árum i jólablaði Timans. Sigurður tók sérþaðfyrirhendurað sýna fram á sakleysi Bólu Hjálmars af áburði um sauðaþjófnað. Honum var þetta slikt hjartans mál, að hann lét mig lofa þvi að taka mál þetta upp, ef hann kæmi þvi ekki sjálfur i' verk. Af einhverjum ástæðum hefur Sigurður ekki ritað um lögfræði, þótt þekking og ritleikni sé ærin, en trúlega er það af sérvisku. Mö-g dómsskjöl frá Sigurði eru þó ágætustu lögfræðigreinar. Hann reifar oft málin frá mörgum hliðum og á að haf a sagt eitt sinn, þegar hann hafði sett fram nokkuð margar máls- ástæður: , ,Það er aldrei að vita á hvaða flugu dómarinn stekkur.” Still Sigurðar i málflutningi er þung undiralda.Hann ávitaðimig eitt sinn fyrir það að vera of sigurviss í málflutningi og þjarma að gagnaðila. Ef maður hefur sterka stöðu á að beita hógværð, sagði Sigurður, þvi' að sigurvissan hefur öfug áhrif á dómarann. Skemmtilegt er að fara með Sigurði- i málaferli út á land. Hann erslikur hafsjóraf fróðleik, að ómerkar þúfur i afdalaleið verða manni minnisstæðar. Það er t.d. minnisstætt, að aka með Sigurði austur fyrir fjall, þegar hann ekur eftir miðjum vegi á hvita strikinu, að troða i pipuna með höndunum, sem jafnframt halda um stýrið, hann er að segja gamlarsögur,enum leið aðskoöa hól, sem ekið hefur veriö fram- hjá, en mjólkurbilarnir á Selfossi þjóta framhjá á leið i bæinn. Þá reynir mikið á meðreiðarsvein- inn. Sigurður er þjóðsaga i lif- anda lifi og eru sögur af honum legió, merkilegar og skemmti- legar, en hann er gamansamur maður. Hann er mjög músikalskur og leikur bæði á fiðlu og saxófón af hjartans lyst og mikilli list. Arið 1939 var hann í Kaup- mannahöfn og fór að leiði Jónasar Hallgrimssonar. 1 viðræðum við kirkjugarðsvörðinn kom fram, að grafhelgi þess, sem þar hvildi efstur var nýlega útrunninn. Sigurður gerði strax legkaup, þegar Sveinn Björnsson, þá sendiherra, vildi ekki sinna mál- inu. Hann framseldi rikinu siöar réttinn að leiðinu á nafnverði og stofnaðist þannig réttur til þess að grafa upp beinin. 1 ævisögu Gunnars Ólafssonar segir, að Sigurður muni ekki hafa tapað á þessum viðskiptum en þetta er rógur, sem stafaði af þvi, að Gunnar hafði farið halloka fyrir Sigurði i málaferlum. Árin 1961—62 sat Sigurður i nefnd til þess að vinna að endur- heimt íslenskra handrita úr er- lendum söfnum. Hann var sæmdur riddarakrossi i'densku fálkaorðunnar 1945fyrir störf sin vegna lýðveldiskosninganna. Margt fleira má hér rekja um hinn aldna heiðursmann, sem enn er ungur í anda og sprækur sem lamb i haga en mál er að linni. Það verður gert við siðara tilefni, ef guð leyfir. Jón E. Ragnarsson. menningarmál Áhugaverðar bamabækur Sigurður Gunnarsson: Ævintýrin allt um kring. Isafold 1978. Ævintýraheimar. ísafold 1981. ■ Kunn er frásögn Stephans G. Stephanssonar, hvar hann grát- inn leyndist i laugu, þegar jafn- aldrar hans riðu hjá garði á leið i skóla, en hann sat eftir heima sökum fátæktar. Gamalt fólk minnist einnig þeirra timamóta, þegar fræðsluskylda var i lög leidd árið 1907, og þegar fyrstu myndskreyttar útgáfur náms- bóka, t.d. LandafræðiKarls Finn- bogasonar og Náttúrufræði Bjarna Sæmundssonar komu fram á sjónarsviðið. Þeir sem muna, er þeir fengu þær fyrst i hendur og litu myndir þeirra, gleyma ógjarna slikri opinberun. Þeim gáfust sýnir um rýmri heim og fundu þrá til að „vita meira i dag en i'gær”. Siðar fjölgaði bók- um með sterkari einkennum sagðrar sögu, skemmtilegum til lestrar og fræðandi, litrikum og ýtarlegum um smærri atriði, en kannske ekki ávallt jafn raunhæf- um. Má sem dæmi nefna Dýra- fræði Jónasar Jónssonar I .-III. og Islandssögu hans I. hefti. Þær hentuðu vel þeim börnum, sem nutu li'tillar kennslu, en þyrsti eft- iralmennum fróðleik i lifandi frá- sögn. Núeröldönnur. Löng skólaseta ár hvert og mikill fjöldi náms- bóka og hjálpargagna, sem oft virðast meira en fullnægja eðli- lega vaknaðri þrá ungra nemenda eftir þekldngu. Þó er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.