Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. janúar 1982 w f réttir Gífurleg óánægja á Siglufirði vegna flutnings aðalskrifstofu Sfldarverksmiðja ríkisins til Reykjavíkur: „ÞVERT OFflN I LAGASETN- INGU OG VlUfl STJÓRNVALDA” ■ Mikill kurr er nú í Siglfirðingum vegna flutninga aðalskrifstofa Síldarverksmiðja ríkisins frá Siglu- firði til Reykjavíkur, en þeir áttu sér stað nú um ára- mótin. Af þessu tilefni ætla forvígismenn allra stjórnmála- flokka í bæjarstjórn á fund sjávarútvegsráðherra og þingmanna Norðurlandskjördæmis-vestra i þeim til- gangi að gera þeim Ijósa afstöðu sína til þessa máls. Hér á eftir fara viðtöl við tvo bæjarfulltrúanna. „Geysilega móralskt mál," segir Bogi Sigur- björnsson, bæjarfulltrúi ■ „Samkvæmt lögum á aðal- skrifstofa Sildarverksmiðjanna að vera hér i Siglufirði, en þvert ofan i lagasetninguna og yfirlýst- an vilja stjórnvalda var verið að flytja skrifstofuna til Reykja- vikur,” sagði Bogi Sigurbjörns- son, bæjarfulltrúi á Siglufiröi i samtali við Timann i gær. „Aðalskrifstofurnar hafa veriö hér og ég get ekki komið auga á neinar röksemdir fyrir þvi aö þær verði fluttar suður, nema að til- gangurinn sé sá að ganga á dreif- býlið þangað til það verður búið.” — Missa margir Siglfiröingar vinnu vegna flutninganna? „Ja, það er farið ósköp fint i þetta, til að byrja með verða það bara einn eða tveir, en okkur grunar að þetta sé bara fyrsta skrefið til að flytja alla skrifstofu- starfsemina suður, þá megum við búast við þvi að starfsmenn Sildarverksmiðjianna hérna á Siglufirði fái launaávisanirnar sinar sendar hingað frá skrifstof- unum i Reykjavik. Fyrir Siglfirðinga almennt er þetta alveg geysilega móralskt mál, og við munum sækja það mjög fast að fá skrifstofurnar fluttar hingað norður aftur. Þvi með þessu er bara verið að rifa skrifstofuna úr sambandi við hina eiginlegu starfsemi, langstærstur hluti hennar fer fram hér i Siglu- firði,” sagði Bogi. —Sjó. „Vil|um fá skrifstofurnar aftur," segir Björn Jónas- son, bæjarfulltrúi ® „Ég segi bara eins og allir aðrir Siglfirðingar að þetta er okkur mikið áfall. Þaö er eins og ráða- menn þjóðarinnar vilji gera úr bænum einhverja verstöð,” sagði Björn Jónasson, bæjarfulltrúi á Siglufirði þegar Timinn innti hann álits á flutningi aðalskrif- stofa Sildarverksmiðjanna. „En sem komið er er þetta ekki svo stórt atvinnuspursmál, þó er skrifstofustjórinn farinn fyrir nokkru og nú er einn skrifstofu- maður á förum. Hér i Siglufirði eiga Sildarverksmiöjurnar nóg húsnæði þar sem auðvelt er að koma þessari starfsemi fyrir og auk þess segja lögin um Sildar- verksmiðjurnar ótvirætt að hér eigi skrifstofurnar að vera. Þau segja orðrétt: „Sildarverksmiðj- ur þær sem rikið nú á eða siðar kann að eignast eiga að hafa að- setur og varnarþing á Siglufirði. „Ennfremur .segir að stjórnar- Ákvördun um nýtt síðdeg- isblað f restað ■ Ekki tókst þeim i undirbún- ingsnefndinni sem vinnur að undirbúningi útgáfu nýs siðdegis- blaðs, að gera upp hug sinn á fundi i gær, um það hvort af út- gáfunni verður eða ekki. Hluta- fjársöfnun lauk nú um helgina og þvi átti að taka ákvörðunina i gær. Geir A. Gunnlaugsson for- maður nefndarinnar vildi i gær- kveldi ekki gefa upp hve mikið fé hefði safnast i hlutafjárloforðum, en samkvæmt heimildum Timans þá hefur litið bæst við upphæð þá sem nefnd var i Helgar-Timan- um, 1.3 til 1.4 milljónir króna. Að sögn Geirs A. Gunnlaugs- sonar þá var ákveðið á fundi nefndarinnar i gær að fresta ákvörðun, þar til viðræðum við hugsanlega hluthafa sem stóðu i gær og standa i dag er lokið. Þar munu, samkvæmt heimildum Timans, vera peningamenn, sem óska þess eindregið að Dagblaðið og Visir fái einhverja samkeppni á siðdegismarkaðnum. — AB Steindórsmálið: Leigubflstjórar taka ákvörðun um aðgerðir ■ „Það var haldinn fundur hér á föstudaginn i stjórn og trúnaðar- mannaráði, þar sem var ákveðið til hvaða aðgerða skuli gripið, ef löggjafarvaldið gripur ekki til' sinna ráða,” sagði Úlfur Markús- son, formaður Frama, félags at- vinnubilstjóra i viðtali við Tim- ann i gær, en bætti þvi jafnframt við að ekkert yrði gefið upp um samþykktir fundarins að svo stöddu. Úlfur var að þvi spurður hvort orð hans sem fram komu i Frétta- spegli á föstudagskvöldið stæðu ekki enn, þ.e. að ef ekki yrði grip- ið til aðgerða gagnvart leigubila- stöðinni Steindóri af hálfu yfir- valda, þá myndu félagar i Frama gripa til sinna eigin aðgerða og loka stöðinni. „Málið er náttúrlega enn i höndum ráðuneytisins, og við viljum ilengstu lög fara að lögum og reglum. Viðhöfum þvi kosið að gefa ráðuneytinu og lögreglu- stjóraembættinu tima til þess að gera ráðstafanir og það er ekki fyrr en niðurstaða liggur fyrir af þeirra hálfu, sem við hugsanlega myndum hyggja á aðgerðir.” AB ■ Frá Siglufirði: Þar hugsa menn stjórn S.R. þegjandi þörfina. menn Sildarverksmiðjanna skuli hafa hér aðsetur meöan verk- smiðjurnar eru starfræktar. Með þvi að flytja aðalskrifstof- una suður eru þessi lög þverbrot- in um leið og þingmenn eru að skipa nefndir til að finna út hvaða rikisstofnanir hægt sé að flytja út á land.” — Hverjir standa að baki þess- ari ákvörðun? „Það er fyrst og fremst stjórn og stjórnendur Sildarverksmiðja rikisins sem með þessu hundsa yfirlýstan vilja stjórnvalda. — Hver eru rökin? „Mér skilst að háir sima- reikningar hafi vegið einna þyngst á metunum. En auk þess hafa menn haldið þvi fram að hagkvæmara væri að hafa skrif- stofurnar fyrir sunnan, en að minu viti er þaö bara rugl,” „Hér meöal Siglfirðinga er mikil samstaða um þetta mál og viö ætlum fjórir bæjarfulltrúar að fara suður á morgun á fund þing- manna kjördæmisins og sjávarútvegsráöherra og gera þeim ljóstaö við viljum skrifstof- urnar hingað aftur,” sagöi Björn. Timinn sneri sér einnig til Kristins Baldurssonar, skrif- stofustjóra Sildarverksmiöja rikisins i Reykjavik, en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál. —Sjó. opnum við tagerinn hjá okkur og höidum verksmiðjuútsö/u Viö bjóöum viðskiptavinum okkar frá liönum . árum velkomna aftur og lofum þeimekki siöri kaupum en í fyrra. væri nema til aö sjá hvernig raunveruleg verksmiöjuútsala á aö vera Opið laugardag kl. 10-19 Verksmiðjuútsalan Grensásvegi22 (á bak viögamla Litavershúsið) i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.