Tíminn - 19.01.1982, Síða 22

Tíminn - 19.01.1982, Síða 22
22 Þr'iðjuda'gur Í9. janúar 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid Cheech með nuddkonu. UPPÁKOMUR HJÁ CHEECH OG CHONG Cheech og Chong (Cheech and Chong’s Next Movie). Sýningarstaður: Laugarásbió. Leikstjóri: Thomas Chong. Aðalhiutverk: Cheech (Richard Marin), Chong (Thomas Chong. Framleiðandi: Howard Brown fyrir C&C Productions. ■ Þeir félagar Cheech og Chong eru bandariskir gamanleikarar, sem sumum, einkum af yngri kynslóðinni, finnst óskaplega sniðugir. Þeir klæða sig, einkum þó Chong, eins og druslur, búa i húsi sem er eins og ruslahaug- ur, reykja hass af kappi, hugsa mikið um kyníerðismál og taka upp á hverri vitleys- unni á fætur annarri með þeim hætti, sem einungis viss tegund bandariskra gaman- leikara getur látið sér detta i hug. Grin þeirra félaga byggist fyrst og fremst á þvi að gera ýmislegt, sem ætla má að á- horfendum þyki „djarft”, svo sem að vera klúr i kjaftinum, brjóta lögin með þvi að neyta fikniefna, stela bensini eða eyðileggja garðinn hjá ná- grannanum, gera lögregluna kjánalega, og svo auðvitað að grinast með kynferðismál. Stundum tekst köppunum sæmilega upp, en þó þótti mér sem margir brandararnir væru orðnir slitnir. En unglingarnir virtust hafa gaman af. Ekki er hægt að tala um söguþráð i myndinni, þar sem hún er fyrst og fremst röö sundurlausra atriða likt og i skemmtidagskrá. Og allt er þetta einstaklega ameriskt, enda vandséð að nokkurri annarri þjóð dytti i hug að setja slika mynd saman. —ESJ. Elias Snæland Jónsson skrifar ★ Cheech og Chong Tom Horn ★ ■¥■ önnur tilraun ★ Eilifðarfanginn Góðir dagar gleymast ei ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Bjarni ★ ★ örtröð á hringveginum ★ ★ Fiótti til sigurs ★ ★ ★ Útlaginn Stjörnugjöf Tímans **** frábær • * * * mjig góð • * * göi • * sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.