Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.01.1982, Blaðsíða 6
stuttar fréttir fréttir Jaröslmaplæging. Bæjar- og Hofshreppingar: Sjálfvirkt símasamband AUSTUR-SKAFTAFELLS- SÝSLA: Töluveröar framfarir. urðu i simamálum Aust- ur-Skaftfellinga á nýliönu ári. t Bæjarhreppi var lagður jarösimi frá Stafafelli til allra bæja i hreppnum. Eru þeir nú komnir i sjálfvirkt samband viö Höfn i gegn um radió og fjölsimakerfi frá Stafafelli til Hafnar. t Hofshreppi var lokiö við tengingar á jarösimakerfi, sem lagt var áriö áöur. Sett var upp radió fjölsimasam- band milli Hafnar- og Hnappavalla og Skaftafells. Hafa nd allir notendur í hreppnum fengið sjálfvirkt samband viö simstöðina á Höfn og handvirka simstöðin á Fagurhólsmýri var lögð niður. 15 krakkar kveðast lemstruð eftir þrettánda- hasarinn SELFOSS: Krakkar i Gagn- fræðaskólaSelfoss lýsa sig all- deilisekki sátt við frásögn lög- reglunnará Selfossi af atburð- um eftir þrettándahátiðina á dögunum. Yfirlýsing lögreglunnar um að hún hafi ekki beitt kylfum á unglinga umrættsinn, segja nemendur alranga, þar sem að 11 krakkar á aldrinum 13-15 ára staðfestu að þau heföu orð ið fyrir meiri eða minniháttar kylfuhöggum. Aörir 4 krakkar hefðu fullyrt að snúið hafi verið upp á handlegg þeirra. Krakkarnir vitna i 19. gr. barnaverndarlaga þar sem segir aö ekki megi handtaka börn inna 18 ára aldurs án þess að hringja i foreldra þeirra eða barnaverndarráö tilaö tilkynna um handtökuna. (Ekki minnast þau hins vegar á hvort sömu barnaverndar- lög heimili 13-15 ára krökkum að sækja almenna dansleiki til kl. 4 á nóttinni.) Þákvarta nemendur yfir að 1-3 lögreglubilar hafi að þarf lausu haldiö sig i nágrenni samkomuhússins á meðan á dansleik stóð. „Hefði krökk- unum verið gefiö forskot til að komast heim af dansleiknum hefðu einungis þeir seku orðiö eftir. En raunin varö önnur, krakkarnir voru handteknir á hlaði samkomuhússins um leið og dansleiknum lauk”, segir i tilkynningu frá nemendum G.S.S. —HEI bússtjóri i Borgarnesi er Tim- inn spurði hann almennra frétta, að væntanlegu próf- kjöri frátöldu. Indriði sagði t.d. mjög litla vinnu fyrir konur i Borgar- nesi nú i vetur, jafnvel sjaldan eins erfitt ástand að því leyti. Einhversamdráttur hafi verið á prjónastofunni og fyrirtækið Höttur lagt niöur i fyrra, sem kunnugt er. Alls hafi um 20 konur misst vinnuog li'tið fengið fast i staöinn. Þær hafi unnið f sláturhúsinu s.l. haust en liklega flestar verið á at- vinnuleysisskrá síðan. Tutt- ugu konur i Borgarnesi er á- lika hlutfall og 1.000 konur i Reykjavik, þannig aö þetta er verulega alvarlegt ástand fyrir konur i Borgarnesi. Og Indriði taldi ekkert sýnilegt framundan eins og er sem bæta myndi úr þessurn vanda. „Það eru ekki svo miklir möguleikar hjá okkur. Við höfum ekki fiskinn og þvi hefur flest hér byggst i kring- um landbúnaðinn. Og nú er alltaf verið að reyna að draga úr landbúnaðarframleiðsl- unni, þannigað þar bætist ekki við. Það verður þvi að reyna að koma upp einhverjum alveg nýjum atvinnutækifær- um”, sagöi Indriði —HEI Vantar mjög vinnu fyrir konur BORGARNES: „Það er yfir- leitt frekar rölegt á þessum árstima hjá okkur hér i Borgamesi. Það er ekki fyrr en með vorinu aö meira lif færist i hlutina”, svaraði Indriði Albertsson, mjólkur- Nær 93% af útsvörunum greidd fyrir áramót SIGLUFJÖRÐUR: Inn- heimta útsvara og fasteigna- gjalda árið 1981 var tekin til umræðu á fundi bæjarráðs Siglufjarðar nýlega. Kom fram að af álögöum út- svörum ársins 1981 höfðu 92,84% verið greidd á árinu og 97,99% af álögðum fasteigna- gjöldum ársins. Af gjöldum fyrri ára innheimtust á s.l. ári 93.69% af fasteignagjöldum, 49,98% af útsvörum, rúm 32% af dráttarvöxtum af útsvörum og 92,7% af dráttarvöxtum af fasteignagjöldum. Eftir- stöðvar af útsvörum og að- stööugjöldum námu 1.648.869 krónum á Siglufirði um ára- mót. —HEI MIKLAR SVEIFLURI SÖLUVERDI ÍBÚÐfl ■ Hefur þú gert góð Ibúðakaup eöa slæm? Hvenær hefur verið hagstætt að kaupa Ibúöarhúsnæði og hvenær óhagstætt? Á þessu virðist geta veriö meiri munur en margan kann að gruna. Þróun söluverðs ibúða I Reykjavík sýnist á undanförnum 6 árum oft hafa gerst I nánast ó- trúlega stórum stökkum, bæöi upp og niöur, og að því er viröist án nokkurra tengsla við þróun annarra þátta, svo sem vísitölu eða kaupmáttar — reyndar oft i þveröfuga átt við kaupmátt taxtakaups — samkvæmt út- reikningum Stefáns Ingólfssonar hjá Fasteignamati rikisins. Sagöi hann þetta ábyggilega með mestu markaðssveiflum sem þekkjast. Visast finnst flestum sölu/kaupverö ibúða ævinlega hafa farið hækkandi — sem likast til er rétt sé i krónum taliö. Miöað við raunverulegt söluverö og fast verðlag frá ári til árs er það aftur á móti langt frá að svo sé. Þannig lækkaöi t.d. Ibúöaverð um 22% á rúmu ári, þ.e. frá 2. ársfjórðungi 1977 til 3. ársfjóröungs 1978. Þá snérist þróunin skyndilega viö. Verðið rauk upp um 34% (meira en þriðjung) á hálfu öðru ári eða til 1. ársfjórðungs 1980. Næsta hálfa áriö datt veröiö aftur niður um 10%, tók smá kipp upp á viö um siðustu áramót, sem hefur nú staðnað á ný. Fast verðlag miðar Stefán við þróun byggingarvisitölu á tima- bilinu 1975 til 1980. A þvi timabili vikur lánskjaravisitala aldrei meira en 1% frá Byggingarvisi- tölu, þannig að litlu breytti hvora þeirra miðað er við. Þá miðaði hann við raunverulegt söluverð, sem þýöir skráö söluverð um- reiknaö til staðgreiðsluverðs. Munur þessa tvenns ræðst aðal- lega af útborgunarhlutfalli, og dreifingu útborgana ásamt vaxtakjörum áhvilandi eftir- stöðva. A ibúð þar sem allar greiðslur væru verötryggðar væri þvi söluverð og raunverulegt verö eitt og hið sama. Hækkað útborg- unarhlutfall virkar einnig sem dulin verðhækkun, sem ekki er víst aöallir átti sig á að fullu. Varðandi söluverð Ibúða á timabilinu er byggt á sölukönnun Fasteignamatsins i Reykjavik á þessu timabili og valda sölur blokkaribúða mestu, þar sem þær eru lang algengastar. Stefán leggur I þessum út- reikningum ekki dóm á hvenær söluverð hafi verið yfir byggingarkostnaöi ibúða og hve- nær undir. Enda sé það alltaf nokkurt matsatriði hvernig bera eigi saman söluverð notaðra i- búða og nýbyggðra. Á svo löngu timabili sem hér er um að ræða sýnist þó ekki fráleitt að áætla að meðalsöluverð fari vart ikja langt frá byggingar- kostnaöi, þ.e. á þeim timabilum þegar sölukúrfan sker linuna 100. —HEI ■ A þessu linuriti getum við séð hið ótrúlega rokkandi söluverð I- búðarhúsnæðis i Reykjavik s.l. 6 ár miðað við fast verðlag. Það er teiknað þannig að meðalsöluverð timabilsins er á lárétta strikinu 100, en kúrfurnar sýna verðbreytingar — miðað við fast verðlag — er gerst hafa á hverjum ársfjórðungi á timabilinu. M.a. má sjá að á einu 3ja mánaða timabili —frá júli til sept. 1977 — hefur verðið Iækkað um 11%. Aftur á móti hefur verðið hækkað um 8% á öðru 3ja mánaða timabiii, þ.e. frá apríl til júni 1979. Þá má t.d. sjá að um 34% verðhækkun hefur orðið á timabilinu frá þvi vinstri stjórnin settist að völdum árið 1978 þar til stjórn Gunnars Thoroddsens tók við i febr. 1980. Aukriing á útgáfu innistæðulausra ávísana: „Vantar skír- teini með mynd og undirskrift”’ — segir Þórður Sigurdsson, forstöðumaður Reiknistofu bankanna ■ „Mjög strangar reglur gilda um meðhöndlun ávisana i bönk- unum og aðvaranir til gjaldkera, þannig að ekki er vist aö bank- arnir verði svo mjög varir við þessar fölsku ávisanir. Vafalaust er þarna um að ræða tékka sem seldir eru viðsvegar annarsstað- ar og bankarnir senda til baka sem innistæðulausa eða falska,” sagði Magnús Jónsson, banka- stjóri Búnaðarbankans. Hann kvað aðalféhirði ekki hafa gefið til kynna að neitt al- varlegt sé á seyði hjá Búnaðar- bankanum a.m.k. Og að ekkert hafi enn verið um þetta fjaliað sérstaklega i stjórn Sambands viðskiptabankanna. „Kaupmenn hafa ekki kvartað yfir að þetta hafi stóraukist, en mér er kunnugt um að það er um aukningu að ræða,” sagði Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna. „Vandinner fyrst og fremst varð- andi falsaða tékka, þar sem allt erfalsað, nöfnog númer, og eyðu- blöðin oftast stolin”. „Ég get ekki sagt um fjölgun falsaðra tékka umfram það sem haft hefur verið eftir Rannsókn- arlögreglunni”, svaraði Þórður Sigurðsson, íorstööumaður Reiknistofu bankanna. Hann sagði það ekkert spursmál að sú breyting sem gerð var af hálfu bankanna og Reiknistofunnar fyrir 5 árum, um aö tékki yröi ekki sendur til baka nema að reikningi viðkomandi viðskipta- vinar yrði þá lokað um leiö, hafi gert það að verkum að flestir taki við tékkum af fólki i fullu trausti. A þvi trausti sé siðan önnur hlið þ.e. að fólk hafi orðið grandalaus- ara, hætti að fara fram á persónuskilriki og slikt. Það opni aftur leiðina l'yrir falsarana, þá sem komist hafa yfir stolin hefti. Stundum séu þeir lika það óprúttnir, að sýna eigin persónu- skilriki og gefa út tékka i eigin nafni. Þeim sé þá nokkuð sama, þar sem þeir viti að þeir fara á Litla- Hraun hvort eð er og hugsi þvi að- eins um að afla fjár fyrir liðandi stund. „Það sem vantar hér eru nafn- skirteini með mynd og undir- skrift, þannig að hægt sé að bera hvoru tveggja saman”, sagði Þórður. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.