Tíminn - 22.01.1982, Side 9

Tíminn - 22.01.1982, Side 9
Föstudagur 22. janúar 1982 9 „Skólastjórirm þarf að lesa betur” segir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, um fullyrðingar Sigurjóns Fjeldsted um skólabyggingar íborginni í Morgunblaðinu i siðustu viku eru tiundaðar nokkrar glefsur úr ræðu Sigurjóns Fjeldsted, sem hann flutti við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavikur fyrr i þessum mánuði, en ræða hans fjallaði um skólabyggingar. Vegna nokkurra atriða sem fram komu i greininni snéri Timinn sér til formanns Fræðsluráðs, Krist- jáns Benediktssonar, og leitaði á- lits hans á þeim. — Sigurjón segir að það sé Al- þýðuflokknum og Alþýðubanda- laginu að kenna að ekki er meira fjármagni varið til skólabygg- inga. Eru borgarfulltrúar þess- ara flokka sérstaklega á móti skólum? „Það held ég ekki”, sagði Kristján. „Vissulega hefði verið æskilegt að geta lagt meira fjár- magn i iþróttahús Seljaskóla og hafið byggingu við III. áfanga við Hólabrekkuskóla. Þvi miður er framkvæmdafé borgarinnar minna á þessu ári en stundum áð- ur. Meðal fulltrúa meirihlutans var algjör samstaða um skiptingu framkvæmdafjárins og skóla- byggingar siður en svo útundan i þeim efnum.” — Sigurjón segir að engri skólabyggingu verði lokið á þessu kjörtimabili. Hvað vilt þú um það segja? „Hjá Reykjavikurborg hefur það lengst af verið svo að skóla- byggingar hafa þvi miður ekki verið fullkláraðar fyrr en mörg- um árum eftir að þær voru teknar i notkun, þvi miður. Þörfin fyrir skóla i nýjum hverfum hefur gert það að verkum að þangað hefur fjármagnið orðið að fara og loka- frágangur og lokaáfangar skóla á öðrum stöðum orðið að biða. Þannig er núna verið að ljúka byggingum við Hvassaleitisskóla sem tekin var i notkun haustið 1969, og i fyrra var lokið byggingu iþróttahúss við Hliðaskóla, en hann hefur starfað á þriðja ára- tug. Á þessu kjörtimabili hefur auk framangreindra mannvirkja ver- ið tekinn i notkun stór áfangi við Hólabrekkuskóla og þegar hafin kennsla i nýjum byggingaráfanga við ölduselsskóla sem að fullu verður lokið við i sumar. Auk þess hefur Seljaskólinn verið reistur frá grunni á þessu kjörtimabili en þar eru nú næstum eitt þúsund nemendur við sæmilega rúman húsakost.” — Hvað með þá fullyrðingu að af 5 grunnskólum i Breiðholti væru aðeins 2 þeirra fullbyggðir og framkvæmdum við hina skól- ana væri slegið á frest? „Mér finnst afarslæmt að vara- maður i fræðsluráði skuli fylgjast svona illa með þvi sem er að ger- ast í skólabyggingarmálum borg- arinnar. Veit Sigurjón virkilega ekki að á fjárhagsáætlun þessa árs á að vinna fyrir 12.6 milljónir króna við ölduselsskóla og fyrir tæpar 9 milljónir króna við Selja- skóla. Fyrir þetta fjármagn verð- ur lokið byggingu 11.200 rúm- metra kennsluhúsnæðis við öldu- selsskóla og einu húsi með 6 kennslustofum við Seljaskóla og einnig komist langleiðina með að fullklára stærsta iþróttahús, sem reist hefur verið við grunnskóla i Reykjavik. Ég get einnig upplýst að auk þessara framkvæmda við grunn- skólana i Breiðholti eru áætlaðar 7 milljónir króna til framkvæmda við Fjölbrautaskólann. Það get- ur verið að Sigurjón kalli þessar fjárhæðir smáaura, en miðað við framkvæmdafé borgarinnar eru þetta töluverðir peningar.” — Nokkuð fleira, sem þú vilt taka fram? „Kannski það helst að siðustu fjögur árin hefur verið unnið ■ Kristján Benediktsson ■ Sigurjón Fjeidsted rösklega við skólabyggingar i Reykjavik sem best sést á þvi að árið 1977 voru 4.79 íermetrar i skólahúsnæði á hvern grunn- skólanemanda en núna eru 6.13 fermetrará hvern nemanda. Arið 1977 var meðaltalið á öllu landinu 4.92 en er núna 5.60. Þá er einnig áætlað meira fjármagn til frá- gangs á skólalóðum að þessu sinni en áður hefur verið”, sagði Kristján Benediktsson, að lokum. — Kás landssjóðs. Auk þess mörkuðu lögin því nokkuð þröngan bás. Mikilvæg breyting varð siðan á starfssviði félagsins með lögum frá 1932. Var þá gertað skyldu að tryggja i félaginu allar húseignir i kaupstöðum og kauptiinum utan Reykjavikur, og siðan frá 1934 einnig öll ibdðarhús i sveitum, kirkjurr skólahús og samkomu- hds. Með lögum frá 1955var félaginu siðan heimilaður rekstur nýrra tryggingagreina og hefur siðan færtút starfsemisina stigafstigi, þannig að segja má að það taki nU til flestra trygginga annarra en liftrygginga. Með sömu lögum var afnuminn einkaréttur félags- ins til að tryggja allar húseignir utan Reykjavikur. Þrátt fyrir það ~ eru um 90% þeirra enn tryggðar hjá félaginu. Brunabótafélagið hefur frá öndverðu haft umboðsmenn viðs vegar um land ið. E n nú hefur það fasta umboðsmenn i hverjum kaupstað, kauptúni og hreppi og umboðsskrifstofur með föstu starfsliði á hinum fjiflmennari stöðum hin siðari ár. (Unnið upp Ur sögulegu yfirliti Gils Guðmundssonar) —HEI ■ Hér sjáum við mestan hlutann af starfsfólki Brunabótafélagsins I Reykjavfk. Að þvf er næst verður komist var starfsfólk á skrifstofu félagsins fyrstu árin: Forstjóri I hálfu starfi, skrifstofustjóri og gjald- keri I f jórðungsstarfi — sem allir unnu jafnframt á lögfræðistofu Sveins Björnssonar — og ein skrifstofu- stúlka Ifullu starfi. Nú erstarfsfólk á aðalskrifstofu félagsins um SOmanns. prófkjör Björk Jónsdóttir: „Auka þarf veru lega stuðning vid hin f rjálsu félög”’ ■ ,,Ég gef kost á mér i þessu prófkjöri þvi mér hefur fund- ist vanta kvenmenn á lista Framsóknarflokksins i undan- förnum kosningum. Ég tel að konur geti lffgað mikið upp á listann og styrkt flokkinn, og vona að ég geti stuðlað að betri framgangi stefnumála flokksins í borgarstjórn”, sagði Björk Jónsdóttir, þegar hún var spurð að þvi hvers vegna hún gæfi kost á sér I prófkjöri framsóknarmanna i Reykjavík. „Æskulýðsmál eru min hjartans mál, enda hef ég mikið starfað að þeim i gegn- um tiðina, og meðal annars verið virkur stjórnandi i einu skátafélaganna i Breiðholti frá stofnun þess. Ég er langt frá þvi að vera ánægð með skipulag og uppbyggingu æskulýösmála hér i borginni, og tel að stóra breytingu þurfi að gerai þeim efnum.Að minu mati þarf að auka verulega stuðning við hin frjálsu félagasamtök i borginni. Æskulýðsráð með öllum sinu dýra bákni er á góðri leið með að kaffæra starfsemi þessara félaga, með yfirboðum sem það getur staðið fyrir með sin- um launuðustarfsmönnum, og er með þvi'oft aö búa til fram- boð i æskulýösmálum sem litil eða engin eftirspurn er eftir. Ég kannast ekki við þau vandamál sem nú eru efst á baugi i æskulyðsmálum, frá minum yngri árum, enda var þá ekkert Æskulýðsráð til. Starfsemi Æskulýðsráös Reykjavikur i núverandi formi tel ég þvi ekki af hinu góða. Menn hafa mikiö rætt um málefni aldraðra og helst viljað koma öllum á þeim aldri á elliheimili. Ég er þeirrar skoðunar að gamla fólkið eigi annað hvort að bUa á sinum eigin heimilum eða hjá börnum sinum. Mér finnst tikarlegt af börnunum að senda foreldra sina á elliheim- ili, oghefðihaldiðað þeir ættu betra skilið. Einnig held ég að það sé nauðsynlegt fyrir barnabörnin aö fá að umgang- ast ömmu sina og afa, og upp- lagt ef gamla fólkið getur litið eftir yngri fjölskyldumeðlim- unum”, sagði Björk Jónsdótt- ir. Þorlákur Einarsson: , Borgarstjórn þarf ungt fólk með frískar hugmyndir’ ■ „Ég gef kost á mer af eigin frumkvæði i þessu prófkjöri, enda haft mikinn áhuga á borgarmálefnum alla tið. Ég tel endurnýjunar þörf I borgarstjórn og ungt fólk með ferskar hugmyndir eiga þar vel heima”, sagði Þorlákur Einarsson, þegar hann var spurður að þvi hvers vegna hann gæfi kostá sér iprófkjöri framsóknarmanna i Reykja- vik. „Ég legg miklaáhersluá að ungu fólki verði gert auðveld- ara að festa kaup á ibúðum i gamla bænum með riflegum lánveitingum. Einnig vil ég að auknar veröi ibúðabyggingar á félagslegum grundvelli til þess að gera ungu fólki og efnalitlu kleiftaðeignasteigið húsnæði. Jafnframt verði rosknu fóki gert unnt að minnka við sig húsnæði. Með þessu efast ég ekki um að við eigum eftir að gera Reykjavik að blómlegri borg. Ég vileinnig beita mér fyrir málefnum aldraðra sem okk- ur öllum eru huglæg. Þvi eins og maðurinn sagði, þá munum við öll eldast og verða gömul. Aldraðir verða að fá að vinna og dveljaá eigin heimilum svo lengi sem kostur er, en ekki loka þá inni eins og annars flokks þjóðfélagsþegna. öll munum við eftir stjórn Sjálfstæðisflokksins i borgar- stjórn. Við munum eftir „grænu byltingunni” sem varð til þess að 29 hektarar af gróöri voru skornir niður á einu ári á borgarsvæðinu, þrátt fyrir fögur fyrirheit og kosningaloforö. Við munum eftir Armannsfellsmálinu. Við munum eftir þvi hvernig lóða- úthlutanir gengu fyrir sig hjá ihaldinu. Þar fœgu aðeins flokksgæðingar lóöir. Þá sat svfnaríið i öndvegi. Siðan hafa liðið fjögur ár, mestu hagsældar ár Reykja- vikurborgar. Þar hefur Fram- sóknarfbkkurinn gegnt stöðu oddamanns og litið getaö að- hafst. Þessu vil ég breyta með endurnýjun og breyttu og betra mannvali. Eitt besta ráðið er aö fá ungt og friskt fólk með ferskar hugmyndir til starfa. Þannig munum við sjá orðstfr Reykjavikur vaxa frá þvi' að vera annað og meira heldur en eitt Grjótaþorp”. sagöi Þorlákur I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.